Bannað að reykja, ríða og bölva í himnaríki

Það var skemmtileg reynsla að vakna uppi og lenda beint í fanginu á almættinu. Mjög skemmtileg lífsreynsla.

Ég sat þarna í mestu makindum í fanginu á Guði og var meinað að reykja, ríða og blóta. Mér fannst það lítið bagalegt þannig, því ég reyki hvort sem er  í laumi. Fyrir sjálfri mér. Ríði aldrei og blóta ....bara á ritmáli.

Þarna var pabbi....hann lá og var að lesa einsog ég man alltaf eftir honum. Amma sat við hliðina á hásætinu með þvaglekann sinn og með dömubindi í klofinu,  hún var undanþegin reykingabanninu....enda forfallinn. Hún mátti líka blóta...líka forfallinn þar, en amma reið aldrei nokkurn tíma nema í eitt skipti þegar pabbi kom undir og mátti það litlu skipta fyrir hana. Ríð-bannið.

Þess má geta að ekki finnst eitt einasta smokkakvikindi í himnaríki. Bara smokkfiskur. Þarna var allt svo mjúkt, hlýtt og bómullarkennt. Þarna var/er gott að vera.

Eins mikið og amma elskar mig, þá sparkaði hún nú samt í rassgatið á mér, með þeim afleiðingum að ég lenti  í sófanum mínum sem btw ég er komin með nett ofnæmi fyrir. Eiginlega algjört ógeð.

Lendingin var hörð. En samt svo mjúk. Og ég hugsaði; hvaða stælar eru þetta í kerlingunni???

Svo öskraði hún á eftir mér og ég rétt heyrði óminn í fallinu/hrapinu;

-farðu að gera eitthvað að viti krakkahálfviti....fáðu þér að reykja, ríða og bölvaðu hressilega á blogginu. Og gerðu svo eitthvað meira!

Ég er að vinna í að hlýða henni... Wink


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marinó Már Marinósson

Fyrr má nú ........  

Marinó Már Marinósson, 19.10.2008 kl. 13:16

2 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

jú jú, ömmur hafa ALLTAF rétt fyrir sér og eru bestar, það veit ég mætavel, amman sjálf. Ég fékk nú gott hláturskast við lestur færslunnar hehehehehe

Guðrún Jóhannesdóttir, 19.10.2008 kl. 13:41

3 Smámynd: Linda Lea Bogadóttir

... hva! Var þig að dreyma svona illa ?

Velkomin aftur elskan

Linda Lea Bogadóttir, 19.10.2008 kl. 13:58

4 Smámynd: Ómar Ingi

Da Bitch is back with a BANG

Gaman að sjá  þig blóta , reykja og svo bara ýmindar maður ser rest  

Vertu velkomin aftur stúlkukind

Ómar Ingi, 19.10.2008 kl. 14:06

5 identicon

Guð blessi þig vina mín.

Biblían segir jú að maður eigi að gera allt sem manni dettur í hug og mann langar til - það er í Prédikaranum - og maður eigi ekki að hafa áhyggjur af því þó Guð dragi mann til (mann)dóms.

Því Guð er jú kærleikur.

... og gettu hvað: Hann hefur húmor. 

Veraldarálfurinn (IP-tala skráð) 19.10.2008 kl. 14:50

6 identicon

jesssssss......einmitt það sem vantaði!

Blót, ríðingar og reykingar

Frábært að fá þig aftur, þin hefur verið saknað !

Ofurskutlukveðja

Guðbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 19.10.2008 kl. 15:19

7 identicon

Sæl Heiða mín.

Það stendur í Biblíunni ,ég man ekki hvar en það er eitthvað á þessa leið´

Prófið allt, haldið því góða en HENDIÐ HINU ILLA.

Ég vona að þetta sé rétt hjá mér..

Kærleikskveðja.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 19.10.2008 kl. 15:59

8 Smámynd: Heidi Strand

Velkomin aftur í okkar heim. Það er greinlegt að þú ert orðin hress.
Það er sennilega líka bannað að ljúga og stela þarna uppi.

Heidi Strand, 19.10.2008 kl. 16:03

9 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Við erum þá báðar endurfæddar, bloggheimar batna bara við það farðu vel með þig og gerðu allt sem ég geri, það er svo gott 

Ásdís Sigurðardóttir, 19.10.2008 kl. 16:39

10 Smámynd: Aprílrós

Velkomin aftur mín kæra, Allt það skemmtilegast bannað bara uppi ;) Ég skellti uppúr við lesturinn, skemmtileg frásögn.

Eigðu ljúfan dag :;)

Aprílrós, 19.10.2008 kl. 17:17

11 Smámynd: Heiða  Þórðar

Eigiði öllsömul ljúfasta daginn

Heiða Þórðar, 19.10.2008 kl. 17:33

12 Smámynd: María Guðmundsdóttir

madur á alltaf ad hlýda ømmum sinum

hafdu gott sunnudagskvøld og vonandi er thér batnad

María Guðmundsdóttir, 19.10.2008 kl. 18:16

13 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Mikið djö... var þetta hressandi lesning.  Vertu velkomin í skarkalann

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 19.10.2008 kl. 18:43

14 Smámynd: Einar Indriðason

Velkomin til baka.

Einar Indriðason, 19.10.2008 kl. 19:04

15 Smámynd: Sigurbjörn Friðriksson

Þú ert eins og íslenska Krónan....keeps coming back!  Krónunni fer líka að batna - en tekur aðeins lengri tíma.  Velkomin tilbaka!

Munið frjálsu bloggsíðuna;  http://blekpennar.com    Kær kveðja, Björn bóndiïJð        

Sigurbjörn Friðriksson, 19.10.2008 kl. 19:45

16 Smámynd: Halldór Sigurðsson

keep up the good work

Halldór Sigurðsson, 19.10.2008 kl. 19:48

17 Smámynd: Jónína Sólborg Þórisdóttir

It's alive! :D

Jónína Sólborg Þórisdóttir, 19.10.2008 kl. 20:10

18 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Flott elskan mun sína englunum mínum þetta því ég segi ætíð: " munið að amma hefur alltaf 99,9% rétt fyrir sér", en þær brosa bara í kampinn þessar elskur og segja láttu þig bara dreyma amma mín.
Velkomin aftur skjóðan mín
Knús Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 19.10.2008 kl. 20:41

19 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

díses... má ekkert í þessari sveit þarna uppi?

Hrönn Sigurðardóttir, 19.10.2008 kl. 20:46

20 Smámynd: Thee

Andskotinn sjálfur, þetta er dónalegt blogg. :)

Thee, 19.10.2008 kl. 21:41

21 Smámynd: Steingrímur Helgason

"The sign say's 'heven' but it look's like hell ..."

Steingrímur Helgason, 19.10.2008 kl. 21:59

22 Smámynd: egvania

Velkomin aftur og þú ert alveg eiturhress sé ég á skrifum þínum.

Gerðu bara eins og amma þín segir þér sagt er að við eigum að bera virðingu fyrir þeim gömlu þau eru reynslunni ríkari og vita hvað þau segja.

Amma mín sagði að það væri ljótt að segja fólki að þegja en hún sagði okkur systrum alltaf að halda kjafti og það höfum við ei heiðri enn í dag.

Gott að fá svona hressandi skrif frá þér.

Kveðha Ásgerður

egvania, 19.10.2008 kl. 22:38

23 Smámynd: Heiða  Þórðar

Já alveg og algjörlega eiturhress! takk fyrir mig öll! Hehehe þið söknuðuð mín og það er gott að vita

Heiða Þórðar, 19.10.2008 kl. 23:46

24 Smámynd: Sporðdrekinn

Sakna þín!?! Ne........jú ok, pínu mikið

Þar sem að ekki má ríða, blóta og reykja þarna uppi þá ætla ég rétt að vona eins og restin að þú hlýðir henni ömmu þinni.

Ég var að spá, er það þess virði að vera þarna ef að ekki má gera R in 2? Jú örugglega, það hlýtur að koma eitthvað annað í staðin

Sporðdrekinn, 20.10.2008 kl. 00:06

25 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Heiða litla, hýr og rjóð,

heilsu- aftur nú er góð.

Mér því vill hún alveg óð,

EINUM ríða, gömlum skrjóð!

Magnús Geir Guðmundsson, 20.10.2008 kl. 00:12

26 Smámynd: Solla Guðjóns

Hæjjjj ástin gaman að sjá þig aftur eftir reisuna.Gott að þú ert með rass sem amma þín gat sparkað í annars væri ég ekki flissandi núna.

Solla Guðjóns, 20.10.2008 kl. 00:18

27 Smámynd: Anna Guðný

Fer í háttinn með bros á vör eftir þennan lestur.

Velkomin aftur.

Hafðu það gott ljúfan

Anna Guðný , 20.10.2008 kl. 00:35

28 identicon

ah þegar þú dettur aftur í gírinn þá er það með hvelli

sandkassi (IP-tala skráð) 20.10.2008 kl. 01:41

29 identicon

þú talar íslensku sem er fallegasta mál í heimi..

Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 20.10.2008 kl. 07:36

30 Smámynd: Tína

Hahahaha velkomin aftur tjelling. Alltaf jafn gaman að þér. Þú skrifar eins og flestir vildu geta en fæstir þora. Knús á þig elskan mín og haltu endilega þínu striki.

Að vanda ertu frábær.

Tína, 20.10.2008 kl. 08:47

31 Smámynd: Margrét M

bara ferðalag  á þér ha

Margrét M, 20.10.2008 kl. 09:18

32 Smámynd: Þ Þorsteinsson

þú kannt að koma til baka svo um munar : )

frábær !

Þ Þorsteinsson, 20.10.2008 kl. 09:22

33 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ömmur hafa ALLTAF rétt fyrir sér  Vonandi ertu orðin hress Heiða mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.10.2008 kl. 12:07

34 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Maður á alltaf að gera það sem ömmur segja manni

Heiða B. Heiðars, 20.10.2008 kl. 14:14

35 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

Bravó Heiða mín, skemmtileg og hress...kraftur til þín

Eva Benjamínsdóttir, 20.10.2008 kl. 20:50

36 Smámynd: Pálmi Gunnarsson

Og ekki er nú ryðið í honum sagði amma þegar hún var að lýsa nýja/gamla bílnum sem dóttir hennar hafði keypt. Hinsvegar veit ég að það var riðið í honum allavega seinna. En sem sagt.  Ef maður vill ekki ríða þá má alltaf bregða sér til gussa og láta afríða sig. Minni vandamál eins og hommúnisma leita maður til Gunna umboðsmanns í Krossinum með.

Pálmi Gunnarsson, 20.10.2008 kl. 21:31

37 Smámynd: Heiða  Þórðar

Heiða Þórðar, 20.10.2008 kl. 22:06

38 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Meira að segja ég saknaði þín agnarsmá... en habbðiuða ekki eftir mér gæzkan

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 21.10.2008 kl. 04:02

39 Smámynd: Kjósandi

Eg kýs að reykja ekki, bölva lítið en þetta síðasta - gera mjög mikið af því það er svo gott.

Mæli með því en það þarf tvo til. Vantar góðann parner 

Kjósandi, 21.10.2008 kl. 21:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband