Ég á kærleiksstein...
26.1.2009 | 13:27
Heiða ég hef ekki getað látið vondu orðin sem mín segir við fara útum hitt eyrað stundum er hún ósköp góð en svo veit maður aldrei hvenær maður "lendir í henni" og þá tek ég hana svo nærri mér að ég leggjast i veikindi og breyði yfir haus, og vil bara vera þar. enda fátt viðbjoðslegra en ég í hennar augum. Samt er þetta manneskja sem mætir á allarvakningarsamkomur og er þá með spariframkomuna, voðalega almennileg og sæt, hún er ein af þeim sem lemur fólk með Biblíuversum. já þetta er skrýtið ég var farin að hata Biblíuna þangað til ég fór að lesa hana alla og komst að því að móðir mín hvaði eftir hentisemi slitið texta úr samhengi til að nota þá í sína þágu til að "ná stjórn"
Ég fékk þessa athugasemd í gær. Mér hefur verið svo mikið hugsað til þessarar dömu. Mig langar að knúsa hana og kreista í klessu. Ég finn samhljóm í orðunum hennar. Ég finn til í hjartanu, hennar vegna. Ég hef verið nákvæmlega á þessum stað. Þessi staður er vondur. Ég vildi að ég gæti farið í hennar spor ...einfaldlega afþví að ég þekki leiðina út.
Ég hef einmitt verið lamin svo að á mér nánast sá með Biblíunni. Ég hef alltaf trúað á minn persónulega Guð. Flottasta gæjann í bænum. Einhvern mátt mér æðri. Ekki er ég svo vitlaus að áætla að ég hafi eitthvað með það að gera hversu yndisleg börn ég á tildæmis. Þau eru miklu meiri manneskjur en foreldrarnir. Ég tók að vísu þátt í athöfninni...það var 8,5...takk fyrir að spyrja. En að ég eigni mér hversu Súperdúper Ari minn og Sóldís eru, væri hámark hrokans. Mér hefur oft fundist ég vera að eintali við Guð. Mikið suðað í honum einsog nöldrandi krakki. Ég hef aldrei álitið Guð hefnigjarnan og aldrei hatað hann. Ég hef aldrei álitið hann hafa sent eina einustu karlmannskrumlu á minn barnskropp. Eða kennt honum um ófarir mínar. Ég vissi sem ég hef síðar komist að er; Guð er kærleikur.
Svo upptvötaði ég þetta með að; biðja, treysta, trúa og sleppa. Þá hætti ég að suða . Verði þinn vilji ekki minn.
Mér fannst gott þegar engill einn datt af himnum ofan beint í fangið mitt og ég greip hann. Engillinn kom inn á þetta varðandi "skírnina". Ég hef verið alveg ófanlegt til að taka svokallaða skírn einfaldlega afþví ég hef ekki fundið það í hjartanu. Kannski finn ég það aldrei. Kannski geri ég það. Viðkomandi benti mér á og staðfesti um leið að þetta snýst ekki um athöfnina sjálfa. Samanber að vera giftur með fallega gullhring á baugfingri, fægja hringinn reglulega fyrir umheiminn til að sjá og dást að... vera samt útúróhell varðandi hjónabandið. sbr. framhjáhald og fleira.
Fyrir mér er það; það sem ég geri...hvað ég tileinka mér dagsdaglega gagnvart öðrum. Ekki hvernig hringurinn minn lítur út á puttanum. Biblíuna að mínu viti og trú; ætti aldri að nota sem stjórntæki.
Einsog fram kom hjá dömunni eigum við annað sameiginlegt með sögum okkar. Ég er einmitt "eitt það viðbjóðslegasta", þegar sá gállinn er á henni mömmu minni. Ég veit aldrei hvenær ég fæ athugasemd. Mér finnst það í raun complement. Að vera sú viðbjóðslegasta af okkur sex. Ég lít þannig á að mér hafi verið ætlað það hlutverk einfaldlega afþví ég er megnug að bera það. Þetta er alveg fínt, þannig séð. EF maður getur tileinkað sér þá hugsun að taka ekki viðbjóðinn persónulega. Þetta snýst fyrir mér ekkert endilega að láta orðin fara út um annað og hitt, miklu heldur að láta það ekki sitja eftir í hjartanu. Trúa því ekki. Viðkomandi er að lýsa eigin vanlíðan.
Það er ekkert alslæmt að vera mesti vibbinn........en það er vont að taka það nærri sér og trúa því.
Á aðfangadag síðasta komu tveir yndislegir "jólasveinar" til okkar Sóldísar færandi hendi. Sóldís mín fékk bangsa og bangsinn var það einasta leikfang sem hún bað mig um að koma með þegar hún lenti á gjörgæslu eftir jólin.
Ég fékk "Kærleiksstein".
Á kassanum utan um steininn sjálfan stendur; Með kærleika í hjarta eru allir vegir færir. Á miða inn í kassanum stendur; Kærleikur, er ljósið sem býr í hjarta þínu. Berðu steininn og trúðu á kærleikann.
Ég trúi á kærleikann. Mér þótti vænst um þessa jólagjöf
Athugasemdir
Þú ert snilldar penni stelpa og kemur tilfinningum þínum algjörlega til skila í mitt hjarta. Takk fyrir það. Þú munt sigra allt með þín kærleiksríka hjarta og trú á hið góða í manneskjunni. Það er ljúft að hafa fengið að kynnast þér elsku vina. Hafðu það sem allra best og farðu vel með þig og Sólina þína.
Ásdís Sigurðardóttir, 26.1.2009 kl. 13:31
Guð er ekki til en trúin á sig sjálfan er allt sem þarf
PS: Ég er líka orðin skárri í blótinu
Ómar Ingi, 26.1.2009 kl. 15:02
thú skrifar alveg frábærlega Heida, og thad oft um svo mjøg erfida hluti. Kemur thessu svo vel frá thér, madur verdur svo sammála thér og skilur allt svo miklu betur.
Hafdu gódan dag og takk fyrir ad deila thessu med okkur hinum
María Guðmundsdóttir, 26.1.2009 kl. 16:09
Takk fyrir mig, þetta gagnaðist mér í dag. snillingur ertu.
Þ Þorsteinsson, 26.1.2009 kl. 16:33
Hrönn Sigurðardóttir, 26.1.2009 kl. 18:43
Flottur pistill Heiða mín eins og svo oft áður. Hafðu það sem allra best.
Steingerður Steinarsdóttir, 26.1.2009 kl. 19:23
" kveðja frá strákunum "
Gísli & Keli.
Gísli Torfi, 26.1.2009 kl. 19:29
Þið eruð yndisleg...og Ommi er að koma til...
Heiða Þórðar, 26.1.2009 kl. 20:03
Knús knús í hús og ljúfar góðar kveðjur......
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 26.1.2009 kl. 20:25
Sæl elsku systir
Ég þarf ekkert að tíunda hversu góður penni þú ert, hef alltaf vitað það og þegar að þú tekur þig til þá er ekkert sem getur hindrað þig á leið þinni að þínum markmiðum.
Mátt samt alveg gorta þig af börnunum þínum enda einstök frá toppi til táar :)
Finnst þér ekki gott að eiga trúnna með sjálfri þér? Það er rétt hjá þessum engli sem að þú greipst, við þurfum ekki að lúta að vilja annarra til þess eins að uppfylla kröfur þeirra sem ganga um götur og torg í jesús nafni, og Guðs ef út í það er farið. Stærsta musterið er innra með okkur og þitt er ríkulegt, það segir þér enginn neitt annað.
Svo máttu fara að henda að mér tillögum að svona fyrirsögnum! Alveg magnað hversu "opinskáar" þær eru.. Þá er ég að tala um þessa fyrir neðan
Þinn bróðir..
Gísli Þór Þórarinsson (IP-tala skráð) 26.1.2009 kl. 21:23
Hehe...alveg væri ég til í að knúsa þig núna í drasl!
Heiða Þórðar, 26.1.2009 kl. 22:23
Sæl Heiða mín.
Frábær pistill eins og þín er von og vísa.
Kærleikskveðja.
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 26.1.2009 kl. 23:55
knús og kveðjur já og góðan daginn.....
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 27.1.2009 kl. 08:04
Knús elskuleg mín.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.1.2009 kl. 15:09
Datt inn á bloggið þitt í gegnum Gísla blogg. Ég átti heima í Grænás þegar þið bjugguð þar og man ég vel eftir ykkur og mömmu ykkar líka.
Það er rétt hjá þér, svo mikilvægt að sýna skilning á sjúkdómnum, það er ekkert endilega að verja hana finnst mér heldur að sýna mikið þroskamerki.Þessi sjúkdómur er svo sorglegur.
Þið systkinin eru einstakir pennar, ég sit með tárin í augunum og gæsahúð eftir færslurnar hans Gísla og það sama er hægt að segja um þínar.
Þið eruð einstök finnst mér, hvernig þið tjáið ykkur. Þið eruð svo hugrökk að ég á ekki til orð.
Ég las greinina í vikunni, og ég á eiginlega ekki til orð yfir því að ekki var gert neitt í þessu. Sá fólk ekki neitt, skólayfirvöld eða eitthvað?? eru til mörg börn i svona aðstæðum og engin veit neitt??? sorglegt, en líklega staðreynd.
Ég óska ykkur alls hins besta og bið guð að passa ykkur, haldið áfram þessari vinnu sem þið eruð í, þið eruð einstakt fordæmi.
Fanney Marín (IP-tala skráð) 27.1.2009 kl. 18:15
Þegar að ég á erfitt með "verði þinn vilji" og byrja að "suða" eins og þú kallaðir það réttilega þá gríp ég í "Æðruleysisbænina". Það versta er að ég er farin að fara með hana á hverju kvöldi núna, en vonandi kemst ég fljót aftur að "verði þinn vilji".
Sporðdrekinn, 28.1.2009 kl. 02:53
Finnst þú koma hlutunum frábærlega frá þér, takk fyrir að deila þessu með okkur.
Ia (IP-tala skráð) 28.1.2009 kl. 09:02
Heiða Þórðar, 28.1.2009 kl. 16:49
Ég vil bara taka undir ord Fanneyjar Marín.Takk elsku Heida.
Gudrún Hauksdótttir, 29.1.2009 kl. 08:51
Sæl Heiða mín
Þú átt ekki að láta segja þér fyrir verkum í einu eða neinu. Það sem þú ákveður það er milli þín og Guðs.
Við þurfum okkar tíma til að hugleiða hvað er rétt og hvað er rangt þegar við þurfum að taka stórar ákvarðanir. Ef við erum að taka ákvarðanir í flýti vegna þrýstings þá verður ákvörðunin kannski röng þegar upp er staðin. Ég hef oft séð fólk taka niðurdýfingarskírn og þau voru alls ekki tilbúin. Það þarf að gera ýmislegt fyrst eins og að þrífa bakgarðinn sinn. Svo þegar maður er tilbúinn og tekur ákvörðun þá er athöfnin miklu meira virðis um alla framtíð fyrir vikið. Vona að ég hafi náð að skýra hugsanir mínar nógu vel svo þú Heiða mín skiljir.
Vertu Guði falin og vertu keik.
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 29.1.2009 kl. 12:55
Flott hjá þér eins og alltaf. Eins og þú segir, það er eitt að vera kallaður öllum illum nöfnum, annað að trúa því.
Helga Magnúsdóttir, 29.1.2009 kl. 13:10
Ég skil og ég skil...ást og kærleikur á alla
Heiða Þórðar, 29.1.2009 kl. 15:26
Þú ert 'þerapía' í lángbezta skilníngi ..
Steingrímur Helgason, 29.1.2009 kl. 23:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.