Geðsjúklingur eða mótmælandi? GEÐSJÚKLINGUR!!!

Ég vaknaði upp eina nóttina ...eftir að hafa talið umþb. 1008 rollur í öllum regnbogans litum...fann ég og vissi að andvaka yrði mitt hlutskipti þá nóttina. Ég lét það eftir mér að fara fram og drepa tímann (og það þrátt fyrir að ég geri ekki flugu mein) og kíkti til allra bloggvina  minna og víðar.

Eftir stóð að mér finnst hlutskipti móður minnar sem geðsjúklings öfundsvert, miðað við ástand sumra í bloggheimum. Þessa dagana er hennar einasta vandamál að koma til mín í naglalagfæringu, -á meðan þeir hinna verst settu; sjá köllun sína í að fordæma, hatrammast með þvílíkum djöflagangi á lyklaborðinu að mér verður flökurt! Held að það hafi ekki farið fram hjá einum eða neinum að ég þoli ekki þegar nýðst er á einstaklingum á þessum vettvangi  eða öðrum.

...og svo kemur alltaf ein úldin sena sem notuð er í vörninni;

-hvað...  ég er bara að segja skoðun mína!

Ég stórefa að viðkomandi aðilar og ekki nema þeir sem eru allra allra verst settir vilji vita um álit ykkar persónulega á mönnum og kerlingum og öðrum kvikindum.  Ég er alls ekki að tala um málefnin sjálf sem hafa algjörlega verið sett á hliðarlínuna. 

Ég er ekki að sjá að kerlingar með feit rassgöt og karlar með sveitta skalla breyti núverandi ástandi í þjóðfélaginu með því að tjá sig á blogginu með svo eitruðum skrifum að beiskjan og hatrið og viðbjóðurinn lekur út úr sérhverjum eða sumum pennum. Guð forði mér frá að leggjast svo lágt...má ég þá biðja frekar um áframhaldandi bólgur í öllum pörtum líkamans, takk fyrir.

Í mínum huga eiga mótmæli alveg rétt á sér...fannst nú samt á einum vini mínum um daginn þegar hann ætlaði að fara með strákinn sinn í miðbæinn; "rétt að kíkja á þetta lið"...að sá væri ekki að hugsa um tilgang mótmælanna sjálfra. Heldur bara rétt svona að "kíkka á pakkið" .

Sjálfri er mér slétt sama...stundum bungótt sama...en oftast overall slétt sama þó ég sé álitin heilalaus píkubloggari. Ef það væri rauninn,  væri ég sjálfsagt eitthvað í líkingu; við einhverra flokks hóru...

...það eru annars til allskyns hórufyrirbæri. Og þessháttar hóra sem ég vísa til eru forréttindi að flokkast undir sbr. hórurnar sem ég rakst á blogginu umrædda nótt. Mér finnst ástandið í þjóðfélaginu ekki síður dapurlegt en öðrum...en að ég láti það lita sérhverja stund í lífi mínu, verði gagntekin og haldin einhverskonar þráhyggju með eilífum hugsunum og blaðri er svona álíka líklegt og ég fengi mér ristað brauð með tómatsósu og appelsínum.

Bið ég ykkur vel að lifa og njóta þess að anda vel og lengi ofan í lungu...flest eruð þið ÆÐISLEGIR englar...svo ekki sé meira sagt Heart

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórður Helgi Þórðarson

Þú veist að sveittir skallar og feit rassgöt eru sexy, sumar hórur líka.

Þórður Helgi Þórðarson, 7.1.2009 kl. 13:02

2 Smámynd: Linda Lea Bogadóttir

Vildi að ég hefði farið að þínu dæmi og tekið léttan snúning á bloggnu aðfararnótt mánudagsins - þegar ég gat lífsins ómögulega sofnað. Ég var  búin að telja,  100.000, 99.999, 99.998, 99.997... og niður í 126 þegar ég áttaði mig á það ég GÆTI EKKI sofnað. - Þá væri ég kannski fær um að koma með athugasemd við þessari færslu :-)
Stundum setur fólk sig í dómarasætið og telur sig yfir aðra hafið í áliti sínu og skoðunum.

Ég hins vegar þarf að koma í tíma til þín elskan... þú veist (neglur).

Love you...

Linda Lea Bogadóttir, 7.1.2009 kl. 13:12

3 Smámynd: Heiða  Þórðar

Já ekki spurning...díllinn okkar stendur :)

Það eru allir sexy dodds...bara mis-sexy :)

Heiða Þórðar, 7.1.2009 kl. 13:28

4 Smámynd: María Guðmundsdóttir

thekki thær nokkrar thessar nætur..en hef ekki látid thad eftir mér ad fara og drepa timann ødruvisi en ad byltast hægri vinstri og bølva upphátt...

En já,sumir eru gjørsamlega ad fara hamførum á blogginu, og já á fleiri stødum reyndar.. held ad fólk verdi ad passa sig á ad rádast ekki á fólk sem persónur og hafa i huga ad adgát skal høfd i nærveru sálar.

María Guðmundsdóttir, 7.1.2009 kl. 15:11

5 Smámynd: Heiða  Þórðar

Heiða Þórðar, 7.1.2009 kl. 15:42

6 identicon

Alveg er ég sammála þér með neikvæðar bloggfærslur þar sem frussað er yfir nafngreinda einstaklinga daginn út og inn. Það er alveg eðlilegt að folk verði reitt og missi sig í einni færslu en ég nenni ekki að kíkja við hjá fólki sem er bara með tuð, röfl og almenn leiðindi í þeim tilgangi að hafa rétt fyrir sér.

Frekar kíki ég á blogg eins og þitt, einlægt og hispurslaust án þess að særa einhvern og ósérhlífið - troðfullt af húmor fyrir lífinu og bloggaranum.

Það er svo mikið 2007 að vera neikvæður.

Olga Björt (IP-tala skráð) 7.1.2009 kl. 16:15

7 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Tengdamóðir mín var snargeðbiluð en henni leið bara vel í sínu skinni og var ekkert að pæla í því sem gerðist í þjóðfélaginu. Það er kannski ekki algalið að vera galinn.

Helga Magnúsdóttir, 7.1.2009 kl. 18:19

8 identicon

Maður þarf ekki að vera klikkaður, að búa hérna, en það sakar ekki.

Jói Dagur (IP-tala skráð) 7.1.2009 kl. 18:33

9 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Af hverju í fjandanum ert þú að pirra þig á því þótt annað fólk hafi skoðun og innilega andstyggð á því þó það sé dæmt til að lifa við fátækt svo einhverjar örfáar hræður geti búið í sínum spillingarpytt áfram?

Halt þú bara áfram að blogga um píkur og typpi ef það er það sem er þér efst í huga og ég blogga um það sem mér er efst í huga

Heiða B. Heiðars, 7.1.2009 kl. 19:15

10 Smámynd: Ómar Ingi

Doddi þó

Ómar Ingi, 7.1.2009 kl. 19:23

11 identicon

Afhverju finnst mér hún Heiða B. alltaf verða svo ókurteis um leið og hún finnur á sér að einhver er ekki nákvæmlega samála nákvæmlega öllu sem hún segir. Þetta hlýtur að vera erfið vinna að vera haldberi réttlætisins. Ég gæti hugsað mér að þetta sé jafnþung byrgði og hringurinn í Hringadróttinsögu var fyrir hann Fróða. Kannski þessvegna sem hún er svona önug.

En svo eru Heiða B. og félagar hjarðdýr sem þurfa að vera á sömu skoðun og ráðast á þá sem ekki eru þeim samála af því að þeir eru að eyðileggja hjarðeðlið fyrir þeim.

Bjöggi (IP-tala skráð) 7.1.2009 kl. 19:35

12 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Ég er akkúrat eins ókurteis og færslan bíður upp á að vera ;)

Heiða B. Heiðars, 7.1.2009 kl. 19:41

13 Smámynd: Óskar Þorkelsson

ég er geðsjúkur afturhaldskommatittsmótmælandi með feitt rassgat :)

Óskar Þorkelsson, 7.1.2009 kl. 20:02

14 identicon

"Mér finnst ástandið í þjóðfélaginu ekki síður dapurlegt en öðrum...en að ég láti það lita sérhverja stund í lífi mínu, verði gagntekin og haldin einhverskonar þráhyggju með eilífum hugsunum og blaðri."

Ég held að Heiða okkar sé búin að svara fyrir sig í pistlinum.

Auðvitað er nauðsynlegt að það skuli vera einstaklingar sem eru með munninn (eða lyklaborðið) fyrir neðan nefið, meira að segja reitt og gagnrýnið fólk. Oft er það orðheppið og nær ýmsu fram. Reiði er bara ekki eina leiðin til þess að takast á við óvissu og erfiðleika og það yrði ekki gott fyrir þjóðina ef allir yrðu þannig. Þá fyrst yrði fjandinn laus.... 

Gleymum því ekki að við erum líka fyrirmyndir komandi kynslóða og við verðum að kenna þeim margt meira en það að vera svekkt, reið og sár.

Olga Björt (IP-tala skráð) 7.1.2009 kl. 20:56

15 identicon

Vel mælt Olga Björt. Þú ert annsi björt ;)

Bjöggi (IP-tala skráð) 7.1.2009 kl. 20:59

16 Smámynd: Þórður Helgi Þórðarson

þú ert miss-sexy!

Þórður Helgi Þórðarson, 7.1.2009 kl. 21:54

17 identicon

"Mér finnst ástandið í þjóðfélaginu ekki síður dapurlegt en öðrum...en að ég láti það lita sérhverja stund í lífi mínu, verði gagntekin og haldin einhverskonar þráhyggju með eilífum hugsunum og blaðri."

Ég held að Heiða okkar sé búin að svara fyrir sig í pistlinum.

Auðvitað er nauðsynlegt að það skuli vera einstaklingar sem eru með munninn (eða lyklaborðið) fyrir neðan nefið, meira að segja reitt og gagnrýnið fólk. Oft er það orðheppið og nær ýmsu fram. Reiði er bara ekki eina leiðin til þess að takast á við óvissu og erfiðleika og það yrði ekki gott fyrir þjóðina ef allir yrðu þannig. Þá fyrst yrði fjandinn laus.... 

Gleymum því ekki að við erum líka fyrirmyndir komandi kynslóða og við verðum að kenna þeim margt meira en það að vera svekkt, reið og sár.

Olga Björt (IP-tala skráð) 7.1.2009 kl. 22:21

18 Smámynd: Steingrímur Helgason

Ég er sko ekki með 'zkalla' & sit á eðalbotn !

Steingrímur Helgason, 7.1.2009 kl. 23:05

19 Smámynd: Heiða  Þórðar

Takk Olga fyrir að benda einmitt á punkurinn með færslunni ...sem þú komst með. Hver tekur bara til sín, það sem hann telur sig eiga.

Spurning mín er;

-Hversu oft sagði ég typpi eða píka í þessari færslu? 

Það er enganveginn það sama Heiða B og Heiða ...þannig er það nú bara. Þessutan er alls enginn pirringur í mér...er svo sæl í sinni að mig langar helst til að dansa... kannski afþví ég held mér utan við þessháttar umræður.

 

Heiða Þórðar, 7.1.2009 kl. 23:08

20 Smámynd: sur

Já thad er aleg merkilegt ad sumt fólk telji sig vita betur en adrir, og verdur bara reitt ef fólk er ekki sammála thví. Thegar ég kom fyrst inn í thennan bloggheim var ég efins um ad thad væri fullordid fólk sem væri á sumum bloggunum.

Mér finnst ekkert skrýtid ad thad sé mikid um einelti hjá börnum, thegar fullordid fólk er á fullu í einelti hér í bloggheimum.

Takk fyrir mig og finnst mér thetta frábær færsla hjá thér.

sur, 7.1.2009 kl. 23:44

21 identicon

Já,sæl Heiða.

Stundum er það svo að stundum fara Vandamál að tala um Vandamál og úr því getur ekki orði annað en Verulegt Vandamál. Nú þekki ég aðeins til skrifa þeirrar sem kallar sig Heiðu B,og ég hef látið þá læki renna framjhjá minni eftirtekt . Ég leita yfirleitt í FERSKT vatn.

Oft eru þeir og þær sem eru með mestan munninn í þjóðfélags umræðunni minnst mark á takandi. Það er yfirleitt ekki rúm fyrir smá skynsemi eða eitthvað í þeim dúr.

En lífið er svona, ekki alltaf gaman !

Kveðja.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 7.1.2009 kl. 23:49

22 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Heiða B er samt krútt

Óskar Þorkelsson, 7.1.2009 kl. 23:52

23 Smámynd: Heiða  Þórðar

Sammála hún er algjört krútt! Svolítið angry krútt samt...

Heiða Þórðar, 8.1.2009 kl. 00:01

24 Smámynd: Heiða  Þórðar

Já svo má ekki gleyma þeim

Heiða Þórðar, 8.1.2009 kl. 10:14

25 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það er von að fólk sé reitt, og gott að fólk tjáir reiði sína á blogginu, betra en að taka hana út á næsta manni  Mér finnst ég stundum vera að springa og þarf að koma einhverju út áður en það gerist. Og svo finnst mér líka gott að lesa reiðilestur eins og hjá Heiðu B. 

Aftur á móti ef ég slysast inn á að lesa frið 2000 þá þarf ég áfallahjálp.

En Heiða mín þú ert flott, og alltaf gaman að koma hingað og slaka aðeins á.  Þú ert ein af þeim sem tekur sjálfa þig ekki of alvarlega, gerir létt grín að þér og öðrum, sem er algjörlega nauðsynlegt á þessum síðustu og verstu tímum, og reyndar alltaf.  Knús á þig elskuleg mín og það er örugglega miklu betra að sitja og lesa aðra bloggara en að telja kindur þó mislitar séu.  En ef þú vilt sofa er ágætt að fá sér einn bjór, rauðvín nú eða bara gott ávaxtate með hunangi. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.1.2009 kl. 11:02

26 Smámynd: Heiða  Þórðar

hehe...já já ...

Heiða Þórðar, 8.1.2009 kl. 11:04

27 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Þú verður að fyrirgefa Helga Valdimarsdóttir... en ég held að þetta sé í fyrsta skipti sem ég sé til þín í bloggheimum... Ansi telur þú þig þekkja mig vel

Ef ég hefði áhyggjur af því sem svona fólk eins og þú heldur um mig ...þá væri ég alveg í rusli núna

Heiða B. Heiðars, 8.1.2009 kl. 13:32

28 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Heiður eru frábærar í öllum stærðum og gerðum Ekki eins hrifin af feitum rössum, en skallar geta verið kúl. Fer bara eftir því hvernig maður horfir á þetta allt saman.

Annars er nú eitt - það er miklu betra að geðvonskast hérna út í eitthvað helvítis fokking fokk - en að rífast við kallinn.  Hann verður svo geðvondur.

Heiður - þið eruð æði......

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 8.1.2009 kl. 14:40

29 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Guði sé lof fyrir ólíkar skoðanir - og blogg - annars væri lífið allt of einfalt, svipað og allir sokkar væru svartir og með eins stroffi!

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 8.1.2009 kl. 17:32

30 Smámynd: Heiða  Þórðar

Sammála Jóhanna

Heiða Þórðar, 8.1.2009 kl. 22:56

31 Smámynd: Þór Jóhannesson

Eitt orð: Pollyanna

Þór Jóhannesson, 9.1.2009 kl. 10:48

32 Smámynd: Ásdís Rán

Ásdís Rán , 10.1.2009 kl. 13:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband