Rétt að kasta...

Ég ætla nú ekkert að gefa upp hver eru mín fyrst verk á morgnanna. Áður en ég tannbursta mig, kveiki á kertum, fer í sturtu og allan þann pakka.

En ég lofa; það er ákaflega mjúkt, loðið og bleikt. Viðkvæmni mín í að opinbera það ekki, er svona álíka einsog þegar ég var tólf ára; sagði engum að ég elskaði að prjóna. Man að það var ekkert sérlega spennandi hvað þá smart að prjóna.

Að prjóna í víðum skilningi þessa orðs, var einfaldlega hallærislegt. Að hafa eitthvað á prjónunum er hinsvegar kúl...

... þegar lungnabólgan hefur fært sig úr eyrunum mínum...byrjar framkvæmdargleðin á yfirsnúning.

Rétt að kasta kveðju og kossi til ykkar...over and out og grípa Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marinó Már Marinósson

Hljómar allt voða spennandi, að venju.  

Marinó Már Marinósson, 6.1.2009 kl. 00:26

2 identicon

Hvað á svo að prjóna mín kæra.............

Guðbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 6.1.2009 kl. 07:54

3 Smámynd: Kristín Guðbjörg Snæland

Mér finnst kúl að prjóna :) en fannst það að vísu ekki sem unglingi. Man þó eftir að hafa verið með nokkrum góðum stúlkum í saumaklúbbi um 10 ára aldurinn :) he he

Kristín Guðbjörg Snæland, 6.1.2009 kl. 08:20

4 Smámynd: Heiða  Þórðar

Kristín....hefðirðu ýmindað þér á þessum árum að ég prjónaði? hehe

Heiða Þórðar, 6.1.2009 kl. 08:38

5 Smámynd: Ómar Ingi

Gripið

Ómar Ingi, 6.1.2009 kl. 08:53

6 Smámynd: Aprílrós

Mér finst ákaflega gaman að prjóna, en get lítið gert að því í seinni tíð vegna gigtar. ;)

Koss gripinn og kasta á móti yfir til þín ;)

Aprílrós, 6.1.2009 kl. 09:02

7 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Ææææi... varstu með lungnabólgu í eyrunum

Kveðja frá einni sem kyndir ofninn til að ekki frjósi í helv...

Heyrði einhverstaðar að fyrr frysi í víti en að útrásarvíkingarnir sýndu iðrun

neiiii.... smá grín  

Guðrún Þorleifs, 6.1.2009 kl. 09:52

8 Smámynd: Solla Guðjóns

Gott að smeygja sér í tátyljur á morgnana.Gripið og blásið til baka

Solla Guðjóns, 6.1.2009 kl. 10:00

9 Smámynd: Heiða  Þórðar

Hef einmitt alltaf óskað þess að ég væri með fjórar hendur

Heiða Þórðar, 6.1.2009 kl. 10:23

10 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

þú ert langflottust...hvernig hefur saxi2 það

Einar Bragi Bragason., 6.1.2009 kl. 14:31

11 Smámynd: Heiða  Þórðar

hehe...

Saxi tvö er ÆÐI! ...elska hann

Heiða Þórðar, 6.1.2009 kl. 15:12

12 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Og hvað ertu svo með á prjónunum?

Helga Magnúsdóttir, 6.1.2009 kl. 15:18

13 Smámynd: Sigfús Axfjörð Sigfússon

Hvað fékkstu svona fallegt í jólagjöf?

Sigfús Axfjörð Sigfússon, 6.1.2009 kl. 22:12

14 Smámynd: www.zordis.com

Ég elska að leggja eitthvað til og mála og mála ... en að prjóna það gat ég og heklað líka. Á morgnanna, hvað gerum við fyrst ?? Knús og fingurkoss til þín og láttu þér batna í hamrinum ...

www.zordis.com, 6.1.2009 kl. 22:16

15 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Gleðilegt ár ljúfust mín

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.1.2009 kl. 12:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband