Það er umþb að fæðast líf...
8.12.2008 | 23:00
Ég var að hugsa um að ljúga því í ykkur að ég hefði rétt í þessu verið að borða piparsteik með aukadrasli einhverju...en hætti við. Tungan mín er þvílíkt fagurrauðbleik...að ég get ekki hugsað mér fórna henni fyrir eina svarta. Nóg er að eiga svart hár og kött sem er svartur; kött sem ég hef ítrekað ætlað að drepa...hætt við að drepa...hætt við að hætta að drepa...og hringinn allan .Og þar um kring og á milli.
Ég er ekki í nokkrum vafa um að Guð hefði samt elskað mig þótt ég hefði platað ykkur smá...rétt einsog að hann elskar mig þó ég stundum skemmti skrattanum. Samkvæmt orðabók vinkonu minnar kallast það að skemmta skrattanum þegar maður nýtur ásta, kynlífs. ríður...fær sér á broddana alla, eða hvað þetta kallast allt saman. Oft eða sjaldan gildir einu; synd er það ef maður drýgur þessháttar verknað...án þess að vera kvæntur hlutaðeigandi. Sú er lengra á veg komin á trúar-götunni en ég. Eiginlega er hún komin út á enda á meðan ég er að mellast þetta utan í þeim málaflokki öllum. Annars held ég að hann tæki mínu brölti einsog smá ogguponstu potalufsi einhverju og ansi létt...svo sjaldan læt ég undan fýsnum og freistingum holdsins. Er með öðrum orðum; ............æi nenni ekki á flug...núna!
Ég var annars að borða samlokudruslu frá Aktu Taktu...alveg furðulegt hvað allt smakkast vel þegar maður er í andarslitrunum af sárum hungri. Ætla að prófa næst að borða bréf þegar ég er svöng og kanna þar með hvort það smakkist einsog mynta...er eiginlega alveg viss um það.
Ég fékk nú ekki taugaáfall eftir raunir gærdagsins...enda trúi ég ekki, að eitthvað sé til sem heitir fall á taugarnar. Hreint ekki. En ég veit að sumir dagar eru betri en aðrir...og mín skilgreining er sú; það er til þess að maður njóti þeirra góðu betur. Njóti, nýti og sé þakklátari en ella.
Fékk í vikunni sem leið úrskurð læknis -eftir að hafa staðið í margra ára brölti til hinna ýmsu sérfræðinga, varðandi hendurnar mínar. Við erum að tala um úrskurð sem felur í sér ævilangan pakka hérna. Ég segi og meina; það er mun skárra en vera í lífstíðarfangelsi með einhverjum óþolandi vitleysingi... Ég get ekki sagt að ég hafi hoppað hæð mína neitt af kæti...fundið til léttis eða eitthvað álíka einsog sumir segja sem fá loks úrskurði. Hreint aldeilis ekki...en ég varð ekki hissa.
Hugsaði með sjálfri mér; -nú jæja...ég verð þá bara að vinna fyrir mér og mínum sem úps...uhhhh...hmmm...ahhhh....prinsessa!!!
Víííí...og málið er dautt! Það er sem ég segi; það eru ekki til vandamál!
Prinsessa alla ævi hljómar nú ekki sem verst. Auglýsi hér með eftir prins. Ef ég þarf þá einhvern prins. Eftirfarandi kostir er algjört skilyrði; svo ég svo mikið sem kýki í átt til viðkomandi;
_______________________________________________________________
_______________________________________________________________
Mig vantar aðstoð; endilega hjálpið mér að fylla í heimatilbúnu eyðurnar fyrir ofan....er alls ófær um að gera það sjálf. Það veit ég af fyrri "raunum". En ....hann verður að lykta vel. Og sá eiginleiki að geta haldið stundum kjafti væri mjög flott. Þoli illa sí-malandi kvikindi og það um; ekki einu sinni eitt stykki skitið rassgat! Svo verður hann að elska mig með kostum og göllum...sem hvort eðer fyrirfinnast ekki í mínu fari og ætti það því að vera auðsótt mál.
Fyrir liggur sú staðreynd að eiturefni, sápuefni, málning, matvæli, sullumbull; eru ekki boðlegar mínum höndum, ef ég á að halda mér góðri. En ég get pikkað einsog motherfucker...og gert allt svosem....strokið nakið hörund og finn fantavel fyrir tilfinningum...með höndum, tám, iljum, augum og eyrum...ásamt nefi.
Ég skal hundur heita ef ég hætti að mála, elska, skrifa, teikna, sauma, snerta....osfrv.
Njótið kvöldsins elsku rassgötin mín öll nær og fjær. Það er umþb að færast líf í mína eftir smá svona...
Athugasemdir
ég hefði sagt þetta í svona tveimur línum
Þ Þorsteinsson, 8.12.2008 kl. 23:16
hehe....en ég sagði ekki neitt! Spurning hvort þú hefðir ekki skilað auðu?
Heiða Þórðar, 8.12.2008 kl. 23:20
Hr Heiðu Kall þarf að vera blanda af Elton John,Villa Vill, Calvin Klein, Þorvaldi Halldórssyni,Tom Crusie,Bill Wilson, Stebba og Eyfa og Jesú.
þennann mann er hægt að finna í kringluni í Mars 2009 .
Gísli Torfi, 8.12.2008 kl. 23:28
Marinó Már Marinósson, 8.12.2008 kl. 23:32
Prins sagði hún......hmmmmm, skal vera vakandi yfir þessu Heiða, en satt best að segja er það mín reynsla að þetta séu nú allt meira og minna froskar!
passaðu hendurnar og restina af þér!
Guðbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 8.12.2008 kl. 23:46
hehehe -já það er einmitt heila málið. Verð bara stök prinsessa....play-a þetta on the safe side
Heiða Þórðar, 8.12.2008 kl. 23:51
Auglýza snarlega eftir vönduðum talandi & malandi frozk.
Nú, eða bara fá sér góða konu.
Hvað veit ég, ég vinn við tölvur, hef öngvann tíma fyrir 'díteilz'
Steingrímur Helgason, 9.12.2008 kl. 00:02
KONUUUUUUUUUUUUUUUUUUUUUUUUUUUU! Ertu orðin brjálaður? Nei andsk. þá fæ ég mér nú frekar annan kött!
Heiða Þórðar, 9.12.2008 kl. 00:10
Þú er t algjör dúlla, hvað er annars að höndunum þínum, þorrí forvitnina. Nú er ég andvaka, kallkrúttið kominn í hús en það breytir ekki andvökum. Við fórum snemma í rúmið í gær og seint að sofa en fyrst við erum gert þá höfum við víst bara skemmt hvort öðru en ekki skrattanum love U girl
Ásdís Sigurðardóttir, 9.12.2008 kl. 05:58
Hæ Heiða.
Já, margt er hugsað...............til þess er hausinn.............heilinn.
Kær kveðja.
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 9.12.2008 kl. 07:06
Ég skal láta þig vita ef ég rekst á einhvern!
Hrönn Sigurðardóttir, 9.12.2008 kl. 08:39
Sendi þér mail Ásdís mín seinnpartinn
Heiða Þórðar, 9.12.2008 kl. 10:58
hafdu thad gott Heida. Takk fyrir gódan pistil.
María Guðmundsdóttir, 9.12.2008 kl. 19:53
... ég get útvegað þér annan kött.
Veraldarálfurinn (IP-tala skráð) 9.12.2008 kl. 19:57
Solla Guðjóns, 9.12.2008 kl. 20:16
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 9.12.2008 kl. 20:25
Þú þarft ekkert að skrifa þetta allt saman. Allir sem lesa bloggið þitt eru orðnir staðráðnir í þeirri trú að þú sért frábær og ómetanleg.
Helga Magnúsdóttir, 9.12.2008 kl. 20:46
Sammála síðasta ræðumanni.
Marinó Már Marinósson, 9.12.2008 kl. 20:54
Þú ert ágæt .......
Anna Gísladóttir, 9.12.2008 kl. 21:13
þið eruð flott!
Heiða Þórðar, 9.12.2008 kl. 22:15
Jah ef prinsinn væri þarna úti þá myndi ég gríp´ann - og eigan bara fyrir mig (hlátur)... En ég skal hafa augun opin - kannski það komi tveir ríðandi á doppóttum hestum bráðum.... inn Ölduslóð
Annars á ég óútfyllt uppsagnarbréf (svona ég er hætt með þér bréf) þú getur fengið það sent til vonar og vara
Lof jú görl
Linda Lea Bogadóttir, 9.12.2008 kl. 22:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.