Ofsalega var maður dramó í denn...

Ég var niðri í kompu rétt í þessu. Tók og dröslaði upp jólatrénu ásamt fleiru. Ég rak augun í ljóð sem ég samdi. Heiðar Jónsson snyrtir las undur tifu tipli minnar þáverandi vinkonu á Hótel Íslandi árið 1993, að mig minnir. Tilefnið var að ég tók þátt í hönnunarsamkeppni.  Vinkonan var módelið...ég hönnuður kjóls og texta...

Hlustið... Wink

Kvenmaður Nútímans!

 

Nútímakonan er djörf og kynþokkafull,

samt svo saklaus, viðkvæm og falleg.

Hún vill njóta ástar og frelsis.

Hún er ákveðin framakona, en samt svo brothætt.

Hún er sannur hermaður lífsins.

Þrátt fyrir hindranir,

tár og sársauka, berst hún á sinn kvenlega ögrandi 

hátt fyrir réttlæti og virðingu.

Sértu verður hennar, færðu það sem er henni heilagst af öllu;

-Lykilinn að hjarta hennar

-Lykilinn að hennar leyndustu hugsunum og þrám

-Lykilinn að henni sjálfri, að eilífu

Ef þú bregst henni, gefst hún ekki upp. Hún raðar saman agnarsmáum sársaukafullum spegilbrotum með brostið hjarta og grætur. Uns hann  er heill og þá fyrst getur hún litið framan í sjálfa sig...og brosað með stolti, á ný.

Hún hefur fundið sálarró og fullkomnun og er tilbúin til að deyja og endurfæðast.

Kannski gefur hún lykilinn aftur...

...að eilífu.

 

Stóra spurning er;

-skildi hún vera búin að henda lyklinum eða gefa hann einhverjum?

... kannski er fullt af lyklum í gangi...og enginn passar ... annars skilst mér að það kosti ekki nema 300 grindhoraða karlpunga og 5 súkkulaðikúlur...að smíða einn skitinn lykil... Wink

...að hjarta mínu passa engir bónuslyklar...bara klassa, úrvals, gull og ....sérsmíði.Heart Svo mikil sérsmíði að hann verður ekki keyptur...Wink


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aprílrós

það er spurning já . Gott er þetta ;)

Aprílrós, 29.11.2008 kl. 14:39

2 Smámynd: Ómar Ingi

Skitir það nokkru , var hún ekki búin að skipta um lás

Ómar Ingi, 29.11.2008 kl. 15:41

3 identicon

Líklega er lykillinn bara orðinn minni og gegnsærri ... það gerist stundum.

Þegar hann verður minni, þá gefur maður hann einhverjum verðugri en síðast, einhverjum sem getur séð hann svo smáan og valdið honum svo ofurþungum - því hann þyngist í meðförum.

Ljóðið er tær snilld og blogg í tíma skrifað. Takk fyrir það og eigðu góða helgi. 

Veraldarálfurinn (IP-tala skráð) 29.11.2008 kl. 17:20

4 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

hahah ommi góður!!

Hrönn Sigurðardóttir, 29.11.2008 kl. 17:24

5 Smámynd: María Guðmundsdóttir

 góda helgi Heida.

María Guðmundsdóttir, 29.11.2008 kl. 18:29

6 Smámynd: Heiða  Þórðar

Weltfremd -til þín; veskú

Ommi -það er bara einn Ommi...

þið hin -love á ensku og íslensku...

Heiða Þórðar, 29.11.2008 kl. 18:51

7 identicon

Hæ Heiða.

Já,mjög gott og segir mikið í fáum orðum.............flott hjá þér.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 29.11.2008 kl. 19:49

8 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Alltaf flott stelpa

Ásdís Sigurðardóttir, 29.11.2008 kl. 20:31

9 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Heiðar vinur minn hefur nú notið þess í botn að lesa þessar ljóðlínur
flott og knús til þín
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 29.11.2008 kl. 20:43

10 identicon

Rosa fallegt ljóð hjá þér.

alva (IP-tala skráð) 29.11.2008 kl. 21:34

11 Smámynd: Heiða  Þórðar

Heiða Þórðar, 29.11.2008 kl. 21:38

12 Smámynd: Steingrímur Helgason

1993 & samt svo 8'tíz ?

Á dona konudýr duga öngvir lyklar, bara vandaður 'bolt-cutter' ...

Steingrímur Helgason, 29.11.2008 kl. 21:44

13 Smámynd: Gísli Torfi

Eini lykillinn sem ég nota í dag  til að opna dyr heitir " fúsleiki"  hef ekki átt betri lykil á ævini.. mæli með honum

Gísli Torfi, 30.11.2008 kl. 01:07

14 Smámynd: Marinó Már Marinósson

  

Marinó Már Marinósson, 30.11.2008 kl. 02:46

15 Smámynd: Heiða  Þórðar

Þið eruð æði

Heiða Þórðar, 30.11.2008 kl. 12:12

16 Smámynd: Kristín Jóhannesdóttir

Enda áttu ekkert nema það besta skilið. Frábært ljóð. Njóttu dagsins.

Kristín Jóhannesdóttir, 30.11.2008 kl. 12:17

17 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Lykillinn hinn dýri liggur kyrr,

á leyndum stað.

Týndur, en ekki tröllum gefin,

í tímans rás mikið notaður.

En með misjöfnum árangri

og mörgum til vonbrigða.

samt lyklinum langar,

að láta finna sig aftur.

Skríða inn skráargat,

á skríninu bjarta...

...HEIÐUHJARTA!

Magnús Geir Guðmundsson, 30.11.2008 kl. 20:42

18 Smámynd: Heiða  Þórðar

Æi takk fyrir mig

Heiða Þórðar, 30.11.2008 kl. 23:39

19 Smámynd: Marinó Már Marinósson

ps.   Er jólatréð komið upp?    

Marinó Már Marinósson, 1.12.2008 kl. 00:04

20 Smámynd: www.zordis.com

Brádn bara!

www.zordis.com, 1.12.2008 kl. 08:33

21 Smámynd: Heiða  Þórðar

jólatréð er komið upp...kúlu- og jólalaust. Verður ráðin bót þar á ...ekki seinna en á morgun

Heiða Þórðar, 1.12.2008 kl. 09:05

22 Smámynd: Helga Nanna Guðmundsdóttir

Lykill úr gulli gengur að öllum skrám :)

Helga Nanna Guðmundsdóttir, 2.12.2008 kl. 01:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband