Ég er veðsett! og við það tapa sjálfri mér ...

Samkvæmt nýjustu fregnum frá fósturföðurnum erum við skuldsett upp fyrir hatt og haus. Hvernig verður  það þegar kemur til gjaldþrotaskipta? Allt verðmæti er hirt upp í skuldir. 

Einhvernveginn finnst mér að einu verðmæti þessa lands séu lifandi einstaklingar. Að einstaklingar með vit og hæfileika séu þeir einu og það eitt sem er einhvers virði og nothæft og endurnýtanlegt,  upp í brotabrot af því sem þarf nú að gjalda fyrir. 

Varla hirða þeir nokkuð annað en hugvit íslensku þjóðarinnar...og endurnýta. 

Eitthvað er til að framúrskarandi viðskiptajöfrum og eldkláru fólki.... svo ég tali nú ekki um fegurð íslenskra kvenna og hæfileika fólki sbr. Björk og fleirri. Dísirnar sé ég fyrir mér þjónandi til borðs  erlendis með auðmýkt á hælum háum, án "tips", þrátt fyrir örlát bros, hægri vinstri . Björk syngur einsog mother-fucker... Bubbi gaular og Sigurrós spilar undir. Hera verður bakraddarsöngkona og og og ....

Ekki einn einasti póló-tík verður nýttur...ok ok kannski tveir eða þrír....

Og afþví ég er svo föst með hausinn í eigin rassgati og þar ofan á er ég sjálfmiðað kvikindi, hugsa ég með hryllingi hvar "þeir" koma til með að staðsetja mig... ekki bakraddarsöngkona svo mikið er víst.

...kannski á kassa í einhverju "mollinu"...gratís. Nei mér er varla treystandi til þess að höndla peninga, þar sem ég er að því er ég best veit, af íslensku bergi brotin.

Ekki gæfuleg framtíðarsýn.

Samt er ég bjartsýn sko....Wink


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl Heiða mín.

Lucky me,lucky you......be happyyyyyyyyyyyyyyyyyyyyyyyyyyyyyy

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 18.11.2008 kl. 09:51

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Hrönn Sigurðardóttir, 18.11.2008 kl. 10:00

3 Smámynd: Marinó Már Marinósson

Þetta reddast allt.  Það eru alltaf til ráð.    

Marinó Már Marinósson, 18.11.2008 kl. 10:32

4 Smámynd: Aprílrós

Þíðir ekkert annað en bjartsýnin , og uðvitað reddast þetta allt , tekur tíma.

Aprílrós, 18.11.2008 kl. 12:26

5 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ekki skulu þeir þjóðnýta mig svo mikið er víst.  Kannski er kostur að vera á sextugsaldri og hafa lifað góða ævi, en aumingja barnabörnin mín.  Knús á þig yndið mitt

Ásdís Sigurðardóttir, 18.11.2008 kl. 12:47

6 Smámynd: Ásdís Rán

ojojoj.. þetta er sorglegt  "Be strong"

Ásdís Rán , 18.11.2008 kl. 13:55

7 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Hvunær hafa Íslendingar ekki skuldað?

Heimir Lárusson Fjeldsted, 18.11.2008 kl. 14:12

8 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Ég er hins vegar búin að tapa bjartsýninni. Eftir að hafa fengið að heyra af þessum glæsilegu björgunaraðgerðum féllst mér algerlega hugur. Frábært fyrir fólk að missa það litla sem það átti og fá að leigja hjá ríkinu.

Steingerður Steinarsdóttir, 18.11.2008 kl. 15:58

9 Smámynd: Ómar Ingi

Ómar Ingi, 18.11.2008 kl. 16:14

10 Smámynd: Heiða  Þórðar

Ásdís Rán sér um PR -pakkann, klárlega

Heiða Þórðar, 18.11.2008 kl. 17:27

11 Smámynd: María Guðmundsdóttir

alltaf gott ad vera bjartsýn

María Guðmundsdóttir, 18.11.2008 kl. 18:22

12 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Hef aldrei og mun aldrei treysta Sjálfstæðisflokknum  yfir þveran þröskuld. Hér verður allt í heljargreipum þar til við losnum við hann.

Helga Magnúsdóttir, 18.11.2008 kl. 20:59

13 Smámynd: Solla Guðjóns

Solla Guðjóns, 18.11.2008 kl. 21:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband