Ætla að láta tattovera hval á rasskinnina...

Mér er svo mál að ég er að drepast! Ég er í þvílíkum spreng! Hjálp!!!!

Vandamálin eru tvennskonar; ég á ekki klósettpappír fyrir það fyrsta og svo; hef ekkert til að blogga um!

Hvað gerir maður þá? Maður einfaldlega drullar einhverri steypu út úr puttunum sínum og þvær munninn sinn á eftir upp úr sápukúluvatni. Að lokum og að endingu biður maður Guð Almáttugan að hjálpa sér. Svo er hægt að hringja í mömmu, til að fá hugmyndir...öss...nei ég læt vaða bara og er ekkert að flækja þetta með því að blanda kerlingunni í málið.

Dagarnir mínir undangengnu hafa verið dásemd. Mér tókst að hitta á göngin og slapp við bevítans myrkvaðan Hvalfjörðinn. Var og er svo stolt af sjálfri mér að ég er að hugsa um í fúlustu alvöru, að láta tattovera hval á aðra rasskinnina. Kanski bara hvalsunga-pung...þar sem "speisið" er ekkert alltof flenni- hvað þá ýkja stórt!

Einhverjum kann að finnast þetta lítið afrek, en fyrir mig prívat og pers..er þetta á við að hlaupa fyrir íslandshönd á heimsmeistaramóti í maraþoni á sokkaleystunum, allsber þar utan og í hjólastól.

Og vinna!

Ég er fucking snillingur! Svo einfalt er það!!!

Var allt í einu að velta fyrir mér hvar gaurinn er staðsettur í veröldinni, þessi sem bað mig um eiginhandaráritun fyrir um einhverju síðan. Ég var örlíitð upp með mér til að byrja með, eða allt þar til hann fann sig knúin, til að segja mér að franskir karlmenn væru vel vaxnir niður. Jebb....þessi gutti var að koma úr sundlauginni þar sem hann hitti fransman í sturtu...og sagði mér í framhjáhlaupi að íslenskir karlmenn væru smá-tillar í samanburðinum. Áhugi minn á  frönskum typpum er lítill þó mér finnist franskar kartöflur afbragð. Sér í lagi þær ör-smæstu.

Íslenskt -já takk, segi ég ...og stend við það. 

Var annars að setja í uppþvottavélina áðan og setti sápumolann í ruslið...bíð ekki í það ef ég færi nú að hengja út á svalir í þessu annarlega ástandi mínu, sem samanstendur af samþjappaðri og langvarandi þreytu...ásamt "dash-i"  af svefnleysi. Með örlitlum vott af bleikum  "worries" (áhyggjum) á toppnum eða ...on the top.

Annars er ég þrusugóð!

Kossar og kærleiksknús á ykkur öllsömul  Heart

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ingi

Skál fyrir Heiðu

Ómar Ingi, 17.11.2008 kl. 23:55

2 identicon

Laaaaaaaaang flottust, engin spurning!

Guðbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 18.11.2008 kl. 07:52

3 Smámynd: Marinó Már Marinósson

Já það sýnist mér.  Þrusugóð stelpa

Farðu nú samt ekki að láta tattóvera á þig einhvern hval.    LOL

Marinó Már Marinósson, 18.11.2008 kl. 08:08

4 Smámynd: Solla Guðjóns

 Mundu að þvo munninn snilli

Solla Guðjóns, 18.11.2008 kl. 21:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband