Regnboginn og gullpotturinn

Jæja þá...bara laugardagur til lukku að birtast mér enn eina ferðina. Samkvæmt almanakinu er þetta 36þúsundasti ríflegi laugardagurinn sem á samkv. loforði einhvers fávita að færa mér lán og happ. Mánudagurinn er handan við hornið...minnir að sá dagur sé frekar dapurlegur ásýndar og döll...mæðan ein. Þriðjudagurinn til þrautar...fer að stytta upp, þegar fram líður á vikuna.

Til allra hamingju hef ég komist að því að enginn mannlegur spekúlant...fær ráðið hvernig lán mitt ræðst eftir því hvaða vikudagur er.

Ég veit með vissu að ef hugarfar mitt segir; fucking shit...mánudagur...ömurlegur dagur...þá einfaldlega verður hann glataður!

Er að geyma lágt prósentuhlutfall af búslóð yngsta bróður míns. Við erum að tala um pappakassa einhverja og fl....einn kassinn var opin. Þegar ég sit við tölvuna verður mér litið á opna kassann. Efst var bók um fyrirgefninguna. Ég byrjaði að "glugga" í bókinni og kláraði hana nánast í gærkveldi.

Sóldís mín kom að mér,  þar sem rassinn og fætur vísuðu upp í loft. Ég hafði komið  mér á haus ofaní kassann og var farin að leita að fleiri gulli og gersemum...

...og ég fann.

Ég fann yndislegar bækur, bækur mér að skapi. Og einn gamlan hundrakarl...seðil.

Það sem efst stendur á þessu augnabliki er þetta:

Hvers vegna er okkur svona erfitt að sjá að leit okkar að gullpottinum við enda regnbogans felur aðeins þá staðreynd að við erum bæði regnboginn og gullpotturinn?

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steingrímur Helgason

Morgunspeki dagsins mótttekin...

Takk,

Steingrímur Helgason, 15.11.2008 kl. 10:05

2 Smámynd: Ómar Ingi

Ég fann einu sinn hundrað kall

Ómar Ingi, 15.11.2008 kl. 10:59

3 identicon

Já Heiða mín þú ert svo sannanlega bæði regnbogi og gullpottur :=)

Ofurskutlukveðja

Guðbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 15.11.2008 kl. 11:21

4 Smámynd: Aprílrós

Gullin liggja oftast við fætur manns þegar við erum búin að leita um víðan völl eftir gulli og gersemum .

Ljúfan dag elskan ;)

Aprílrós, 15.11.2008 kl. 13:53

5 Smámynd: Marinó Már Marinósson

Leitið og þú munt finna.    Ert þú bara ekki gullpotturinn sem sem allir vonast til að gangi út?  

Marinó Már Marinósson, 15.11.2008 kl. 13:59

6 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Paradísarheimt fjallar akkúrat um þetta!

Hrönn Sigurðardóttir, 15.11.2008 kl. 15:57

7 Smámynd: www.zordis.com

Grasid er nebbl ekki graenna hinum megin nema vid séum sérlega fjarsyn eda med mjög gott fjernsyn.

Knús á zig lukkudís .....

www.zordis.com, 15.11.2008 kl. 16:15

8 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þú ert yndisleg, takk fyrir þetta.

Ásdís Sigurðardóttir, 15.11.2008 kl. 16:17

9 identicon

heyr heyr.

Ég fíla alveg að vera gull og gersemi - en það er einn galli við regnbogann: Litirnir minna soldið sko á hinsegin d---,  en ... jú, ég skal líka vera í regnbogalitunum. Fyrir þig.

Veraldarálfurinn (IP-tala skráð) 15.11.2008 kl. 16:19

10 Smámynd: María Guðmundsdóttir

góda helgi Heida, hafdu thad gott

María Guðmundsdóttir, 15.11.2008 kl. 17:02

11 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Auðvitað erum við það, hver annar
Ljós og gleði til þín skjóðan mín
milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 15.11.2008 kl. 21:41

12 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Brosi til þín utan úr nóttinni!

Magnús Geir Guðmundsson, 16.11.2008 kl. 01:25

13 Smámynd: Solla Guðjóns

Solla Guðjóns, 16.11.2008 kl. 02:25

14 Smámynd: Sporðdrekinn

"........við erum bæði regnboginn og gullpotturinn? " Nú fór ég bara að gráta...

Sporðdrekinn, 16.11.2008 kl. 06:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband