Beljan stakk undan mér!

Össss!

Þið verðið að fyrirgefa en ég glotti út í annað við lestur þessarar fréttar. Ekki vegna aðstæðna þessa fagurlega skeggjaða manns með kóngabláu húfuna...heldur skaut eftirfarandi upp í minn stundum skrítna kolli;

-vilja danir útrýma íslendingum? Erum við réttdræp? Á að horfa á okkur kveljast og drepast hægum snyrtilegum dauðdaga? Ekkert blóð...

Mér skilst annars á vini mínum sem er nýkomin frá DK...að það sé hreint ekkert skemmtilegt að vera íslendingur á þessum slóðum þessa dagana...

...hitti  breta, eldri hjón á ferðalagi mínu um síðustu helgi um austfirði. Ég var að taka út beitilöndin og athuga hvort væri að finna réttdræpa belju í búrið. Þau sögðu almennt álit breta vera góðvild í okkar garð og að flestir vildu Brown út af "borðinu"...

...ég segi nú bara hjúkkit! Var farin að hafa áhyggjur afþví að geta ekki mér um "laflaust" höfuð strokið á öðrum slóðum en þeim sem ég nú er staðsett í. Íslandi. Þegar ég er við það að kafna og vantar súrefni, verð ég að komast burt - burt - burt! 

Í raun vildi ég að ég hefði fæðst fluga...eða fiðrildi...fugl væri kannski einna best.

Óska ykkur öllum kærleiksríkrar helgar mínir kæru bloggvinir Heartheiða litla bergur ætlar að baða sig í sólarljósinu þessa helgina...í kvöld verður svo föstudagspartý með Doddalitla á Rás 2. Dans söngur og botnlaus gleði.

Hlustið endilega á kvikindið!  Hann er hrikalega klikkaður og ultra skemmtilegur...natural gaur! Þess má geta að hann var fyrsti kærastinn minn.... í fimmta bekk...Winkeða sjötta...

...sambandið hélt og var afar traust og fallegt (hmmm) ; eða allt þar til Hafdís kom til skjalanna ...beljan sú arna stakk undan mér í partýi...og ber ég þess varanleg merki á sálinni þegar ég horfði uppá þau sleikja innyflin út úr hvort öðru, tyggja, kyngja og ropa. Og það með hor í nös.Crying

En Doddi er flottur!


mbl.is Danir vildu ekki bjarga Íslendingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aprílrós

Góða helgi sömuleiðis Heiða mín, ;)

Aprílrós, 14.11.2008 kl. 08:00

2 Smámynd: Ómar Ingi

Já Doddi er alger Snúlla

http://ommi.blog.is/blog/ommi/entry/710919/

Ómar Ingi, 14.11.2008 kl. 09:56

3 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Ég er nú staddur úti í Danmörku að leita mér að vinnu eins og er. Það fer að verða spurning um að fara að ljúga til um þjóðerni í atvinnuumsóknunum :)

En annars var ég að lesa grein um Ólaf Ragnar í 2 blöðum í gær og þennan fræga fund sem hann átti með sendiherrum norðurlandanna. Þar mátti lesa á milli línanna háð dönsku blaðana af forseta vorum.

En annars lenti ég af tilviljun í viðtali við norskt dagblað og norska útvarpsstöð í gær.

Líklega er bæld reiði Dana að koma upp á yfirborðið núna. Enda Íslendingar hagað sér hreint ótrúlega hér úti í Danmörku í sýndarmennsku og keypt upp allt steini léttara sem hægt var og að sjálfsögðu allt með lánum.

Það er ekki gaman að lesa í dagblöðum fréttir um fall Sterlings (1.100 Danir missa vinnuna), fall Nyhedsavisen, hrun Merling verslananna og svona má lengi telja.

Það sem Íslendingar fatta ekki er að Danir hafa lært að fara vel með peninga ólíkt því sem hægt er að segja um Íslendinga.

Kjartan Pétur Sigurðsson, 14.11.2008 kl. 09:59

4 Smámynd: Elísabet  Sigurðardóttir

Góða helgi sæta.

Elísabet Sigurðardóttir, 14.11.2008 kl. 15:07

5 identicon

Eigðu yndislega helgi!

Guðbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 14.11.2008 kl. 17:10

6 Smámynd: Heiða  Þórðar

Gaman að heyra Kjartan ...eða ekki! En takk fyrir þitt innlegg

Yndislega helgi á ykkur öll

Heiða Þórðar, 14.11.2008 kl. 17:36

7 Smámynd: Marinó Már Marinósson

Hva??  Er Kjartan flúinn land? :)     

Góða helgi Heiða 

Marinó Már Marinósson, 14.11.2008 kl. 18:58

8 Smámynd: Þ Þorsteinsson

Varla beitirðu frosnu nautahakki fyrir austan úr þessu. Fannst sagan af viðskiptum við dani einkvað svo ótrúðverðug þó maður trúi samt sem áður þessu upp á sumadani.

Góða helgi kæri bloggari

Þ Þorsteinsson, 14.11.2008 kl. 21:48

9 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Tja - ég myndi allavega ekki fara til Danmerkur til að leita mér að vinnu sem stendur.................

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 14.11.2008 kl. 22:13

10 Smámynd: Ester Júlía

Fannstu réttdræpa belju?   Æ gott að heyra að það eru ekki allir bretar sama sama sinnis, átti nú reyndar ekki von á því frekar en að ALLIR danir hati okur upp til hópa.  Góða helgi kæra Heiða

Ester Júlía, 15.11.2008 kl. 00:01

11 Smámynd: Linda Lea Bogadóttir

Nú sendi ég bara knús yfir og ekkert annað tjatt sko- Farðu svo að kíkja hamingjan þín...

Linda Lea Bogadóttir, 15.11.2008 kl. 00:25

12 Smámynd: Sporðdrekinn

Góða helgi

Sporðdrekinn, 15.11.2008 kl. 01:32

13 identicon

Hæ Heiða mín.

What comes-------------goes-------------------WHAT ! .....grgrgrgrrrr

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 15.11.2008 kl. 09:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband