Trippið er að vakna!
31.10.2008 | 04:09
Hin eiginlega Heiða Þórðar...dóttir Tóta "svarta", vaknaði á undan trippinu og villingnum Heiðu Þórðar. Hin eiginlega og "sanna" Heiða, stalst í tölvuna til að kasta á ykkur kveðju. Ætla ekki að vekja trippið strax! Leyfum kvikindinu á sofa. Uss...ekki hafa hátt! Er satt að segja ekkert ósátt við að fá hvíld frá henni stundarkorn...
Dóttir mín og sólargeislin í lífi mínu er fjögurra ára gömul. Ég lifi fyrir hana. Ég fæ aldrei nóg af því að horfa á hana sofa. Ég elska lyktina hennar. Ég elska að vakna við hlið hennar. Knúsa hana og kyssa í klessu. Hún er einfaldlega dásamleg. Allt sem hún segir finnst mér undravert og merkilegt. Hún er mikið að pæla þessa dagana, þessi elska. Hún er að uppgvöta heiminn. Við leikum mikið, hún fær athygli mína alla.
Mig langar að deila með ykkur einu "gull-momenti".
Hún er mikið búin að vera að biðja um, að fá að sitja í framsætinu í bílnum. Ég útskýri að það sé bannað. Löggan taki mömmu og hún sé of lítið. Ég fæ hávær mótmæli, hún sé alls ekkert lítil. Hún er Sóldís. Hún er stór!
Um daginn spyr hún;
-afhverju situr aldrei neinn þarna? ...bendir á framsætið. (forvitin)
-afþví mamma á engan mann. (datt ekkert annað í hug, á rauðu ljósi)
-afhverju? (hissa)
-mamma á þig, mamma þarf ekki í mann.
-þú verður að eiga mann mamma. (sannfærandi)
-nú? (hissa)
-já (einlæg)
-hvar fær maður mann? (forvitin)
-Bónus (hneyksluð á fávisku minni)
-kostar hann eitthvað? (ennþá forvitin)
-auðvitað!!!!!!(meira hneyksluð)
-ok...hvað kostar einn maður ...elskan?
-hundrað krónur...(einlæg)
Gefur augaleið hver fer í Bónus eftir vinnu í dag. Á eitthvað klink eftir í buddunni.
Eða ekki. Nei, vitiði ...að vel hugsuðu máli. Ég fer ekki í Bónus. Neibb! Staðráðin! Ætla ekki einu sinni að keyra framhjá Bónus um helgina.
Er búin að eignast svolítið, sem er mun dýrmætara en "cheap" karlmaður. Karlmaður sem kostar hundrað krónur eða engar krónur. Svolítið alveg einstakt. Við erum að tala um sanna vináttu hérna megin. Gull- og gersemar eru innifaldar í þessari vináttu.
Óska ykkur öllum góðrar helgar; stútfulla af kærleik, umvafin silkipappír, innbundinn með rauðri slaufu. Ykkar einlæg...Heiða Þórðar
...heyrist á öllu að "trippið" sé að vakna...
Flokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:09 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Nýjustu færslur
- 25.6.2023 Laun fyrir að kúka í kassa
- 3.8.2021 Ég er bara grillaður kjúklingur
- 17.11.2010 Ég veit allavega um EINN sem ég myndi ALDREI kjósa yfir mig...
- 1.10.2009 Opið bréf til Davíðs Oddssonar "alltmuligman" ...
- 16.6.2009 Tálaus eða ekki tálaus...
Bloggvinir
- Solla Guðjóns
- www.zordis.com
- Steingerður Steinarsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Heiða B. Heiðars
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- Pálmi Gunnarsson
- Ásgerður
- Andrea
- Heidi Strand
- Grétar Örvarsson
- Lýður Árnason
- Ólafur Als
- Helgi Seljan
- Ólafur fannberg
- Karen, Sigurbjörg,Tóti, Gerður og fl.
- Jón Axel Ólafsson
- Ísdrottningin
- Sigrún Friðriksdóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Thelma Ásdísardóttir
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðjón Bergmann
- Jakob Smári Magnússon
- Ester Júlía
- Birgitta Jónsdóttir
- Klara Nótt Egilson
- Saumakonan
- Björn Heiðdal
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Jens Guð
- Þórarinn Þ Gíslason
- Viktor Borgar Kjartansson
- bara Maja...
- Jón Steinar Ragnarsson
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Georg Eiður Arnarson
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Edda Agnarsdóttir
- Tómas Þóroddsson
- halkatla
- Þórður Ingi Bjarnason
- Hlynur Jón Michelsen
- Kristján Eldjárn Þorgeirsson
- Heiða
- Jón Aðalsteinn Jónsson
- Kristján Kristjánsson
- Björn Ingi Hrafnsson
- Kristín Katla Árnadóttir
- Sigmar Guðmundsson
- Jóna Á. Gísladóttir
- Jón Svavarsson
- Dofri Hermannsson
- Ásta Salný Sigurðardóttir
- Guðríður Arnardóttir
- Snorri Sturluson
- Hlynur Þór Magnússon
- Bjarni Harðarson
- Trúnó
- Hafrún Kristjánsdóttir
- Eyjólfur Kristinn Vilhjálmsson
- Þröstur Friðþjófsson.
- Gils N. Eggerz
- Sigurjón N. Jónsson
- Sveinn Waage
- Halldór Borgþórsson
- Ólaf de Fleur Jóhannesson
- Magnús Þór Hafsteinsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir
- Ársæll Níelsson
- percy B. Stefánsson
- Arnfinnur Bragason
- Jón Sigurgeirsson
- Rögnvaldur Hreiðarsson
- perla voff voff
- MARKAÐSSETNING Á NETINU
- Edda Jóhannsdóttir
- Þorsteinn Gunnarsson
- Haukur Már Haraldsson
- María Tómasdóttir
- Huld S. Ringsted
- Steinunn Camilla
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- Guðný Helga Herbertsdóttir
- Kaleb Joshua
- Halla Rut
- Elín Katrín Rúnarsdóttir.
- Sigurjón Þórðarson
- Lára Stefánsdóttir
- Jóhannes Ragnarsson
- Ragnar Páll Ólafsson
- Margrét M
- Fiðrildi
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Agný
- Ingunn Ósk Ólafsdóttir
- Unnur R. H.
- Einar Bragi Bragason.
- Markús frá Djúpalæk
- Brynjar Jóhannsson
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Halldór Sigurðsson
- Guðmundur Pálsson
- Þórdís tinna
- Helga Sigrún Harðardóttir
- Hjördís Ásta
- Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Valgerður Halldórsdóttir
- Bragi Einarsson
- Helgi Kristinn Jakobsson
- Benna
- Dögg Pálsdóttir
- Sunna Dóra Möller
- Gísli Torfi
- Alheimurinn
- Gunnlaugur Helgason
- Linda Lea Bogadóttir
- gudni.is
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Þóra I. Sigurjónsdóttir
- Sæþór Helgi Jensson
- Púkinn
- Svartinaggur
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Einar Örn Einarsson
- Einar Indriðason
- Kristín Erla Kristjánsdóttir
- Víkingur / Víxill
- Magnús Geir Guðmundsson
- Anna J. Óskarsdóttir
- Alexander Már Benediktsson
- Sverrir Stormsker
- Hlynur Birgisson
- Sigrún
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Hvíti Riddarinn
- Sonja I Geirsdóttir
- Alfreð Símonarson
- Guðný Lára
- Hlekkur
- Sævar Einarsson
- Sigurður Hólmar Karlsson
- Sólrún
- Jón Ragnarsson
- Ingi Björn Sigurðsson
- Kolgrima
- Þ Þorsteinsson
- Maddý
- Lena pena
- Guðborg Eyjólfsdóttir
- Bergþóra Guðmunds
- Egill
- Heimir Lárusson Fjeldsted
- Guðlaug Aðalrós
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Guðrún Jóhannesdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Jóhanna Vala Jónsdóttir
- Anna Guðný
- Þórður Helgi Þórðarson
- Hólmgeir Karlsson
- Draumar
- Ásgerður Jóna Flosadóttir
- Hdora
- Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir
- Handtöskuserían
- Vertu með á nótunum
- Óskar Helgi Helgason
- Vefritid
- Gísli Hjálmar
- Óskar Arnórsson
- Johnny Bravo
- haraldurhar
- Ásgeir Páll Ágústsson
- Anna Gísladóttir
- Sigríður Hafsteinsdóttir
- Fiddi Fönk
- Haraldur Halldór
- Á móti sól
- Dísa Dóra
- Arnar Ingvarsson
- Eva Benjamínsdóttir
- Högni Hilmisson
- Hommalega Kvennagullið
- Helga Magnúsdóttir
- Ásdís Rán
- Charles Robert Onken
- Þorsteinn Briem
- Bergur Thorberg
- Helga Nanna Guðmundsdóttir
- Hulla Dan
- JEG
- Ein-stök
- JEA
- Elísabet Sigurðardóttir
- Grétar Mar Jónsson
- Vinir Tíbets
- Sigurbjörn Friðriksson
- Sporðdrekinn
- Marinó Már Marinósson
- Davíð Ólafsson
- Hekla Elísabet Aðalsteinsdóttir
- Áhöfnin á Hákon EA-148
- Óskar Þorkelsson
- Morgunblaðið
- Rannveig H
- Erla Ósk Arnardóttir Lilliendahl
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Kristín Jóhannesdóttir
- María Guðmundsdóttir
- Guðmundur M Ásgeirsson
- egvania
- Aðalsteinn Jónsson SU-11
- Aprílrós
- Tína
- Þóra Björk Magnús
- Lísa Björk Ingólfsdóttir
- Myndamen - Ljósmyndaskartgripir
- Bullukolla
- Aldís Gunnarsdóttir
- Arnar Ingvarsson
- Ástþór Magnússon Wium
- Bjarki Steingrímsson
- brahim
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Brynja Dögg Ívarsdóttir
- Brynja skordal
- Dúa
- Elín Ýr
- Elísabet Markúsdóttir
- Elísabet Sigmarsdóttir
- Gudrún Hauksdótttir
- Guðmundur Zebitz
- Guðrún Una Jónsdóttir
- Guðrún Þorleifs
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hilmar Sæberg Ásgeirsson
- Himmalingur
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Ingvar Ari Arason
- Jónína Dúadóttir
- Kristín Guðbjörg Snæland
- Leikhópurinn Lotta
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Lúðvík Lúðvíksson
- Magnús Paul Korntop
- MYR
- Orgar
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Sigrún Jónsdóttir
- Sveinbjörn Ragnar Árnason
- Tinna Jónsdóttir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Takk fyrir Heiða mín, Eigðu góða helgi með sólargeislanum þínum ;)
Aprílrós, 31.10.2008 kl. 07:37
Hafðu verðmætamatið á hreinu dóttir Tóta svarta og minntu Trippis-villinginn á það reglulega: Enga ódýra kalla, bara einhvern sem er vinur og félagi. Gerðu kröfur.
Sóldís er fallegt nafn.
Veraldarálfurinn (IP-tala skráð) 31.10.2008 kl. 10:17
Hæ Heiða mín.
Já, nú er fröken Sóldís Hind, sem lífgar tilveruna þó svört sé í augnablikinu.
Njóttu samverunnar við hana,því ekkert er svo svart að Sóldís lýsi ekki upp allar aðstæður,Sannarlega sólargeisli er hún.
Knús OG kærleikur á ykkur báðar.
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 31.10.2008 kl. 13:08
Ekki amarlegt að luma á 1 stk. Sól á heimilinu, ekkert skrýtið að þú notir ekki húfu og sért á móti úlpum.
eigðu góða tíu um helgina...
Þórður Helgi Þórðarson, 31.10.2008 kl. 13:11
Já þau eru alveg milljón þegar þau eru 4ra. Á einn slíkann.
Eigðu ljúfa helgi
JEG, 31.10.2008 kl. 13:24
Yndisleg þessi gullmoli þinn.
Knús og eigðu frábæra helgi.
Elísabet Sigurðardóttir, 31.10.2008 kl. 14:40
Þetta hlýtur að hafa verið ein besta ef ekki besta greinin sem ég hef lesið hjá þér og örugglega sú fallegasta!
Óska þér svo innilega til hamingju með nýfengnu gersemina. Vonandi varðveitist hún sem lengst.
Magnús Geir Guðmundsson, 31.10.2008 kl. 14:48
Börn eru svo einlæg og heiðarleg.
Hann kemur einn daginn til þín.
Eigðu góða helgi, vinkona.
Marinó Már Marinósson, 31.10.2008 kl. 14:59
Yndisleg færsla Njóttu helgarinnar Heiða mín
Erla Ósk Arnardóttir Lilliendahl, 31.10.2008 kl. 17:01
Góða helgi H
Ómar Ingi, 31.10.2008 kl. 19:31
Góða helgi ljúfust ;)
Aprílrós, 31.10.2008 kl. 19:38
Góða helgi öllsömul og takk fyrir mig
Heiða Þórðar, 31.10.2008 kl. 19:46
Af vörum barna & ....
Steingrímur Helgason, 31.10.2008 kl. 22:21
Hilmar Sæberg Ásgeirsson, 1.11.2008 kl. 02:20
Heiða mín,megið þið mæðgur eiga góða helgi ,kystu sóldísi litlu (STÓRU). frá mér,þú átt yndislega og klára stúlku .Takkfyrir góða færslu ,og skemmtilega .GUÐ blessi ykkur ljúfar kveðjur frá ykkur frá mér .Göngum hægt um gleðinnar dyr .KVEÐJA HILMAR SÆBERG (DRENGUR GÓÐUR).
Hilmar Sæberg Ásgeirsson, 1.11.2008 kl. 02:43
Ps átti að vera frá mér til ykkar ,fyrirgefðu Heiða mín .
Hilmar Sæberg Ásgeirsson, 1.11.2008 kl. 02:46
Ástin er svo yndislegt fyrirbæri og hana gefum við skilyrðislausa til gullmolanna okkar. Njóttu Sóldísar og samveru ykkar í dag og alla daga. Góða helgi fallega kona.
www.zordis.com, 1.11.2008 kl. 09:55
Dásamleg tilfinning... bæði að vakna með engilinn við hlið sér og hitt að finna dýrmætan vin
Ég held að það sé einhver undarleg tenginn milli okkar... ég var einmitt að henda inn færslu um glænýja uppgötvun mína - um að hægt sé að kaupa litlar sætar stelpur í Bónus og þú um að karlmenn séu þar til sölu líka... Gæti verið að ég gerði góð kaup í Bónus ef ég færi þar inn !
Njóttu helgarinnar ljúfasta
Linda Lea Bogadóttir, 1.11.2008 kl. 14:01
eigdu góda helgi sømuleidis.
Skemmtileg lesning, alger moli thessi stúlka thin
María Guðmundsdóttir, 1.11.2008 kl. 14:37
Heiða mín, börn eru svo yndisleg, fallegt nafn á þeirri stuttu Sóldís en þau eru alltaf svo dásamleg þegar að þau sofa.
kveðja Ásgerður
egvania, 1.11.2008 kl. 23:13
Sóldís Hind er eins Yndisleg og móðir sín.
Knús á ykkur frá mér.
Gísli Torfi, 2.11.2008 kl. 00:12
Þú hefur gefi dóttur þinni fallegt nafn Heiða.
Góða helgi báðar tvær.
Sporðdrekinn, 2.11.2008 kl. 03:08
Yndisleg litla sólin þín og hún skín svona fallega því þú dregur fram það besta í fari hennar með því að vera henni góð móðir. Njótið samvistanna og megi kærleikur og gleði fylla líf ykkar beggja. Kærleikskveðja til ykkar
Ásdís Sigurðardóttir, 2.11.2008 kl. 09:01
Þið mæðgur eruð yndislegar báðar, njótið lífsins báðar..
Rannveig H, 2.11.2008 kl. 10:04
Fátt einlægara en barn í heimspælingum. Börn eru yndisleg og ást þeirra á manni svo yndislega sönn og skilyrðislaus og alltaf vilja þau allt það besta fyrir mann.
Eigðu ljúfa helgi dúllan mín með lífsmolanum þínum. Þið eruð heppnar að eiga hvor aðra
Tína, 2.11.2008 kl. 11:57
Ljúfust
Hrönn Sigurðardóttir, 2.11.2008 kl. 18:04
hjartað mitt er hlýtt núna.Það er fátt dásamlegra þegar þessar litu spjallrásir taka sig til við að krifja lífið og tilverunaHalltu vel í þessa gjöf og ræktaðu hana af alúð.
Solla Guðjóns, 5.11.2008 kl. 00:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.