Trippið er að vakna!

Hin eiginlega Heiða Þórðar...dóttir Tóta "svarta", vaknaði á undan trippinu og villingnum Heiðu Þórðar. Hin eiginlega og "sanna" Heiða, stalst í tölvuna til að kasta á ykkur kveðju. Ætla ekki að vekja trippið strax! Leyfum kvikindinu á sofa. Uss...ekki hafa hátt! Er satt að segja ekkert ósátt við að fá hvíld frá henni stundarkorn...

Dóttir mín og sólargeislin í lífi mínu er fjögurra ára gömul. Ég lifi fyrir hana. Ég fæ aldrei nóg af því að horfa á hana sofa. Ég elska lyktina hennar. Ég elska að vakna við hlið hennar. Knúsa hana og kyssa í klessu. Hún er einfaldlega dásamleg.  Allt sem hún segir finnst mér undravert og merkilegt. Hún er mikið að pæla þessa dagana, þessi elska. Hún er að uppgvöta heiminn. Við leikum mikið, hún fær athygli mína alla.

Mig langar að deila með ykkur einu  "gull-momenti".

Hún er mikið búin að vera að biðja um, að fá að sitja í framsætinu í bílnum. Ég útskýri að það sé bannað. Löggan taki mömmu og hún sé of lítið. Ég fæ hávær mótmæli, hún sé alls ekkert lítil. Hún er Sóldís.  Hún er stór!

Um daginn spyr hún;

-afhverju situr aldrei neinn þarna? ...bendir á framsætið. (forvitin)

-afþví mamma á engan mann. (datt ekkert annað í hug, á rauðu ljósi)Wink

-afhverju? (hissa)

-mamma á þig, mamma þarf ekki í mann.

-þú verður að eiga mann mamma. (sannfærandi)

-nú? (hissa)

-já (einlæg)

-hvar fær maður mann? (forvitin)

-Bónus (hneyksluð á fávisku minni)

-kostar hann eitthvað? (ennþá forvitin)

-auðvitað!!!!!!(meira hneyksluð)

-ok...hvað kostar einn maður ...elskan?

-hundrað krónur...(einlæg)

Gefur augaleið hver fer í Bónus eftir vinnu í dag. Á eitthvað klink eftir í buddunni.

Eða ekki. Nei, vitiði ...að vel hugsuðu máli. Ég fer ekki í Bónus. Neibb! Staðráðin! Ætla ekki einu sinni að keyra framhjá Bónus um helgina.

Er búin að eignast svolítið, sem er mun dýrmætara en "cheap" karlmaður. Karlmaður sem kostar hundrað krónur eða engar krónur. Svolítið alveg einstakt. Við erum að tala um sanna vináttu hérna megin.Wink Gull- og gersemar eru innifaldar í  þessari vináttu.Heart

Óska ykkur öllum góðrar helgar; stútfulla af kærleik, umvafin silkipappír, innbundinn með rauðri slaufu. Ykkar einlæg...Heiða ÞórðarInLove

...heyrist á öllu að "trippið" sé að vakna...Wink

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aprílrós

Takk fyrir Heiða mín, Eigðu góða helgi með sólargeislanum þínum ;)

Aprílrós, 31.10.2008 kl. 07:37

2 identicon

Hafðu verðmætamatið á hreinu dóttir Tóta svarta og minntu Trippis-villinginn á það reglulega: Enga ódýra kalla, bara einhvern sem er vinur og félagi. Gerðu kröfur.

Sóldís er fallegt nafn. 

Veraldarálfurinn (IP-tala skráð) 31.10.2008 kl. 10:17

3 identicon

Hæ Heiða mín.

Já, nú er fröken Sóldís Hind, sem lífgar tilveruna þó svört sé í augnablikinu.

Njóttu samverunnar við hana,því ekkert er svo svart að Sóldís lýsi ekki upp allar aðstæður,Sannarlega sólargeisli er hún.

Knús OG kærleikur á ykkur báðar.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 31.10.2008 kl. 13:08

4 Smámynd: Þórður Helgi Þórðarson

Ekki amarlegt að luma á 1 stk. Sól á heimilinu, ekkert skrýtið að þú notir ekki húfu og sért á móti úlpum.

eigðu góða tíu um helgina...

Þórður Helgi Þórðarson, 31.10.2008 kl. 13:11

5 Smámynd: JEG

Já þau eru alveg milljón þegar þau eru 4ra.  Á einn slíkann.

Eigðu ljúfa helgi

JEG, 31.10.2008 kl. 13:24

6 Smámynd: Elísabet  Sigurðardóttir

Yndisleg þessi gullmoli þinn.

Knús og eigðu frábæra helgi.

Elísabet Sigurðardóttir, 31.10.2008 kl. 14:40

7 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Þetta hlýtur að hafa verið ein besta ef ekki besta greinin sem ég hef lesið hjá þér og örugglega sú fallegasta!

Óska þér svo innilega til hamingju með nýfengnu gersemina. Vonandi varðveitist hún sem lengst.

Magnús Geir Guðmundsson, 31.10.2008 kl. 14:48

8 Smámynd: Marinó Már Marinósson

Börn eru svo einlæg og heiðarleg.    

Hann kemur einn daginn til þín. 

Eigðu góða helgi, vinkona.  

Marinó Már Marinósson, 31.10.2008 kl. 14:59

9 Smámynd: Erla Ósk Arnardóttir Lilliendahl

Yndisleg færsla  Njóttu helgarinnar Heiða mín

Erla Ósk Arnardóttir Lilliendahl, 31.10.2008 kl. 17:01

10 Smámynd: Ómar Ingi

Góða helgi H

Ómar Ingi, 31.10.2008 kl. 19:31

11 Smámynd: Aprílrós

Góða helgi ljúfust ;)

Aprílrós, 31.10.2008 kl. 19:38

12 Smámynd: Heiða  Þórðar

Góða helgi öllsömul og takk fyrir mig

Heiða Þórðar, 31.10.2008 kl. 19:46

13 Smámynd: Steingrímur Helgason

Af vörum barna &  ....

Steingrímur Helgason, 31.10.2008 kl. 22:21

14 Smámynd: Hilmar Sæberg Ásgeirsson

    Hilmar Sæberg Ásgeirsson, 1.11.2008 kl. 02:20

    15 Smámynd: Hilmar Sæberg Ásgeirsson

    Heiða mín,megið þið mæðgur eiga góða helgi ,kystu sóldísi litlu (STÓRU). frá mér,þú átt yndislega og klára stúlku .Takkfyrir góða færslu ,og skemmtilega .GUÐ blessi ykkur ljúfar kveðjur frá ykkur frá mér .Göngum hægt um gleðinnar dyr .KVEÐJA HILMAR SÆBERG (DRENGUR GÓÐUR).

    Hilmar Sæberg Ásgeirsson, 1.11.2008 kl. 02:43

    16 Smámynd: Hilmar Sæberg Ásgeirsson

    Ps átti að vera frá mér til ykkar ,fyrirgefðu Heiða mín .

    Hilmar Sæberg Ásgeirsson, 1.11.2008 kl. 02:46

    17 Smámynd: www.zordis.com

    Ástin er svo yndislegt fyrirbæri og hana gefum við skilyrðislausa til gullmolanna okkar.  Njóttu Sóldísar og samveru ykkar í dag og alla daga.  Góða helgi fallega kona.

    www.zordis.com, 1.11.2008 kl. 09:55

    18 Smámynd: Linda Lea Bogadóttir

    Dásamleg tilfinning... bæði að vakna með engilinn við hlið sér og hitt að finna dýrmætan vin

    Ég held að það sé einhver undarleg tenginn milli okkar... ég var einmitt að henda inn færslu um glænýja uppgötvun mína - um að hægt sé að kaupa litlar sætar stelpur í Bónus og þú um að karlmenn séu þar til sölu líka... Gæti verið að ég gerði góð kaup í Bónus ef ég færi þar inn !

    Njóttu helgarinnar ljúfasta

    Linda Lea Bogadóttir, 1.11.2008 kl. 14:01

    19 Smámynd: María Guðmundsdóttir

     eigdu góda helgi sømuleidis.

    Skemmtileg lesning, alger moli thessi stúlka thin

    María Guðmundsdóttir, 1.11.2008 kl. 14:37

    20 Smámynd: egvania

    Heiða mín, börn eru svo yndisleg, fallegt nafn á þeirri stuttu Sóldís en þau eru alltaf svo dásamleg þegar að þau sofa.

    kveðja Ásgerður

    egvania, 1.11.2008 kl. 23:13

    21 Smámynd: Gísli Torfi

    Sóldís Hind er eins Yndisleg og móðir sín.

    Knús á ykkur frá mér.

    Gísli Torfi, 2.11.2008 kl. 00:12

    22 Smámynd: Sporðdrekinn

    Þú hefur gefi dóttur þinni fallegt nafn Heiða.

    Góða helgi báðar tvær.

    Sporðdrekinn, 2.11.2008 kl. 03:08

    23 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

    Yndisleg litla sólin þín og hún skín svona fallega því þú dregur fram það besta í fari hennar með því að vera henni góð móðir. Njótið samvistanna og megi kærleikur og gleði fylla líf ykkar beggja.  Kærleikskveðja til ykkar

    Ásdís Sigurðardóttir, 2.11.2008 kl. 09:01

    24 Smámynd: Rannveig H

    Þið mæðgur eruð yndislegar báðar, njótið lífsins báðar..

    Rannveig H, 2.11.2008 kl. 10:04

    25 Smámynd: Tína

    Fátt einlægara en barn í heimspælingum. Börn eru yndisleg og ást þeirra á manni svo yndislega sönn og skilyrðislaus og alltaf vilja þau allt það besta fyrir mann.

    Eigðu ljúfa helgi dúllan mín með lífsmolanum þínum. Þið eruð heppnar að eiga hvor aðra

    Tína, 2.11.2008 kl. 11:57

    26 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

    Ljúfust

    Hrönn Sigurðardóttir, 2.11.2008 kl. 18:04

    27 Smámynd: Solla Guðjóns

    hjartað mitt er hlýtt núna.Það er fátt dásamlegra þegar þessar litu spjallrásir taka sig til við að krifja lífið og tilverunaHalltu vel í þessa gjöf og ræktaðu hana af alúð.

    Solla Guðjóns, 5.11.2008 kl. 00:50

    Bæta við athugasemd

    Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

    Innskráning

    Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

    Hafðu samband