Vitamín í rassgatið!

Hvaða hvað hvaða...svarta kjaftæði er þetta alltaf hreint. Benti ég ekki á fyrir skömmu að sófinn minn væri hvítur, sem dæmi? Verður hann orðin svartur um mánaðarmótin? Nú lýsti mér á það maður! Sigga amma myndi segja; nú dámar mér Guðmundur! (veit ekkert um þennan Gumma) Ætla mætti að ritsjóri moggabloggsins...læsi ekki bloggið mitt. Stóð í þeirri meiningu að bloggið mitt væri upphafsíðan hans...en ok.

Ég er ekki móguð, ég er brjáluð! Þvílík móðgun. Ég er drulluhrædd orðin við símann minn og sumum svara ég bara alls ekki. Vitandi vits að umræðan verður niðurdrepandi, neikvæð og "boring".

Fjölmiðlar ýta klárlega undir líðan landsmanna með þessari neikvæðni alltaf hreint. Held þeir ættu að taka norðmenn sér til fyrirmyndar. Eftir því sem ég kemst næst, er fyrirkomulagið þannig að  í kvöldfréttum er þetta uppbyggt svona; ein neikvæð frétt svo jákvæð önnur sorgleg, ein gleðileg og svo koll af kolli. Mér finnst það algjört "brill". Hvað þetta varðar eru norðmenn snillingar að mínu viti. Halda vissu jafnvægi. En hér?! Púffamía!!!

Ég er búin að skjóta minn persónulega blaðbera. Það var ekkert subbulegt, þannig.  Blöðin eru ekki lesin í mínu koti semsagt sem stendur...ekki einu sinni notaður í klósettpappir. Annars er gott, ykkur að segja; að þurrka rúður með dagblöðum! Jebb...hættið að lesa, hlúið að hvort öðru og elskið hvort annað. Farið að pússa gler og glugga. Jólin eru í nánd með allri sinni fegurð, ljósi og kærleika.

Maður þarf í raun ekki að vita neitt hvað er að ske,  nema í grófum dráttum. 

Mig langar að deila með ykkur einu atriði. Það er ekki bara ein mega Ofurskutla á moggablogginu. Nei, ég sjálf sem dæmi er búin að vera að sigla undir fölsku flaggi. Ég er "the Ofuskutlan ". Verandi frekar bæld týpa og lítið fyrir því að hafa mig í frammi,  þorði ég ekki fyrir mitt litla líf, að koma fram undir því ég sem ég stend fyrir í raun og veru.

Á milli mín og hinnar eiginlegu djörfu og hugrökku Ofurskutlu ríkir engin samkeppni, við erum sálufélagar/systur. Hún veit ekki afþví...en ég veit. Ég veit svo margt, sem aðrir ekki vita. Ég ætla að segja henni frá þessari merku uppgvötun yfir "cup of coffee". Bíð bara eftir að hún leysi fjárans reiknisdæmið. Ég er norn. Svona í skárri kantinum. Ég er ekki með vörtu á nefinu tildæmis...þannig að ég er alveg í þokkalegum málum hvað það varðar. En ég á kúst.

Ég er (ykkur að segja) gjörsamlega við það að missa kúlið þessa dagana.

Jebb,  Heiða Þórðar "the ofurskutla" er farin að ganga í úlpu! Trúið mér þetta er fréttnæmt! Þetta er saga til næsta bæjar.  Þetta er all svaðalegt! Úlpan er hermannagræn og hlaut ég hana að gjöf fyrir einhverjum árum. Háu hælarnir grenja þegar ég opna skápinn og tek fram strigaskóna. Þeir öskra hástöfum...þeim langar svo mikið til að umlykja sig um mínar fögru tær.

Þetta óþol með húfuna stendur enn yfir og kemur til með að gera um ókomin ár.  Húfa fer ekki á minn haus. Ekki eyrnaskjól heldur. Eyrnartappar eru fínar undir vissum kringustæðum. Maður getur ekki gjörsamlega tapað því. Kúlinu sko...

Sumir fæðast sem Ofurskutlur einsog ég og umrædd Guðbjörg. En svo er alveg hægt að tileinka sér titilinn með því hafa eftirfarandi í huga;

1. Vera hreinn og ávallt snyrtilegur til fara.

2. Algjört lykilatriði; BROSA BROSA BROSA...svona einsog vængefinn afturkreystingur, láta sjást í tennur og glitta í blikið í augunum, stelpur mínar.

3.  Síðast en ekki síst, eru það neglurnar mínar kæru; kerlingar, konur, stelpur og allar skottur. Það er lykilatriði þetta með neglurnar!  Þær verða að vera í lagi ef þú vilt vera Ofurskutla.

Ég hef víða farið til að láta meðhönda á mér mínar tíu neglur og hendur sl. 10 ár. Ég fann algjöran snilling fyrir um tveimur árum síðan. Og hef haldið tryggð við hana síðan, utan eitt skipti ég ég fór til þáverandi íslandsmeistara í naglaásetningu. Sú komst ekki með tærnar þar sem þessi hefur hælana! 

Svo er auðvitað alls ekkert verra að hún heitir Heiða. Hefur einhver annars hitt einhverja "heiðuna" sem ekki er snillingur? Ekki ég. Munið þetta; Heiða=snillingur.

Af því mér er svo annt um ykkur þá ætla ég að  gefa ykkur upp símanúmerið hennar að henni forspurðri. Hún er með stofu á Hverfisgötunni 39.  Birta hin eina sanna og fagra var þar áður til húsa. Stil in Reykjavik, heitir stofan. S: 772 0100. Ný ásetning hjá henni kostar skitnar 5900 kúlur. Koma svo stelpur...rífið ykkur upp af rassinum ykkar sæta, látið þetta eftir ykkur.

Að auki er þessi Heiðan yndisleg og það fylgir henni ótrúlegur kraftur! Rosalega jákvæði orka sem kemur frá dömunni. Hún er Ofurskutla einsog ég. Mér sýnist ykkur sumum ekki veita af upplyftinguWink  Hún er einsog vítamínssprauta í rassgatið!

Ég allavega flýg út frá henni alltaf...full af krafti með flottustu neglurnar í bænum og bjánabrosið. Vinur minn einn kallar neglurnar; morðvopn...en það er allt önnur ellasprella....

Strákar mínir ég gleymi ykkur auðvitað ekki. Nú er málið að rífa sig úr fötunum allir sem einn. Sá glitta í einn bloggvin um daginn hann var einsog "fuglaskítur í heiði". Þessi heiðan býður uppá brúnkusprey. Ykkur að segja er daman gullfalleg!

Aftur og enn sendi í kærleikskveðju á línuna Heart


mbl.is Svört mánaðamót
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ingi

Shiiiiiiii

Ómar Ingi, 29.10.2008 kl. 18:07

2 Smámynd: Heiða  Þórðar

koma svo .... drífa sig...

Heiða Þórðar, 29.10.2008 kl. 19:25

3 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Úps, ég og maðurinn og sonur erum öll eins og kríuskítur á steini. Er svo bara með mínar eigin klær sem ég lakka þegar mikið stendur til. Á ég að tíma að splæsa í 6.000 krónu neglur? Kona spyr sig á þessum síðustu og verstu.

Helga Magnúsdóttir, 29.10.2008 kl. 19:28

4 identicon

Er með mínar náttúrulegu neglur en takk.Tek inn vítamínduft,hrært í vatni ,í glasi alla morgna.Inntaka um munninn

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 29.10.2008 kl. 19:30

5 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Noh - svo ofurskutlurnar eru orðnar tvær og sjálfsagt leynast fleiri hér inni sem svíkjast um að koma fram undir nafni.  Persónulega er ég of mikið náttúrubarn til að reyna að ganga í hóp ofurskutlna og er ófeimin við að ganga um götur bæjarins án maskara, í gallabuxum og strigaskóm. Reyni bara að láta glæsileikan koma innanfrá. Svo get ég átt það til að breyta gjörsamlega um stíl og nota bæði maskara og augnskugga í heila viku....  En aldrei aldrei háa hæla (nema við bráðnauðsynleg tækifæri)og ekki meik.  Samt er kúlið í góðum gír svo lengi sem minn innri maður er í fílíng. Þannig að ég lít á mig sem gangandi undur og stórmerki í kvennaheimi  - i.e. Wonderwoman.........

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 29.10.2008 kl. 19:30

6 Smámynd: Heiða  Þórðar

Held það nefnilega Lísa....það er allt morandi í Ofurskvisum...spurning um ástandi á nöglunum á þessum skottum öllum

Annars er þetta rett hjá þér...kemur víst allt innan frá

Heiða Þórðar, 29.10.2008 kl. 20:33

7 Smámynd: Aprílrós

ég þyrfti vera duglegri að taka vítamín, mínar neglur klofna og ég get flett þeim í sundur þegar þær eru orðnar langar. Hef fengið mér neglur en vil ekki aftur nema kannski gel á þær.

Eigðu gott kvöld Heiða mín ;)

Aprílrós, 29.10.2008 kl. 20:36

8 Smámynd: Solla Guðjóns

Vítamín í rassgatið ...

Solla Guðjóns, 29.10.2008 kl. 20:52

9 identicon

OMG!

Þessi færsla var algert ofurskutl.......hvað segirðu um föstudaginn? Er alveg óútreiknuð þá.......

Ofurskutlan

Guðbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 29.10.2008 kl. 22:04

10 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Varð bara að segja hæ, er á hraðferð. Farðu vel með þig ég kem suður á morgun og verð til föstudags. Knús

Ásdís Sigurðardóttir, 29.10.2008 kl. 22:13

11 Smámynd: www.zordis.com

Ætli gatið skipti máli ef vítamín sprautan er góð

www.zordis.com, 30.10.2008 kl. 00:04

12 Smámynd: Hilmar Sæberg Ásgeirsson

Heiða mín,þakka þér fyrir hlý orð í minn garð ,lifðu heil ,góður bloggari KVEÐJA HILMAR SÆBERG.

Hilmar Sæberg Ásgeirsson, 30.10.2008 kl. 11:27

13 identicon

Oh, Heiða þú ert ofur, ofur.

Það jafnast ekkert á við það - hvort sem veður er gott eða vont, kreppa eða góðæri, en kona sem veit það sem þú veizt.

Hafa neglurnar fallegar, sexý og hæfilega rándýrslegar, og hárið flott, ófalið.

Þú ert lang flottust. 

Samt, umfram allt, ofurskutlan aþþíað: Brosa, Brosa, Brosa, þó þó það kosti ofurkvalir.

Svölust. 

Veraldarálfurinn (IP-tala skráð) 30.10.2008 kl. 13:09

14 Smámynd: Elísabet  Sigurðardóttir

Ekki veitti manni af smá upphalningu sko, þessi færsla kveikir í manni að komast í allsherjar dekur, hvað sem það nú er.

Elísabet Sigurðardóttir, 30.10.2008 kl. 13:17

15 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Já...... ég fæ svo mikla köfnunartilfinningu þegar ég set á mig naglalakk að ég hef aldrei lagt í gervineglur

Þú ert samt alveg svölust

Hrönn Sigurðardóttir, 30.10.2008 kl. 16:03

16 identicon

Í grófum dráttum (in rough/naughty fucks), þá vil ég bara kasta á þig knúsi og kveðjum!

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 30.10.2008 kl. 18:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband