Þið eruð öll fífl!
21.10.2008 | 19:42
Maður auglýsir eftir ástarpung....og það tímir engin að gefa mér svo mikið sem einn! Hvern þremilinn hafið þið að gera við tvo? Nægir ykkur ekki einn? Mér var andskotans sama þó hann væri órakaður....langaði bara í pung! Nískupúkar dauðans þessir bloggvinir mínir! Ég er alveg bit! Ég er líka fúl. Einnig döpur. Þar hafið þið það ormarnir ykkar. Skammist ykkar bara!
Helduð þið virkilega að ég prinsessan á bauninni væri að fara að fuckings baka!? Eru þið hálfvitar? Ég dýfi sko ekki mínum fögru höndum ofan í vatn hvað þá hveiti.
En takk samt fyrir allar uppskriftirnar elskurnar mínar Þið eruð að vísu fífl...en góð fífl.
Dagurinn lofaði góðu. Ég dásamaði fegurðina í speglinum þegar ég var búin að farða yfir ljótleikann. Ég tók að vísu eftir því að fyrir ofan nef á milli augna hafði myndast.. HORN! Ég er einsog nashyrningur. Sætur nashyrningur að vísu... Ég reddaði málunum með því að setja á nefið flennistór sólgleraugu enda tilefni til. Sólin skein himneskt.
Þegar ég labbaði út í sólina hugsaði ég; -vá hvað lífið er mikið æði! Þetta verður sko góður dagur. Með stútfulla dagskrá, afar vel skipulagða hélt ég út í daginn með bros á vör. Með eitt stykki horn.
Það er ekkert vafamál að ég er töffari. Ég er gölli. Með stóru géi. Það er engin spurning. Og hefur aldrei verið spurning í mínum huga. Þið haldið náttúrulega sum að ég sé ein stór gangandi píka, en það er ykkar mál.
Ég "dúndraði" upp músikinni og dásamaði lífið, tilveruna og sjálfa mig í framhjáhlaupi.
Svo bang!!!
Eitt oggulítið símtal svo pínkupons að engin tók eftir því.
Það dró fyrir sólu og ég var allt í einu enginn gölli. Hornið stækkaði og hjartað nánast lamaðist af sorg. Mér fannst ég allt í einu svo óumræðanlga ein í heiminum, að það hálfa væri hellingur.
Ég reyndi samt alveg að halda "kúlinu" sko....
Fékk fleiri símtöl...í öll skiptin alltaf sama viðkvæðið:
Hvernig hefurðu það?
fínt! flott...æðislegt veður! blablabla
Það er afþví ég er svo mikill gölli sko....ég segi alltaf allt fínt. Alltaf.
Ég fór á nokkra staði til að sinna erindum. Brosti svona brosi sem ekki nær alveg alla leið framhjá nefi að augum. Fjórði staðurinn var banki í Kringlunni þar sem ég var að borga einn lítinn og skitinn reikning.
Þá skeði það.
Ég fór að hágrenja!
Stóð bara fyrir framan gjaldkerann og tárin láku og vildu ekki stoppa!
Vá hvað ég missti kúlið þarna, maður lifandi! Konugreyið fór alveg í klessu og sagðist ekki eiga tissue....og ég reyndi að afsakaði mig eitthvað... gantaðist með að þetta hefði ekkert með reikninginn að gera.
Útúr Kringlunni nánast hljóp ég tárvot einsog fáviti. Fuck hvað ég er lítil núna og aum.
But no worrys "fíflin" mín öll stór og smá....á morgun verð ég aftur gölli og kúl og töffari og lífið verður aftur dásamlegt...eða kannski hinn daginn...eða þarnæsta dag.
Njótið kvöldsins elskurnar mínarÞið sem commentið hjá mér eruð mér afar kær, eins fáránlega og það hljómar.
es: ég frábið mér símtölum....Þið megið svo sem hringja en getið bókað það, einsog að ég heiti Heiða Þórðar .... að ég segi; Allt fínt!
Athugasemdir
Ég gæti svo sem sent þér eins og einn pung. Bara hrædd um að hann verði ekki lengur góður þegar hann kemur til þín.
Ég fór í svona dekurmeðferð um daginn og þar var mér sagt að ég þyrfti að gráta meira. Hefði kannski átt að vera með þér þarna í Kringlunni. Hefðum getað grenjað í kross.
Hafðu það gott ljúfan.
Anna Guðný , 21.10.2008 kl. 20:02
Þú ert svo skemmtilega orðljót
Ómar Ingi, 21.10.2008 kl. 20:03
Ommi; nú er tilefni til að vera góð við mig. Spurning um að senda á mig annan punginn...
Heiða Þórðar, 21.10.2008 kl. 20:07
Heiða, Heiða, Heiða.......
Við töffararnir verðum stundum af tappa af :) bara svona til að fá nýjan kraft í kúlið!
Þetta fer nú að kalla á kaffi!
Töffarakveðja
Guðbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 21.10.2008 kl. 20:34
Ég hefði svo sem átt að fatta þetta með punginn En ég bara á ekki einu sinni einn, bara als ekki neinn En ef að ég ætti hann þá væri hann vel rakaður, mjúkur og lystilegur
Það eiga að vera svona viðvörunar ljós á þessum hel.... símum. Annars gætir þú bara prufað að skipta um símafélag, fá þér eitt svona sem að lofa bara góðum og skemmtilegum símtölum.
Þú valdir sko rétta staðinn til að fara að grenja, hvar annarstaðar en í banka. Það eru allir grenjandi sem fara þar inn og út þessa dagana. En ég hjó eftir að ekki var til tissjú í bankanum, ég vona að þeir geti þó enn keypt klósetpappír fyrir staffið!
Mér dettur ekki í hug að hringja í þig, það er svo askoti dýrt, ég bara tími því ekki og svo er hvort að er Allt fínt hjá þér
Sporðdrekinn, 21.10.2008 kl. 20:35
Sko ég er ekki aflögufær.
Thee, 21.10.2008 kl. 20:41
Nú? ertu bara með einn? eða kannski hálfan ...
Heiða Þórðar, 21.10.2008 kl. 20:45
það var nóg að blanda vatni í deigið mitt en það verður bið á að ég deili mínum uppskriftum á góðum pungum.
Marinó Már Marinósson, 21.10.2008 kl. 20:48
MARINÓ -ég er ekki að tala um drullahala....drullumall eða neitt slíkt. Daman er að tala um eðalpung!
Heiða Þórðar, 21.10.2008 kl. 21:08
God bless
http://bylting-strax.blog.is/blog/bylting-strax/entry/682612Orgar, 21.10.2008 kl. 21:18
Ef þú ert ekki flott þá engin, sko elskan þú gæti svo sem flutt til mín gætum notað hann til skiptis, nei bara smá tillaga, ég er ekkert fífl
Knús Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 21.10.2008 kl. 21:37
góð
Heiða Þórðar, 21.10.2008 kl. 21:40
Sry.. á engan pung.. hvorki snyrtan né úfinn. Datt heldur ekki í hug að senda þér svo mikið sem hálfa uppskrift enda baka ég ekki heldur
Knús..og gráttu bara ef þú þarft - hvort sem það gerist í Kringlunni eða í einrúmi. Það er nauðsynlegt líka í miðjum töffaraskapnum.
Ein-stök, 21.10.2008 kl. 23:05
Reistu þig nú við ræfilspíkan og yljaðu þér!
Frussaðu á fíflið mig,
fúslega mín kæra.
En GREDDAN er að gera þig,
gjörsamlega æra!
Magnús Geir Guðmundsson, 21.10.2008 kl. 23:16
Blessuð vertu ég sendi þér þá bara hrútspung á nóg af þeim.
Kveðja úr sveitinni.
JEG, 21.10.2008 kl. 23:16
Skemmtilegt að lesa færslurnar þínar
Bestu kveðjur
Kaleb Joshua, 21.10.2008 kl. 23:35
Þú ert ástarpungur...
Ég ætla ekki að bera í þig "punga" því þeir sem ég hef hingað til dregið heim með mér eru hvorki þér né mér samboðnir... (Nema kannski 1 eða 2). Ég fann nornabúðina - hún er ekki á Skólavörðustíg heldur Vesturgötu 12. Við þangað og svo mega leikar hefjast. Ekki fyrr.
En vel snyrtur pungur þarf ekki endilega að vera sá besti sko... En þú um það - ef það er það sem þú vilt þá auðvitað fylgir þú því.
Aðeins það besta fyrir okkur - ekkert "second best" neitt.
Love you í klessu og takk fyrir spjallið kroppur
Linda Lea Bogadóttir, 21.10.2008 kl. 23:45
Blessuð vertu - skildi þig alveg þarna í gær. Málið er að ég á bara einn pung (tvö eistu) og ég tími honum ekki - ætla'ð eigann sjálf. Þú finnur einn bráðum. Það eru pungahreiður útum allt sem bíða eftir að hreiðra um sig á betri stað en klesstir á milli loðins læris og buxnaskálm........
Elsku besta. Ég er sko búin að vera með kúlið mitt í rassvasanum heillengi - nýbúin að þrykkja því upp aftur og dusta af því. Var sko algjör lognmolla og paufaðist um einhvernvegin - eða ekki.
Jó - smæl. Farðu og finndu pung með engum rúsínum.
Lísa Björk Ingólfsdóttir, 21.10.2008 kl. 23:46
ég trúi
ég sé ljósið
þig vantar ekki bara punginn
þig vantar bakarann líka
ójá.
synd að sumir eru sama fífl og hinir
Veraldarálfurinn (IP-tala skráð) 21.10.2008 kl. 23:54
Elsku Linda mín...getum við verið sammála um það að "spjöllin" okkar eru á við 10x10 tíma hjá klassageðlækni. Djöfull erum við góðar saman.
Þú ert yndið mitt og ég elska þig í klessu. Ég er svo þakklát fyrir að hafa kynnst bíb....því ég fékk vináttu þína.
Einsog ykkur öll hin. Takk takk takk öll fyrir mig og eigið draumfagra nóttHeiða Þórðar, 22.10.2008 kl. 00:22
Snúlla - það er allt í lagi að skæla!
Svo benti ég þér á að hér í sveitinni eru þeir út um allt - órakaðir meira að segja....
...pungarnir sko
Hrönn Sigurðardóttir, 22.10.2008 kl. 08:38
Ég tek heilshugar undir það. Ég er fífl. En annars eru þessar lýsingar hér verða sífellt dramakenndari. Ég vona að atburðir síðustu daga hafi ekki þessi áhrif á þig. Annars er sagt að kynhvötin hjá mannskepnunni aukist gríðarlega þegar stríðsástand varir :)
Kjartan Pétur Sigurðsson, 22.10.2008 kl. 10:15
madur segir alltaf allt fint thótt lifid sé einn drullupollur. Eitthvad sindrom i gangi med thennan vana...en vonanadi hefurdu thad FINT í dag
María Guðmundsdóttir, 22.10.2008 kl. 11:09
Æi litla ræfilsklessan mín... þú missir ekkert kúlið við að skæla smá og það í banka..þeir eru vanir þessu þar þessa dagana Vona að þér líði betur mín kæra.
Lena pena, 22.10.2008 kl. 11:15
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 22.10.2008 kl. 11:56
Vona að þú fáir það betra (má lesast hvernig sem er)
Knús til þín og óskir um framtíðar ástarpunga handa þér
Hulla Dan, 22.10.2008 kl. 13:05
Hvurn fjandann ætlar þú að gera við pung?
Hélt að þið stelpurnar væruð meira fyrir stöngina sem fylgir oftast pungnum?
Þórður Helgi Þórðarson, 22.10.2008 kl. 13:42
Doddi alltaf hress
Ómar Ingi, 22.10.2008 kl. 16:08
ahaha
Solla Guðjóns, 22.10.2008 kl. 19:36
Ég dró annað augað í pung og drap tittlinga með hinu,.......þú mátt eiga safnið.....
Kær kveðja, Björn bóndi.
Sigurbjörn Friðriksson, 23.10.2008 kl. 16:55
Það átti að vera;...."þú mátt eiga slátrið....)
Kk, Bb.
Sigurbjörn Friðriksson, 23.10.2008 kl. 17:05
Frænka, á engan aukapung. Déskoti ertu skemmtileg tuðran þín, eins og þú átt ættir til.
Rut Sumarliðadóttir, 25.10.2008 kl. 12:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.