Ég var í lífs- og blöðrubólgu-áhættu!

Ég dansa í lopasokkum í sólinni og velti mér nakin upp úr snjónum. Þannig er ég nú bara. Ég er þvermóðskufullt kvikindi og ennþá er sagt við mig þó ég sé tuttugu plús eitthvað; klæddu þig nú almennilega!

Ég hlusta aldrei.

Ég geri aldrei nokkurn tíma það sem mér er sagt eða ráðlagt. Keyri þar til bíllinn er bensínlaus og svo "videre" ...  Hef  keyrt heilu bílana í klessu, afþví ég tók ekki ráðleggingum um að láta smyrja eða eitthvað álíka fáranlegt og afkáranlegt.... í tíma.

Þetta er alls ekki afþví ég er með einhverjar unglingabólur á rassgatinu...alls ekkert attitude. Ég er einfaldlega stödd á tunglinu...og þar er gott að dvelja. Þegar einhver skellurinn kemur þá hugsa ég; -fíflið þitt afhverju gerðirðu ekki það sem þér var ráðlagt!  Á þannig stundum tek ég sjálfa  mig og rasskelli duglega, með belti á beran bossann... og það er ógeðslega vont!

Í morgun til að mynda klæddi ég mig nú ekki beinlínis miðað við að gullkorn dyttu af himnum.

Nei nei, mín fór út á alhvíta mottuna á háum hælum, með bert nánast á milli laga, í stuttum gallajakka, sumartoppur þar undir... og auðvitað nærbuxnalaus innan undir buxunum...nú einsog alltaf... Húfu var sko ekki skellt á nýgreiddann kollinn (það er auðvitað aldrei aldrei í boði -maður skemmir ekki lúkkið) , hvað þá trefli troðið um háls. Hanskar voru engir/týndir. Ég segi nú kannski ekki að ég hafi alveg verið með sólgleraugu á nefinu, en svona nánast.

Svo stóð ég einsog fucking fáviti fyrir framan bílinn minn, sem sat pollrólegur, alhvítur á sumarhosunum sínum og glotti við mér, helvískur.  Ég sagði auðvitað nokkur vel útilátin og feit; Fuck!  Hvað annað?

Ég opnaði bílinn til að ná í sköfu sem var auðvitað ekki til staðar. 

Byrjaði gæfulega hjá mér dagurinn. Útbjó tvö gægjugöt að framanverðu, rífleg þó...og tók það mesta af bak- og hliðarrúðum.

Og keyrði af stað. 

Ég komst á leiðarenda...

....það er sem ég segi; Ef Guð er ekki til þá heiti ég Jói Haff.

Annars hef ég það skítt...takk fyrir að spyrja FootinMouth

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Guð hefur húmor - enginn vafi lengur.

Nærbuxnalaus kona á pinnahælunum úti í snjó að segja „Fuck“ við hliðina á [einhverjum] bíl - og hún pælir auk þess í dulvísindum!

Veraldarálfurinn (IP-tala skráð) 22.10.2008 kl. 16:50

2 Smámynd: Heiða  Þórðar

haha -góður

Heiða Þórðar, 22.10.2008 kl. 16:55

3 Smámynd: Þ Þorsteinsson

Hefur einhver sagt þér ,eða hefur þér dottið í hug að þá þér svona eins og eitt stykki kall helst ,,mállausan"

Hvernig væri líf þitt þá ?

Hafðu góða kvöldstund.

Þ Þorsteinsson, 22.10.2008 kl. 17:33

4 Smámynd: Marinó Már Marinósson

Það er nú örugglega gott að vera á pinnahælum í hálkunni.  En nærbuxnalaus í snjókomu....... neeee það tekur nú út fyrir allt.      

Marinó Már Marinósson, 22.10.2008 kl. 17:39

5 Smámynd: Heiða  Þórðar

Mállausan? Þá myndi engin segja neitt! Ekki blaðra ég mikið Þorsteinsson!

Heiða Þórðar, 22.10.2008 kl. 17:42

6 Smámynd: Ómar Ingi

Þú ert nú meira skáldið Heiða mín

Ómar Ingi, 22.10.2008 kl. 17:43

7 Smámynd: Gísli Hjálmar

jæja ... mín alltaf í boltanum.

Það er allavega virkilega gott að sjá eitthvað eftir þig hérna á blogginu þínu.

... velkomin til baka.

Gísli Hjálmar , 22.10.2008 kl. 17:49

8 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Hjá pjöllunnni í snjó, þá er bara að draga upp visa kortið og skafa  þú ert nú meiri dúllan, en farðu vel með þig stelpa. 

Ásdís Sigurðardóttir, 22.10.2008 kl. 18:08

9 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hahahaha... og enginn ástarpungur í nágrenninu

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.10.2008 kl. 18:22

10 identicon

Ekkert annað að gera við þessi kort nú á þessum síðustu og verstu... 

Segi það sama, ég er ekki bifvélavirki né áhugamanneskja um bíla og keyri bara þar til allt er stopp, rúðupissið kláraðist í síðustu viku og ég þrátt fyrir lélegt skyggni í dag keyrði enn eina ferðina fram hjá bensínstöðinni......svona bara er þetta

Blóðrubólguáhætta í hæstu hæðum girl, en pinnahælar eru ekki verra en hvað annað í hálku og snjó!

kveðja

Guðbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 22.10.2008 kl. 19:30

11 Smámynd: Solla Guðjóns

Fuck........ég mæli með þessum klæðnaði..allavega ef bíllinn er eitthvað tregur..........kannski að einn af þessum fágætu ástarpungum finni eitthvað innra með sér og komi þér til bjargar.....

Solla Guðjóns, 22.10.2008 kl. 20:02

12 Smámynd: Sporðdrekinn

Það læðist um mig næðingur

Hvar ertu ástarpunga gæðingur

Nærbuxna laus ég myndi æra ykkur

Ef snjórinn væri ekki bara svona þykkur

Nú ég læt mér nægja að ulla á ykkur

Sporðdrekinn, 22.10.2008 kl. 20:19

13 Smámynd: Heiða  Þórðar

Heiða Þórðar, 22.10.2008 kl. 20:45

14 Smámynd: Aprílrós

prakkarinn minn ;)

Aprílrós, 22.10.2008 kl. 22:57

15 identicon

Sæl Heiða.

I just love you the way you are.

Kærleikskveðja.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 23.10.2008 kl. 03:04

16 Smámynd: Heiða  Þórðar

Þói minn takk; en það er bannað að láta mig fara að skæla

Heiða Þórðar, 23.10.2008 kl. 06:35

17 Smámynd: www.zordis.com

Hvar eru gömlu góðu mannbroddarnir ... allt í lagi að vera nærbuxnalaus ef pjólan er í vetrarklæðum ....

Koddu bara yfir til mín hér er sko veður til að vera nakin, complett á pinnahælum "þessvegna" ....  (samt ferlegt að vera að pinnast á ströndinni)

www.zordis.com, 23.10.2008 kl. 09:01

18 Smámynd: Tína

Sko..................... mér varð bara kalt við þennan lestur............. Minnir mig á þegar Siggi stormur var með veðurfréttir að vetri til fyrir einhverjum árum og sagði.................... "og stelpur.......... munið að klæða ykkur vel að neðan"  Þetta er kannski ekki alveg orðrétt enda langt síðan, en innihaldið er það sama. Ég vissi ekki hvert ég ætlaði ég hló svo mikið.

Blöðrubólgu knús á þig beyglan þín

Tína, 23.10.2008 kl. 09:36

19 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Yndið mitt! Klæddu þig vel - stígvél.....

Hrönn Sigurðardóttir, 23.10.2008 kl. 11:56

20 identicon

Heiða mín þú ert allveg met...

Um að gera að hafa alla möguleika opna, enn þú verður að passa nú að það komi ekki grílu kerti á hana Friðririku...hehhe

Lukkuskott (IP-tala skráð) 23.10.2008 kl. 13:30

21 Smámynd: María Guðmundsdóttir

...ómæ,thú ert ágæt sko.. en fardu varlega med hana bínu thína, blødrubólga er sko ekkert grín  svo ég myndi fódra greyid med nærhaldi eda gódum "bush" svona i vetrarhørkum...

María Guðmundsdóttir, 23.10.2008 kl. 14:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband