Einhver horbrók á lausu?

Ég varð fyrir yfirnáttúrulegri reynslu í dag! Málin standa þannig að ég var staðsett með stefnuljósið logandi á hausnum, fyrir utan Smáralindina. Ekki veit ég hvaða erindi ég átti þangað, enda algjört aukaatriði.  Við hlið mér stendur Doddi á spjalli. Ekki Doddi Doddi, nei doddi.

Alveg oforvarendes kemur labbandi maður. Gullfuckingfallegur. Það sem meira er; hann var svo flott dressaður gaurinn frá toppi og niðurúr, að auki bar hann sig flott. Sjálfsöryggið var límt með svörtum stöfum á ennið á honum.  Nei ég lýg því....ekki frá toppi, ég gæti alveg hugsað mér að breyta um klippingunni á honum.

Hann lítur á mig og ég á hann - aftur og aftur og aftur...

...svo kemur hann labbandi að mér og segir;

-Ég kannast eitthvað við þig...hvað heitirðu?

-í alvöru...hef aldrei séð þig áður...ég heiti Heiða...

Formælti helvítis bloggsíðunni minni og vonaði í lengstu lög að þessi hefði ekki rekið augun í hana. Þessi var með þeim allra allra flottustu, sem hefur þvælst fyrir mínum fótum í það minnsta.  Vildi fyrir enga muni að hann fengi þá mynd af mér að ég væri heimsk, grunnhygginn, gröð hóra. Sem ég er ekki! Þó svo að þetta væri einasta augnablikið okkar. Verð annars að fara að hætta þessu píku-, rassa- bloggbrölti. 

Er að verða leið á mér og þessu fuckings bulli í mér hér.

-jaaa, mér finnst ég þekkja þig einhversstaðar frá, bætir hann við og brosti til mín himneskt!

Svo bætti hann við....

-sjáumst...

Ég sagði ekki orð, kinkaði kolli og horfði á þegar hann labbaði í átt að svarta jeppanum sínum. 

Ekki nóg með það að hann væri svívirðilega flottur, það fylgdu honum ólýsanlegir töfrar, einsog þegar hann ýtti á einhvern takka og bílinn aflæstist úr einhverra metra fjarlægð.  Bara bling og opin!

Mér er annars boðið í stórafmæli annaðkvöld....mér var sagt að ég mætti taka einhverja horbrókina með mér....

....einhver á lausu? Wink

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aprílrós

Heppin þú ;) Góða skemmtun á morgun og góða helgi. ;)

Aprílrós, 19.9.2008 kl. 20:01

2 Smámynd: Linda Lea Bogadóttir

Var að skoða dagbókina mína og gettu hvað - Ég er "á lausu" - ! En ekki horbrók samt... Slefa lítið, haga mér venjulega illa innan um fólk, blaðra látlaust um allt og ekkert,  hlæ allt of hátt (þeim síðasta þótti það miður skemmtilegt)... og á venjulega ekkert til að vera í - svo ég mæti nakin í veislur Þú bara hugsar málið elskan

Linda Lea Bogadóttir, 19.9.2008 kl. 20:36

3 identicon

Þú ert óborganleg Heiða og plís ekki fara að blogga eitthvað pent og dömulegt, það bara klæðir þig ekki og alls ekki fyrir einhverja gaura sem eru svo ekki einu sinni með flotta klippingu!

Ofurskutlukveðja

ps. get alveg komið með þér, er kvefuð og alles

Guðbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 19.9.2008 kl. 20:40

4 Smámynd: Þ Þorsteinsson

Held þú fáir engan út í þetta veður.

Góða helgi

Þ Þorsteinsson, 19.9.2008 kl. 23:20

5 Smámynd: Ómar Ingi

Hafðu það gott og finndu nú eikkað gott Fórn ar Lamb.

Ómar Ingi, 19.9.2008 kl. 23:30

6 Smámynd: Heiða  Þórðar

Þér er hér með boðið Ommi minn

Heiða Þórðar, 20.9.2008 kl. 00:04

7 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Georg Eiður Arnarson, 20.9.2008 kl. 00:05

8 Smámynd: Marinó Már Marinósson

Ég oft hugsað; Ætli ég yrði nú vandræðalegur ef ég rækist á hana Heiðu í alvörunni?   Þú vitið,  rekast á hana t.d. í Smáranum?       Kannski er hún eins og Anglia Jolie??   Stórstjarna!        

Marinó Már Marinósson, 20.9.2008 kl. 00:32

9 Smámynd: Heiða  Þórðar

Ætli það Marinó minn....

Heiða Þórðar, 20.9.2008 kl. 00:46

10 Smámynd: Sporðdrekinn

ooooo veldu mig, veldu mig!

Nei það gengur náttúrulega ekki héðan af, fæ ekkert flug fyrir annað kvöld

Ég myndi sko klína hori í brók og jafnvel setja eitt - tvö stk sokka par í buxurnar mínar ef að það þyrfti til að fá að fara á jammið með þér skemmtilega kona

Og talandi um að vera skemmtileg, ekki breyta ritstílnum orðbragði eða neinu. Mér finnst þú skemmtileg alveg eins og þú ert

Sporðdrekinn, 20.9.2008 kl. 01:47

11 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

:)

Kjartan Pétur Sigurðsson, 20.9.2008 kl. 06:29

12 Smámynd: María Guðmundsdóttir

 haltu bara thinu striki, ekkert pempíublogg takk  og skemmtu thér vel i afmælinu, efast ekki um ad thú finnir einhverja "horbrók"...

María Guðmundsdóttir, 20.9.2008 kl. 07:17

13 Smámynd: Guðborg Eyjólfsdóttir

Flott eins og þú ert Heiða mín  Góða skemmtun í kvöld

Guðborg Eyjólfsdóttir, 20.9.2008 kl. 08:22

14 Smámynd: Helga Nanna Guðmundsdóttir

hehehe

Helga Nanna Guðmundsdóttir, 20.9.2008 kl. 09:59

15 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Aldrei Heiða og verða svo úthrópaður á blogginu þínu! Nei takk;-)

Heimir Lárusson Fjeldsted, 20.9.2008 kl. 10:20

16 Smámynd: Heiða  Þórðar

Hvaða vitleysa Heimir!

Heiða Þórðar, 20.9.2008 kl. 13:04

17 Smámynd: Dísa Dóra

hahaha þú ert bara yndi

Dísa Dóra, 20.9.2008 kl. 14:06

18 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Gullfuckingfallegur. hehehehe ekki skortir þig orðaforðan Heiða mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.9.2008 kl. 14:19

19 Smámynd: Ómar Ingi

Þetta er bara lýgi í þér

En hafðu það gott í kvell Dúllus

Ómar Ingi, 20.9.2008 kl. 17:31

20 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Slappur leppur Ommi að þekkjast ekki slíkt kostaboð, hefði farið með þér ef ég gæti.

Vonandi hittir þú "Jeppan" fagra aftur og kannski fyrr en þig grunar!

ERt nú sjálf svo falleg, hann kannski sjálfur að hugsa svipað!?

Magnús Geir Guðmundsson, 20.9.2008 kl. 18:39

21 Smámynd: Ómar Ingi

Góður MGM hef bara öðrum hnöppum að hneppa en að humpa HÞ

Ómar Ingi, 20.9.2008 kl. 19:15

22 Smámynd: Heiða  Þórðar

WTF is HUMPA?

Heiða Þórðar, 20.9.2008 kl. 19:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband