Tölur og tími gera mig óða!

Ég á tvo barnsfeður. Bjó stlitrótt og sundurtætt -með þeim báðum. Þeir eiga ekkert sameiginlegt nema eitt einasta atriði; þeir kunna að búa til fyrsta flokks börn.

Ég gær heyrði ég þeim seinni. Það er sá sem les bara bloggið mitt endrum og sinnum alveg óvart, en samt alltaf. Við bjuggum saman mitt á milli 2-5 ár...man ekki... þannig að ég skýt á 3 ár.

Þar sem ég þoli afar illa takmörk (trúi að "the sky is the limit") og tímasetningar (trúi að ég sé enn 25 ára...) Þá kemur varla á óvart eftirfarandi;  Við vorum semsé búin að tala saman í einhverja stund þegar hann segir;

-Heiða, ég átti afmæli í gær...

-Kjaftæði!

- nei 5. september... 

-NÚ! ó...hey vá....til hamingju....úpsídúps....sorry darling....

-veistu hvað ég er gamall?

-já auðvitað...

Mér skeikaði aðeins um eitt ár. Sem er mjöööög gott þegar ég á í hlutSmile

Þegar ég fór að hugsa þetta og rannsaka ofan i kjölin...  án þess að láta það uppi við hann, var ég viss um gæinn hafi átt afmæli í maí (í það minnsta þann tíma sem við vorum að dingla í snörunni)  mér hafði örugglega tekist að rugla saman meyjarmerkinu og maí....og skildi nokkurn undra! Maí - meyja... same shit!

Ég fór svo á  ljósanótt í gærkveldi, með einum af mínum kærustu vinum. Við erum að tala um engladruslustrák, en ég þekki þrjá svoleiðis stráka, sem ég er í samskiptum við slitrótt og óreglulega.

Englalufsu-druslu-strákar eru flottastir.

Svoleiðis strákar hafa fulla stjórn á typpi og tungu...nei ég lýg því auðvitað. En þessi var með gaurinn niðurnegldan og tunguna í sínum kjafti allan tímann. Þannig að fariði nú ekki að hugsa eitthvað dirty...

Á ljósanótt var margt um manninn...eitthvað á bilinu 10000-50000 kvikindi af öllum stærðum og gerðum.  Skýt á 25000...

Mitt í öllu hafinu hitti ég hitti ég svo barnsföður númer 1. Jebbs... og það í þrígang þetta sama kvöld... möguleikinn á að hitta hann og það þrisvar, hefði ég álitið vera minni en að vinna í lottó! "Allt er þegar þrennt er" á víst að vera eitthvert lukku-thing.....kjaftæði! Hann sleikti mig ekkert í framan. Á  eftir að kíkja á lottó-miðann minn...

Eftir að brölta þarna um í Keflavíkinni í gærkveldi að drepast úr kulda á háum hælum með kaffibolla í hendi og reyna að halda kúlinu, er streð og puð. Því stoppuðum við félagarnir, hjá fyrrverandi fósturföður mínum númer 26. Þar voru kökur og rugl á borðum.

Við systkinin viljum öll ólm og endilega halda tuttugu og sexunni (fósturpabbanum) inni í liðinu. Hann er vænsti karl. Alveg spurning hvort ég negli ekki bara karlinn. Fyrir þau sko....Ég meina; skítt með 32 ára aldursmun og skalla og bumbu...er hvort eðer búin að gefa út þá yfirlýsingu að ég sé með ofnæmi fyrir hverskyns "stimplunum" og tölum og númerum. Hvað þá nöfnum.

Ég verð þá stjúpa systkina minna, eldri sem yngri, sem er ekki svo mikið afbriðgðilegt...eða hvað?  Össs....Nei fuck that -maður lifandi! Mér lýst ekkert á þetta!

Ég yrði með þessum ráðahag, tólf barna móðir...og amma... margföld!

Njótið sunnudaginsHeart

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórður Helgi Þórðarson

Klukk!

Þórður Helgi Þórðarson, 7.9.2008 kl. 13:51

2 Smámynd: Heiða  Þórðar

Ítreka; ef þú klukkar mig...neyðist ég til að skjóta þig í hnéskeljarnar og þú veist....

....krónískt ofnæmi fyrir klukkum og klukki af öllu tagi.

Heiða Þórðar, 7.9.2008 kl. 13:57

3 Smámynd: www.zordis.com

of ung fyrir ömmuhlutverkið ...

www.zordis.com, 7.9.2008 kl. 14:07

4 Smámynd: Erla Ósk Arnardóttir Lilliendahl

 Við eigum greinilega ýmislegt sameiginlegt Heiða mín ...fyrir utan þetta Ljósanæturbrölt! ...og já mig langar heldur ekkert til að verða amma strax...

Erla Ósk Arnardóttir Lilliendahl, 7.9.2008 kl. 14:15

5 Smámynd: Þórður Helgi Þórðarson

Það verður sárt en þess virði!

Ég er búinn aððí!!!

Þórður Helgi Þórðarson, 7.9.2008 kl. 14:15

6 Smámynd: Ísdrottningin

Lífið er dásamlegt láti maður ekkert aftra sér frá því að lifa því

Ísdrottningin, 7.9.2008 kl. 14:42

7 Smámynd: Ómar Ingi

Doddi af öllum kellingum að klukka okkur

Doddi Go Klukk Yourself

En annars var færslan þín Aight !!!! 

Ómar Ingi, 7.9.2008 kl. 15:12

8 Smámynd: Aprílrós

Ég var stödd á ljósanótt og var það eins og í síldartunni án þess að ég viti hvernig er að vera í henni. En það ver virkilega gaman. Njóttu dagsins

Aprílrós, 7.9.2008 kl. 15:18

9 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Þvílík upptalning, er ekki allt í lagi?
knúsý knús
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 7.9.2008 kl. 16:09

10 Smámynd: Helga Nanna Guðmundsdóttir

já það eru aldeilis pælingar í gangi

Helga Nanna Guðmundsdóttir, 7.9.2008 kl. 16:38

11 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Freistandi með tuttugu og sexuna!

Er það öryggið á oddinn sem þú leitar að?

Edda Agnarsdóttir, 7.9.2008 kl. 18:12

12 Smámynd: Sporðdrekinn

Ég hef aldrei skilið þessa áráttu hjá fólki að muna tölur, nöfn og tíma

Sporðdrekinn, 7.9.2008 kl. 18:34

13 identicon

Hjó eftir þessu: Á háum hælum með kaffibolla, ánægð með þig að klikka ekki á smartinu!

I know, ég man varla hvenar ég á afmæli hvað þá aðrir, so many men nei, nei............!

Ofurskutlukveðja

Guðbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 7.9.2008 kl. 19:53

14 Smámynd: Heiða  Þórðar

...so little time

Heiða Þórðar, 7.9.2008 kl. 19:59

15 identicon

Akkurat, vissi að ég gæti stólað á þig!

Guðbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 7.9.2008 kl. 20:02

16 Smámynd: Heiða  Þórðar

Heiða Þórðar, 7.9.2008 kl. 20:42

17 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Óskar Þorkelsson, 7.9.2008 kl. 20:43

18 Smámynd: JEG

Þú ert alveg grilljón kona.

Knús og klemm.

JEG, 7.9.2008 kl. 21:57

19 Smámynd: Solla Guðjóns

 Jájá ca.......svona eitt til fimmþúsund.. maður kemmst oftast upp með sirka......þó ekki í Lottó.

Solla Guðjóns, 7.9.2008 kl. 23:09

20 identicon

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 7.9.2008 kl. 23:48

21 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Heiða mín gaman að fá þig í litla mergjaða hópinn minn.  Er að pæla alveg grimmt yfir 26. fósturföður en nenni því ekki að svo stöddu.  Er farin að gælla við fiðuna.   

Ía Jóhannsdóttir, 8.9.2008 kl. 00:26

22 Smámynd: Tína

Ertu búin að kíkja á lottómiðann? Ég var nefnilega að pæla að þar sem þú taldir að líkurnar á að hitta exið 3x á sama kvöldi í mannhafi sem þú giskaðir á að hefði verið 25000 væru álika miklar og að vinna í lottó................. er þá ekki nokkuð pottþétt að vinningur sé á miðanum þar sem mannfjöldinn taldi víst ca 50000? Maður spyr sig. Þú lætur bara vita tjelling.

Knús á þig frábæra kona.

Tína, 8.9.2008 kl. 06:15

23 Smámynd: Halla Rut

Les færslur þínar orð fyrir orð.

Halla Rut , 8.9.2008 kl. 08:17

24 Smámynd: Unnur R. H.

Þú ert nú bara frábær Og þetta að muna ekki afmæli...Neeeee, ég man þá alla Eins og bara í dag, þá á ég afmæli jíbbý

Unnur R. H., 8.9.2008 kl. 08:28

25 Smámynd: Hulla Dan

Þú ert dásemd!

Hulla Dan, 8.9.2008 kl. 09:36

26 Smámynd: María Guðmundsdóttir

 thvilikur frásagnarhæfileiki kona gód , gerir alveg daginn hjá manni

María Guðmundsdóttir, 8.9.2008 kl. 10:40

27 Smámynd: Þórður Helgi Þórðarson

Þegar ég sé titil þessarar færslu fæ ég alltaf lagið á heilann: Lag þetta gerir mig óðann, ég heyra vil það á ný.........

Þessi færsla gerir mig óðann, ég lesa vil hana á ný.

Klukk!

Hvaða væl er þetta með klukkið, ég hélt að fólk ætti að gera etta þegar klukkið kæmi, ég er ekki jafn reyndur bloggari og þið Ommi.

Klukk!

Þórður Helgi Þórðarson, 8.9.2008 kl. 12:31

28 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Ég á líka tvo barnsfeður. Þeir eiga það sameiginlegt að búa til stórkostleg börn og heita Kristján. Búið heilagur.

Helga Magnúsdóttir, 8.9.2008 kl. 12:46

29 Smámynd: Elísabet  Sigurðardóttir

Alltaf gaman hér.

Elísabet Sigurðardóttir, 8.9.2008 kl. 13:13

30 Smámynd: Linda Lea Bogadóttir

Kostuleg ertu kona ... Þú manst vonandi eftir afmælinu mínu (bros)

Linda Lea Bogadóttir, 8.9.2008 kl. 17:58

31 Smámynd: Marinó Már Marinósson

Þú ert nú meiri druslan.      

 ps. ég er með aðgang að þjóðskránni ef þú þarft uppl. um afmælisdaga.         

Marinó Már Marinósson, 8.9.2008 kl. 21:00

32 Smámynd: Steingrímur Helgason

Ég öfunda þig dáldið af því að þú eigir barnsfeður en ekki ég.  Því get ég nebbilega lítið við gert.

En þegar ég les færzlurnar þínar, þá hugza ég oft, dézkoti skrifar hún vel, en öfunda ekki, heldur dáizt að.

Enda aðalheiðan ...

Steingrímur Helgason, 8.9.2008 kl. 22:41

33 identicon

HÆ SNÚLLA..

var nokkup buin að segja þér að ég er að fara að eignast barn 2 með SAMA kallinum??

asta pasta (IP-tala skráð) 8.9.2008 kl. 23:14

34 Smámynd: Heiða  Þórðar

what!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

Til lukku elskan með dráttinn og barnið 

Heiða Þórðar, 8.9.2008 kl. 23:47

35 Smámynd: Gísli Torfi

   Muchas gracias Senorita

Gísli Torfi, 9.9.2008 kl. 12:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband