Hoppaði í sexy-gírinn
2.9.2008 | 17:49
Engin leyndarmál hér, nema kannski smá tittlingaskítur sem tekur varla að nefna. Ekki einu sinni sérlega feit færsla í dag -en færsla samt . Ég get nú ekki annað en brosið því sum ykkar búist við einhverju suddalegu....en svo bara eitthvert prump...
Eitt stykki minnistæður seinnipartur í lífi mínu í vikunni sem leið ...og kemur aldrei aftur.
Ég kom heim...kastaði af mér skónum og fékk mér kaffi. Alltaf sami rúnturinn. Settist fyrir framan tölvuna þar sem ég þurfti að gera eitthvað mjööööög áríðandi og þá ... virkaði ekki netið. Að sjálfsögðu spreðaði mín einu lekkeru fucki útí loftið. Tók upp símann og fór að hringja í alla þá sem ég vissi að höfðu ögn meira vit á tölvum en ég. En þeir eru nokkuð margir...
Á endanum komst bróðir minn að þeirri niðurstöðu að best væri fyrir mig að hringja í símafyrirtækið mitt, þessa helvítis glæpamenn (bætti hann við) og svo sagð'ann....þú þarft örugglega að bíða í nettan klukkutíma eftir þessu fávitum. Ég fékk eina sögu af óförum hans í samskiptum við þessa ótýndu glæpamenn, eitthvað var minnst á samráð og svik. Að manni væri hent frá manni til manns. Að öll kvikindin væru þroskaheftir afturkreystingar. Allir benda á alla og hvern annan með puttanum sem þó væri staðsettur í rassagatinu ...og fleira svona smekkó!
Púff! Skildi nokkurn undra orðaval mitt á stundum.
Og ég hringi....
-þú ert númer 16 í röðinni, vinsamlegast hinkraðu...
Og ef það er eitthvað sem fer meira í taugarnar á mér en að fucking BÍÐA....þá er það; EKKERT!!!!
En ég beið....þegar ég var komin í fjórtánda sæti, tók ég fram glært lakk og byrjaði að mála neglurnar, hverja einu og einustu. Lakkið var þornað þegar ég var komin í númer 10. Ég stóð upp og hugsaði um hvernig maður tæklar svona afturkreystinga. Ég yrði nú að lesa þeim pistilinn. Ég hugsaði um hvað ég hafði heyrt í kringum mig frá öðrum fólki. Engin segir neitt fallegt um Símann. Ekki neinn. Þetta voru algjörir lúðakrimmar. Ég ætlaði að redda þessu.
Ég veit fullvel að maður getur gefið af sér ákveðna ímynd með röddinni einni saman. Ég ætlaði sko alls ekki að vera svona móðursjúk kerling á öskrinu. Neibb. Ég ætlaði að virka svona draktarkerling, gráteinótt. Með nærbuxurnar upp í rassgatinu og í samlitum brjóstarhöldum. Í nælonsokkum. Með rauðan varalit og hárið í strekktum hnút aftan á hnakkanum. Með stingandi augnaráð, kynköld og með píkufílu. Ísköld og kúl á því.
Ég engdist sundur og saman í biðinni og var u.m.þ.bil. að missa "kúlið"...
þegar....
-þjónustuver Jónas góða kvöldið. Hvernig get ég aðstoðað?
-Góða kvöldið, nafnið var aftur .... (ísköld og róleg)
-Jónas
(ég skrifaði það niður og ímyndaði mér að ég væri með hornspangargleraugu og brún augu)
-já sæll Jónas, það virkar ekki hjá mér netið. Þetta er mjög bagalegt þar sem þetta er atvinnutækið mitt að hluta og mín bíða ótal póstar. Það er auðvitað svakalegt að maður geti ekki treyst á að þið hafið þessa hluti í lagi. Þá er ég að tala um tengingar og tíðni og hvað þetta kallast allt saman. Þú verður að kippa þessu í liðinn, ekki seinna en strax! Ég bíð á línunni á meðan og sleppi þér ekki! Hvar ertu annars staðsettur í bænum?
-og heimasíminn þinn er?
1231231
-látum okkur nú sjá...
....bið ....bið ....bið
-ertu þarna Jónas (ábúðarfull og ögn óþolinmóð)
-já ég er að skoða þetta aðeins hérna...
-já það kemur sko eitthvað proxy og DNA eitthvað...(mjög ákveðin og hækka röddina örlítið án þess að missa það...)
-já bíddu...heyrðu það er búið að loka fyrir tenginguna vegna skuldar....
-ó.......
....og við erum að tala um svo lítið ó...að það sást varla hvað þá heyrðist..
Án mikillar umhugsunar, hoppaði ég strax í sexy gírinn, en þar er ég best geymd og hann fer mér best. Á meðan ég var með gaurinn á línunni, reif ég mig úr teinóttagráa-fílingnum og fór í minn eiginlega gír; -segin saga á meðan ég daðraði einsog motherfucker....nærbuxnalaus með glæra naglalakkið...þá auðvitað opnaði hann netið án múðurs og muldurs.
Skil barasta ekki afhverju konur nýta sér ekki þetta áhrifavald í drasl og dót meira en gert er!
Við erum að tala um að þetta svínvirkar!
Athugasemdir
Maðurinn minn vinnur reyndar hjá þessu óforskammaða fyrirtæki - eins gott að það er þó ekki þjónustuverið
Dísa Dóra, 2.9.2008 kl. 19:20
SLUT
Ómar Ingi, 2.9.2008 kl. 19:24
Heiða Þórðar, 2.9.2008 kl. 19:27
Þú ert ekki ein um þessa reynslu
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 2.9.2008 kl. 19:35
Gleymdir þú ekki bara að borga reikninginn?
Marinó Már Marinósson, 2.9.2008 kl. 19:37
Það er alveg merkilegt hvað þetta net dæmi hlýtur að vera mein gallað apparat eða símakerfið heilt yfir...miðað við hvað alltaf eru margir að bíða eftir tæknilegri aðstoð...Ég ætla að áætla að það séu ekki bara við tölvu "ekki seníin" sem séu að bíða eftir tæknilegri aðstoð...En þetta er allavega óþolandi hvernig þetta er..Sem betur fer hef ég ekki oft þurft að leita í þetta þjónustuver en ég held ég hafi verið númer twenty something...ákvað að hringja frekar aftur heldur en bíða hálfan daginn.. En best að muna daður dæmið ...ja ef það er karlkyns sem svarar næst þegar ég þarf á einhverri tæknilegri hjálp að halda...
Agný, 2.9.2008 kl. 19:38
Nærbuxnalausaótuktinþínargggggg
Ég tek undir með bróður þínum
lövjú
Solla Guðjóns, 2.9.2008 kl. 19:42
Ertu að tala um símann?? það eru sko bestu strákar í heimi, ég daðra eins og ég get þegar ég hringi þangað og fæ sko alltaf það sem ég vil og það strax, gott að heyra að þú ert með talandann í lagi og puttarnir virka. Love you girl erum við þá ekki elsk ?
Ásdís Sigurðardóttir, 2.9.2008 kl. 19:55
Anna mín; sko málið er að stundum langar mig í skó eða buxur eða ilmvatn eða....osfrv. Þá á ég sko alveg til í að setja svona reikninga á hold...lufsast aðeins með þetta
Ég er reyndar að tala um TAL -flottir gaurar hjá Tal...miðað við þessa reynslu.
Marinó; neibb...eða júbb...svona eftir því hvernig á það er litið
Heiða Þórðar, 2.9.2008 kl. 20:11
Jónas segirðu.... best ég biðji um hann um miðjan mánuðinn þegar mínum síma verður lokað vegna f... sumargleðinnar sem setti bara allt á annan endan.
En þú ert samt ógeðslega kúl
Linda Lea Bogadóttir, 2.9.2008 kl. 20:13
Snilld.....
Sunna Dóra Möller, 2.9.2008 kl. 20:27
hehe -já Linda og farðu í gírinn stelpa! Á ég kannski að hringja fyrir þig eða...?
Heiða Þórðar, 2.9.2008 kl. 20:34
Guð hvað þú ert frábær!
Þú lætur mér líða svo vel með svona færslum, ég veit þá að ég er ekki ein um að gera svona skandall
Það er sexí skutlan á strákana, svona pínu blond. Og hin ósjálfbjarga, saklausa og kurteisa týpan á konurnar
Sporðdrekinn, 2.9.2008 kl. 20:59
Gaman og ljúft að heyra Sporðdreki. Já og þú ferð svo sannarlega rétt með
Heiða Þórðar, 2.9.2008 kl. 21:13
Nú skil ég þessi þögn. Þú varst á bið.
Heidi Strand, 2.9.2008 kl. 21:20
Um að gera að notfæra sér það að maður hljómar sexí í síma. Þá getur maður verið eins og maður vill á hinum endanum á línunni.
Helga Magnúsdóttir, 2.9.2008 kl. 21:48
Konur í teinóttu eru stórhættulegar :)
Hólmgeir Karlsson, 2.9.2008 kl. 22:48
Las einhversstaðar að það er svona norskr karl sem falast eftir notuðum nærbuxum af unglingsstúlkum og ungum konum, hann borgar vel fyrir naríurnar, svona 5000 kall, ef ég man rétt. Þetta gæti verið leið til að borga af netinu snúllan mín. Hahahahahahahaha
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.9.2008 kl. 23:12
Heil og sæl; Heiða mín, og aðrir skrifarar !
Ekki er að spyrja að; einurð þinni og ergi. Rétt er það; Póst & Síma, á að endurreisa, sem ríkisfyrirtæki, að sjálfsögðu, og kasta út einkavina hjörð Sjálfstæðisflokksins. Þetta lið er; eins og hýenu mara, á samfélgi okkar. Því er komið, sem komið er, allvíða.
En,....... hvílík þolinmæði, sem þér er gefin, kona.
Með beztu kveðjum, sem fyrr /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 2.9.2008 kl. 23:26
Óborganleg ritsnilld í þér kona.
Kveðja úr sveitinni.
JEG, 2.9.2008 kl. 23:42
Þú gerir símtal við símann að bráðskemmtilegri lesningu, hvernig er það hægt? Snilli.
Elísabet Sigurðardóttir, 3.9.2008 kl. 00:23
Gaman hjá mér, hér hjá þér.
Eva Benjamínsdóttir, 3.9.2008 kl. 00:57
Það er verið að gefa í skyn hér (Frú Ásthildur) að ég eigi að fara ganga í nærbuxum! Nú líst mér á þig
Heiða Þórðar, 3.9.2008 kl. 01:41
frábær frásøgn kona gód...en ómæ hvad ég kannast vid thetta med simann,madur er kominn med háthrýsting loksins thegar madur var ordin NÚMER EITT ætli trikkid sé ekki bara ad flestir gefast upp ádur en their ná svo hátt....
María Guðmundsdóttir, 3.9.2008 kl. 06:19
Heiða ég var fyrir löngu búinn að benda þér á þessa staðreynd :) The Voice
ps ég fékk mér Dúfu í matinn um daginn í vinnuni... Það var svona eins og ég hafi ekki bara smá vottað af Friði og Heilagleika eftir átið
Gísli Torfi, 3.9.2008 kl. 06:59
Ég hef heyrt að það eigi að fara að taka á þessum daðurmálum hjá símanum. En fyrirtækið er víst kominn á heljarþröm og stóran mínus því þjónustudeildinn er að láta opna tengingar á stórskuldugum kúnnum (aðalega konum) út um allan bæ.
Kjartan Pétur Sigurðsson, 3.9.2008 kl. 07:01
Þú ert one of a kind.
Ásgerður , 3.9.2008 kl. 10:16
þar sem ég er karl.. þá ef ég ekkert sexývopn á strákana í þjónustuveri símans, en kurteisi er snilld og opnar margar dyr, þau eru yndisleg sem þarna vinna í vanþákklátu starfi :)
Óskar Þorkelsson, 3.9.2008 kl. 12:32
Ég legg alltaf á ef það kemur karlmannsrödd í síman og hringi aftur.
Marinó Már Marinósson, 3.9.2008 kl. 13:20
engum lík
gott að þú ert komin aftur
Guðrún Jóhannesdóttir, 3.9.2008 kl. 14:53
Það eru þið konurnar sem eruð glæpamennirnir!
Nærbuxnalausar, hvað gat Jónas gert???
Þórður Helgi Þórðarson, 3.9.2008 kl. 14:56
það er kostur okkar kvenna við getum verið svo diplómatískar að það jaðrar við dónaskap, en svo, svo engilblíðar og sexý.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 3.9.2008 kl. 17:16
Já þú hringir fyrir mig og ég bíð þér á "sing along" með Mamma Mía myndinni á sunnudagskvöldið...
Linda Lea Bogadóttir, 3.9.2008 kl. 19:02
Daðrið hefur opnað manni óteljandi dyr um dagana, satt er það og bjargað úr ýmsum meinlegum klípum.
Ísdrottningin, 3.9.2008 kl. 21:45
ROFL
Þú ert svo mikil drusla.....
Díta (IP-tala skráð) 3.9.2008 kl. 22:19
Þú drepur mann
Rannveig H, 3.9.2008 kl. 22:41
Ég er búin að gleyma þessu öllu!
Edda Agnarsdóttir, 3.9.2008 kl. 22:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.