Ég blotnaði...

Mér finnst rigning góð....tralalala...óje! Kjaftæði!

Rigningin gerir ekkert fyrir mig...nema í mestasta og bestasta falli að bleyta mig. Engan sorahugsunarhátt hérna!

Hárið verður svona sundurtætt og flatt og lummó...málningin lekur niður í ræmum, svona rétt einsog eftir góðar samfarir.... og ég blotna!

En maskarinn klikkar aldrei, því hann er sko waterproof... allur er varinn góður....ég er sígrenjandi. Ég vil samt "lúkka" kúl þegar ég grenja... 

...jæja það játast hér með að ég hef siglt undir fölsku flaggi og er í raun kynlaus með öllu og beygluð grenjuskjóða. En hárið er flott. Og ég er svolítið mikið cool....

Það er eins og með rigninguna ....þá finnst mér fótbolti og handbolti vondur á bragðið. Reyndar fyrir öll skynfæri. Augu, eyru, bragð og allt hitt. En ég ítreka hárið haggast að vísu ekkert...

Svo ég minnist aðeins á  golf...er ég mest hissa á að þið golfarar séuð ekki hræddir um að fá kúluna í rassgatið...en ok..það er ykkar mál.... 

Jæja, ég hef reynt að nota mitt frjóa ýmindunarafl til að hafa gaman af boltaleikjum....svona til að vera svolítið svona hipp og kúl yfir þessum látum öllum einsog þið öll...neibb!

Ekkert að virka.  Hreyfist ekki taug í kropp né tá. Svei mér þá ef mér finnst ekki Björk Guð skemmtilegri og finnst mér hún þó ekki skemmtileg. Mér finnst Geir Ólafs eiginlega skemmtilegri en Björk.... (bannað að drulla yfir mig!)

Bæðvei...Geir Ólafs bauð mér upp á frýja smurningu um daginn...en það er allt önnur ellasprella...

Sko...svo í dag reyndi ég mitt allra bestasta til að vera einsog þið... og verður þetta mín síðusta tilraun!   Sat  yfir leik...veit ekkert hvort það var fót- eða handbolti,  og ég hugsaði;

-Svona svona stelpa...ýmindunaraflið á þetta. Koma svo! Vera með!

Svo sat ég með hárið mitt fína og skotheldan maskara og horfði með augum og eyrum; 

....staðreyndin er að ég sá alveg rosa flotta leggi og rassa og allt í góðu með það. Svo fór mér að leiðast þófið þannig að  ég tók við að rífa hvern einasta strák "ykkar" úr gallanum....og það gerði ekkert fyrir mig! Hugarflugið alveg í ræmum að rembast og ég fór á flug með þeim öllum! Ekkert!

Þegar ég var búin að taka boltann og kryfja innihald hans... gafst ég loks upp.. fór ég út að labba í rigningunni...

...og ég blotnaði! 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Linda Lea Bogadóttir

Haha já ætli það séu ekki fleiri einmitt eins og þú... blotna í rigningu  - og við það eitt að horfa á þessa "bjev" kroppa í handboltanum.

Áfram Ísland... og þú

Linda Lea Bogadóttir, 21.8.2008 kl. 22:27

2 Smámynd: Heiða  Þórðar

passaðu þig á ....hmmm.....gæ.....golfkúlunum

Heiða Þórðar, 21.8.2008 kl. 22:33

3 Smámynd: Linda Lea Bogadóttir

Ég er með hjálm sko... hehe og passa mig á gæ...

Linda Lea Bogadóttir, 21.8.2008 kl. 22:36

4 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Hver er Geir Ólafs...

Hrönn Sigurðardóttir, 21.8.2008 kl. 22:42

5 Smámynd: Marinó Már Marinósson

Rigningin er góð.

Gamall söngur í tilefni dagsins:  :)::)

http://www.youtube.com/watch?v=rmCpOKtN8ME

Marinó Már Marinósson, 21.8.2008 kl. 22:43

6 Smámynd: Heiða  Þórðar

Geir Ólafs er bróðir Bjögga Halldórs

Ertu með hjálm á rassinum?

Takk fyrir söngin Marinó

Heiða Þórðar, 21.8.2008 kl. 22:47

7 Smámynd: JEG

Já það blotnuðu fleirri í dag......

Knús og klemm úr sveitinni.

JEG, 21.8.2008 kl. 23:17

8 identicon

Heiða, Geir Ólafs?

Guðbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 21.8.2008 kl. 23:29

9 Smámynd: Heiða  Þórðar

Hva...! Geir Ólafs er flottur

Heiða Þórðar, 21.8.2008 kl. 23:46

10 identicon

HEIÐA !!!

Guðbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 21.8.2008 kl. 23:52

11 identicon

Frí smurning...var það með eða án loftsíu.........hvað með kerti og spólvörn...

Geir Ólafs....

alva (IP-tala skráð) 22.8.2008 kl. 00:06

12 Smámynd: Heiða  Þórðar

GUÐBJÖRG!

Heiða Þórðar, 22.8.2008 kl. 00:11

13 identicon

Þú drepur mig! But I love you anyway!

Guðbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 22.8.2008 kl. 00:41

14 Smámynd: Heiða  Þórðar

...ég er að fíflast í þér

Heiða Þórðar, 22.8.2008 kl. 00:56

15 Smámynd: Hulla Dan

Mér finnst Geir pínu krútt... Í STUBBALANDI!!!
Mér finnst Bjørk líka pínu  kúl... NOT!!!!!
Mér finnst Bubbi bestur!!! ANIST I DO!

Hér er búid ad rigna ótolandi mikid svo tú getur trúad, ad Danir eru blautir.

 

Hulla Dan, 22.8.2008 kl. 02:01

16 Smámynd: Þórður Helgi Þórðarson

Bubbi er drasl!

En talandi um Geir...

Var þetta kynferðisleg smurning sem hann bauð?

Þórður Helgi Þórðarson, 22.8.2008 kl. 08:40

17 Smámynd: Heiða  Þórðar

Ég er farin að hafa verulegar áhyggjur af hugarfari ykkar! Dodds!!!

Málið var að ég stóð við rjúkandi bílinn minn, með barn á armninum, fólk fór hjá í tugatal án þess að virða okkur viðlits ...kemur hann ekki Geir, sá eini sem lét sig þetta skipta...

-ég var að vísu komin þarna með einn vin minn á þessum tímapunkti sem er tónlistarmaður og þeir þekktust...

-og hann segir; -hei...ég splæsi á dömuna smurningu! 

Falleg saga ha..? en sönn

Smurningin var að vísu ekki þegin

Og Bubbi er æði... 

Heiða Þórðar, 22.8.2008 kl. 09:47

18 Smámynd: Elísabet  Sigurðardóttir

Hvar fær maður hjálm á rassinn?  Mikið svakalega yrði hann stinnur og flottur.

Elísabet Sigurðardóttir, 22.8.2008 kl. 10:02

19 Smámynd: Heiða  Þórðar

NÁKVÆMLEGA!

Heiða Þórðar, 22.8.2008 kl. 10:03

20 identicon

Ókei, hvað með að ímynda sér vini þína hérna á blogginu og rífa þá úr fötunum? Hjálpar það eitthvað??

Sjálfur hef ég farið út í rigningu og blotnað ... ég hef líka blotnað undan öðru en rigningu. Ekki undan Geir Ólafs samt. 

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 22.8.2008 kl. 11:40

21 Smámynd: Heiða  Þórðar

Blessaður vertu Doddi....búin að berstrýpa ykkur alla...hahaha Með þetta allt á hreinu.....

Heiða Þórðar, 22.8.2008 kl. 11:57

22 Smámynd: Heiða  Þórðar

....annað; hjálpaði mér ekki neitt

Heiða Þórðar, 22.8.2008 kl. 11:57

23 Smámynd: Heidi Strand

Það þarf ekki rigningu til..

Heidi Strand, 22.8.2008 kl. 21:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband