Transsexual fólk og ég....
26.7.2008 | 00:52
Ef það hefur farið fram hjá einhverjum; þá er ég kona! Mér finnst forréttindi að vera kona og nýt þess í drasl! Á mínum unglingsárum, fylgdist ég spennt með þegar brjóst byrjuðu að myndast og breytast og stækka. Þeim var tekið fagnandi. Öllu sem viðkom því að barnskroppurinn varð að kvenmannslíkama....var dásamlegt í mínum huga. Allt ferlið yndisleg upplifun.
Ég hef aldrei, ekki eina örstund langað að vera einhver annar eða önnur en ég er. Allra síst karlmaður. Held að ef ég yrði karlmaður (með fyrirvara um að ég fengi að hoppa aftur í kroppinn minn) í einsog einn sólahring, myndi mér lítið verða úr verki, annað en að fitla við typpið á mér. En það eitt að hafa fæðst í réttu kynhlutverki ber að þakka, daglega.
Get varla nema aðeins örlítið gert mér í hugarlund, hvernig mér hefði liðið ef ég hefði fæðast í líkama karlmanns. Og varla það. Ekki einu sinni það. Þvílíkt hlutskipti, vísa ég í það langdregna helvítis ferli og sálarpínu sem einstaklingur þarf að undirgangast til að leiðrétta kyn sitt. I ofanálag, að þurfa að standa í stappi við Ríkisvaldið vegna niðurgreiðslu á einsog t.d.: eyðingu líkamshára, brjóstaaðgerðar og raddmeðferðar. Hefði haldið að það væri hluti af pakkanum! Og allt allt allt hitt....
Við sem erum svo fordómalaus og "líberal" í þessu partýi, hljótum að sjá, að það að vera kvenmaður snýst ekki aðeins um eitt stykki píku! En eins og ég skil þetta, fæst aðeins fjárveiting gagnvart slíkri aðgerð. (leiðréttið mig ef ég fer með rangt mál)
Ef rétt reynist þá finnst mér þetta þvíklík lítilsvirðing og ekki aðeins gagnvart transsexual fólki, heldur mín líka sem kvenmanns.
Þarf vart að taka það fram að ég er brjáluð!
Flokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:11 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Nýjustu færslur
- 25.6.2023 Laun fyrir að kúka í kassa
- 3.8.2021 Ég er bara grillaður kjúklingur
- 17.11.2010 Ég veit allavega um EINN sem ég myndi ALDREI kjósa yfir mig...
- 1.10.2009 Opið bréf til Davíðs Oddssonar "alltmuligman" ...
- 16.6.2009 Tálaus eða ekki tálaus...
Bloggvinir
- Solla Guðjóns
- www.zordis.com
- Steingerður Steinarsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Heiða B. Heiðars
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- Pálmi Gunnarsson
- Ásgerður
- Andrea
- Heidi Strand
- Grétar Örvarsson
- Lýður Árnason
- Ólafur Als
- Helgi Seljan
- Ólafur fannberg
- Karen, Sigurbjörg,Tóti, Gerður og fl.
- Jón Axel Ólafsson
- Ísdrottningin
- Sigrún Friðriksdóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Thelma Ásdísardóttir
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðjón Bergmann
- Jakob Smári Magnússon
- Ester Júlía
- Birgitta Jónsdóttir
- Klara Nótt Egilson
- Saumakonan
- Björn Heiðdal
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Jens Guð
- Þórarinn Þ Gíslason
- Viktor Borgar Kjartansson
- bara Maja...
- Jón Steinar Ragnarsson
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Georg Eiður Arnarson
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Edda Agnarsdóttir
- Tómas Þóroddsson
- halkatla
- Þórður Ingi Bjarnason
- Hlynur Jón Michelsen
- Kristján Eldjárn Þorgeirsson
- Heiða
- Jón Aðalsteinn Jónsson
- Kristján Kristjánsson
- Björn Ingi Hrafnsson
- Kristín Katla Árnadóttir
- Sigmar Guðmundsson
- Jóna Á. Gísladóttir
- Jón Svavarsson
- Dofri Hermannsson
- Ásta Salný Sigurðardóttir
- Guðríður Arnardóttir
- Snorri Sturluson
- Hlynur Þór Magnússon
- Bjarni Harðarson
- Trúnó
- Hafrún Kristjánsdóttir
- Eyjólfur Kristinn Vilhjálmsson
- Þröstur Friðþjófsson.
- Gils N. Eggerz
- Sigurjón N. Jónsson
- Sveinn Waage
- Halldór Borgþórsson
- Ólaf de Fleur Jóhannesson
- Magnús Þór Hafsteinsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir
- Ársæll Níelsson
- percy B. Stefánsson
- Arnfinnur Bragason
- Jón Sigurgeirsson
- Rögnvaldur Hreiðarsson
- perla voff voff
- MARKAÐSSETNING Á NETINU
- Edda Jóhannsdóttir
- Þorsteinn Gunnarsson
- Haukur Már Haraldsson
- María Tómasdóttir
- Huld S. Ringsted
- Steinunn Camilla
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- Guðný Helga Herbertsdóttir
- Kaleb Joshua
- Halla Rut
- Elín Katrín Rúnarsdóttir.
- Sigurjón Þórðarson
- Lára Stefánsdóttir
- Jóhannes Ragnarsson
- Ragnar Páll Ólafsson
- Margrét M
- Fiðrildi
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Agný
- Ingunn Ósk Ólafsdóttir
- Unnur R. H.
- Einar Bragi Bragason.
- Markús frá Djúpalæk
- Brynjar Jóhannsson
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Halldór Sigurðsson
- Guðmundur Pálsson
- Þórdís tinna
- Helga Sigrún Harðardóttir
- Hjördís Ásta
- Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Valgerður Halldórsdóttir
- Bragi Einarsson
- Helgi Kristinn Jakobsson
- Benna
- Dögg Pálsdóttir
- Sunna Dóra Möller
- Gísli Torfi
- Alheimurinn
- Gunnlaugur Helgason
- Linda Lea Bogadóttir
- gudni.is
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Þóra I. Sigurjónsdóttir
- Sæþór Helgi Jensson
- Púkinn
- Svartinaggur
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Einar Örn Einarsson
- Einar Indriðason
- Kristín Erla Kristjánsdóttir
- Víkingur / Víxill
- Magnús Geir Guðmundsson
- Anna J. Óskarsdóttir
- Alexander Már Benediktsson
- Sverrir Stormsker
- Hlynur Birgisson
- Sigrún
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Hvíti Riddarinn
- Sonja I Geirsdóttir
- Alfreð Símonarson
- Guðný Lára
- Hlekkur
- Sævar Einarsson
- Sigurður Hólmar Karlsson
- Sólrún
- Jón Ragnarsson
- Ingi Björn Sigurðsson
- Kolgrima
- Þ Þorsteinsson
- Maddý
- Lena pena
- Guðborg Eyjólfsdóttir
- Bergþóra Guðmunds
- Egill
- Heimir Lárusson Fjeldsted
- Guðlaug Aðalrós
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Guðrún Jóhannesdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Jóhanna Vala Jónsdóttir
- Anna Guðný
- Þórður Helgi Þórðarson
- Hólmgeir Karlsson
- Draumar
- Ásgerður Jóna Flosadóttir
- Hdora
- Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir
- Handtöskuserían
- Vertu með á nótunum
- Óskar Helgi Helgason
- Vefritid
- Gísli Hjálmar
- Óskar Arnórsson
- Johnny Bravo
- haraldurhar
- Ásgeir Páll Ágústsson
- Anna Gísladóttir
- Sigríður Hafsteinsdóttir
- Fiddi Fönk
- Haraldur Halldór
- Á móti sól
- Dísa Dóra
- Arnar Ingvarsson
- Eva Benjamínsdóttir
- Högni Hilmisson
- Hommalega Kvennagullið
- Helga Magnúsdóttir
- Ásdís Rán
- Charles Robert Onken
- Þorsteinn Briem
- Bergur Thorberg
- Helga Nanna Guðmundsdóttir
- Hulla Dan
- JEG
- Ein-stök
- JEA
- Elísabet Sigurðardóttir
- Grétar Mar Jónsson
- Vinir Tíbets
- Sigurbjörn Friðriksson
- Sporðdrekinn
- Marinó Már Marinósson
- Davíð Ólafsson
- Hekla Elísabet Aðalsteinsdóttir
- Áhöfnin á Hákon EA-148
- Óskar Þorkelsson
- Morgunblaðið
- Rannveig H
- Erla Ósk Arnardóttir Lilliendahl
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Kristín Jóhannesdóttir
- María Guðmundsdóttir
- Guðmundur M Ásgeirsson
- egvania
- Aðalsteinn Jónsson SU-11
- Aprílrós
- Tína
- Þóra Björk Magnús
- Lísa Björk Ingólfsdóttir
- Myndamen - Ljósmyndaskartgripir
- Bullukolla
- Aldís Gunnarsdóttir
- Arnar Ingvarsson
- Ástþór Magnússon Wium
- Bjarki Steingrímsson
- brahim
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Brynja Dögg Ívarsdóttir
- Brynja skordal
- Dúa
- Elín Ýr
- Elísabet Markúsdóttir
- Elísabet Sigmarsdóttir
- Gudrún Hauksdótttir
- Guðmundur Zebitz
- Guðrún Una Jónsdóttir
- Guðrún Þorleifs
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hilmar Sæberg Ásgeirsson
- Himmalingur
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Ingvar Ari Arason
- Jónína Dúadóttir
- Kristín Guðbjörg Snæland
- Leikhópurinn Lotta
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Lúðvík Lúðvíksson
- Magnús Paul Korntop
- MYR
- Orgar
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Sigrún Jónsdóttir
- Sveinbjörn Ragnar Árnason
- Tinna Jónsdóttir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Anna mín; mér finnst þetta ömurlegt!!! Kærleiksríkar kveðjur til þín.
Heiða Þórðar, 26.7.2008 kl. 01:10
Já sá það einmitt....en eins mikið og mér þykir til hans koma...þá er hann nú aðeins punktur í "geiminu"
Heiða Þórðar, 26.7.2008 kl. 01:58
Það hefur þurft smá tíma fyrir kerfirð að vakna, það er stórt og hreifir sig hægt, mjö..g hæ.......gt
Sporðdrekinn, 26.7.2008 kl. 02:12
Tek undir þetta með þér Heiða ! Þetta eru nú bara sjálfsögð mannréttindi og ættu íslendingar að fara að hysja upp um sig buxurnar í þeim efnum!
Ofurskutlukveðja
Guðbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 26.7.2008 kl. 09:25
Tek undir þetta heils hugar. Þetta er ótrúlegir fordómar hjá stjórnvöldum. En þetta er örugglega eitt af því sem þarf að berjast fyrir til jafnréttis þegna landsins.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.7.2008 kl. 09:51
Mun aldrei skilja þetta milli-líkama brölt.
Palli (IP-tala skráð) 26.7.2008 kl. 09:54
Hélt í einfeldni minni að þetta væri lengra á veg komið...
en hugsið ykkur; Að ennþá skuli þetta aðeins snúa að þeim hluta að skipta út kynfærinu sjálfu! Næ ekki upp í nefið á mér!
Við hljótum að vera sammála um að það að vera kona snýst um svo ótal ótal fleiri hluti!
Heiða Þórðar, 26.7.2008 kl. 10:32
Palli; það er einn af þeim hlutum sem ber að þakka....þ.e.a.s. fyrir þig...daglega
Fólkinu ætti að sýna þá virðingu að fá fjárhagslegan stuðning og það í gegnum allt ferlið.
Þó samlíkingin sé köld þá læt ég hana flakka; þú klessukeyrir bílinn þinn og færð réttinguna greidda af þínu tryggingarfélagi...en splæsir sjálfur í lakkið...og annað dútl...
Heiða Þórðar, 26.7.2008 kl. 10:41
... nú er ég bara alveg úti að aka með honum Óla eFF vini mínum.
Hélt að karlmaðurinn væri fullkominn sköpun Guðs ...
... þið fenguð nú bara lánað eitt rif úr okkur og hafið ekki skilað því til baka.
Halló ... það á að skila hlutum sem maður fær lánaða.
Gísli Hjálmar , 26.7.2008 kl. 10:59
Ég trúi á Guð...trúi líka á hið illa....
Rif býður þín í Bónus....merkt þér
Heiða Þórðar, 26.7.2008 kl. 11:27
Ertu kona ?? Fór alveg fram hjá mér
Alveg sammála, við þurfum að hysja upp um okkur buxurnar í þessum málum, hélt við værum komin lengra ,,,,
Knús á þig
Ásgerður , 26.7.2008 kl. 11:45
Ef einhverjum finnst hann vera kind, á þá kerfið að breyta honum í kind ?
Palli (IP-tala skráð) 26.7.2008 kl. 12:12
Æ sorry en mér finnst nú bara þarfara að hlúa að öðrum hlutum í kerfinu , en þetta hlýtur að vera hreint helvíti að finnast maður vera kona í karlmannslíkama osfv en ég væri alveg til í að fikta í brjóstunum mínum í smá tíma en myndi líklegast fá leið á því eins og öðru
Þannig að þessi minnihlutahópur fari aftast í röðina hjá mér en hey það er bara mín skoðun .
Það er illa farið með marga minnihlutahópa í kerfinu okkar það er staðreynd.
Ómar Ingi, 26.7.2008 kl. 13:06
AUðvitað er margt sem þarf að laga í kerfinu.. Ég efast um að það séu það margir sem þurfi á þessari aðgerð að halda ár hvert hérna heima að ríkið fari á hausinn við að standa með þessu fólki..
einhvern vegin er ég til dæmis viss um að offitusjúklingar eru að kosta okkur mun meiri pening á ársgrundvelli heldur en kynskiptiaðgerðir munu nokkurn tíman gera..
það að ég sé sátt við að vera kona, eins og þú Heiða gerir mér kannski erfiðara fyrir að skilja þessar aðgerðir, en ég trúi á frelsi einstaklingsins til að finna sína hamingju.. Ég hed líka að enginn færi að leggja allt þetta á sig bara af því bara... að baki liggur djúp ástæða og það ber að virða
krabbameinsdeild landsspítalans er lokuð vegna sumarleyfa...
Kleópatra Mjöll Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 26.7.2008 kl. 14:14
Ómar; auðvitað er þarft að hlúa að mörgu í kerfinu...og hlúa að þessum aðilum jafnframt og alls ekkert síður. Það er mín skoðun.
Góðir punktar Kleó... aldrei aldrei myndi ég breyta mér í karl þó allur prósessinn væri gratís...og ég fengi eina millu í rassvasann fyrir ómakið! Það segir sig sjálft að það leikur sér enginn að þessu!
Heiða Þórðar, 26.7.2008 kl. 15:15
maður er nú bara svo grænn ekki bara á þessu sviði heldur öllum sviðum sem maður hefur ekki kynnt sér, en auðvitað les maður um þetta allt saman en veit samt aldrei allt.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 26.7.2008 kl. 16:02
Yebb bara aftast í röðina sko Heiða mín
Ómar Ingi, 26.7.2008 kl. 16:42
Fínt að hafa engar skoðanir stundum.. Pass
Gísli Torfi, 26.7.2008 kl. 16:48
Ég get svarið það að ef ég mundu verða kona í einn dag þá kæmist ég aldrei fram úr brjóstunum.. ég mundi fitla allan daginn við þau ;)
Óskar Þorkelsson, 26.7.2008 kl. 21:09
Æji Heiða mín...þú ert engill!
Takk fyrir þessa færslu. Núna þegar ég er komin úr andnauðinni yfir færslunni hans Jóns Vals finnst mér gott að lesa þína færslu
Heiða B. Heiðars, 26.7.2008 kl. 21:13
Takk fyrir það mín kæra og gaman að heyra.
Heiða Þórðar, 26.7.2008 kl. 21:22
Hamingjunni sé lof að ekkert fari á milli mála að þú ert kona, karlmenn eru nefnilega ekki mjög aðlaðandi brókarlausir!
En án gríns, þá er það mikill leyndardómur sem liggur í því hvers vegna einhverjum einstaklingi finnst hann vera persóna í röngum líkama!
Í þeim leyndardómi er kannski svo falin lausnin á öðrum og ennþá stærri að margra mati, um andan og efnið, hvort hugmyndir okkar um sál sé í raun rétt tilfinning, en ekki heilauppspuni sprottin af óttanum við endalokin, dauðann!
Magnús Geir Guðmundsson, 26.7.2008 kl. 23:26
Ég styð svona aðgerðir fullkomlega, sá sem setur sig á móti svona... well mér finnst það bara svipað og að setja sig á móti hjartalækningum eða hverju sem er.
Það er ómanneskjulegt af JVJ að láta eins og hann gerir.
DoctorE (IP-tala skráð) 26.7.2008 kl. 23:26
Já mikið getur þú pælt kona enda er það meinhollt að pæla í hlutunum. Það er margt óréttlátt í henni veröld því miður.
Knús og klemm úr sveitinni.
JEG, 27.7.2008 kl. 00:00
Það verður að segjast eins og er að það er hrein unun að horfa á hvernig Jón Valur tætir fólk í sig með snilldarlegum rökum. Jón Val sem næsta forseta, engin spurning.
HLERINN (IP-tala skráð) 27.7.2008 kl. 15:01
Þú ert að grínast í mér!....
....já þú ert að grínast í mér...hef sjaldan eða aldrei orðið vitni að annarri eins mannfyrirlitningu...og það í nafni trúar.
Heiða Þórðar, 27.7.2008 kl. 15:38
Mannfyrirlitning? Hann er eingöngu að sýna fram á holl og góð gildi, eitthvað sem þú hefðir örugglega gott af.
Aldrei heyrt annað eins væl.
Róbert Þórhallsson, 27.7.2008 kl. 23:55
Þá ættirðu í alvöru og reynd að heyra mig væla!
Snáfaðu þér til þeirra sem er að sama sauðahúsi og þú sjálfur! Vogaðu þér ekki að drulla út mín gildi, þú veist minnst um hver þau eru!
Heiða Þórðar, 28.7.2008 kl. 00:51
Biðst afsökunar á þessum ummælum mínum. Þetta var óverðskuldað þó svo að ég væri þér ósammála.
Róbert Þórhallsson, 31.7.2008 kl. 20:51
Takk fyrir -móttekin og meðtekin
Heiða Þórðar, 31.7.2008 kl. 21:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.