Heiða, fékk ég það?

Það er regla frekar en undantekning að ég týni bílnum mínum. Í dag þegar við mæðgur héldum í bæinn sem oftar, ákvað ég að leggja á stað þar sem kennileyti væri kunnuglegt...Bergþórugatan varð fyrir valinu. (ég heiti; Bergþóra) Þegar við örkuðum af stað segi ég hressilega;

-jæja ástin mín, núna förum við að kíkja á sætu strákana... en þú verður að muna með mér: Bergþórugata...

-hvar eru þeir?

-veit ekki, við verðum bara að leita....

...þá, þegar ég hafði rétt misst út úr mér síðasta orðið,  eins ótrúlegt og það hljómar miðað við hvern ég hitti í gær, sé ég einn "huga" - einmitt að leysa  lífsgátuna, íbygginn og gáfulegur að klóra sér í rassgatinu um leið og hann talaði í gsm! Jebb, á horni B-götu og einhverrar annarrar götu. Ætla mætti, miðað við þetta lán (að hitta tvo á tveimur dögum) ; að ég hafi átt þrjúþúsundáttahundruðogfimmtíu  elskuhuga ...og tvo huga....um ævina.

En neibb, því fer fjarri. Er algjör tepra þó ég gangi ekki í nærbuxum. Ég enda alltaf í sambúð með þessum andskotum!  Og sambúðir að baki eru færri en tuttugu talsins. Og reikna nú! Aukreitis vil ég bara gulltyppi svona á efri árum og rignir þeim nú ekki beinlínis innanundir nefið á mér sko...

Heyriði nú mig! 

"Búðin" með þessum "huga" endaði ekki vel, ykkur að segja. Ekki einsog hinar sambúðirnar. Allir mínir fyrrverandi eru vinir (líka mínir) og koma reglulega saman og bera saman brækur sínar inn í stofu hjá mér. Samræður snúast einatt um hversu góð ég er í rúminu. Enda fljótt á litið eiga þeir ekkert annað sameiginlegt en að hafa deilt sæng með mér. Svo gráta þeir saman fögrum tárum og syngja í kór; -heiaheiaheiaheiaheiaheiaheiaheiahei! (man ekki einhver eftir þessu lagi? þetta er sko texti um mig...Cool)

Þessum gæja var meinaður aðgangur í klúbb; grátkór.fyrrv.heiðu...

Þessi nefnilega endaði froðufellandi og alls ósáttur þegar ég smaug úr úr lúkunum á honum, hlaupandi með buxurnar á hælunum. Ég hljóp sko... undan höggunum...

En ég fékk samt koll í dag....kinkikoll...þ.e.

Og ég sendi koll tilbaka. Lappalengjurnar mínar stækku um heila tíu sentimetra og tóku stærri skref en venjulega þegar ég forðaði mér... en ég kíkti tilbaka og hann kíkti og ég kíkti aftur og hann kíkti og ég....osfrv. 

Og svo fór ég að hugsa...

Þessi aðili var í algjörum lágmarkstengslum við sjálfan sig. Eiginlega ekki neinum.  Ég fékk það endanlega staðfest eftir "leik" (voga mér ekki að kalla þetta ástarleik vegna þess einfaldlega; þetta var ekki einu sinni eftirlíking af ástarleik...)

þegar hann hvíslaði;

-Heiða, fékk ég það?

Fannst mér hann stórlega ofmeta næmni mína.

Og ég týndi bílnum ...

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

He, he, he  "bera saman bækur sínar " betra en brækur.   lobbaðu þeim bara að grenja og já, að þurfa að tilkynna fullnægingu how lame is he????

Love U girl

Ásdís Sigurðardóttir, 17.7.2008 kl. 22:40

2 Smámynd: Heiða  Þórðar

Og veistu það Ásdís; ég er ekki að skrökva!

Heiða Þórðar, 17.7.2008 kl. 23:04

3 Smámynd: Ein-stök

Jahérna! Ekki eru þær merkilegar fullnægingarnar hjá blessuðum manninum ef hann er ekki VISS hvort hann fékk það eða ekki  

Ein-stök, 17.7.2008 kl. 23:16

4 Smámynd: www.zordis.com

Ég var að vinna með einum sem ráðlagði mér að segja við loverinn þegar allt væri í gangi .... " er hann inni? " Svo hló hann eins og fíbbl.  Greinilega lennt í svona kringumstæðum.

En rassaklór er turnöff og pungklór enn meira turnöff  (þegar þú ert í banka sko) .... 

www.zordis.com, 17.7.2008 kl. 23:45

5 Smámynd: Heiða  Þórðar

prófa það næst Zordis...

....en þegar ég hugsa um það; -hljómar maður þá ekki barasta einsog Laugardalslauginn eða...?

Heiða Þórðar, 18.7.2008 kl. 00:12

6 Smámynd: Marinó Már Marinósson

Þetta fer að verða eins og fín framhaldssaga hjá þér.    

Marinó Már Marinósson, 18.7.2008 kl. 01:54

7 Smámynd: Sporðdrekinn

 Þú ert að drepa mig Heiða Þ. "...fékk ég það?"

Ég fékk eiginlega smá klígjuhroll þegar að ég las þetta. Minnti mig á bólfélaga minn nokkurn (entist í heilar 2 vikur), það var allt svo ofur mjúkt og slepjulegt eitthvað. Já eiginlega svona eins og að heilsa einhverjum með handabandi en þurfa um leið að ath hvort að höndin á þeim hafi nokkuð lekið úr þinni. Ég held því fram að fólk sem hefur traust handtak kunni að taka á því í rúminu. Sumir "Æja" þegar að þeir heilsa mér, svo gott er mitt handtak

Ég tek undir "Laugardaglaugar" kommentið hennar Heiðu, Zordis. "Er hann inni?"

Sporðdrekinn, 18.7.2008 kl. 02:46

8 identicon

glataður gaur...eins og við vinkonurnar segjum stundum...

Þú ert frááábær!!

og sporðdreki..." mjúkt og slepjulegt eitthvað" ...minnir mig á eina martröð...hahaha, þið eruð alveg golden sko!! Og Sporðdreki, ég ætla að fara að taka eftir þessu með handaböndin hehehe...

alva (IP-tala skráð) 18.7.2008 kl. 02:52

9 Smámynd: Sporðdrekinn

Segðu mér að hvaða niðurstöðu þú kemst, A.K.Æ

Sporðdrekinn, 18.7.2008 kl. 03:20

10 identicon

Búin að vera að reikna Heiða og mér telst til að ............ja að þú sért nú tepra með reynslu!

So many men so little.............

Væri til að vera fluga á vegg þega þínir fyrrverandi hittast í kaffi hjá þér :)

Ofurskutlukveðja

Guðbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 18.7.2008 kl. 08:35

11 Smámynd: Ásgerður

Það er engin eins og þú Heiða

p.s. fannstu bílinn?

Ásgerður , 18.7.2008 kl. 09:32

12 Smámynd: JEG

Þú ert algert met kona. Tær snilld og ég fer ekki ofan af því.

Knús í klessu og sumarkveðjur úr sveitinni.

JEG, 18.7.2008 kl. 10:35

13 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Jamm og jæja, þeir gerast nú varla firrtari en þetta.

Steingerður Steinarsdóttir, 18.7.2008 kl. 11:22

14 Smámynd: Heiða  Þórðar

Sporðdreki; stelpur höfum við verið að hitta sömu gæjana eða...þarf að tileikna mé handabandið ég sko heilsa þeim,,,með kossi

Heiða Þórðar, 18.7.2008 kl. 12:46

15 Smámynd: Heiða  Þórðar

Sporðdreki OG stelpur (átti þarna að standa)

Heiða Þórðar, 18.7.2008 kl. 13:17

16 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Fyrrverandi dráttardýrum er best að gleyma hið snarasta. Frábær pistill hjá þér sem endranær.

Helga Magnúsdóttir, 18.7.2008 kl. 14:15

17 Smámynd: Elísabet  Sigurðardóttir

Slappt handaband segir allt sem segja þarf .

Það er satt hjá Ásgerði, þú ert engri lík.

Elísabet Sigurðardóttir, 18.7.2008 kl. 17:00

18 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ég er í kasti, fékk ég það? Hægan! Er ekki í lagi með suma?
maður fær nú bara bleika ælu upp í háls, oj oj oj sagði ég bleika? hum
Svo tek ég undir með Elísabetu slappt handband og slök haka, þarftu að vita meir.
Þú ert bara flottust.
Knús kveðjur Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 18.7.2008 kl. 17:45

19 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

þú ert alveg ótrúleg, fléttar saman svo maður þarf að vera mjög fókuseraður til að ná öllu, svo BANG kemur skellan.

góða helgi mín kæra

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 18.7.2008 kl. 17:50

20 Smámynd: Ein-stök

Góður punktur með handabandið hjá Sporðdreka. Ég hef einmitt aldrei þolað svona slepjulegt handtak hjá fólki eða þegar það forðast að horfast í augu við mig þegar það heilsar. Tek vel eftir þessu tvennu þegar ég hitti fólk í fyrsta skipti. Og til að taka af öll tvímæli þá tek ég hraustlega í hönd fólks sem ég heilsa   Fékk m.a.s. vinnu út á það einu sinni því viðkomandi yfirmanni fannst handtakið svo traust og gott

Ein-stök, 18.7.2008 kl. 23:27

21 Smámynd: Steingrímur Helgason

Snillíngur alltaf.  Nú ertu líka búin að fletta ofan af einu elsta persónulega einkabragði mínu, að ~feika'ða~ lýgilega...

Steingrímur Helgason, 18.7.2008 kl. 23:28

22 Smámynd: Ómar Ingi

Ómar Ingi, 18.7.2008 kl. 23:31

23 Smámynd: Marinó Már Marinósson

Þú verður líka að athuga að sumir einhleypir eru sterkari í hægri hendinni.       Þú afskar hvað myndin tekur mikið pláss.   :)

277

Marinó Már Marinósson, 19.7.2008 kl. 00:55

24 Smámynd: Heiða  Þórðar

Vú! ekki amalegt að hafa þennan gaur inn á síðunni sinni. Þakka sendinguna og kveðjurnar.

Heiða Þórðar, 19.7.2008 kl. 01:34

25 Smámynd: Sporðdrekinn

Hahaha við verðum kannski bara að bera saman bækur okkar

En hérna Heiða, kossinn segir nú betur til um rekkjubrögð mannsins en handarbandið. Jaaa ok kannski ekki, það fer víst eftir því hvar þú kyssir þá.....

Steingrímu Helgason, ég skelli hló, það svoleiðis frussaðist hláturroka yfir skjáinn hjá mér. Takk fyrir það

Sporðdrekinn, 19.7.2008 kl. 02:12

26 Smámynd: Gísli Torfi

Heiða mín krúttið mitt ég held að þú eigir eftir að hitta hinn eina sanna " Einar frænda"

ps Heiða þú klikkaðir " en það má alveg líka".............Þ...V.....

Gísli Torfi, 19.7.2008 kl. 02:22

27 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Heiða þú orðar þetta rétt best geymdur inn á síðunni þinni.
Hefur þú heyrt um gaurinn sem spurði í miðjum klíðum
Er hann góður elskan?  Lostinn datt niður dauður og aldrei
fékk sá hinn sami það aftur.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 19.7.2008 kl. 08:12

28 Smámynd: Anna J. Óskarsdóttir

hahhahahahh ég er í kasti hérna.. þetta er snilld, "fékk ég það"... og þetta sem Guðrún Emilía skrifaði... "er hann góður elskan"  arrrrrrg...ojjjjjj...hahhahahha

En þetta með handabandið.  Ég hef alltaf fengið smá velgju eða hroll þegar ég tek í höndina á karlamanni (ef hægt er að kalla karlmann..frekur rolu eða rollu eða e-ð) og höndin á honum er við það að leka úr minni.   Þétt og ákveðið handaband takk fyrir   þannig geri ég það allavega.

Heiða þú ert óborganleg, það er frábært að lesa færslurnar frá þér. 

Eigðu góða helgi Heiða mín sem og allir hinir

Anna J. Óskarsdóttir, 19.7.2008 kl. 17:10

29 Smámynd: Anna J. Óskarsdóttir

frekar átti það auðvitað að vera....ekki frekur rollukarlmaður eða e-ð  hehhe

Anna J. Óskarsdóttir, 19.7.2008 kl. 17:12

30 Smámynd: Heiða  Þórðar

Nei Milla aldrei heyrum um hann

Sömuleiðis mín kæra Anna

Gilli minn; klikkaði ég? 

Heiða Þórðar, 20.7.2008 kl. 00:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband