Viltu ríða eða ertu hommi?

Er þokklega forvitin að eðlisfari og allt í lagi með það.

Ef ég gæti;  skriði ég inn í þvottavélina og fylgdist með hvernig þetta virkar allt saman...en þar sem ekki fór vel fyrir kaffikönnunni sem ég setti í uppþvottavélina hef ég sett rómatískar hugleiðingar um mig; Heiðu og óhreinan þvott...saman í þvottavél með mýkingar- og þvottaefni á "hold".  Á morgun kemur nýr dagur og hvað veit maður svo sem hvað hann ber í skauti sér. Kannski skríður pínkuponsu Heiða úr "suðuþvotti" innvafinn lökum og handklæðum með silkimjúkt og ilmandi hár...

Til ykkar "einstöku" kvenna verð ég að koma eftirfarandi á framfæri úr reynslubrunni mínum Wink... karlmenn sem borða með fullan munninn og tala í leiðinni eru; þokkalega ógeðslegir og núll sexý! Jebb....alls ekkert kynþokkafullt við þá. Þeim finnst kannski að þeir séu að afmá með þessu móti staðreyndina; karlar geta bara gert einn hlut í einu. En í raun eru þeir ekki að skora feitt. Ekki konur heldur ef út í það er farið...en málið er að ég nefni karlmenn í þessu sambandi, einfaldlega af þeirri ástæðu; -konur höfða á engan hátt til lægstu/hæstu hvata minna.

Var boðið út að borða. Í dag segi ég; -inn að ÉTA! 

Gaurinn í lagi, þar til að  maturinn var borin á borð þá nánast slefaði hann. Tók diskinn upp að vitum sér og þefaði, mér leist lítið á blikuna...sem var ekkert blik, satt að segja. Ég mátti hafa mig alla við að æla ekki yfir hann, borðið og sjálfa mig þar sem ég fylgdist með hvernig kjöt, kartöflur, salat og sósa... samantuggið kemur fyrir mínar sjónir ásamt tungu, tönnum, tali og viðeigandi ropi...

ÓGEÐSLEGT! 

Ég sat og táraðist af velgjunni sem tróð sér fram, reyndi að einblína á ástfangið par á næsta borði, horfði út um gluggann ... en þrátt fyrir það... missti ég alla lyst.  Og þá meina ég ALLA lyst.

Þetta atvik var fyrir um eitthvað löngu síðan...eftirleiðis hef ég haft að leiðarljósi, ef um eiginlegt borðhald er ekki að ræða á fyrsta date-i , að reyna að troða einhverju að; matarkyns. Þegar ég er viss um að viðkomandi er með fullan munninn....spyr ég;

-viltu ríða eða ertu hommi....?

Ef hann svarar ekki; er hann í slæmum málum

Ef hann svarar; er hann í slæmum málum

Þannig að á þessu sést; það er óumræðanlega erfitt að gera mér til hæfis Smile... eiginlega ekki hægt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bergur Thorberg

Maður verður allavega að vanda sig, það er nokkuð ljóst. En það er nú ekkert að því að vanda sig, bara ef það dregur ekki úr manni allan mátt. Ha?

Bergur Thorberg, 13.7.2008 kl. 17:28

2 Smámynd: Heiða  Þórðar

Heiða Þórðar, 13.7.2008 kl. 17:30

3 Smámynd: Sigurbjörn Friðriksson

Ég ríð ekki með fullan munninn en narta stundum obbolíðið í vörtur og snípa og sýg tungu og svoleiðis.  Hinsvegar borða oft með fullan munninn, en ekki svo mikið að ég geti ekki tuggið.

Hinsvegar tala ég hvorki meðan ég borða eða ríð, ég hef um nóg annað að hugsa.

Nei, ég er ekki hommi - af hverju spyrðu??  Ertu bara forvitin eðlisfræðilega eða þannig?

Kv. Björn bóndi.

Sigurbjörn Friðriksson, 13.7.2008 kl. 17:39

4 Smámynd: Gísli Hjálmar

En ef viðkomandi er hommi og vill ríða?

Gísli Hjálmar , 13.7.2008 kl. 17:41

5 Smámynd: Heiða  Þórðar

Þá ríður hann auðvitað!

Heiða Þórðar, 13.7.2008 kl. 17:45

6 Smámynd: www.zordis.com

Knús á þig elskan mín!

www.zordis.com, 13.7.2008 kl. 17:46

7 Smámynd: JEG

Hahaha.... þú ert æði skvísó. Eigðu ljúfan dag.

Knús og kveðja úr sveitinni.

JEG, 13.7.2008 kl. 17:53

8 Smámynd: Marinó Már Marinósson

Ég borða aldrei með fullann munn. 

ps  það er alltaf gaman að lesa skrifin þín. 

Marinó Már Marinósson, 13.7.2008 kl. 18:14

9 Smámynd: Dísa Dóra

Dísa Dóra, 13.7.2008 kl. 19:27

10 Smámynd: Gísli Torfi

Mannstu Dave Allen ... þetta er alveg komið á hreint.... bara að fara að tosa í spotta hjá sjónvarpsliðinu...

Gísli Torfi, 13.7.2008 kl. 19:28

11 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þú ert nú skemmtileg skrúfan mín.  Ég er pen í ölllu sem ég tek mér fyrir hendur og ég og spússinertu bestn borðum aldrei upp í rúmi. Vertu spök

Ásdís Sigurðardóttir, 13.7.2008 kl. 19:49

12 Smámynd: Heiða  Þórðar

Dave Allen; here I come....

Ásdís mín; reyni - reyni - reyni....en ekkert gengur

Heiða Þórðar, 13.7.2008 kl. 19:53

13 identicon

kyngja og hugsa, og taka fyrri kostinn.

sandkassi (IP-tala skráð) 13.7.2008 kl. 20:46

14 Smámynd: Lilja Kjerúlf

Merkilegt hvað borðsiðir karlmanna segja mikið um hvernig þeir eru í rúminu. 

Mínar rannsóknir hafa gefið það sterklega til kynna að menn sem borða mjög hratt, skófla í sig matnum eru mjög fljótir að ljúka sér af og snúa sér svo yfir á hina hliðina og prumpa.  Muldra svo ofan í dínuna "var þetta gott elskan"?

Kvinnan liggur og hugsar um hvenær eftirrétturinn komi... en það er enginn.

Hinir sem taka sér góðan tíma og njóta matarins og vínsins eru mjög góðir elskuhugar. það er öruggt að konan fær góðan eftirrétt.

 þetta eru mjög áreiðanlegar rannsóknir.... hehehe

Lilja Kjerúlf, 14.7.2008 kl. 14:23

15 Smámynd: Sigurbjörn Friðriksson

Lilla Kjerulf; Hvað heldur þú að við "vondu strákarnir" höfum oft heyrt eftir hátt og stórt "geysp" >heyrelskan erteggiaverabúinn?<

Upplýstu mig endilega um vísindalegar rannsóknir í þá átt!!  Ég get lofað þér því að þær eru flestar fæddar í vogarmerkinu.  Versti dráttur sem ég hef lent í.  Fyrstu og einu skiptin sem mig langaði til að borða og tala með fullan munninn og prumpa líka á meðan ég var að reyna að ríða.  -Því lofa ég!

Kveðja,

Björn bóndi.

Sigurbjörn Friðriksson, 14.7.2008 kl. 14:37

16 Smámynd: Lilja Kjerúlf

hahaha

já Björn Bóndi hef heyrt um þetta líka.

Veit ekkert um vísindalegar rannsóknir í þá átt, hef ekki kynnt mér það enda ekki á mínu áhugasviði

Lilja Kjerúlf, 14.7.2008 kl. 14:43

17 Smámynd: Sigurbjörn Friðriksson

Ertu þá ekki með áhuga á stjörnumerkjunum???? hehehe

Kk, Björn bóndi.

Sigurbjörn Friðriksson, 14.7.2008 kl. 17:09

18 Smámynd: Lilja Kjerúlf

stjörnumerkjum jújú en það sem ég var að meina að ég hef frekar áhuga á hvernig karlmenn eru frekar en hvort konur geyspa golunni af leiðindum í rúminu

Lilja Kjerúlf, 14.7.2008 kl. 17:41

19 Smámynd: Sporðdrekinn

Æ já! Ekki tala með fullan munninn! Gerðu það!!

En... eins og Björn bóndi bendir svo "pent" á þá er alltaf skemmtilegra á milli lakanna þegar að hold er tekið í munn.

Þú ert bráðskemmtilegur penni Heiða Þórðar

Sporðdrekinn, 14.7.2008 kl. 19:07

20 Smámynd: Sigurbjörn Friðriksson

Endurtekin gömul sorgarsaga með "happy ending".

Ég veit um mann sem var orðinn svo aðfram kominn af kvenmannsleysi og hann gat aldrei fundið neina hvorki á börunum né annarsstaðar, hvorki Andreu eða einhverja aðra, að hann ákvað að reyna að fremja sjálfsmorð.

Hann hellti í sig úr heilu glasi af VIAGRA og þambaði heilan pela af Vodka með þessu til að koma því niður.  Það var komið að honum áður en það var orðiðum seinan.  Þeir komu honum strax undir læknishendur.  Nú er honum haldið sofandi í mjaltavél....... 

Kv., Björn bóndi.

Sigurbjörn Friðriksson, 14.7.2008 kl. 20:28

21 Smámynd: Heiða  Þórðar

Æðislegar umræður og fróðlegar í gangi

Heiða Þórðar, 15.7.2008 kl. 03:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband