Ég er svo hamingjusöm að ég er við það að springa!

-Alveg upp í geiminn mamma, alveg upp í geiminn kallar´ún...og ég ýti rólunni aftur og aftur og aftur um leið og ég grýp flugur með vörunum. Allar sem ein vita-bragðlausar og litlar og svartar með blá augu og rauða tungu....sem ulla framan í mig.

Þetta er annars þeir suddalegustu dagar sem ég er að upplifa. Sólgleraugun koma að raunverulegu gagni. Ég er dekurpíka dauðans! Úrið mitt er á handleggnum, en aðeins til skrauts, eða þegar ég vil skraut við hafa. Tímaskyn allt farið til andskotans og lengra. Fáum okkur  ís þegar okkur langar. Grilla steikur á miðnætti ef þannig liggur á mér. Les einsog motherfucker...og alls liggja nú um 30 bækur og tímarit úr safninu, víðsvegar um íbúðina.  Á fjórum dögum hefur mér tekist að slátra ríflega jafnmörgum bókum. Að auki tugi barnabóka.

Nauthólsvík er draumur á jörð. Stenst fyllilega samanburð við nýsjálenskar strendur á þessum árstíma. Sólardísinn mín,  rífur sig úr hverri spör....hoppar spriklar og hlær...móðirin (ég) ekki alveg eins frjálsleg, kappklædd eða þannig; hlæjandi-bikiný .... ég brosi og finn til í hjarta af sátt og hamingju í augnablikinu.  

Miðbærinn iðar af lífi, fjöri og einlægri gleði.  Endurnar við tjörnina taka okkur fagnandi. Elliðarárdalurinn  skartar sínu fegursta bæði gróðri og brosandi fólki.  Stinnir rassar á hjólum og hlaupum. Einstaka, rölta þetta með blómailm í nebbanum, rétt einsog við mægður...sumir með sólhatt...

...verð að minna mig á þessi augnablik þegar hausta tekur...

...annars ykkur að segja; -ég elska haustin ekkert síður, með sínum fáranlega sjarma.  Á meira við ef hausta fer í sálinni minni Wink...

Ég er svo hamingjusöm þessa dagana að ég er við það að springa!

Langaði að deila þessu með ykkur...

... annað að frétta er; að ég er komin á há-flug við skriftir, en það er eitt af því sem gefur hvað mesta gleði... penslarnir eru á leið út úr skápnum,  "special home-made -ala heiða" sjónvarpsogkelisófi (að sjálfsögðu hvítur) er að taka á sig raunverulegri mynd en bara í hugskotinu...djö......á ég eftir að kela í þessum sófa!!! Svei mér þá ef hann verður ekki barasta vígður með nettum "skransi"....Wink

Vona að þið hafið það gott, öll sem eittHeartgóðar stundirSmile

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Solla Guðjóns

Þetta er lífið...ástin og hamingjan,,,gleðin....litla dekurþorivarlaaðskrifaþettaorðpíkan mín

Njóttu

Solla Guðjóns, 9.7.2008 kl. 00:40

2 Smámynd: Heiða  Þórðar

hehe

Heiða Þórðar, 9.7.2008 kl. 00:42

3 identicon

ommi, hvað það er gott og gaman að lesa þetta, gott að þú hefur það svona gott, þú og þínir!! Nauthólsvíkin er svooo flott!! Og miðbærinn, sakna hans oft.

alva (IP-tala skráð) 9.7.2008 kl. 00:46

4 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

SEndi þér sólskinsbros Heiða Bergþóra, úr mildri miðnæturrigningu norðan heiða!

Líka hægt að vera hamingjusamur í henni!

Magnús Geir Guðmundsson, 9.7.2008 kl. 01:54

5 Smámynd: Gísli Torfi

litlir sólargæjar

Gísli Torfi, 9.7.2008 kl. 03:07

6 Smámynd: JEG

Já sumarið er tíminn sko. VAr búin að finna það en týndi því í 2 daga en það er fundið aftur og börnin stuttbuxnasjúk og þola ekki við inni.

Indislegt að heyra að þú sért uppfull af hamingju þannig á það líka að vera.

Knús og kvitt úr sveitinni.

JEG, 9.7.2008 kl. 09:49

7 Smámynd: Dísa Dóra

Yndislegt líf

Dísa Dóra, 9.7.2008 kl. 10:32

8 Smámynd: Hulla Dan

Ókei... nú er ég betur að skilja þetta allt saman.
Sólin er s.s hjá þér... God, hélt að hún væri bara dáin. Allaveg er ég búin að panta hana í næstu viku og vona að þú getur notið hennar þanngað til.

Fynndið að lesa þetta. Ef þú mundir ekki nefna staðarnöfn mundi ég sennilega bara halda að þú værir í Frakklandi, ekki Íslandi.

Lífið ER gott.

Hulla Dan, 9.7.2008 kl. 17:15

9 identicon

ó mæ ó mæ, Njóttu

Guðbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 9.7.2008 kl. 18:04

10 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

I love life too, farðu vel með þig og njóttu hverrar mínútu.

Ásdís Sigurðardóttir, 10.7.2008 kl. 00:02

11 Smámynd: Elísabet  Sigurðardóttir

Yndislegt Heiða

Elísabet Sigurðardóttir, 10.7.2008 kl. 10:05

12 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Njóttu þess að vera glöð heið mín.

Kristín Katla Árnadóttir, 10.7.2008 kl. 11:39

13 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Heiða mín ætlaði ég að segja.

Kristín Katla Árnadóttir, 10.7.2008 kl. 11:40

14 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Þetta eru dásamlegir dagar.

Helga Magnúsdóttir, 10.7.2008 kl. 14:34

15 Smámynd: Gísli Hjálmar

Ég skal leggjast með þér í þennan hvíta sófa þinn og ...

... það verður bara yndislegt.

Gísli Hjálmar , 11.7.2008 kl. 10:33

16 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Aldeilis frábært líf hjá þér Heiða mín, þessa dagana, til lukku með það

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.7.2008 kl. 21:06

17 Smámynd: www.zordis.com

Hjaranlega sammála með dásemdina og geisla sálarinnar.  Njóttu gleðinnar og þess að vera.

Laugardagshilsen.

www.zordis.com, 12.7.2008 kl. 09:13

18 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

Að lesa þessa færslu þína kom sólinni inn hjá mér í rokinu og rigningunni hérna á skaganum. Njóttu hamingjunnar, ALLTAF!

Kærleiksknús

Guðrún Jóhannesdóttir, 12.7.2008 kl. 11:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband