Elsti limurinn datt í baði

Elsti limurinn í klíkunni datt í baði. Við það brotnaði bakið. Með brotið bak og aumt rassgat arkaði viðkomandi í bæinn í dag. Að sækja sér staf. Allt í góðu með það en ástæðan fyrir stafnum var til að styðja við þrálátan höfuðverk. Sem fékkst eftir bað-droppið! Skil ekki samhengið en sumt skil ég ekki sem betur fer. Skil reyndar fæst.

Svo leið dagurinn...minn og hennar og ykkar. Við og við kíkti ég á gemsann minn. Alls 8 missed calls frá viðkomandi...þegar ég svo hringdi og bjóst við andlátsfrétt eða eitthvað þaðan af verra sagðist hún hafa keypt sér stöng.

Mér heyrðist hún segja stöng reyndar. Enda ekkert sérlega skýrmæld.

-Þú verður vitlaus þegar þú sérð hana Heiða, hún er með tveimur svörtum rósum á....svona svört.. það var listakona sem bjó hana til. Og þegar kallinn kom heim í dag, tók ég á móti honum,  bara á nærbuxunum... með stöngina. Hann brosti.

-Stöng? Ætlaðirðu ekki að ná í staf?

-Spöng fíflið þitt! Spöng! Hárspöng!

---

 Óska ykkur öllum góðrar helgarSmile og í framhjáhaldi að láta vita að;  I'm still very much a lifeWinkand well.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elísabet  Sigurðardóttir

Svört stöng með tveim rósum hefði örugglega verið meira sexy

Elísabet Sigurðardóttir, 28.6.2008 kl. 00:57

2 Smámynd: Gísli Torfi

Sá kvikmyndastjörnuna um daginn að arka Laugaveginn

 kærar kveðjur úr Lúxor landinu... stefnan tekinn á París mjög soon... 

verslaði í Belgíu í gær.. sumt miklu ódýrara og sumt pínu ódýrara en á Íslandi..

 jákvætt að Evran datt niður um 6 krónur í gær eða hinn vííiíí alltaf að græða ..  vona að krónan stykist um eitthvað kraftaverk á mánudaginn líka hehehehe

Gísli Torfi, 28.6.2008 kl. 06:22

3 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Gott að heyra að þú sért á lífi, og munir eiga góða helgi, hvort sem er um spöng eða stöng er að ræða
Knús knús
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 28.6.2008 kl. 09:12

4 Smámynd: Huld S. Ringsted

Eigðu góða helgi Heiða mín

Huld S. Ringsted, 28.6.2008 kl. 10:07

5 Smámynd: JEG

Já misheyrn er ferleg og getur farið illa með mann.

Knús og klemm úr sveitinni.

JEG, 28.6.2008 kl. 10:48

6 Smámynd: Ásgerður

Sammála Elísabetu (Ólöfu ), stöngin hefði örugglega verið meira sexy

Þeir eru svo skemmtilegir þessir limir sem þú átt,,alveg eins og mínir

Knús á þig ljúfan

Ásgerður , 28.6.2008 kl. 13:12

7 Smámynd: Hulla Dan

Þetta hljómar eins og móðir mín... Ekki það að hún sé mikið með spöng og á brókinni... en orðavalið... Ekki það að hún kalli mig oft fífl, en hún á það til þegar vel liggur á henni

Góða helgi

Hulla Dan, 28.6.2008 kl. 15:35

8 identicon

Góða helgi sæta dúlla!

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 28.6.2008 kl. 18:56

9 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Hæ krúttið mitt, ég hélt að hún hefði kannski keypt stöng til að dansa súludans fyrir kallinn.  Hafðu það gott elskuleg og vertu góð við sjálfa þig.

Ásdís Sigurðardóttir, 28.6.2008 kl. 19:52

10 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Ég skil líka heldur fátt, til dæmis hana þig fröken Sjálfa!

Skilur þú sjálfa þig?

Magnús Geir Guðmundsson, 28.6.2008 kl. 19:56

11 Smámynd: Steingrímur Helgason

Maggi minn, konur geta verið skyldar & margskildar, misskildar & fráskildar en verða aldrei auðskildar.   Heiðuna þykist ég oftlega réttskilja smotterí & grunar að hún skilji sig samt helmíngi betur. 

Skilurðu ?

Steingrímur Helgason, 29.6.2008 kl. 00:12

12 identicon

Góða helgi!!

alva (IP-tala skráð) 29.6.2008 kl. 01:20

13 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Hárspángir eru margar hverjar ansi flottar og sexý í dag!

Edda Agnarsdóttir, 29.6.2008 kl. 16:25

14 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

haha, nei Steini minn, skil ekki baun!

En núna fer Heiða yndisleg í frí frá mér, þér og öðrum rugludöllum, hamingjunni sé lof!

Og hóhó Heiða, fótboltafárið kláraðist áðan, nú getur þú því aftur tekið gleði þína, farið út nærbuxnalaus og dillað endanum, strákarnir allir hættir að glápa á "Imbann", en horfa þess í stað á þig!

Magnús Geir Guðmundsson, 29.6.2008 kl. 23:57

15 Smámynd: Heiða  Þórðar

hjúkkit!!!

Heiða Þórðar, 30.6.2008 kl. 01:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband