Ég fékk á kjaftinn!

Með loforð upp á vasann fyrir blæðingalausu sumri fór ég á læknavaktina. Innst inní innsigluðu glasi var vökvi...töfravökvi sem átti brátt eftir veita mér frelsi frá dömubindum, túrtöppum og ótímabærri þungun....  strákar mínir, þetta er kjaftæði sem þið sjáið í sjónvarpinu...engin fljúgandi hamingjusöm fiðrildi sem fljúga út úr.....já....leyfi ýmindunarafli hvers og eins að ráða og að konur dansi einsog fuglar um himingeiminn einsog fífl...er rugl!!! 

Og annað;

...það er víst mögulegt að verða vanfær án kynmaka.  Hversu oft heyrum við ekki um áhrifamátt hugans. Þú til að mynda hugsar eins oft og sannfærandi um að þú sért í góðum efnum...og búmm! Hlutirnir gerast. Samanber; The Secret. Ef þig langar í nýjan bíl. Þarftu að gera ráð fyrir þvi að þurfa að kaupa á gripinn bensín. Því skildi maður hugsa þetta í þessari röð; peningar - bíll. Ef bílllinn á ekki bara að standa í hlaðinu óáreyttur og upp á punt.

Og þar sem ég hef gert hér kunngjört nokkurnveginn og undir rós,  hugsanir mínar síðastliðna mánuði. Og ég er ekki fífl. Heldur miklu frekar klár...þá er allur varinn góður.

Ég sat því á læknavaktinni eftir vinnu einn seinnipart í síðustu viku.  Á undan mér voru þó nokkrir að bíða. Eiginlega meira en það. Ég var orðin þreytt á að horfa inn í hausinn á næsta manni og fantasíurnar um eldheitar nætur með sjálfri mér, án þess að þurfa að hugsa um ótímabæra þungun...voru komnar í hringi og orðnar þreytandi og gerðu lítið fyrir mig. Þá  fór ég  að lesa matseðilinn sem fylgdi vökvanum  og fjölluðu um aukaverkanir þess að láta dúndra þessu sulli í rassinn á sér. Þetta var vægast sagt svakalega fræðandi, en lítt skemmtó. 

Þegar nafn mitt var kallað og ég gekk inn, lit- og líflaus í framan, á stofuna og læknirinn spyr;

-Hvað get ég gert fyrir þig vinan?

Þá rétti ég fram glasið og sagði kjörkuð;

-sprauta þessu í rassinn á mér, takk .... bætti við að hafa lesið um aukaverkanir sbr; höfuðverk, þunglyndi, svefntruflanir, lömun, áhrif á sjón, áhrif á tal, aukna áhættu á brjóstakrabbameini...etc...

og og og; angistin skein útúr mér allri þegar ég sagði heldur æstari;

-missa hárið, ljót húð, útbrot og frigging KYNDEYFÐ!!! 

Hann reyndi að róa mig þarna sem ég stóð og var á báðum áttum hvort ég ætti eða ætti ekki...svo sagði hann;

-iss ... þetta er svo lágt hlutfall...þú áttir ekkert að vera að lesa þetta...

- jaaa þú meinar,  nú ef ég missi hárið, fæ útbrot, ljóta húð...verð alltaf með höfuðverk,  lamast öðru megin.... þá ætla ég rétt að vona að guð gefi að ég missi alla löngun í kynlíf næstu þrjá mánuði !!! Blessaður skjóttu!!! Og hann skaut. Og það var vont! Ef einhver var að hugsa um það...

So far... hefur ekkert komið i ljós.... nema kannski að ég bulla aðeins meira en venjulega. Það er auðvitað bara forréttindi að geta sagt það sem manni listir og afsakað sig með insert-uðum hormónum...alger snilld! Held að margar og margur ættu að nýta sér þessa afsökun fyrir "þvælinu" sem veltur úr þeirra kjafti....Wink  ég geri það óspart...

--- 

Annars er allt í góðu hérna megin, reyndar bara allt í blússandi blóma. Ef hlutirnir væru mikið betri væru þeir orðnir verri.

Sá sem bauðst til að drekka bensín mér til samlætis hafði vinninginn. Ekki spurning. Skyldi nokkurn undra! Það að hann sé forkunnarfagurt og skemmtilegt kvikindi skipti það litlu þegar upp var staðið ... það sem raunverulega gerði útslagið var þetta með bensínið.....Vitiði hvað bensínlíterinn kostar?  !!!

Í morgun þegar hann vakti mig með því að gefa mér hressilega á kjaftinn, hvarf allur vafi og efi úr mínum huga. Ég vissi þá, á þeirri stund og fann í hjartanu, að ég gæti vel hugsað mér að eyða restinni...

...af næstu ...dögum nálægt honum Smile Gæinn er annars komin í gifs...Blush

Lifið heil Heart

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Ég er að deyja úr forvitni. Hvað í veröldinni var í þessu glasi?

Helga Magnúsdóttir, 10.6.2008 kl. 21:10

2 Smámynd: JEG

Bwahahaha.... þú er milljón.

Kveðja úr sveitinni.

JEG, 10.6.2008 kl. 21:26

3 Smámynd: Ein-stök

Ég held að ef aukaverkanirnar af þessu sulli verða ekki aðrar en "bull" í þessum dúr.. þá vorum við að græða líka - ekki bara þú  

Ein-stök, 10.6.2008 kl. 21:37

4 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Léstu sprauta í þig testósterón?

Hrönn Sigurðardóttir, 10.6.2008 kl. 22:10

5 Smámynd: Heiða  Þórðar

Það veit ég ekkert um! Algjört aukaatriði...það sem máli skiptir hérna er það....já þú skilur

Heiða Þórðar, 10.6.2008 kl. 22:24

6 Smámynd: Andrea

Þori varla að segja þér þetta en ÉG fékk eina af þessum aukaverkunum þarna. Þá verstu. KYNDEYFÐ!  Nota aldrei aftur hormónadrasl til að koma í veg fyrir ótímabæra þungun!

Andrea, 10.6.2008 kl. 23:05

7 Smámynd: Heiða  Þórðar

Andrea! Náðirðu honum ekki upp! sorry darling...þú ert frábær.

En í alvöru...farin að skipta út á mér blóðinu ef svo mikið sem myndast smá doði í þá veru....skítt með hárið! 

Heiða Þórðar, 10.6.2008 kl. 23:09

8 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Elsku dúllan mín ég vona svo sannarlega að kyndeyfð drepi þig ekki "Hér liggur Heiða hún dó af því hana langaði ekki að ri... lengur" þá er nú betra að drepast á baki, æ ljóta bullið í mér, love you girl.  Já og með þetta hormónadót, hef ekki prófað það þó búið sé að skera allt í burt nema þú veist og ég er enn horny as a rabbitt.   Rabbit Foot  Rabbit Foot  kallinn minn er svo dem sexy að það er ekki hægt að hætta.

Ásdís Sigurðardóttir, 10.6.2008 kl. 23:10

9 Smámynd: Andrea

Ég hafði einmitt áhyggjur af hárinu þegar ég var að velta þessu fyrir mér. Hvarflaði ekki að mér að ég myndi ekki ná honum upp
En þetta hormónasull fær ekki fleiri sénsa hjá mér! En ég spurði nokkrar sem ég veit að hafa látið skjóta þessu í rassinn á sér hvort þeim hefði frekar langað að sulta krækiber en ríða og ég var víst sú eina í hópnum sem lenti í sultupakkanum. Þannig að kannski sleppur þú alveg :)

Andrea, 10.6.2008 kl. 23:13

10 Smámynd: Heiða  Þórðar

Asdís elskan; og svo eru þið svo hryllilega ástfanginn!

Andrea; enda ertu one of a million darling

Heiða Þórðar, 10.6.2008 kl. 23:19

11 Smámynd: Óskar Þorkelsson

oh dear oh dear.... hvað á ég aumur karlinn að segja hér ????

Ég þegi... lestrar kvitt :) 

Óskar Þorkelsson, 10.6.2008 kl. 23:23

12 Smámynd: Heiða  Þórðar

þetta fannst mér fyndið!  sko alveg þrisvar sinnum!

Heiða Þórðar, 10.6.2008 kl. 23:27

13 Smámynd: Gísli Torfi

Ég hlusta á Zeppelin og ég ferðast aftur í tímann.
Þú spyrð mig hvar er gimsteinninn í augum þínum ljúfan?
Svitinn perlar á brjóstum þínum þú bítur í hnúann,
þú flýgur á brott með syndum mínum,
svartur Afgan.

Gísli Torfi, 11.6.2008 kl. 03:59

14 Smámynd: Solla Guðjóns

Ég veit ekkert um hvað læknar sprauta í rassinn á kvenkyninu en eftir að hafa orðið 2x bensínlaus veit ég að þúsundkallinn dugir bara í nokkrar mínútur

Solla Guðjóns, 11.6.2008 kl. 09:18

15 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Knú á þig Heiða mín

Kristín Katla Árnadóttir, 11.6.2008 kl. 10:37

16 Smámynd: JEG

Mikið er ég sammála henni Andreu. Prófaði þetta helv..... hormóna sprautu bull í reyndar hendina og já hefði fílað mig í ræmur við  sultugerðina sko. Er bara ekki að höndla svona hormóna bull sko. Er með nóg af þeim svo að það arf ekki að bæta neinu við. Og þessar aukaverkanir halelúja sko fékk sko meira en stóð til boða jammm....... svona er lífið á Íslandi í dag.

Þannig að ég er bara í bobba og 3 börn er alveg nóg í bili sko. Heheheh.....

KNÚS á þig snillingur.

JEG, 11.6.2008 kl. 11:32

17 Smámynd: Ásgerður

Ég er nú bara fegin að hann var ekki kominn með gifsið í gærmorgun,,það hefði verið aðeins meira kjaftshögg 

Lov jú darling

Ásgerður , 11.6.2008 kl. 12:48

18 Smámynd: Elísabet  Sigurðardóttir

Ég er hætt við að fá mér þetta skot eftir þessa góðu lýsingu hér. :)

Takk fyrir addið Heiða mín, og já það eru orðin ansi mööörg ár síðan síðast.  Gaman að sjá myndir af litlu dúlluna þína hérna.

Kveðja

Elísabet Sigurðardóttir, 11.6.2008 kl. 13:58

19 Smámynd: Linda Lea Bogadóttir

Elskan... ertu komin í kynskiptiaðgerð eða hvað? Það er hægt að komast hjá ótímabærri þungun án þess að láta breyta sér í karlmann sko...

Kíkjum í kaffibolla sem fyrst - þarf að heyra af þessu sulli þínu og þeim sem er kominn í gifs... -

Linda Lea Bogadóttir, 11.6.2008 kl. 14:20

20 Smámynd: www.zordis.com

Ég fékk sprautu í rassinn til ad fordast ótímabaert sjálfsvíg þar sem ég var með tannrótarbólgu og tannlæknasetrið lokað ... Áts!

Mín sprauta var verkjalyf og það var bara gott að fá nálina á kaf í bossann!

Þú ert yndis ...

www.zordis.com, 11.6.2008 kl. 19:57

21 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Mættur aftur ...varstu farin að sakna mín......þú ert lang flottust

Einar Bragi Bragason., 12.6.2008 kl. 02:18

22 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Hjá mér er KVENNBLÓMI það besta sem fyrir mig hefur komið!

Takk fyrir ruglingslegan pistil - en með tíð og tíma má ýmislegt lesa út úr honum og það er vel.

Edda Agnarsdóttir, 12.6.2008 kl. 17:28

23 Smámynd: Erla Ósk Arnardóttir Lilliendahl

 þú ert óborganleg..

Erla Ósk Arnardóttir Lilliendahl, 12.6.2008 kl. 18:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband