Hann var allsber!

Draumar eru einkennilegt fyrirbæri. Suma drauma langar manni ekkert að muna eða man ekki...öðrum draumum langar manni ekki að vakna upp af...

...hef lent í því að vera vakin eða vakna sjálfviljug og óumbeðin af draumi... og langað að halda áfram, jafnvel endalaust með drauminn.  Lokað augunum og reynt ...en nei,  allt kemur fyrir ekki. 

-Á lappir stelpa, raunveruleikinn er tekin við... svona upp með þig!!!

En þar sem ég er fremur draumlynd að eðlilsfari hugsa ég að ég dvelji lengur í draumalandinu, vakin en sofin. Oft á tíðum. Þar er gott að vera. Þar er fegurð...þar er ljós og eingöngu kærleikur. Kærleikur til alls sem lifir og er. Í draumlyndis-ástandinu koma fáir óboðnir. Eiginlega er öllum hent út sem ekki eru velkomnir. Þar er ég við stjórnina.

Stundum áður en ég sofna, ligg ég og hugsa. Ég er alltaf að hugsa. En ég úthugsa enganveginn allt sem ég segi. Og þar af leiðandi kem ég mér stundum í vandræði. Einsog og í dag. Mig nefnilega dreymdi í nótt. Var að vonast eftir einhverjum allt öðrum í draumaveröldina mína, en þeim sem birtist. Og sá sem kom, var nakin. Og sama hvað ég reyndi að vakna, var þetta draumurinn endalausi. Var hálfmiður mín þegar ég segi vinkonu mína frá draumnum. Eiginlega meira miður mín, þegar ég var búin að segja henni frá.

Einhvernveginn sagði ég frá þessu svona;

Skrítið en hann (samstarfsmaður okkar beggja) lá í einhverju rúmi. Þarna var líka gömul gráhærð kona.  Sú sat við hlið hans. Hann var allsber... og ég sá bara allt!  Hann labbaði um herbergið og spjallaði um daginn og veginn...kviknakin...stóð fyrir framan mig...mjög eðlilegur bara. Guð almáttugur þetta var svo raunverulegt! 

-og hvernig var hann? (spurði hún hlæjandi -hún er sko alltaf hlæjandi þessi....)

Svo bætti hún við að draumurinn væri fyrir einhverju slæmu fyrir viðkomandi,  hvort hún ætti ekki segja honum frá. Aðvara hann.

-ERTU BRJÁLUÐ MANNESKJA!!!  Ef þú vogar þér!... þá neyðist ég til að skjóta þig í hnéskeljarnar! Hann heldur auðvitað að ég hafi eitthvað með þetta að gera! Ekki að hann hafi verið að koma þarna inn óboðinn...óvelkominn...til að gulltryggja mig bætti ég við; -ég drep þig!

Á einu augnabliki breyttist hin dagfarsprúða "ég" í ofbeldisfullan og morðóðan geðsjúkling.

Draumar eru furðulegt fyrirbæri og aldrei þeir sem maður væntir. Þar koma inn óboðnir gestir. Allsnaktir gestir jafnvel....

Hinir eiginlegu draumar...draumarnir sem maður lætur rætast.  Það eru þeir sem vert er að hlúa að og muna. Ætla að reyna að gleyma þessum hið snarasta....leggjast á koddann...með tvo engla sem vaka alltaf yfir mér. 

Láta mig dreyma en vera vel vakandi...Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Andrea

Toppurinn hefði náttúrulega verið að hnerra á meðan hann spókaði sig nakinn í draumnum- eða hvað?

Nú var ég ekki í draumnum þannig að það gæti hafa verið bömmer! Maður á náttúrulega bara að þegja þegar maður hefur ekki hundsvit

Andrea, 31.5.2008 kl. 13:07

2 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

ég hlakka alltaf til að lesa það sem þú skrifar !

það er fallegt hvernir þú lýsir þínu prívat rými, sem við öll höfum og bara fyrir okkur sjálf.

hafðu fallega helgi fallega kona

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 31.5.2008 kl. 16:21

3 Smámynd: Heiða  Þórðar

Takk elsku Steina mín...þú ert alltaf einsog sólargeisli elskan...þegar þú kíkir hér við.

Heiða Þórðar, 31.5.2008 kl. 17:37

4 identicon

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 31.5.2008 kl. 18:57

5 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

Guðrún Jóhannesdóttir, 31.5.2008 kl. 20:07

6 Smámynd: Ásgerður

Vona að mig dreymi eitthvað svona skemmtilegt í nótt

Knús á þig sæta

Ásgerður , 1.6.2008 kl. 02:39

7 Smámynd: Linda Lea Bogadóttir

Geri mér ekki alveg grein fyrir hvort betra sé að dreyma slíkt eða sjálfan sig holdsveikann eins og mig deymdi um daginn.

Njóttu sjómannadagsins -

Linda Lea Bogadóttir, 1.6.2008 kl. 10:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband