Troddu heilli sæng upp í kjaftinn á mér...
20.5.2008 | 22:42
Síminn hringdi. Ég var efins þegar ég sá á númerbirtinum hver var. Fuck...þurfti ég endilega að vera með grænan maska á andlitinu...nákvæmlega núna! Ég krosslagði brjóstin mín bæði, lagaði á mér hárið og svaraði hugrökk og djörf;
-Hææææ...(þið skiljið hvernig hæ þetta var...ekki bara hæ...nei öllu heldur svona; hæææ...með svona dulúðlegu ívafi -smart hæ sko... )
Hann kom sér beint að efninu...
-jæja búin að sofa á þessu ...
-heyrðu já...þetta hentar mér enganveginn... en takk samt fyrir boðið.
Ég lagði á ...og lítill társköndull læddi sér nett fram á kinn. Djöfulls fífl ertu Heiða...veistu afhverju þú ert að missa stelpurassgat!!!
Svo settist ég á stólinn við svalahurðina og horfði tregafullum augum út í milt kvöldið. Tárið sat fast og fór ekki fetið.
Ég sá fyrir mér framtíðina sem ég var að skella á ...beint fyrir framan nefið á mér í myndum...en engu máli.
Ég sá mig þarna fyrir mér, við borðstofuborðið mitt og hann á móts við mig, samningurinn liggur á milli okkar....enn á eftir að fylla út nokkur atriði.
Áður höfðum við tekið hvort annað út...potað, klipið, skoðað og klípt..., þrátt fyrir að vera notuð vorum við samt í mjög góðu standi. Ekki einn einasti ryðblettur og lítið farin að láta á sjá. Vel slarkfær miðað við aldur. Hann hafði samt orð á því, að mér kitlaði kannski helst til of mikið...en það væri nú lítið mál að kippa því í liðinn.
-Ertu hávær? spyr hann...
-get verið það held ég, ...
-já ok...ég set þá bara kodda yfir andlitið á þér...er það í lagi?
-já já elskan mín, minnsta mál! Troddu heilli sæng upp í kjaftinn á mér þessvegna! svara ég auðmjúk...enda kostagripur í boði þarna.
Við fórum fljótt yfir kaflann sem varðaði hvar áhugamál okkar liggja og hvað okkur þætti gott að borða. Hvaða tónlist við fíluðum. Enda engin ástæða til, algjört aukaatriði. Engu skiptir fjölskylduhagir okkar beggja. Hann veit ekki föðurnafnið mitt...en asninn veit hvar ég vinn.
-hvað ef þú verður ástfanginn af mér? spyr ég einsog bjáni...
-þá ráðum við bara fram úr því...
-nú...en hvað ef ég verð það?
-í samkomulaginu stendur neðanmáls og skáletrað...engar tilfinningar...það er bannað að verða hrifinn ...og samningnum verður þá bara rift umsvifalaust...
-já ég skil...
Svo hefðum við hugsanlega getað komist að niðurstöðu um hitting. 3 x í viku. Á milli kl: 21.30 - 22. 30. Ekkert spontant kjaftæði...
Og þessu var að ég kasta frá mér! Ætliði að reyna að telja mér trú um að ég sé með öllum mjalla?
Satt er það að engin veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur...og ég var ekki að missa af neinu.
Lífið gæti ekki verið stórkostlegra með öllu frigging litrófinu ...af jólasveinum og öðrum pappakössum...
Athugasemdir
vwrpjv nvtjrwpvn v tjrpvtb
Einar Bragi Bragason., 20.5.2008 kl. 23:25
Þú ert nottla bara snillingur...
Ég er einmitt með 3 slíka samninga á borðinu núna - eins og ég sagði þér frá í fyrradag- hálf búin að skrifa undir einn og er enn að velta fyrir mér hinum tveimur... Spurning hvort ég verði ekki bara að hætta að vinna
Svo er annað vandamál... hvenær hefur maður þá tíma fyrir vinina á kaffihús og sonna...?
Linda Lea Bogadóttir, 20.5.2008 kl. 23:52
3x3klst pr. vika. Plenty af tíma afgangs....og þurfum ekki að hlusta á eitt einasta röfl í plastpoka.
Linda við göngum að samningum og ekkert kjaftæði... einsog flottum nútímakonum sæmir...og fullnægjum félagslegu þörfinni með hvor annarri...díll? hvenær eigum við að fara í bíó (er ekki laus á mán-mið-fös.kv.) -við verðum að samræma samningana...
Heiða Þórðar, 20.5.2008 kl. 23:58
Held að ég sé ekkert að stíga á umburðarlyndi feminista né kvenna yfir höfuð þegar ég fullyrði að þumalputtareglan er að fæstum konum tekst að aðskilja kynlíf og tilfinningar og eftir því sem skiptunum fjölgar verður það bara erfiðara
Fullyrði líka - og er vonandi ekki að móðga neinn karlkyns feminista né annarra karla yfir höfuð- að karlmenn eiga frekar mjög auðvelt með halda þessu tvennu aðskildu
Sýnist þú alveg vita að þú tókst rétta ákvörðun og lítil trítlandi tár eru bara frelsandi :)
Andrea, 21.5.2008 kl. 00:09
Mín kæra Andrea; ég er sammála þér, hverju orði...en verð að koma því að í framhjáhaldi -það kom ekki eitt einasta tár...bara að gera frásögnina dramatískari...
...annað; ég er afar lásí dramadrottning...og enn lélegri brundtunna...þannig að það var ekkert annað í stöðunni
Lifðu heil
Heiða Þórðar, 21.5.2008 kl. 00:16
Mér finnst þetta ekkert sérstaklega fallega gert af þér! Ég varð alveg angurvær á svipin þegar ég sá þig fyrir mér þerra tárin og harka svo af þér til -----------
Nei Ok, var kannski ekki alveg svona - en hefði alveg viljað halda þessu eina litla krúttlega tári áfram í sögunni :)
Andrea, 21.5.2008 kl. 00:21
Heiða Þórðar, 21.5.2008 kl. 00:27
Hvað segirðu heiða, hvaða músík má helst bjóða þér?
En kannski örlítil athugasend við orð Andreu varðandi karlmenn, kynlíf og tilfinningar. Það er að sönnu rétt að sem slíkt er kynlífið fyrir karla ekki sama tilfinningaferlið, örvunin og athöfnin sem slík til fullnægingar einangraðara fyrirbæri. En ég fullyrði að það er ekkert öðruvísi fyrir karl en konu er ást, vinátta og sönn væntumþykja er komin í spilið, að þráin, nautnin og sælan er hjá þeim margfaltmargfalt meiri og SANNARI en ella í einhverjum "SAmningasamförum"!
og svo það sé nú líka undirstrikað, að þó við fáum jú nær undantekningarlaust sáðfall/fullnægingu ef vinurinn á annað borð "stendur undir væntingum", þá er alls ekki sama fullnæging og fullnæging hjá okkur oft á tíðum.
En þið sumar allavega lífsreyndu gellurnar, eigið nú eitthvað að vita um þetta, hafið vonandi tekið góð samtöl við ykkar elskhuga um þetta og fleira.
En Linda Lea heyrist mér nú bara vera með "karlabúr" í startholunum haha!
Magnús Geir Guðmundsson, 21.5.2008 kl. 01:00
haha alltaf hressandi Heiða! Ég gæti hugsanlega gert við þig samning
Hrönn Sigurðardóttir, 21.5.2008 kl. 07:13
þú ert ótrúlega fyndinn
Margrét M, 21.5.2008 kl. 12:27
Linda; ástæðan fyrir því að "við" getum haldið þessu aðskildu er einfaldlega sú staðreynd að "við" erum skynsamari en sumt kyn.
... og ekki öskra á mig. Guð gerði þetta.
Svo annað sem verður að vera á hreinu; ef þið veikara kynið ætlið að koma til okkar í Sjálfstæðisflokkinn þá verðið þið að geta hagað ykkur einsog um skynsamar verur sé að ræða - það er bara þannig.
Karlinn lifir ... húrra, húrra, húrra
Gísli Hjálmar , 21.5.2008 kl. 18:24
Ég hefði líka hafnað þessu tilboði, er orðin óttalega löt eitthvað við þessar tilfæringar með aldrinum.
Helga Magnúsdóttir, 21.5.2008 kl. 19:48
Ég veit ekki Gísli...en einhvernveginn fékk ég ákveðið lag með Röggu Gísla fljúgandi inn í höfuðið...og gettu nú :)
Að halda þessu tvennu aðskildu hefur ekkert með skynsemi að gera...en að hafa getuna til þess kallar á ákveðið frelsi...fer ekki nánar út í það. Konur geta það líka...en það er bara brölt -og þegar maður er þrjátíu plús vill maður annað og meira en brölt.
Reyndu svo ekki einu sinni að halda því fram að þú sért sjálstæðismaður
Heiða Þórðar, 21.5.2008 kl. 22:53
Heyrðu litla pjólan mín.. svona samningar enda oftast á því að annar hvor aðilinn verður með upp á þrengjandi leigjanda í kollinum.
Solla Guðjóns, 22.5.2008 kl. 00:26
Ég er nú nógu latur við þetta kynlíf núorðið við mér nákomna til að bæta ekki við einhverjum bjánafrændum eða frænkum með forréttindi.
Enda lítt í það varið.
Steingrímur Helgason, 22.5.2008 kl. 00:41
Bara gaman að lesa hjá þér Eitthvað virðast svona samningar vera "inn" í dag og hver veit ef maður væri bara sjálf síns herra? kannski. En ekki í dag enda á ég 10 ára brúðkaupsafmæli í júli af hjónabandi 2!
Unnur R. H., 22.5.2008 kl. 10:16
Ég er nú svo græn að aldrei hef ég heyrt um svonalagað fyrr. Undirritast saklaus kona hátt á fimmtugsaldri.
Steingerður Steinarsdóttir, 22.5.2008 kl. 10:24
Þetta er bara ALLT of algengt.... og MIKLU algengara hjá karldýrinu...
Anna J. Óskarsdóttir, 22.5.2008 kl. 17:40
það er svo lifandi að lesa færslurnar þínar, ég fæ innsýn inn í lífið þitt, þar sem humor litar frásögnina á dásamlegan hátt. ég lifi svo einföldu lífi, þú gefur því því lit 1
knús inn í kvöldið
steina
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 22.5.2008 kl. 18:35
haha frábær frásögn. Svona samningar eru bara til þess fallnir að enda með slysi held ég.
Dísa Dóra, 22.5.2008 kl. 21:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.