...með þvagleka

Fyrir um ári síðan sat vinur/kunningi minn hjá mér í kaffi. Hann sagðist vera búin að gera samkomulag við konu, sem var sameiginleg vinkona/kunningi okkar beggja...

-nú?

-jebb...sagði hann rogginn...og hallaði sér letilega afturábak í stólinn...og í minningunni reykti hann þarna í skammakróknum...

-hvernig þá?

-við ætlum okkur að sofa saman annaðslagið...þegar okkur báðum hentar, án allrar skuldbindinga.

-já...ok...ég var svona í hissa-ri kantinum og missti út úr mér; 

-vissirðu að hún er með þvagleka?

-já, já ég veit allt um það...enda skiptir það engu...varla missir hún pisseríið á meðan  ...hann hló sjálfumglaður.

-ok...ertu búin að ...þú veist...prófa?

-já já....

-og hvernig var?

-bara helvíti fínt ...jaaaa...kannski ekki alveg svo gott....en svona skítsæmó

-frá einum og upp í tíu? spurði ég agndofa...

-hún er svona fimma...

Jafnframt tjáði hann mér að þetta hafi verið ákveðið þarna við eldhúsborðið heima hjá henni yfir kaffibolla...blákalt...þau hafi farið úr fötunum og prófað hvort annað...skítsæmó...og ákveðið var að láta reyna á samkomulagið, í framhaldi.

Stuttu áður hafði ég hitt þessa sömu konu í Kringlunni...hún ljómaði...gjörsamlega skein af henni hamingjan þegar hún sagðist vera komin með kærasta...þetta var semsé gaurinn án þess að ég vissi það þá.

Ég sagði gæjanum að þetta gengi aldrei! Annaðhvort þeirra gæti ekki staðið við skuldbindinguna um tilfinningapakkann....bíddu bara....bíddu bara....Gott kynlíf er algjör alsæla, þú nýtur þess aldrei í botn nema með þeim sem þú berð virðingu fyrir og þykir vænt um...common...sjensinn að ég gæfi færi á að láta tala um mig útí bæ...svona einsog þú ert að gera núna!?

-iss Heiða vertu ekki svona forn í hugsun... þetta virkar hjá fullt af fólki útum allan bæ...

Þetta endaði með þvi að pían fékk þráhyggju gagnvart gæjanum. Og hefði allt eins getað farið á hinnveginn... 

Ástæðan fyrir því að ég er að segja frá þessu er einfaldlega sá að mér bauðst svona samningur, áðan.

Af eðlislegri forvitni rak ég úr gaurnum garnirnar; hvernig? og eigum við ekkert að tala? bíó? borða? bara hittast. Ríða. Ég fer. Þú ferð. Og hvað? ...OG HVAÐ? Og hann segir; -hvaða, hvaða, þetta er allt saman samkomulag okkar á milli.

Mér er þetta gjörsamlega hulin ráðgáta. Þó ég leiti ekki logandi ljósi af sambýlingi eða lífsförunauti...er samt ekki hálfkrumpað að tala um endinn áður en byrjað er á...einhverju fucki? Ekki fer ég út að borða með einhverjum bjána með það að markmiði að giftast kvikindinu! Hvað þá að hugsa um hvort hann sé góður til undaneldis! Því miður hafa bíóferðir endað í misgóðum sambúðum hjá mér...þannig að það er fyrir mér varhugavert að fara í bíó.

Dísess! Erum við orðin svo úrkynjuð, köld og sjálfmiðuð að við markaðssetjum okkur til að svala aðeins kynhvötinni? Erum við orðin svona markaðsvædd? Hvað með allar hinar hvatirnar? Einsog ég get sjálf keypt ofan í mig að borða þá get ég sko alveg séð um þetta sjálf!

JÁ... ÉG ER SMÁ PISSED!!!  

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

ó..hljómar illa sem plan amk fyrir mig

Ragnheiður , 19.5.2008 kl. 23:01

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þú ert nú dramakvín,  "vakna aldrei" ekki segja svona, þú sem átt nýjan gloss með pissulykt, ekki slæmt.  Vertu kátust.

Ásdís Sigurðardóttir, 19.5.2008 kl. 23:06

3 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

róleg róleg róleg..fer í súpermann gallann

Einar Bragi Bragason., 19.5.2008 kl. 23:06

4 Smámynd: Heiða  Þórðar

Ásdís elskan...þú getur kallað mig margt! EN ALDREI DRAMAQUEEN! Þú finnur ekki lélegri dömu í það hlutverk en mig.

Ég ætti kannski að gera samk.l. við gaurinn og kyssa hann með nýja pissuglossinu og sjá hvað skeður?

Heiða Þórðar, 19.5.2008 kl. 23:09

5 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég kannski nota sjálf orðið drama queen vitlaust, mér fannst þetta bara svo skondinn pistill hjá þér og pæling.

Ásdís Sigurðardóttir, 19.5.2008 kl. 23:29

6 Smámynd: Heiða  Þórðar

Sætust

Heiða Þórðar, 19.5.2008 kl. 23:33

7 Smámynd: Andrea

Friends with benefits! Virkar fyrir fullt af fólki þó þetta sé frekar sálarlaust plan

Andrea, 19.5.2008 kl. 23:53

8 Smámynd: Heiða  Þórðar

Já virkar greinilega á fullt af fólki -annars væru þessir samningar varla í gangi.

Svana; mannstu, mannstu, mannstu -eggjaumræðuna forðum? ég fæ kast við tilhugsunina

Heiða Þórðar, 20.5.2008 kl. 00:21

9 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Óó, ég er greinilega obbóobbóobbólítill karl, sem sungið var forðum, aldrei í lífinu dottið slík "snilld" í hug, hvorki við eldhúsborð né annars staðar!

Úff Heiða, miklir andans menn og göfugmenni greinilega allt í kringum þig í -aðgerahosursínargrænar- leik!

En í öllum bænum, burtséð frá hjúskap eða ekki, allir að fróa sér sem best og mest í og með, svo holt fyrir sálina!

Spyrjið bara Dr. neineinei, ekki Ruth, Óttar Guðmundsson!

Magnús Geir Guðmundsson, 20.5.2008 kl. 00:23

10 Smámynd: Heiða  Þórðar

Ótrúlegt en satt þá hitti ég hann í kvöld! Óttar Guðmundsson.

Ertu nokkuð stalker? ertu að elta mig?

Heiða Þórðar, 20.5.2008 kl. 00:30

11 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Hahaha, nei mín elsku besta, svo gott er það nú ekki og þótt ég sé auðvitað "Afturendaþinnaðdáandi no. Uno"!

En skal játa eina synd, ekki alveg tilviljun að ég nefndi hann og ekki bara vegna þess að hann hefur lengi bæði í ræðu og riti predikað ágæti sjálfsfróunar!Get hvíslað því að þér af því við erum hérna tvö ein eða um það bil, að Óttar er gamall vinur og skólafélagi bróður míns úr læknadeild HÍ!

En ussuss, ekki segja neinum frá!

Magnús Geir Guðmundsson, 20.5.2008 kl. 00:43

12 Smámynd: Heiða  Þórðar

Ekki orð

Heiða Þórðar, 20.5.2008 kl. 00:44

13 Smámynd: Solla Guðjóns

Af því að þið eruð nú bara hérna tvö og ég komin þá get ég sagt ykkur það að ég hef líka hitt hann óttar Guðmundsson.Sem betur fer fyrir mig eru þó nokkur ár síðan.

En fjandinn hvað maður væri illa haldinn og örvæntingarfullur gerði maður slíkan samning.Samt virðist þetta vera í gangi í miklum mæli..heyri oft  "nei við erum bara bólfélagar".

En þar fyrir utan er ég búnin að flissa og flissa yfir fyrri part þessarar færslu.Þú kemur mér alltaf til að hlæja..

Solla Guðjóns, 20.5.2008 kl. 01:01

14 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Æ, set þetta líka hérna.

Þú ert hreint ekkert hlass,

Heiða, né leiðindaskass.

Heldur forkunarfríð,

feimin og blíð

Píka með PERURASS!

Magnús Geir Guðmundsson, 20.5.2008 kl. 01:33

15 Smámynd: Solla Guðjóns

magnús

Solla Guðjóns, 20.5.2008 kl. 08:19

16 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Já Solla, ég er þokkalegur þrjótur, en þú mátt alveg segja það upphátt!

Magnús Geir Guðmundsson, 20.5.2008 kl. 11:37

17 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

þetta er frábær færsla, og segir sennilega mjög um svo margt hvernig samfélagið er í dag hjá mörgum, því miður.

þú ert flott kona og gaman að lesa bloggin þín.

hafðu besta daginn!

hefur einhver verið að leita að einhverju nýlega

knus steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 20.5.2008 kl. 13:17

18 Smámynd: Greifinn

Þvílík snilldarhugmynd.

Eru til svona standard samningar í Eymundsson?

Greifinn, 20.5.2008 kl. 19:50

19 Smámynd: Gísli Hjálmar

Mér finnst þetta svolítið hommalegur pistill hjá þér Heiða.

... en hvers er að vænta þegar fólk er kynvillt og open minded.

Ég skal fara út með þér Heiða, og ég verð ekki með samning uppá vasann - enda er ég sjálfkynhneigður.

Hefur eitthvað með eigingirni að gera, er mér sagt af geðlækninum mínum.

Gísli Hjálmar , 20.5.2008 kl. 20:22

20 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Kannski er svona samningur ekkert svo galinn fyrir suma. Sé mig samt ekki fyrir mér sem aðila að einum slíkum.

Helga Magnúsdóttir, 20.5.2008 kl. 20:52

21 Smámynd: www.zordis.com

Það er allt til undir tunglinu og ágerist við fyllingu þess!

Flott kona með sitt á hreinu ... langflottust!

www.zordis.com, 20.5.2008 kl. 22:39

22 Smámynd: Gísli Torfi

Lífið er einfalt.   en fólk flækir það alltaf.

lesa bara Orðskviðunar ...skora á alla að lesa þær. 

Gísli Torfi, 21.5.2008 kl. 16:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband