Ástarsamband í sparifötum

Þegar ég fletti blöðunum fyrir um viku síðan þá var ég heltekin af bílaauglýsingum. Svo var komin töluverð pressa þarna á mig undir lokin, þannig að þegar vinnudegi lauk...sat ég límd við tölvuskjáinn og skoðaði bíla á netinu langt fram undir morgun. Í blöðunum voru smáauglýsingar skoðaðar gaumgæfulegar. Samræður við  vinkonur, vini....fyrrverandi kærasta, gamalmenni, fjölskyldumeðlimi...hvort sem þeir voru stuttir, breiðir, langir eða mjóir...snerust um bíla. Vinnufélagar voru farnir að forðast mig....e-mailin mín hengu í snúrunum...ósvöruð-ólesin. Allar bílasölur bæjarins voru farnar að skella í lás um leið og ég birtist...umboðin svöruðu ekki símanum. 

Mig dreymdi bíla...þegar ég keyrði um götur bæjarins var ég heltekin af hvaða skrjóði sem ég sá...vildi vita um allskyns smáatriði sbr. tegund, árgerð oþh...í sannleika sagt var ég farin að æla bílum út úr eyrunum á mér.... þegar ég keyrði um götur bæjarins lenti ég oftar en ekki í lífsháska því athygli mín var allt annars staðar en við keyrslu á bremsulausum bíl.

Því var þungu fargi af mér létt þegar líf mitt og hugsun snerist ekki aðeins um bíla. Enn og aftur nægir mér að vita; hann er rauður...gulur eða blár. Alla þá vitneskju sem ég hef aflað mér á skömmum tíma um einsog tilgangslausa hluti einsog; tímareimar, skóþvenga og gúmmísóla...hefur verið eytt úr minninu.

Ahhhh....mikill léttir - mikill léttir!

Nú get ég farið að skoða ástarsambönd á sparifötum! Vera vinur viss aðila sem ég elska samt á einhvernhátt. Og finna leiðir út úr því hvernig við getum orðið vinir! Við erum að tala um stjörnuspána sem fylgdi mogganum í dag...og ég held að sá sem semur hana...sé á skemmtilegra trippi en nokkurntíma ég!  

Vatnsberi: Besta ástarsambandið er vinátta á sparifötum. Ef þú ert ekki vinur viss aðila en elskar hann samt á einhvern hátt, skaltu finna út hvernig þið getið orðið vinir.

Megi þið öll sem eitt eiga fallega og friðsæla draumnótt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Linda Lea Bogadóttir

Umm.. flott stjörnuspá ! Þú veist auðvitað allt um það hvað þetta þýðir... ? En rosalega var ég ánægð að sjá að þú ert upptekin sömu kvöld og ég 3 samningar 3 kvöld hehe. Góða drauma.

Linda Lea Bogadóttir, 23.5.2008 kl. 00:22

2 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Þakka þér fyrir sömuleiðis fröken heiða!

Og ég vona satt best að segja, að mín draumanótt verði teinótt sem fallegu dökkbláu sparifötin mín!

En ef mig skildi dreyma þig, biðst ég forláts, ætlaði ekki að gera það, en gæti ekki gert að því og að þú yrðir líkast til ekki í sparisamfellunni þinni!

Magnús Geir Guðmundsson, 23.5.2008 kl. 00:24

3 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

er þetta sem sagt sparsamur sparibíll fyrir spariklæddar dömur

Einar Bragi Bragason., 23.5.2008 kl. 01:19

4 Smámynd: www.zordis.com

Sparispá inn í helgina!

Njóttu edalvagnsins, smellilr blaejunni nidur og tekur einn Laugavegsrúnt ef vel virdrar!

www.zordis.com, 23.5.2008 kl. 06:29

5 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Mín nótt var góð! Vona að þín hafi verið það líka.........

Hrönn Sigurðardóttir, 23.5.2008 kl. 09:00

6 Smámynd: Heiða  Þórðar

Heiða Þórðar, 23.5.2008 kl. 09:16

7 Smámynd: Gísli Hjálmar

Mín sýn á þessa stjörnuspá er einföld;

þú átt eftir að hitta mig í fjöru og þar munum við hlaupa um berrössuð í kvöldsólinni, nærast á þara og krabbadýrum. ... síðan munum við svo synda hönd í hönd í áttina að nýju skolpdælustöðinni við Granda.

... einfaldlega ekkert nema hamingja.

Gísli Hjálmar , 23.5.2008 kl. 09:45

8 Smámynd: Gísli Hjálmar

... afhverju fæ ég aldrei svona fallegt hjarta frá þér?

Gísli Hjálmar , 23.5.2008 kl. 09:47

9 Smámynd: Heiða  Þórðar

Afþví að það vantar í þig tönn

Heiða Þórðar, 23.5.2008 kl. 16:07

10 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Ég þekki sjúkrabíla og öskubíla.

Helga Magnúsdóttir, 23.5.2008 kl. 16:13

11 Smámynd: Gísli Hjálmar

Já ... var það ekki!

... einn fyrir neðan beltisstað.

Gísli Hjálmar , 23.5.2008 kl. 17:35

12 Smámynd: Andrea

úff bara, það er miklu skemmtilegra að hafa hausinn fullan af karlmönnum en bílum:)

Andrea, 23.5.2008 kl. 19:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband