Ég er í mesta basli við að ala dóttir mína upp...

-mamma, mamma sjáðu hún er að leita að einhverju!!!

-mamma, mamma, sjáðu karlinn -hann er búin að týna einhverju!!! 

Já það er alveg stórfurðulegt að þegar sólin hækkar á lofti og bráðnar ofan af vötnum og á fjöllum...verða íslendingar snælduvitlausir í leit að þessu einhverju...

...og mikið rosalega fer það í taugarnar á mér! 

Þetta var það einasta sem skyggði á þennan fallega dag. Með sólina við hlið mér, á móti og í aftursætinu gat lífið ekki orðið mikið yndislegra...nema þegar ég leit inn í næsta bíl (sem ég gjarnan geri...) og þar voru skvísur, gæjar, karlar, kerlingar...dömur og krakkar...allir í leit að þessu einasta einhverju og hún dóttir mín mátti hafa sig alla við að tilkynna mér það...á rauðu ljósi.

...ég á nefnilega það til að segja við hana þegar hún gerir þetta nokkuð;

-týndirðu einhverju elskan?

Hvernig væri að taka höndum saman og troða þeim einhvert allt annað en uppí nefið á sér? Þetta er hrein og klár útsýnismengun! Það er ekki inní myndinni að nokkur manneskja geti sannfært mig um  að þetta sé hollt! Að þetta sé í lagi...

Ég er hér í mesta basli við að ala dóttur mína upp í góðum og gildum siðum...og þá þetta...maður bregður undir sig betri fætinum/fótunum ... -hún litla skinnið  trúir því þó að vegfarendur allir leiti logandi ljósi að einhverjum fjáranum ...og það í nefinu á sér! 

Ég veit ekki hvað ég á að segja þegar hún spyr:

-mamma, afhverju eru þau að leita?

-LEGO kubbum kannski? 

Annars er maður nokkuð góður bara -miðað við aldur og fyrri störf...

....eigiði gleðiríkan og ánægjulegan sunnudag.Heart

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gísli Torfi

Hún Sóldís Hind fær mann bara til að brosa

Gísli Torfi, 26.4.2008 kl. 23:46

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Krúttið

Jenný Anna Baldursdóttir, 26.4.2008 kl. 23:50

3 Smámynd: Þ Þorsteinsson

Hver hefur sinn djöful að draga og upplifi ég mig við þá iðju stundum ,passa mig þó að enginn sjáin nema kannski hundarnir mínir.Hefurðu séð apana þeir eru ekki feimnir ,maður skilur þig miða við það.

Þ Þorsteinsson, 26.4.2008 kl. 23:52

4 identicon

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 26.4.2008 kl. 23:58

5 Smámynd: Sigrún Friðriksdóttir

Bara krútt, það eru ekki stóru vandamálin hjá þér Heiða mín, ef þetta er eitt af þeim

Notaðu svo hugmyndaflugi, þeir eru að leita að sundskýlunni sinni, gólfboltanum, ullarsokkunum, góðri hugmynd, vinnu, Gemsanum sínum og svo má lengi telja

Hafðu alveg hreint bestasta sunnudag sem hægt er vinkona

Sigrún Friðriksdóttir, 27.4.2008 kl. 00:03

6 Smámynd: Þ Þorsteinsson

Sigrún við erum ekki einir (saman ber Einar ) um þetta :) Annars held ég að VIÐ séum bara að hreinsa öndunarfærinn.    P.S. reka ekki allir við.

Þ Þorsteinsson, 27.4.2008 kl. 00:19

7 Smámynd: Sigrún Friðriksdóttir

Þ.Þorsteinnson Já þeir gætu líka verið að leita að lungunum heheh

Sigrún Friðriksdóttir, 27.4.2008 kl. 00:25

8 Smámynd: Heiða  Þórðar

Vá Þorsteinn við værum flott á date-i maður! Þú borandi í nefið og rekandi við...Ég? ÆLANDI!!!

Heiða Þórðar, 27.4.2008 kl. 00:27

9 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Hann skildi þó aldrei hafa fundið þetta í stríðinu?

Edda Agnarsdóttir, 27.4.2008 kl. 00:28

10 identicon

Viðverukvitt.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 27.4.2008 kl. 00:59

11 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

he he he góð að venju og lang flottust

Einar Bragi Bragason., 27.4.2008 kl. 01:06

12 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Já og af hverju alltaf á ljósum?

Hrönn Sigurðardóttir, 27.4.2008 kl. 07:23

13 Smámynd: Þ Þorsteinsson

Þ Þorsteinsson, 27.4.2008 kl. 08:18

14 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Amma mín sagði ætíð að það væri hreystimerki að leysa vind, en svo sagði mamma að það væri dónaskapur og maður ætti að biðjast afsökunar ef það gerðist á almannafæri. Ég er með litla ljósið mitt hér iðulega, besta sem hún fær er rúgbrauðið hennar ömmu, það náttúrlega orsakar, orkulos, þá segið hún ævilega
afsakið, og þá segi ég meðtekið, svo er það búið mál.
En sammála er ég þér Heiða að frekar ógeðfellt er að horfa á fólk bora í nefið,
Þetta fólk verður örugglega komið til Kína er það deyr.
                        Knús til ykkar
                           Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 27.4.2008 kl. 09:22

15 Smámynd: Linda Lea Bogadóttir

þið mæðgur kunnið sko að skemmta manni. Njótið dagsins elskurnar

Linda Lea Bogadóttir, 27.4.2008 kl. 10:01

16 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Helgarknús til þín sæta, eigið góðan dag  mæðgurnar

Marta B Helgadóttir, 27.4.2008 kl. 10:57

17 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

þetta finnst mér alveg frábært, ætla að segja þetta næst, ég gleymi mér stundum við að pilla í nefið þegar ég er að keyra, gott að þú mætir mér ekki

hafðu fallegasta sunnudaginn

steina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 27.4.2008 kl. 12:51

18 Smámynd: Solla Guðjóns

Ein góð kona sagði"Hættu þessum fjanda,þú finnur hvorki gull né olíu...

Solla Guðjóns, 27.4.2008 kl. 20:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband