Áfram um Margréti Frímannsdóttur og dauðar grænar rósir...
8.4.2008 | 23:49
Ég veit ekki, það er einhvernveginn engin stemmari fyrir því að rembast við að vera eitthvað skondin þessa dagana. Kannski afþví að grænu rósirnar drápust þrem dögum eftir kaup...en það horfir til bjartari tíðar;
-nefnilega þegar ég er farin að hugsa um að lakka táneglurnar bleikar; þá er allt að fara að gerast.
Þegar kroppurinn er einsog KR búningur í laginu; þá eru það boð um að eitthvað mun meira en skemmtilegt er að fara að gerast; hef verið ötull stuðningsmaður ljósabekkjana illræmdu og er komin með afskaplega sætt og lekkert fiðrildi fyrir ofan rassinn minn.
Þegar bolirnir verða flegnari og pilsin styttast án þess að undan manni frýs;...jebb; allt að ske.
Yndislegasti tími ársins.
Ég fékk athugasemd frá skessa.blog.is um daginn sem hefur verið mér umhugsunarefni. Það var eitthvað á þá leið; Dáist að fólki sem gerir eitthvað í málunum án þess að rífast á kaffistofum. Með þetta skrifaði ég til Margrétar Frímanns og bað hana einungis um svör við tveimur einustu atriðum varðandi hugðarefni mitt um vist fanga á Litla Hrauni;
Læt bréfið fylgja hér að neðan;
Sæl Margrét,
ég vil byrja á því að segja þér að í gegnum tíðina hef ég verið ötull stuðningsmaður þinn, úr fjarlægð. Hef verið hrifin af þínum verkum einsog þorri þjóðarinnar, eða þar til nú í tengslum við þitt framlag til fangelsismála (að sjálfsögðu undanskildu þínu markmiði; vímuefnalaus fangelsi á Islandi).
Ég vil biðja þig vinsamlegst að kíkja á bloggsíðu mína þar sem ég er frekar harðorð í þinn garð og fá svör við tveimur atriðum í framhaldi;
heidathord.blog.is
1) stendur til að draga úr AA-fundarhöldum á Litla Hrauni?
2) afhverju fá fangar einungis 1 heita máltíð á dag?
Takk fyrir og bið ég þig vinsamlegast að gefa þér tíma til að svara við fyrsta hentugleika.
Bkv.
Heiða Þórðardóttir
Njótið mið-vikudagsins -helgin er framundan og allt að ske
Flokkur: Bloggar | Breytt 9.4.2008 kl. 00:35 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Nýjustu færslur
- 25.6.2023 Laun fyrir að kúka í kassa
- 3.8.2021 Ég er bara grillaður kjúklingur
- 17.11.2010 Ég veit allavega um EINN sem ég myndi ALDREI kjósa yfir mig...
- 1.10.2009 Opið bréf til Davíðs Oddssonar "alltmuligman" ...
- 16.6.2009 Tálaus eða ekki tálaus...
Bloggvinir
- Solla Guðjóns
- www.zordis.com
- Steingerður Steinarsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Heiða B. Heiðars
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- Pálmi Gunnarsson
- Ásgerður
- Andrea
- Heidi Strand
- Grétar Örvarsson
- Lýður Árnason
- Ólafur Als
- Helgi Seljan
- Ólafur fannberg
- Karen, Sigurbjörg,Tóti, Gerður og fl.
- Jón Axel Ólafsson
- Ísdrottningin
- Sigrún Friðriksdóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Thelma Ásdísardóttir
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðjón Bergmann
- Jakob Smári Magnússon
- Ester Júlía
- Birgitta Jónsdóttir
- Klara Nótt Egilson
- Saumakonan
- Björn Heiðdal
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Jens Guð
- Þórarinn Þ Gíslason
- Viktor Borgar Kjartansson
- bara Maja...
- Jón Steinar Ragnarsson
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Georg Eiður Arnarson
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Edda Agnarsdóttir
- Tómas Þóroddsson
- halkatla
- Þórður Ingi Bjarnason
- Hlynur Jón Michelsen
- Kristján Eldjárn Þorgeirsson
- Heiða
- Jón Aðalsteinn Jónsson
- Kristján Kristjánsson
- Björn Ingi Hrafnsson
- Kristín Katla Árnadóttir
- Sigmar Guðmundsson
- Jóna Á. Gísladóttir
- Jón Svavarsson
- Dofri Hermannsson
- Ásta Salný Sigurðardóttir
- Guðríður Arnardóttir
- Snorri Sturluson
- Hlynur Þór Magnússon
- Bjarni Harðarson
- Trúnó
- Hafrún Kristjánsdóttir
- Eyjólfur Kristinn Vilhjálmsson
- Þröstur Friðþjófsson.
- Gils N. Eggerz
- Sigurjón N. Jónsson
- Sveinn Waage
- Halldór Borgþórsson
- Ólaf de Fleur Jóhannesson
- Magnús Þór Hafsteinsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir
- Ársæll Níelsson
- percy B. Stefánsson
- Arnfinnur Bragason
- Jón Sigurgeirsson
- Rögnvaldur Hreiðarsson
- perla voff voff
- MARKAÐSSETNING Á NETINU
- Edda Jóhannsdóttir
- Þorsteinn Gunnarsson
- Haukur Már Haraldsson
- María Tómasdóttir
- Huld S. Ringsted
- Steinunn Camilla
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- Guðný Helga Herbertsdóttir
- Kaleb Joshua
- Halla Rut
- Elín Katrín Rúnarsdóttir.
- Sigurjón Þórðarson
- Lára Stefánsdóttir
- Jóhannes Ragnarsson
- Ragnar Páll Ólafsson
- Margrét M
- Fiðrildi
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Agný
- Ingunn Ósk Ólafsdóttir
- Unnur R. H.
- Einar Bragi Bragason.
- Markús frá Djúpalæk
- Brynjar Jóhannsson
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Halldór Sigurðsson
- Guðmundur Pálsson
- Þórdís tinna
- Helga Sigrún Harðardóttir
- Hjördís Ásta
- Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Valgerður Halldórsdóttir
- Bragi Einarsson
- Helgi Kristinn Jakobsson
- Benna
- Dögg Pálsdóttir
- Sunna Dóra Möller
- Gísli Torfi
- Alheimurinn
- Gunnlaugur Helgason
- Linda Lea Bogadóttir
- gudni.is
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Þóra I. Sigurjónsdóttir
- Sæþór Helgi Jensson
- Púkinn
- Svartinaggur
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Einar Örn Einarsson
- Einar Indriðason
- Kristín Erla Kristjánsdóttir
- Víkingur / Víxill
- Magnús Geir Guðmundsson
- Anna J. Óskarsdóttir
- Alexander Már Benediktsson
- Sverrir Stormsker
- Hlynur Birgisson
- Sigrún
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Hvíti Riddarinn
- Sonja I Geirsdóttir
- Alfreð Símonarson
- Guðný Lára
- Hlekkur
- Sævar Einarsson
- Sigurður Hólmar Karlsson
- Sólrún
- Jón Ragnarsson
- Ingi Björn Sigurðsson
- Kolgrima
- Þ Þorsteinsson
- Maddý
- Lena pena
- Guðborg Eyjólfsdóttir
- Bergþóra Guðmunds
- Egill
- Heimir Lárusson Fjeldsted
- Guðlaug Aðalrós
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Guðrún Jóhannesdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Jóhanna Vala Jónsdóttir
- Anna Guðný
- Þórður Helgi Þórðarson
- Hólmgeir Karlsson
- Draumar
- Ásgerður Jóna Flosadóttir
- Hdora
- Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir
- Handtöskuserían
- Vertu með á nótunum
- Óskar Helgi Helgason
- Vefritid
- Gísli Hjálmar
- Óskar Arnórsson
- Johnny Bravo
- haraldurhar
- Ásgeir Páll Ágústsson
- Anna Gísladóttir
- Sigríður Hafsteinsdóttir
- Fiddi Fönk
- Haraldur Halldór
- Á móti sól
- Dísa Dóra
- Arnar Ingvarsson
- Eva Benjamínsdóttir
- Högni Hilmisson
- Hommalega Kvennagullið
- Helga Magnúsdóttir
- Ásdís Rán
- Charles Robert Onken
- Þorsteinn Briem
- Bergur Thorberg
- Helga Nanna Guðmundsdóttir
- Hulla Dan
- JEG
- Ein-stök
- JEA
- Elísabet Sigurðardóttir
- Grétar Mar Jónsson
- Vinir Tíbets
- Sigurbjörn Friðriksson
- Sporðdrekinn
- Marinó Már Marinósson
- Davíð Ólafsson
- Hekla Elísabet Aðalsteinsdóttir
- Áhöfnin á Hákon EA-148
- Óskar Þorkelsson
- Morgunblaðið
- Rannveig H
- Erla Ósk Arnardóttir Lilliendahl
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Kristín Jóhannesdóttir
- María Guðmundsdóttir
- Guðmundur M Ásgeirsson
- egvania
- Aðalsteinn Jónsson SU-11
- Aprílrós
- Tína
- Þóra Björk Magnús
- Lísa Björk Ingólfsdóttir
- Myndamen - Ljósmyndaskartgripir
- Bullukolla
- Aldís Gunnarsdóttir
- Arnar Ingvarsson
- Ástþór Magnússon Wium
- Bjarki Steingrímsson
- brahim
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Brynja Dögg Ívarsdóttir
- Brynja skordal
- Dúa
- Elín Ýr
- Elísabet Markúsdóttir
- Elísabet Sigmarsdóttir
- Gudrún Hauksdótttir
- Guðmundur Zebitz
- Guðrún Una Jónsdóttir
- Guðrún Þorleifs
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hilmar Sæberg Ásgeirsson
- Himmalingur
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Ingvar Ari Arason
- Jónína Dúadóttir
- Kristín Guðbjörg Snæland
- Leikhópurinn Lotta
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Lúðvík Lúðvíksson
- Magnús Paul Korntop
- MYR
- Orgar
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Sigrún Jónsdóttir
- Sveinbjörn Ragnar Árnason
- Tinna Jónsdóttir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er ekki alltaf hægt að vera fyndin.
Hlakka til að sjá hverju Margrét svarar.
Góða nótt ljúfust
Hrönn Sigurðardóttir, 8.4.2008 kl. 23:56
Flott hjá þér Heiða mín.Ég er mikið búin að hugsa til þín í dag og hef langað faðma þig...
En þetta er rétt hjá Skessu,hún veit alveg hvað hún er að tala um þarna.
Vonandi leifir þú okkur að fylgjast með framvindu mála.
Lakkaðu nú á þér táneglurnar elsklingurinn minn
Solla Guðjóns, 8.4.2008 kl. 23:58
Stelpur þið eru yndislegar; núna akkúrat er ég með gæsahúð á lærunum við hlýlegum commentum ykkar...
Góða nóttina til ykkar elskurnar mínar
Heiða Þórðar, 9.4.2008 kl. 00:00
Frábært framtak hjá þér Heiða mín og trúðu mér að ég bíð spennt eftir svari.
Næturkveðjur
Jenný Anna Baldursdóttir, 9.4.2008 kl. 00:02
Þú ert ágæt...
Allt að ske hjá þér um helgina... hehe - Örugglega mér líka
Hvernig er það annars með Bæjarins bestu - og bíltúr í kagganum þínum?
Linda Lea Bogadóttir, 9.4.2008 kl. 00:11
Heiða, ekki láta tattúa fiðrildið, plíz.
Hef séð svoleiðis læv & frá mínu sjónarhorni þar á, def not sexý ...
Ég hef trú á að Magga svari, enda hef alltaf haft trú á henni sem persónu & gladdist yfir þegar hún tók við þessu starfi.
En, hvað veit ég nú svo sem um allt, ég bjáninn..
Steingrímur Helgason, 9.4.2008 kl. 00:16
Já gott hjá þér, og ég mun fylgjast með hverju hún svarar.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.4.2008 kl. 00:27
Ég myndi aldrei láta tattú-á á mér rassinn Steini minn...færi nú ekki að spilla fegurðinn, trúðu mér. Nóg að hafa skítablett á fætinum...(fæðingablett sem er einsog vel útilátinn kúkalabbi) Svona fiðrildi myndast við ljósbekkja-innlegg
Ég held líka nefnilega að hún svari. Kannski erum við bæði bjánar
Heiða Þórðar, 9.4.2008 kl. 00:33
Sæl Heiða!
Þegar frú margrét var ennþá önnum kafin þingmaður og rétt svo búin að jafna sig af erfiðum veikindum, fór hún létt með að standa í smá tölvuskeytasendingum við mig! margrét er ekki aðeins glæsileg kona, heldur góð líka. Eitthvað fleir hangir á spýtunni, ég yrði mjög hissa ef hún myndi ekki senda þér línu svo fljótt sem hún getur og telur sig mega.Gott að þú ert sammála Hauganeshertoganum, ekkert sérstaklega þokkafullt við húðflúr. Annars skiptir held ég litlu hvernig þinn göfugi er, hann tilheyrir að öllum líkindum góðri og geðþekkri stelpu og þá er hann óhjákvæmilega yndislegur!
Magnús Geir Guðmundsson, 9.4.2008 kl. 01:13
mmmm ég er líka með svona skítablett....reyndi að þvo hann af í æsku....ég meina þegar ég var yngri
Einar Bragi Bragason., 9.4.2008 kl. 01:27
Þú ert frábær... say no more.
Gunnar Helgi Eysteinsson, 9.4.2008 kl. 06:05
Bestu kveðjur til þín, kíkti á umræðurnar hér að neðan sem voru líflegar. Margrét Frímanns er baráttukon og er vonandi að gera vel! Hef ekki kynnt mér þetta mál ...
www.zordis.com, 9.4.2008 kl. 07:45
Afskaplega finnst mér þú hafa farið fram úr þér í þessu máli, kastar fram staðhæfingu í bloggfærslunni á undan þessari og leitar svo svara við þeirri staðhæfingu í þessari færslu!!.
Mér vitanlega hefur AA fundum á Litla Hrauni ekki verið fækkað, heldur hefur fundartíma aðeins verið breytt. Svona vinnubrögð eru eins og að tilkynna mann látinn þegar hann er í fullu fjöri.
Ég skora á þig að kynna þér staðreyndir áður en þú setur rangar upplýsingar á bloggið þitt sem verða til þess eins að sverta mannorð þess sem um er skrifað, í þessu tilfelli mannorð Margrétar Frímannsdóttir.
Nær væri að benda á það sem jákvætt er á Litla Hrauni eins og edrú/meðferðar gang sem þar er, í fyrsta skipti í sögunni.
Halldór (IP-tala skráð) 9.4.2008 kl. 09:09
Sæl Halldór!
Mér þykir þú nú frekar svona einsog viðkvæm kerling þegar þú segir að ég sé að sverta mannorð Margrétar, heldur en að þú sért að standa upp fyrir henni eða taka afstöðu með henni.
Þér vitanlega segir þú...flott komdu með það! Þarna kemur þú með staðhæfingu og ekkert meir.
Finnst þér ég vera að lýsa hana látna með því að leita svara? Mér hefur alltaf fundist hún flottur þingmaður, falleg -veik og heilbrigð.
Og þér til upplýsinga; þá er ég að leita mér upplýsinga ogþað frá fyrstu hendi.
Það að lýsa ófullnægandi vinnubrögðum einhvers, sama hver á í hlut er alls ekki það sama og að sverta mannorð! Alls ekki.
Guð minn góður, hafðu það að leiðarljósi í þínu starfi að taka gagngríni ekki sem persónulegri árás á þig sjálfan og þína mannkosti...það geri ég.
Heiða Þórðar, 9.4.2008 kl. 09:19
Sæl Heiða,
Þegar þú kastar því fram að AA fundum hafi verið fækkað, sem þú veist ekkert um og leitar svara við því í bréfi nokkrum dögum seinna teljast það döpur vinnubrögð.
"Finnst þér ég vera að lýsa hana látna með því að leita svara? Mér hefur alltaf fundist hún flottur þingmaður, falleg -veik og heilbrigð.
Og þér til upplýsinga; þá er ég að leita mér upplýsinga ogþað frá fyrstu hendi. "
Bloggfærslan um fækkun AA funda er búin að standa í einhverja daga, sem fullyrðing og fólk hefur kommentað út frá því og er frekar neikvætt! Fínt að leita svara sem þú gerir, en gera það áður en þú kastar svona fram.
Einhver hefur farið öfugt framúr og það er ekki ég :)
Halldór (IP-tala skráð) 9.4.2008 kl. 09:29
Heyrðu félagi; ég hef þær upplýsingar nú þegar og hafði þær með fækkun funda!
Að vísu fór ég aðeins of seint framúr en réttu megin, þ.e. hægra megin einsog alltaf.
Hvað segirðu annars um þá staðreynd að fangar fái eina heita máltíð á dag?
Heiða Þórðar, 9.4.2008 kl. 09:54
Magga Frí....ætlar að draga saman AA-fundarhöld á Litla Hrauni (úr fyrri færslu)
og spurning mín til hennar er hér að ofan; Stendur til að fækka ....osfrv.?
Njóttu þín í dag.
Heiða Þórðar, 9.4.2008 kl. 09:56
þetta er í framtíðarföllum einsog þú sérð...ekki staðhæfing að búið sé að framkvæma!
Heiða Þórðar, 9.4.2008 kl. 09:57
Ég fylgist með, hvaða svar kemur. Ég efast ekki um að það kemur svar. Ég hef trú á M.F.
Ragnheiður , 9.4.2008 kl. 09:58
Sæl Heiða enn og aftur
Staðhæfing úr fyrri færslu
"Þar til nú; Margrét Frímannsdóttir er komin með þetta! Hún er komin með lausnina! Húrra Húrra Húrra...nú skulum við öll klappa vel og hressilega!
Málið er nefnilega að Magga Frí....ætlar að draga saman AA-fundarhöld á Litla Hrauni."
Ef þú ert með staðreyndirnar á hreinu afhverju ertu þá að senda bréf og spyrja hvort það standi til að fækka fundum??, er ekki einfaldara að viðurkenna að þú hefðir kannski átt að bíða með að kasta þessu fram?
Finnst ekkert athugavert að fangar fái eina heita máltíð á dag, þeir fá peninga til að versla sér sjálfir til að elda aðra máltíð sjálfir sem eykur hjá þeim sjálsbjargarviðleitnina, og að auki fá þeir morgunkorn, brauð álegg og fleira skaffað.
Mér lýst vel á margt sem þú skrifar, en þú verður að geta tekið gagnrýni,
Eigðu góðan dag!
Halldór (IP-tala skráð) 9.4.2008 kl. 10:10
Halldór er bara lesbía í tilvistarkreppu karllíkama.
Mér líst vel á þetta með bréfið sem þú sendir til hennar Margrétar.
Einsog ég kommentaði þá trúi ég því ekki að Margrét hafi, eða ætli sér að gera eitthvað sem verður verra en það er á Litla Hrauni.
Gísli Hjálmar , 9.4.2008 kl. 13:28
Solla Guðjóns, 9.4.2008 kl. 13:42
í sannleika sagt þá ertu farin að þreyta mig...HÚN HEFUR FUCKING GEFIÐ ÚT ÞÁ YFIRLÝSINGU (EKKI OBINBERLEGA ) AÐ HÚN HYGGIST KOMA MEÐ EITTHVAÐ ANNAÐ Í STAÐ FUNDANNA!!!!!!!!!!!!!Þá er hún bún að finna lausnina andskotinn hafi það!!!
Ertu að ná þessu drengstauli? eða stelpa what ever!
Heiða Þórðar, 9.4.2008 kl. 14:11
Sæl Heiða,
Ég er bara engann veginn að ná þessu, hvar er þessi yfirlýsing? Og telst hún marktæk ef ekki opinber?
Held það hefði bara verið betra hjá þér að fá svar við bréfinu fyrst og blogga svo. Er þetta kannski svona blogg að allir verða að vera sammála þér annars verður þú fúl??
Já og eigðu góðan dag :)
p.s. svo er óþarfi að vera með dónaskap
Halldor (IP-tala skráð) 9.4.2008 kl. 15:30
Er Guð almáttugur mættur á síðuna.....
Skil ekkert þessa helvítis fýlu í þér Halldór....
Hvorki Heiða né aðrir hafa svert mannorð Möggu Frímanns......
Heiða er einungis að vekja máls á innanbúðarmálum Litlahrauns.......
Og er það heilbrigð að leita sannleikans í þessu máli.
Annað en þú gerpið þitt að ráðast svona á skrif hennar.
Solla Guðjóns, 9.4.2008 kl. 16:08
Það er eitt að vekja máls á og annað að slá fram hlutum sem eiga sér jafnvel enga stoð!.
Akkúrat það sem ég er að benda á, að skynsamlegra hefði verið að senda bréfið fyrst, fá svör (sannleikann)
"Og er það heilbrigð að leita sannleikans í þessu máli."
og blogga svo (ef tilefni er til!),og hér er sko engin fýla Ollask, bara gleði
Halldor (IP-tala skráð) 9.4.2008 kl. 16:23
Einlæg ósk mín er sú; að ég hefði "enga stoð" fyrir mér í þessu. Sem ég þó hef -því miður....gleðipinni og -gjafi Halldór.
Heiða Þórðar, 9.4.2008 kl. 17:12
Sýnið Auðmýkt
Gísli Torfi, 9.4.2008 kl. 17:15
Sæl Heiða,
Látum gott heita, vona að þú fáir svör við spurningum þínum, hef samt fulla trú á Margréti.
Eigðu góðan dag og mér þykir leitt ef ég hef valdið þér leiðindum, alls ekki ætlunin, enda glaður maður að eðlisfari og kurteis.
Gangi þér vel
Halldór (IP-tala skráð) 9.4.2008 kl. 17:22
Nú ert þú komin í hringji Halldór.
Solla Guðjóns, 9.4.2008 kl. 17:26
Ó Heiða ó Heiða láttu hann Halldór heiraða .
Georg Eiður Arnarson, 9.4.2008 kl. 18:07
Heiða! Þú ert lesbía. Halldór er lesbía.
3+3=6
... það virðist vera eitthvað á milli ykkar. Einhverjir víbrar - eða eitthvað.
Geymiði bara Litla Hrauni.
Gísli Hjálmar , 9.4.2008 kl. 18:24
Halldór; og þú ert kengbogið kvikindi til vinstri...vertu velkomin með okkur í þríkant!
Fuck hvað mér finnst þessi umræða hafa snúist upp í eitthvað andskotans bull!
..og ég sem helt ég væri hætt að blóta!
Heiða Þórðar, 9.4.2008 kl. 19:51
Er illa farið með fanga á Litla Hrauni?
Heimir Lárusson Fjeldsted, 9.4.2008 kl. 20:17
Sæl Heiða,
Þakka gott boð, Magnað að þú getur bæði verið dónaleg og almennileg í sömu færslu
Halldor (IP-tala skráð) 9.4.2008 kl. 20:56
Ég er mikill aðdáandi Margrétar og hef fulla trú á því að hún svari þér. Hún svarar öllum. Held hinsvegar að hún svari þér ekki hér - hugsanlega færðu bréf frá henni.
Mér segir svo hugur.
Hrönn Sigurðardóttir, 9.4.2008 kl. 21:15
Ég vona það Hrönn; var rétt í þessu að ítreka fyrirspurn mína. Auðvitað ætlast ég ekki til að hún svari mér hér.
Halldór mér segir svo hugur að þig langi miklu frekar í Gísla Hjálmar en nokkru sinni í mig.
Góðar kveðjur til ykkar allra inn í nóttina.
Heiða Þórðar, 9.4.2008 kl. 23:01
Sæl Heiða enn,
Ja oft hefur verið sagt um konur að þær séu næmar, en að mig langi frekar í Gísla Hjálmar eða nokkurn annan mann frekar en þig en náttúrulega gjörsamlega úti hött, ég hélt þú værir næmari en þetta. Og við sem náðum svo vel saman,, maður er bara sár
Halldor (IP-tala skráð) 10.4.2008 kl. 08:56
Sæl Heiða. Þakka þér fyrir að berjast fyrir bættum aðbúnaði fanga, ég held að það sé málefni sem varðar okkur öll, líka þá sem þekkja engan í fangelsi. Það er ekkert ömurlegra en fangelsi sem búa til harðsvíraða og grimma glæpamenn. Þannig hafa sumir komið stórskaddaðir út úr fangelsunum og orðið miklu hættulegri þegar þeir koma út í samfélagið. Það er líka ömurlegt að vita til þess að stór hluti þeirra sem er í fangelsum er veikt fólk, eru fíklar. Það er hins vegar ekki rétt að ráðast á Margréti Frímannsdóttur vegna ástands sem hefur verið miklu verra áður en hún tók við starfi. Mér sýnist á því sem ég fylgist með að ýmar umbætur sé verið að gera þarna á Litla Hrauni undir hennar stjórn. Það er gott að gagnrýna það sem er að en persónugera gagnrýnina ekki sem árás á Margréti Frímannsdóttur
Salvör Kristjana Gissurardóttir, 10.4.2008 kl. 12:22
Það hversu gegndræp fangelsi á Íslandi eru fyrir dópi sem virðist geta flætt þar viðstöðulaust í gegn er algjör skandall. Svoleiðis hefur ástandið verið árum saman og ég er fegin að það sé eitthvað unnið í að breyta því. Það er hins vegar auðvitað mjög mikilvægt að stuðningsnet sem virkað hafa vel eins og AA séu sem öflugust í svona umhverfi.
Salvör Kristjana Gissurardóttir, 10.4.2008 kl. 12:26
Ja hérna...
Stóra systir að blóta í sand og ösku...
Ég get ekki séð að það sé verið að vega að persónu Margrétar Frímannsdóttur á einn eða annan hátt. Upplýsingarnar sem að Heiða býr undir koma frá fyrstu hendi. Það er að segja frá fanga. Þetta eru fyrirhugaðar breytingar. Einnig á að breyta aðkomu annarra trúarleiðtoga (presta, hitt var bara svo flott) nema fangelsisprests. Einn trúboðinn sem hefur verið að ná til fanga og hefur verið að prédika Guðs orð fær ekki að gera það lengur. Fangelsispresturinn verður bara að duga.
Mér persónulega finnst að það eigi að herða refsingar til muna í ýmsum afbrotamálum hér á landi. En við eigum ekki að fjöldaframleiða villimenn. Það er öllum fyrir góðu að aðbúnaður fanga verði mannsæmandi og að þeir séu búnir undir það að halda út í lífið aftur.
Núna hlaðið þið lofi undir rassinn á Margréti Frímanns, ég spyr á móti, hvaða menntun hefur hún lokið sem nýtist henni í starfi fangelsismálastjóra?? Við höfum brennt okkur á "frelsara" eins og Guðmund í Byrginu sem fékk millurnar í tugum því hann var að gera svo gott starf. Þó svo að "svört" skýrsla hafi verið gerð þá var henni bara stungið undir stólinn. Væri ekki nær að hafa fangelsismálastjórn, þar sem að myndu jafnvel sitja 3 aðilar, hver sérhæfður á sínu sviði og gagnast í að gera menn að betri mönnum??
Fáðu þér svo að ríða heiða, það skín í gegn að þú ert orðin samgróin!!
Fowler (IP-tala skráð) 10.4.2008 kl. 12:53
Hann er aldeilis "dannaður" hann Fowler okkar.
Salvör; ég er búin að vera að lesa yfir og finnst ég á engan hátt vera að vega að henni sem persónu. Nú væri frábært að fá frá þér; hvað hefur hún gert til bóta? Viltu nefna mér aðeins þrjú atriði og ég fer sátt í draumalandið í kvöld?
Fíkniefni flæða enn allt um kring....aðgangur er greiður og verður áfram svo framar að viljinn sé fyrir hendi einsog þetta lýtur út fyrir mér. Þó svo að takmarka eigi gesti fanga við 2 manneskjur. Segið mér einhver? Hvað hefur breyst?
Hvað þá?
Heiða Þórðar, 10.4.2008 kl. 21:31
Margrét Frímannsdóttir er að vinna undir mikilli pressu og á ekki skilið neina krítik enn sem komið er. 3 "eldrúgangar" fá að hafa AA og NA fundi innbyrðis. Hún ætlar að hætta að leyfa utanaðkomandi AA og NA fólki að koma á staðinn.
Er einhver hissa á því? Var ekki aðalmaðurinn sem kom með NA fundi á Hraunið tekin í einu stóru fíkniefnamáli? Þeir vita það vel sem þekkja til, og Margrét veit af því líka. Það er hægt að hafa ýmsar skoðanir á því sem hún gerir.
Og hvert á að sækja menntun? Fyrir hvaða peninga? Það þarf sterkar taugar til að standa í þessum málum og vonandi verður hreinsað til í "staffinu" þarna. 2 saman í klefa og löng biðröð eftir að fólk komist inn, er ekkert djók.
Fowler greyið er sjálfsagt með sín vandamál. Ég hef ekki myndað mér neinar skoðanir á hennar nýja starfi. Ég vona bara að hún sé það hörkutól og góð manneskja og láti gott af sér leiða. Það er ekki vinsælt að gera það sem þarf að gera. Hún er sjálfsagt að eyðileggja bissnessinn fyrir eiturlufjasölum og þá fær maður automatiskt sem óvini í vinnu í fangelsum.
Og fangar eru nú heldur betur góðir í því að þvæla í fjölskyldum sínum, ljúga upp á starfsfólk Litla-Hrauns og svo gera aðstandendur árás á Fangelsismálastofnun, skrifa bréf til hægri og vinstri, kvarta og og kveina, enn oft heyrist minnst í þeim sem mest eru hjálpar þurfi í þessu.
Ég hef svo oft verið plataður upp úr skónum af lygaþvælu fanga bæði hér og erlendis, enn sumir segja sannleikan og þeim ekki trúað. Það sem hefur breyst hjá mér Heiða er að ég er farin að hafa áhyggjur af klíkuskap þeirra sem stjórna þessu öllu saman.
Tilvitnun í Fowler sem er grófari en ég í kjaftinum, en hefur þó eitt gott til síns máls:
"Mér persónulega finnst að það eigi að herða refsingar til muna í ýmsum afbrotamálum hér á landi. En við eigum ekki að fjöldaframleiða villimenn. Það er öllum fyrir góðu að aðbúnaður fanga verði mannsæmandi og að þeir séu búnir undir það að halda út í lífið aftur."
þetta var nú eiginlega það sem ég get tekið undir hjá þessum "dóna" sem slær mig út í ljótum orðum. Svolítið smánarlegt að vera með þennan ruddaskap við konur.
Myndi ævilangt fangelsi vera hæfilegt fyrir barnaníðinga sem ekki skrifa undir leyfi til að gelda sig? Svar mitt er já
Myndi grófar líkamárásir og nauðganir á konum gefa 30 ára dóm vera hæfilegt? Svar mitt er já
Eru 16 ára dómur fyrir morð, sem flest eru slysamorð of mikið? Svar mitt er að dómarar þurfi að endurmennta sig og skoða hvert mál betur. Tóm þvæla að refsa mönnum fyrir óviljaverk oft á tíðum, sumt er á röndinni við að vera hrein slys. Og samt fá þeir harðari dóma enn þeir sem nauðga konum og níðast ábörnum, aftur og aftur...ég er bara ekki sammála þessu.
Og að setja fíkniefnasala í sama fangelsi og fíkniefnaneytendur??? Af hverju er ekki búin til Íslensk "Kristjanía" handa þessu fólki!
Myndi ekki vilja vera hann ef hann talaði svona við konuna mína, eða einhverja af 6 dætrum sem ég á.
Ætli það yrði ekki "saltskot" í rassgatið, svo hann skildi mig og þær aðferðir sem ég nota hiklaust sem vaða yfir hausinn á mér, og konum og börnum.
Ég tel mig ekki tala niðrandi um fullorðnar konur þá ég setji þær stundum undir sama hatt og börn þegar þarf að verja þær gegn körlum sem ekki kunna mannasiði í talsmáta um kynlíf og önnur einkamál annarra...
Vona að þú sjáir ekkert athugavert við það, að ég verði reiður fyrir þína hönd Heiða..afsakaðu samt orðbragðið í mér, og kannski Fowler líka. Karlar eru almennt meiri fantar en konur eru, samt með undantekningum..
Óskar Arnórsson, 11.4.2008 kl. 12:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.