Hjartastopp
30.3.2008 | 23:31
Afhverju erum við læst inn í steypukassa alla daga, látum okkur lítt varða þó karlinn á neðri hæðinni sé búin að liggja dauður inni hjá sér í rúmt ár? Látum okkur standa á sama þó nályktina leggi af vitum okkar. Nálykt af einmannaleika.
Afhverju erum við hætt að "banka" uppá hjá hvort öðru og ganga svo rakleiðis inn...einsog einu sinni. Oh ég man, ég man...muniði þegar fólk heimsótti hvort annað? Fékk sér vínarbrauð og kaffi.
Ég fékk svona hálfgert "flash-back" seinnipart dags. Þurfti að skjótast suður að sækja "gögn". Ég hafði gleymt tvennu smálegu...það er; ég gleymdi að pissa og ég gleymdi að borða.
Ég brunaði með logandi hlandsperring í blöðrunni og öskrandi maga undir óaðfinnanlegu og straujuðu útlitinu. Þegar ég staðnæmdist við grátt virðulegt steinhúsið sá ég þrjá bíla í hlaðinu. Einhver hlaut að vera heima. Hjúkkit! Mamma hafði keypt þetta hús fyrir 18 árum, nema sá hængur varð á; hún flutti aldrei inn í húsið. Bara karlinn -með son þeirra beggja.
Ég opnaði hurðina einsog ég hafði gert oft áður, um leið og ég renndi niður pilsinu mínu að aftan... og kallaði;
-GUNNI.....GISLI !
Þögnin svaraði mér með opinni ískaldri klósettskál. Ég settist og tók eftir að á gólfinu lá Lesbók Morgunblaðsins. Annað hvort Gunni eða Gísli hafði fengið sér að kúka með lestrinum, þennan sama morgun. Ég glotti ein með sjálfri mér, ásamt kaldri klósettsetunni. Karlmenn! hugsaði ég. Það er kjaftæði að þeir geti ekki nema einn hlut í einu! Þeir kúka og þeir lesa...
...allavega eftir að hafa tekið út verkið fyrir framan spegilinn og þvegið hendur mínar, tók ég einn rúnt um neðri hæðina. Ég þurfti að hafa mig alla við að stökkva ekki beint í tiltekt. Þvílíkt og önnur eins óreiða! Ég rölti mér inn í eldhús og sá piparkökur í boxi. Borðaði fjórar standandi við gluggann og naut þess að finna til í þessu húsi. Finna einhvernveginn fyrir sjálfri mér. Einhverjar minningar tróðu sér að ... ég flúði áður en þær náðu tökum á mér...
...í framhaldi af þessu varð mér hugsað hvað væri heimilislegt þegar hýbýli fólks væru bara opin. Í dag fæ ég taugaáfall ef einhver hringir hjá mér bjöllunni. Taugaáfall. Fall á taugarnar. Um daginn skeði það að bjallan hringdi og ég átti ekki von á neinum. Ég man hvernig blóðið fraus í æðum mínum, hjartað stöðvaðist, klukkur heimilisins héldu í sér andanum og loks henti ég mér inn í skáp og var þar ...lengi vel. (aðeins fært í stílinn...en ekki mikið sko...)
Ég hef aldrei komist að því hver var fyrir utan....kannski einhver að stefna mér? axarmorðingi? nauðgari? (nei varla svo heppin)...kannski bara trÚboðinn Gísli, sem hittir alltaf á mig berrassaða...kannski einhver krakkinn sem hafði gleymt lyklinum inni...kannski kannski kannski...
Hvað veit ég svosem? En þetta var mjög óþægilegt.
Lífið er auðvitað geðveikislega geggjað! Og á eftir að verða enn betra...samanber það að við fjarlægumst hvort annað með hverju árinu...og við tekur endalaust og aðeins (öruggt) cybersex. Í sannleika sagt get ég ekki beðið!
Skítt með nánd og tilfinningakjaftæði, einsog mamma mín kom svo réttilega inná; þessu fylgir bara subbuskapur...ég hef aðeins fengið smjörþefin af framtíðinni, hvað þetta varðar. Held að það hafi kallast forleikur...þegar einn einstaklingur fann hjá sér þörf til að senda mér í tíma og ótíma smámyndir á msn...sbr. pör í allskyns ástarleikjum...
....þetta var svo frábært að ég get eiginlega ekki beðið með að sjá, hvert þetta leiðir okkur eða hefði gert.... ef ég hefði ekki blokkað viðkomandi!
Fuckit! Í sannleika sagt þarf aðeins meira til að koma mér til.
Njótið komandi viku, ykkar einlæg Heiða
Athugasemdir
Orð í tíma töluð. Frábær texti og okkur öllum til umhugsunar.
Takk f. mig.
haraldurhar, 30.3.2008 kl. 23:38
Las þetta með bestu list... takk.
Gunnar Helgi Eysteinsson, 31.3.2008 kl. 05:27
Ég var hér á meðan þú varst þarvar ég þar eða er þetta svar. Ævar!
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 31.3.2008 kl. 07:29
Þegar að ég fer suður tek ég stundum rúnt um gamla hverfið mitt...og þá einmitt gerist þetta....gamlar minningar hrannast upp......tala ekki um þegar ég horfi á gamla húsið mitt Melás 6 Garðabæ......þá finnst mér stundum að það sé ósvífni að annað fólk skuli búa þar núna.......
Einar Bragi Bragason., 31.3.2008 kl. 09:34
Ógnvekjandi staðreynd.
Solla Guðjóns, 31.3.2008 kl. 09:48
Góð skrif dúlla, cyber knús frá mér þar sem of langt er í heimsókn, og þú fengir taugaáfall sem ég vill ekki vera valdur af
Sigrún Friðriksdóttir, 31.3.2008 kl. 11:14
Þetta er svo mikið satt hjá þér Heiða, ég held maður ætti að fara að taka aðeins til í pokahorninu hjá sér
Guðborg Eyjólfsdóttir, 31.3.2008 kl. 12:21
Ég sá þig alveg ljóslifandi fyrir mér :)
Fiðrildi, 31.3.2008 kl. 13:54
Góð skrif Heiða mín knús
Kristín Katla Árnadóttir, 31.3.2008 kl. 14:47
Knús á þig Heiða mín.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 31.3.2008 kl. 14:55
Já já ... við lesum og kúkum - allt á sama tíma. Einhver verður nú að geta gert það svo einhver sómi sé að.
... það er bara þannig!
Gísli Hjálmar , 31.3.2008 kl. 16:43
þAÐ ER SÓL Í DAG .ÞAÐ ER BARA AÐ KOMA AUGA Á HANA.
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 31.3.2008 kl. 17:41
Á ég að trú því að þú hafir sest á hana kalda bara hérna í næstu götu ormurinn þinn ? Alltaf heitt á henni hérna og líka á könnunni. Endilega rekktu inn nefið í næsta hlandspreng.
Harpa (IP-tala skráð) 31.3.2008 kl. 18:40
Skáldkonan á skeiði góðu, ekki verður nú annað sagt!
Hárfínt háðið sem skýtur (ekki skítur) upp kollinum hjá þér, mun meira aðlaðandi en pilsdráttur niður "endan" við pissuskál, en sumum kvinnum finnst þó reyndar líka við hæfi að dunda á setunni að tæma rotþróna, ekki síður en karlpungum!
Magnús Geir Guðmundsson, 31.3.2008 kl. 19:21
Ekkert eins notalegt og að tylla sér á volga setuna en lestur blaða eða bóka er ekki jafn vinsælt!
En það er merkilegt nokk hvað heimsóknir eru orðnar ógnvekjandi .... það heimsækir mig enginn hvort sem er, samt á ég góða skápa!
www.zordis.com, 31.3.2008 kl. 21:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.