Hvað er ást?
30.3.2008 | 13:37
Við erum að tala um að upp rann sunnudagur til sælu, fyrir löngu löngu síðan. Svaf einsog tindabykkja langt yfir og allt í kringum hádegi. Munaður sem mér sjaldnast hlotnast. Sofnaði að vísu undir morgun, en það er allt önnur saga; reyndar skemmtileg saga og leyfi ég hugmyndaauðgi ykkar að stjórna för...
...skil eftir laust pláss og þrjár línur fyrir ykkur að fylla uppi. Af þeirri einföldu ástæðu að mér þykir fjarska vænt um ykkur.
Veskú;______________________________________________________________
___________________________________________________________________
___________________________________________________________________
Og þá er komið að því.
Hvað er ástin?
Er hún kannski bara von og tál? Draumsýn? Hverful og hjóm eitt í sálinni? Leiftur hugans? Gredda?
Já er hún kannski ekki bara botnlaus og endalaus gredda? Við viljum svala okkar lægstu/hæstu hvötum... svona eftir því hvernig á það er litið.
Ég komst að eftirfarandi niðurstöðu í nótt.
Ástin og kærleikurinn eru systkin. Þau eru æðsta og sannasta eðli mannsins. Perla sannleikans og fegursta gjöf sem um ræðir. Sönn ást og kærleikur eru laus við eigingirni og ágirnd, öfund og afbrýði. Hún er laus við metorð, dóma og hefnd. Hún er síung og hrein. Ekkert fær sigrað ástina. Ekkert. Stórkostlegt afl í Paradís.
Ást og kærleikur eru heilögust allra tilfinninga. Hún er hrein og fögur lífsins sameining.
Óska ykkur öllum sannrar ástar. Ástin sigrar allt.
Og auðvitað botnlausrar greddu líka ef út í það er farið ...
Flokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:45 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Nýjustu færslur
- 25.6.2023 Laun fyrir að kúka í kassa
- 3.8.2021 Ég er bara grillaður kjúklingur
- 17.11.2010 Ég veit allavega um EINN sem ég myndi ALDREI kjósa yfir mig...
- 1.10.2009 Opið bréf til Davíðs Oddssonar "alltmuligman" ...
- 16.6.2009 Tálaus eða ekki tálaus...
Bloggvinir
- Solla Guðjóns
- www.zordis.com
- Steingerður Steinarsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Heiða B. Heiðars
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- Pálmi Gunnarsson
- Ásgerður
- Andrea
- Heidi Strand
- Grétar Örvarsson
- Lýður Árnason
- Ólafur Als
- Helgi Seljan
- Ólafur fannberg
- Karen, Sigurbjörg,Tóti, Gerður og fl.
- Jón Axel Ólafsson
- Ísdrottningin
- Sigrún Friðriksdóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Thelma Ásdísardóttir
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðjón Bergmann
- Jakob Smári Magnússon
- Ester Júlía
- Birgitta Jónsdóttir
- Klara Nótt Egilson
- Saumakonan
- Björn Heiðdal
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Jens Guð
- Þórarinn Þ Gíslason
- Viktor Borgar Kjartansson
- bara Maja...
- Jón Steinar Ragnarsson
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Georg Eiður Arnarson
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Edda Agnarsdóttir
- Tómas Þóroddsson
- halkatla
- Þórður Ingi Bjarnason
- Hlynur Jón Michelsen
- Kristján Eldjárn Þorgeirsson
- Heiða
- Jón Aðalsteinn Jónsson
- Kristján Kristjánsson
- Björn Ingi Hrafnsson
- Kristín Katla Árnadóttir
- Sigmar Guðmundsson
- Jóna Á. Gísladóttir
- Jón Svavarsson
- Dofri Hermannsson
- Ásta Salný Sigurðardóttir
- Guðríður Arnardóttir
- Snorri Sturluson
- Hlynur Þór Magnússon
- Bjarni Harðarson
- Trúnó
- Hafrún Kristjánsdóttir
- Eyjólfur Kristinn Vilhjálmsson
- Þröstur Friðþjófsson.
- Gils N. Eggerz
- Sigurjón N. Jónsson
- Sveinn Waage
- Halldór Borgþórsson
- Ólaf de Fleur Jóhannesson
- Magnús Þór Hafsteinsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir
- Ársæll Níelsson
- percy B. Stefánsson
- Arnfinnur Bragason
- Jón Sigurgeirsson
- Rögnvaldur Hreiðarsson
- perla voff voff
- MARKAÐSSETNING Á NETINU
- Edda Jóhannsdóttir
- Þorsteinn Gunnarsson
- Haukur Már Haraldsson
- María Tómasdóttir
- Huld S. Ringsted
- Steinunn Camilla
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- Guðný Helga Herbertsdóttir
- Kaleb Joshua
- Halla Rut
- Elín Katrín Rúnarsdóttir.
- Sigurjón Þórðarson
- Lára Stefánsdóttir
- Jóhannes Ragnarsson
- Ragnar Páll Ólafsson
- Margrét M
- Fiðrildi
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Agný
- Ingunn Ósk Ólafsdóttir
- Unnur R. H.
- Einar Bragi Bragason.
- Markús frá Djúpalæk
- Brynjar Jóhannsson
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Halldór Sigurðsson
- Guðmundur Pálsson
- Þórdís tinna
- Helga Sigrún Harðardóttir
- Hjördís Ásta
- Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Valgerður Halldórsdóttir
- Bragi Einarsson
- Helgi Kristinn Jakobsson
- Benna
- Dögg Pálsdóttir
- Sunna Dóra Möller
- Gísli Torfi
- Alheimurinn
- Gunnlaugur Helgason
- Linda Lea Bogadóttir
- gudni.is
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Þóra I. Sigurjónsdóttir
- Sæþór Helgi Jensson
- Púkinn
- Svartinaggur
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Einar Örn Einarsson
- Einar Indriðason
- Kristín Erla Kristjánsdóttir
- Víkingur / Víxill
- Magnús Geir Guðmundsson
- Anna J. Óskarsdóttir
- Alexander Már Benediktsson
- Sverrir Stormsker
- Hlynur Birgisson
- Sigrún
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Hvíti Riddarinn
- Sonja I Geirsdóttir
- Alfreð Símonarson
- Guðný Lára
- Hlekkur
- Sævar Einarsson
- Sigurður Hólmar Karlsson
- Sólrún
- Jón Ragnarsson
- Ingi Björn Sigurðsson
- Kolgrima
- Þ Þorsteinsson
- Maddý
- Lena pena
- Guðborg Eyjólfsdóttir
- Bergþóra Guðmunds
- Egill
- Heimir Lárusson Fjeldsted
- Guðlaug Aðalrós
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Guðrún Jóhannesdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Jóhanna Vala Jónsdóttir
- Anna Guðný
- Þórður Helgi Þórðarson
- Hólmgeir Karlsson
- Draumar
- Ásgerður Jóna Flosadóttir
- Hdora
- Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir
- Handtöskuserían
- Vertu með á nótunum
- Óskar Helgi Helgason
- Vefritid
- Gísli Hjálmar
- Óskar Arnórsson
- Johnny Bravo
- haraldurhar
- Ásgeir Páll Ágústsson
- Anna Gísladóttir
- Sigríður Hafsteinsdóttir
- Fiddi Fönk
- Haraldur Halldór
- Á móti sól
- Dísa Dóra
- Arnar Ingvarsson
- Eva Benjamínsdóttir
- Högni Hilmisson
- Hommalega Kvennagullið
- Helga Magnúsdóttir
- Ásdís Rán
- Charles Robert Onken
- Þorsteinn Briem
- Bergur Thorberg
- Helga Nanna Guðmundsdóttir
- Hulla Dan
- JEG
- Ein-stök
- JEA
- Elísabet Sigurðardóttir
- Grétar Mar Jónsson
- Vinir Tíbets
- Sigurbjörn Friðriksson
- Sporðdrekinn
- Marinó Már Marinósson
- Davíð Ólafsson
- Hekla Elísabet Aðalsteinsdóttir
- Áhöfnin á Hákon EA-148
- Óskar Þorkelsson
- Morgunblaðið
- Rannveig H
- Erla Ósk Arnardóttir Lilliendahl
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Kristín Jóhannesdóttir
- María Guðmundsdóttir
- Guðmundur M Ásgeirsson
- egvania
- Aðalsteinn Jónsson SU-11
- Aprílrós
- Tína
- Þóra Björk Magnús
- Lísa Björk Ingólfsdóttir
- Myndamen - Ljósmyndaskartgripir
- Bullukolla
- Aldís Gunnarsdóttir
- Arnar Ingvarsson
- Ástþór Magnússon Wium
- Bjarki Steingrímsson
- brahim
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Brynja Dögg Ívarsdóttir
- Brynja skordal
- Dúa
- Elín Ýr
- Elísabet Markúsdóttir
- Elísabet Sigmarsdóttir
- Gudrún Hauksdótttir
- Guðmundur Zebitz
- Guðrún Una Jónsdóttir
- Guðrún Þorleifs
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hilmar Sæberg Ásgeirsson
- Himmalingur
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Ingvar Ari Arason
- Jónína Dúadóttir
- Kristín Guðbjörg Snæland
- Leikhópurinn Lotta
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Lúðvík Lúðvíksson
- Magnús Paul Korntop
- MYR
- Orgar
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Sigrún Jónsdóttir
- Sveinbjörn Ragnar Árnason
- Tinna Jónsdóttir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Algjörlega sammála þér í þessari skilgreiningu.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.3.2008 kl. 13:43
Gunnar Helgi Eysteinsson, 30.3.2008 kl. 13:44
SAMMÁLA.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 30.3.2008 kl. 13:54
Kærleikurinn sigrar allt
Ásgerður , 30.3.2008 kl. 13:55
Ég er búinn að senda þér e-póst...
Gunnar Helgi Eysteinsson, 30.3.2008 kl. 14:00
Flott skilgreining.
Jenný Anna Baldursdóttir, 30.3.2008 kl. 14:59
Mér finnst þú svara þessu snilldarlega sjálf elsku Heiða. Ég hefði ekki getað gert það betur. Aðeins eitt til viðbótar í efstu línu. Ástina þarf kannski að rækta til að njóta en það hljómar bara svo hallærislega. Þú veist, gera hluti fyrir aðra...og mikið af því.
Axel Jón Fjeldsted (IP-tala skráð) 30.3.2008 kl. 15:00
ó já ó já ó já
Einar Bragi Bragason., 30.3.2008 kl. 15:02
Sammála þér
Huld S. Ringsted, 30.3.2008 kl. 17:24
Ástinn er yndisleg og krefur "viðhalds" hehe í bestu merkingu þess orðs
Sigrún Friðriksdóttir, 30.3.2008 kl. 19:05
Ég er hundrað og átján prósent sammála þér þarna
Solla Guðjóns, 30.3.2008 kl. 19:14
Hehhe með hjartað á vitlausum stað
Solla Guðjóns, 30.3.2008 kl. 19:15
Nei þú ert sko með hjartað á réttum stað elsku Sollan mín
Ásgerður , 30.3.2008 kl. 19:30
Er á sama máli og þú Heiða, ástin kærleikurinn er eitt og sigrar allt, auðvitað viljum við svala greddunni og þá elskum við afar heitt,
í hvert og eitt skipti sem það er búið,
þá hvað hvað er þá ást þar til næst. það talar einhver um að það þurfi að rækta ástina, nei, ef ástin og kærleikurinn er fyrir hendi, af fullri virðingu og kröfulaus
þá ræktast hún af sjálfum sér.
Kveðja Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 30.3.2008 kl. 21:00
Verð bara að kommenta á þig þó ég sé ekki mikið í því þessa dagana. Þetta er svo yndisleg skilgreining hjá þér á ástinni og svo sönn. Takk elskuleg. Svo er líka hægt að elska tvisvar jafn heitt eins og ég hef komist að. Svona er ástin, yndsileg og fögur eins og þú mín kæra. greddann humm tölum um hana næst
Ásdís Sigurðardóttir, 30.3.2008 kl. 21:26
En Heiða kærleikskvinna, hinni sönnu ást verður víst ekki skellt á hvern sem er né hvenær sem er samkvæmt þér sjálfri! Dvergar munu til dæmis aldrei öðlast hina sönnu Heiðuást eða kærleik ekki satt? Þó gæti ég nú alveg trúað að þeir kæmu samt að gagni við tímabundna greddusefjun, við þá yðju skiptir enda engu hver í hlut á ef hún er hvort eð er botnlaus blessuð greddan!
En jújú, alveg satt, elskum hvort annað, utan rúms og innan og elskum það sem inni býr, eins og það sem úti býr, eins og segir í kvæðinu!
Magnús Geir Guðmundsson, 30.3.2008 kl. 21:59
Takk elskurnar mínar allar. Ástarkveðjur til ykkar
Magnús ég ELSKA ALLA...KONUR, KARLA JAFNT SEM KALLA, gildir einu hvort þeir eru smáir, lágir, fráir á fæti eða feitir. Stuttir, langir eða mjóir. ÍTREKA AÐ ÉG ELSKA ALLA...bara mismikið...
Magn mitt af elsku til einstakra manna eða kvenna fer ekki eftir kíló-afjölda, sentrimetrum, tippastærðum eða rassastærðum, varð að koma þessu að vegna þess að þú vísar til dvergsins. Ég hugsa einmitt að hann hafi fengið óverðskuldaða væntumþykju frá mér útaf stærðinni...
Hvað varðar ást og greddu þá er akkúrat ekkert þarna sammerkt. Gredda er eitthvað tímabundið ástand (sem allir geta svalað sjálfir ef út í það er farið) ástin hinsvegar er langvinn...og yndisleg.
Heiða Þórðar, 30.3.2008 kl. 22:53
Seint kemur svar en kemur þó!
Semsagt samúðar-kennd sem réð för en ekki beinlínis hjartað þegar dvergurinn átti í hlut, það var og!
En jújú, á hátíðis- og tyllidögum getum við aðskilið ástina hreinu og sönnu, hið alsherjarástand sem við köllum svo og umlýkur hjarta og hug, frá náttúrunnar dýpstu hvötum, greddunni, en ég held að greddan hljóti þó alltaf eða alla jafna að tilheyra hinni stóru og allt um liggjandi sönnu ást, því með henni og frá liggur kveikiþráðurinn til kjarnans, upphafsins og endisins á því að ástin sé ekki aðeins tjáð, heldur líka að hún beri ávöxt, hinn eina og sanna, NÝTT LÍF!
Og meðan að þú heiða ljúf og lokkandi kitlar okkur strákana ekki síst undir hökunni svo ókyrrð myndast, þá yrði þeirri ókyrrð aldrei betur svalað nema einmitt með ÞÉR!
Í mínu tilfelli er gredda ekki bara tilfinning sem svala á einhvern vegin þó réttilega sé það mögulegt fyrir alla að svala henni einhvern vegin er hún kviknar, en bara nei ekki sama hvernig það gerist!
Magnús Geir Guðmundsson, 31.3.2008 kl. 02:30
Þessi pistill er sem betur fer ekki eins hommalegur og sá síðasti hjá þér.
Ég er ekki sammála!
Ást, sem við köllum það, er einfaldlega bara líffræði. Líffræði sem kallar fram og virkjar boðefni í heila okkar sem heitir dópamín. Boðefni sem lætur okkur líða undurvel á meðan það er virkt. Dópamín er einnig það boðefni sem vímuefni örfa oftast, og þar af leiðandi á það tilhneigingu til að valda fíkn. Fíkn sem fáir kunna og geta höndlað. Hverjum langar ekki til að líða vel ... alltaf! Hver vill ekki lifa alla daga með óbilandi trú á eigið ágæti, yfirmáta bjartsýni og finnast maður ódauðlegur. Hrærast um í sæluvímu sem á sér enginn takmörk og engan enda ætlar að taka ...
... síðan meðferðarstöðin Vogur!
Já, Dópamín er málið.
Ég er hreinlega ástfanginn af Dópamíni og þér ...
Gísli Hjálmar , 31.3.2008 kl. 11:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.