Drullaði yfir hann með rassgatinu...
16.3.2008 | 09:42
Sólin skín á þessum sunnudagsmorgni og ég finn hana smjúga inn í hjarta mitt. Þetta er yndislegur árstími þegar allt er að vakna til lífsins...sér í lagi brosið sem hefur verið falið hjá mörgum af samferðamönnum mínum ofaní kassa...og geymt niðrí kompu...neðst í kassanum. Mér sýnist flestir vera búnir að finna það.
Ég elska frelsið. Ég elska að vera frjáls en þó er gott að vera í sambandi en þó frjáls. Ég elska að keyra um í þögninni eða að spjalla á lágstemmdari nótum. Sambandið mitt við bílinn minn er orðið svo persónulegt að mér finnst við hæfi og tími til komin að gefa honum nafn. Ég er að hugsa um að fara á Select nú á eftir og skíra hann með viðhöfn. Læti af öllum toga eiga illa við mig. Mér finnst vont að tímasetja hvenær ég hringi í fólk. Viðkvæði mitt er einatt; heyrumst! Mamma segir stundum;
-hvenær?
-veit ekki, hringi þegar ég hringi...
Vinkonur mínar og vinir þeir bestu skilja mig og þekkja mig og láta sér það í léttu rúmi liggja hvort það sé deginum eftir eða mánuði seinna sem við erum í sambandi.
Besta lýsingin á þessu er kannski þegar ég flutti út til Danmerkur fyrir mörgum árum. Ég tilheyrði stórum vinkvennahóp. Búið var að skipuleggja borða-úti-thing...og ball með Sálinni á eftir. Ég elska Sálina og ég elska að fara út að borða...en....
...einhvernveginn fór það svo að allir, hver og einn einasti mætti...og skálaði fyrir mér...nema ég var ekki á staðnum...en...
...ég var fyrir utan þegar ballið var búið og tók á móti þeim, brosandi. Allir hlógu og höfðu gaman að.
-þetta er svo lýsandi fyrir þig Heiða, og botnlaus gleði ríkti í hópnum. Allir höfðu skemmt sér og engin var með skítafíluna lafandi út í mig. Kærleikurinn ríkti. Enginn móðgaður allir sáttir...sumir reifir og aðrir meira "drunk". Það eru frábær forréttindi að fá að vera maður sjálfur. Ég er í þeirri aðstöðu í dag að ég get nýtt mér það í drasl. Í tætlur og ræmur.
---
Ég fór í gallabuxum í vinnunna í vikunni. Síðastliðna sex mánuði get ég talið það á fingrum annarar handar hversu oft ég hef klæðst slíkum fatnaði. Það er fucking kjaftæði að gallabuxur séu þægilegur fatnaður...akkúrat ekkert frelsi felst í þvi að klæðast níðþröngum gallabuxum sem skerast upp í heila á manni...(ok ok klof -mér finnst þetta bara svo andstyggilegt orð)...og "vakjúmpakka" rasskinnunum saman þannig að þær ná ekki andanum. Jafnvel þó stimplað sé á rassinn; Karen Millen, Lewis eða Diesel er þetta forvondur klæðnaður. Eykur kannski aðeins á þægindin að að borgað var 20.000 kall fyrir brækurnar...fyrir aðra að sjáþegar kíkt er á rassinn...
Seinnipart dags í gær, hafði ég það á hörkunni að rogast með þrjá stútfulla svarta ruslapoka af fatnaði fyrir aðra að njóta, sem minna mega sín. Og það í níðþröngum gallabuxum...þegar heim var komið fauk brjóstarhaldarinn og buxurnar fyrir náttbuxur og bol...þannig líður mér best. Það er frelsi.
Ég minnist á hér að ofan; í sambandi við "að skerast upp í heila" (en þetta orðalag nota ég stundum þegar ég kvarta undan því að ...að mér þrengi) heilinn og greind mín eru að engu leyti í klofinu á mér! Af sérstökum ástæðum verð ég að koma því á framfæri.
Fyrir einhverju var mér addað af einhverjum aðila á msnið. Og þó ég sé óvitlaus get ég verið ansi græn og samþykkti viðkomandi fyrir mörgum mánuðum án umhugsunar...Ég hafði rifið mig úr einsog ég sagði frá í gærkveldi og útlitið var svart. Þá á ég við að þegar ég var einsog fiskur í framan, teygð toguð og tuskuð. Ég segi ekki að ég hafi verið einsog skata, tindabykkja, karfi eða þorskur....öllu heldur einsog svona ufsi. Enda hafði ég skellt mér í ljós.
Svo þar sem ég sit fyrir framan tölvuna að vinna, kemur allt í einu á msn-inu;
-halló
ég hugsaði ohhhhhhhhh damn! ekki er ég að nenna þessu...
...sagði samt eitt lítið hæ (bara pínkuponsu) hann sagðist hafa fundið mig á blogginu og svo kom;
-ertu fyrir yngri stráka?
eftir að hafa drullað yfir hann með rassgatinu blokkeraði ég hann út.
Greind mín og heili eru ekki í klofinu á mér og mér finnst vont að hafa svona flatlúsir hangandi utan í mér takk...ef ég væri tilkippileg og auðveld væri símanúmerið mitt í skránni...ég er hvorki fyrir yngri stráka, eldri menn, viðskiptafræðinga, lögfræðinga eða tónlistamenn.
Ég fylgi hjartanu mínu ávallt í samskiptum mínum við allt fólk...ég elska; góða gegnumheila stráka, menn, karla og einstaklinga sem sýna mér virðingu.... og skipti þá engu hvað þeir starfa...hvort buddan sé létt eða þung.
Eigiði góðan sunnudag.
Athugasemdir
Það er aldeilis.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 16.3.2008 kl. 09:58
Þú ert nú meiri stelpan Heiða mín. Ég held að ég vorkenni greyinu dálítið.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.3.2008 kl. 11:29
Ég líka Ásthildur mín, meðvirknin í botni í hjartanu.... ekki síst ef litið er til þess að hann les þessar línur. En mér skilst að þetta kallist að standa með sjálfum sér
Heiða Þórðar, 16.3.2008 kl. 11:59
Lát hjarta ráða för... er fræg setning úr dægurlagi ekki satt.. hugljúft að hugsa þannig.
Lát drauma þína rætast... leyfðu þér að dreyma því engin tekur drauminn frá þér.
Allt ertu þetta orð og setningar sem ég hef marg tuggið ofan í sjálfa mig og þegið sem góð ráð frá örðum.
Frelsið er yndislegt. Frelsi til að velja... frelsi til að vera þú sjálf og engin önnur. Frelsi til að stjórna degi sínum frá upphafi til enda.
Ef þessir þrír hlutir ... hjarta, klof og heili eiga að ráða einhverju þegar ástin, vonin og væntingar banka á hjá mér þá hefur þetta yfirleitt gerst:
Hjartað hefur valdið hjartarsorg.
Klofið - óheiðarleika frá öðrum.
Ef heilinn ræður för þá finn ég "hann" hvergi...
Ef greind mín ræður för þá vel ég frelsið - Því ég er of klár, skemmtileg og sniðug til að þeir taki eftir mér - (hehe).
Linda Lea Bogadóttir, 16.3.2008 kl. 12:01
Ávallt að standa með sjálfum sér... leita að bleikum smokkum,skíra bílinn og blokka
Lovjú.
Solla Guðjóns, 16.3.2008 kl. 14:08
Nákvæmlega Heiða!! Ekki eyða tíma í að vorkenna greyjum! Ekki eyða tíma í að breyta fólki. Annað hvort stendur maður með sjálfum sér eða ekki!!
Þú ert yndisleg
Hrönn Sigurðardóttir, 16.3.2008 kl. 14:26
þú ert nú bara krúttleg
Jú jú maður stendur sjálfum sér næst ekki satt !!!!
Guðrún Jóhannesdóttir, 16.3.2008 kl. 17:10
Krútt
Jenný Anna Baldursdóttir, 16.3.2008 kl. 18:23
Sæt færsla sem ég einhvern veginn átti ekki von að teknu tilliti til fyrirsagnarinnar. Hafðu það gott Heiða mín.
Steingerður Steinarsdóttir, 16.3.2008 kl. 18:26
saxi er gott nafn á skrjóðinn......
'
Einar Bragi Bragason., 16.3.2008 kl. 20:23
Þú komst með það Einar Saxi skal hann heita!
Heiða Þórðar, 16.3.2008 kl. 20:40
Heyr heyr... þoli ekki fólk sem ber ekki virðingu fyrir öðrum, það er bara mesta "turn-off" ever
þú ert frábær
Anna J. Óskarsdóttir, 16.3.2008 kl. 20:44
Ef bíllinn heita á <Saxi>, þá þarf þetta að vera eðalbjalla, Skódi, eða annað verra frá Fólkswagnafyrirtæki alþýðunnar.
Frasinn, 'Vill frekar Skóda en Toyota', er samt ekki mikið ólíklegri...
Steingrímur Helgason, 16.3.2008 kl. 23:29
HVERNIG LÍÐUR SAXA
Einar Bragi Bragason., 16.3.2008 kl. 23:40
"Lát hjartað ráða för" er íslenskað nafn á franskri sögu held ég þar sem kona á efri árum rifjar upp fyrri tíð.
"Stattu með þér" er líka nafn á bók, en alíslenskri og fróðlegri eftir Dr. Gunnar Hrafn Birgisson sálfræðing Heiða kannast kannski við þessar bækur!?
Magnús Geir Guðmundsson, 17.3.2008 kl. 00:00
Púff! hér eru eintómir snillingar á ferð!
Heiða Þórðar, 17.3.2008 kl. 00:41
Já, ömurleiki lífsins blasir víða við! Heiðarlegur maður er heill til orðs og æðis.
Edda Agnarsdóttir, 17.3.2008 kl. 00:55
ég allavegana elska þig Heiða mín sem vin ... en það verður víst alltaf nóg af perrum til haha
Sigvarður Hans Ísleifsson, 17.3.2008 kl. 02:59
Við Heiða dóttir mín ákváðum í gær að skíra 2ja ára gamlan bílinn okkar - "Brak og brest" - Og svo er Doddi líka sætt nafn á bíl
Linda Lea Bogadóttir, 17.3.2008 kl. 08:10
... þetta er almennilegt.
Gísli Hjálmar , 17.3.2008 kl. 10:20
þú ert mikið krútt
Kristín Katla Árnadóttir, 17.3.2008 kl. 13:49
hehehehehehehehe já þú ert ágæt skvís
Kleópatra Mjöll Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 17.3.2008 kl. 14:09
Gunnar Helgi Eysteinsson, 17.3.2008 kl. 19:44
hahahaha
Brjánn Guðjónsson, 18.3.2008 kl. 11:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.