Ég er ekki snagi!

Ég sat með samanherptar rasskinnarnar á meðan ég beið eftir svarinu.

-ertu til í að hafa þetta bara svona áfram, við hittumst 2svar í mánuði eða aðra hvora viku, bara hvort sem hentar okkur betur?

Þögnin var eilíf eða þar til hún var rofin með...

-já já ef það er það sem þú vilt.

-Rangt svar.

-Fylgir einhver fjandans manuall með þér manneskja? Svara aldrei rétt!

Ég var að hugsa um þetta og sittlítið af öðru þegar ég læddi mér inn á umferðarmiðstöð í dag. Fer yfirleitt að kveldi þegar fáir eru á ferli. Þegar ég þá fer í þeim erindargjörðum að  fá mér sviðakjamma. Ekki vill ég skítafíluna af  andlitsljótum, afhöggvuðum kindum á heimilið svo mikið er vist. Innkoman var ekkert glæsileg þegar ég skautaði sjálfri mér næstum á rassgatið með snjóþungum leðurstígvélum langleiðina út um næstu hurð á Bsí um hábjartan dag. Mér var svo mikið um þetta að ég fékk mér fisk. Vondan fisk. Í staðinn fyrir svið. Og er ennþá í fílu. En samt ekkert mikilli bara pínu.

Kannksi líka afþví að leiðinlegasta lag allra tíma sönglar fyrir eyrum mér daginn út og daginn inn.

Lagið er með Regínu Ósk og textinn er svo "bitter" að ég verð ekki bara beisk og súr...heldur bitur og brjáluð.

Hann er eitthvað á þessa leið; ég vakna klukkan átta...fæ mér morgunmat og bla bla...síðan að þú komst er ég í lagi... 

...fyrr má nú aldeilis vera herðatré eða snagi...eða úlpa eða kápa. Ég er ekki snagi...langar ekkert að hafa úlpu hangandi á mér. Geng ekki einu sinni í úlpu. Ég er heldur ekki kápa þó svo sumir telja sig vera nælu sem þeir þurfi að stinga í brjóstið á mér til að flikka upp á mig. Ég er fljót að losa mig við þesslags aukahluti. Og það tel ég vera kost.

Í framhaldi finnst mér sorglegt þegar fólk trúir því í raun... að það þurfi... segjum bara snaga...eða kápu til að vera hamingjusamt. Heldur að hamingjuna sé að finna hjá öðrum..eða í öðru en í hjarta þess sjálfs. Hengir sjálfsvirðinguna á einhvern sem hangir utan í þvi sjálfu. Eða titlum og/eða aurum. 

Ég vil samt alveg vera herðatré...með annað hangandi við hliðina á mér í sama skáp sko... 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

....en hvaða svar vildirðu? Og af hverju spurðirðu þá ekki bara um það?

Æ am lost!

Skil samt partinn með herðatrén og snagann - því náði ég þó!

Hrönn Sigurðardóttir, 9.2.2008 kl. 22:41

2 Smámynd: Heiða  Þórðar

Ekki hugmynd elskan. Manuallinn með mér er týndur...

Heiða Þórðar, 9.2.2008 kl. 22:54

3 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

aaaaaa hlaut að vera. Viltu fá minn lánaðan - eða nei! Ég hent´onum :)

lovjú

Hrönn Sigurðardóttir, 9.2.2008 kl. 23:00

4 Smámynd: Heiða  Þórðar

"lovjútú"

Heiða Þórðar, 9.2.2008 kl. 23:06

5 Smámynd: www.zordis.com

Er það nema að von að hlutir fari úrskeiðis .... vertu blátt áfram næst!  Sem þú ert  næstum því.

Var að velta vöngum yfir því hvort ég væri bara ekki til í að vera skúffa eða annars hljómar fallegt beyki herðatré ágætlega!

Laugardagskossinn sendi ég þér "kwak kwak"

www.zordis.com, 9.2.2008 kl. 23:08

6 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Þetta var ágætt

Markús frá Djúpalæk, 9.2.2008 kl. 23:18

7 Smámynd: Heiða  Þórðar

Úrskeiðis hvað? ....

...síðan að þú komst er ég í lagi....

Heiða Þórðar, 10.2.2008 kl. 00:21

8 Smámynd: Steingrímur Helgason

Það er ekkert skemmtilegra til en beiskar & samanherptar konur....

Steingrímur Helgason, 10.2.2008 kl. 00:59

9 Smámynd: Ásgerður

Ég er ekki heldur snagi, en geng alveg í úlpu þessa dagan sko

Ég er nú farin að vorkenna aumingja fiskinum, þetta er auðvitað bara ráðgata fyrir hann og nú er hann orðinn skíthræddur um að segja eitthvað vitlaust, vertu góð við hann.

Knús á ykkur mæðgur

Ásgerður , 10.2.2008 kl. 04:31

10 identicon

Það er líka bara fínt að vera eitt herðatré í skáp ef hitt er eitthvað að dingla sér þá er bara gott að það sé í öðrum skáp!

Maddý (IP-tala skráð) 10.2.2008 kl. 13:54

11 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Þetta er sko flott hjá þér.....................

Kristín Katla Árnadóttir, 10.2.2008 kl. 16:04

12 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Já, þetta er alltof algengt. Fólk bíður þess eina eða einu réttu og heldur að þá falli púslin loks saman og lífið verði dásamlegt. En meðan þú ert ekki heil manneskja ein og sér verður þú jafnhálf með annarri manneskju.

Steingerður Steinarsdóttir, 10.2.2008 kl. 17:40

13 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

Guðrún Jóhannesdóttir, 10.2.2008 kl. 19:08

14 Smámynd: www.zordis.com

 koss á kinn (razzkinn sko) .....

www.zordis.com, 10.2.2008 kl. 19:26

15 Smámynd: Linda Lea Bogadóttir

Þú ert perla - fer ekki ofan af því.
Held að ég hafi verið fatastandur með 10 herðatrjám.
Ekki lengur - sjálfsvirðingin er risinn upp frá dauðum.

Linda Lea Bogadóttir, 10.2.2008 kl. 22:12

16 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Ég er búinn að lesa færsluna en hef ekkert að segja.

Gunnar Helgi Eysteinsson, 10.2.2008 kl. 22:27

17 Smámynd: Gísli Torfi

Eigðu góða viku Heiða mín ..sumir voru fljótir að fara úr húsi í dag.... uss uss

Gísli Torfi, 10.2.2008 kl. 22:36

18 Smámynd: Guðríður Pétursdóttir

húff ég er svo sjúskuð í kvöld að ég skildi hvorki upp né niður í neinu

 ég les þetta aftur á morgun og tékka hvort ég skliji þetta betur

Guðríður Pétursdóttir, 10.2.2008 kl. 23:04

19 Smámynd: Solla Guðjóns

Solla Guðjóns, 12.2.2008 kl. 01:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband