...ofsalega fallegur jakki...

Og svona einsog smá rass í sparkatið eða öfugt frá Hrönnslu minni, nei nefnilega fólk segir ekkert það sem það meinar neitt. Það er málið...maður er svona að kasta einhverju fram og ætlast til að fólk svari manni með því svari sem maður væntir sjálfur. Hvernig á til að mynda einhver að fatta það innhúss að maður ætlist til að farið sé út með ruslið ef maður biður ekki um það? Horfir lymskulega með augunum á troðfulla truntuna og gerir ráð fyrir eintómum og innatómum "spámönnum" allt um kring.

Og engin dónahugsunarháttur í gangi hér...þetta á við um öll samskipti. 

En til að  mynda smá frávik...mér finnst svona hálf farið yfir línuna á hreinleikanum með að kasta fram...t.d.;

-hey ertu til í að koma að ríða?...segum miðvikudaginn 13. feb kl: 22.08...

Þegar ég fór af stað á laugardagsmorgunn, árla dags til að þrífa sameiginina var það öllum ljóst í stigaganginum. Ég hef sjálfsagt verið það upprifinn af þessum nýju upplýsingum sem  læddust hér í hús. Þó ég muni ekkert hvort þær komu á undan eða eftir...

Ryksugunni var kastað fram á gang í orðsins fyllstu. Ekki tóku minni læti við þig þegar ég byrjaði...ég tautaði við sjálfa mig; wakeup - wakeup...laugardagsmorgun...Heiða er að þrífa sameignina og þið skuluð sko ekki voga ykkur að lúlla áfram á ykkar græna jólakorti á meðan ég púla hérna á náttfötunum...til undirstrikunar á að það er fucking laugardagsmorgun hérna! Stútnum á ryksugunni sló ég svo fast framan í hverja hurð án þess að glotta lymskulega út í annað... Formaður húsfélags varð verst úti. 

--- 

Með þetta hreina og beina attitude fór ég út að borða í kvöld. Á næsta borði sat kona og var í beinni sjónlínu við mig. Borðfélagi hennar var svipaður á hæð og minn þannig að  augu okkar mættust ca 105 sinnum á klst. Alltaf þegar ég leit upp horfði hún á mig. Hún brosti ekki. Mér fannst þetta miður þægilegt og hugsaði; -damn...ætli hún þekki mig af blogginu? hún hefur dottið niður á mig þegar ég hef verið í einhverjum typpagalsanum. Hún grandskoðaði hvort ég borðaði með fullan munninn. Ég gerði tilraun með að horfa fast í augu hennar, hún leit ekki undan. Ýmyndunaraflið fór með mig á flug. Hún minnti á engan hátt á trukka-lessu...og ekki var fræðilegur möguleiki í helvíti að ég hafði gert mér dælt við karlinn hennar. Legg ekki lag mitt við gifta karla...hvað þá ógífta.

Hún stendur loks upp og labbar til mín án þess að mæla orð... gravalvarleg... ég tók hárspreys-brúsann minn upp úr veskinu mér til varnar...

-þekkjumst við?...spurði ég hana þar sem hún horfði á mig án þess að mæla. 

 -nei, það held ég ekki, svarar hún.

 ...svo bætti hún við; ...ég var bara að spá í hvað þú ert í ofsalega fallegum jakka...

---

Annars hef ég alveg hrikalega góða tilfinningu fyrir komandi viku...endilega njótið hennar með mér og verið góð við hvort annað. Heart

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: www.zordis.com

Góð færsla hjá Hrönnslunni!  Sammála í því að sumt sem kona meinar er óþarfi að segja en flott hjá dömunni að finna til jákvæðni þótt hörkuleg væri!  Ef heimurinn væri örlítið mýkri þá væri betra að lifa!

Ganga niður laugarveginn með eintómt skjall, not bad .... eða hvað!

Er sama sinnis með þessa dásamlegu troðfullu verkefnaviku.  Það fer að líða að ég bregði mér á eftirlaun, svei mér þá!

www.zordis.com, 11.2.2008 kl. 07:44

2 Smámynd: Guðríður Pétursdóttir

Stundum finnst mér svona hugsanapirringur virka.. maður notar hugarorkuna í að stýra einhverjum út með ruslið...

ég stýri samt oftast bara sjálfri mér þarsem ég bý ein og strákarnir mínir of saklausir til að fatta svona

Guðríður Pétursdóttir, 11.2.2008 kl. 08:15

3 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Snúlla! Ég fyllist stolti svo jaðrar við mikilmennsku þegar þú vitnar í mig

Heldurðu að hún hafi verið að meina að þú værir í fallegum jakka?

Njóttu komandi viku sömuleiðis

Hrönn Sigurðardóttir, 11.2.2008 kl. 09:16

4 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

PS það hefur alveg skilað árangri að spyrja hreint út..........

Hrönn Sigurðardóttir, 11.2.2008 kl. 09:18

5 identicon

Jakkinn þinn er náttúrlega ótrúlega flottur!....

Knús og kveðjur héðan frá Akureyri, sem er bær vonarinnar !

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 11.2.2008 kl. 09:52

6 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

frábært !

alltaf að trúa því BESTA

Fallegan dag til þín

Bless

steina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 11.2.2008 kl. 13:57

7 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég er líka rosalega jákvæð í dag og ætla að vera það alla vikuna og jafnvel lengur hugsa bara í plús þessa dagana. Ekki annað í boði, lífið er jú núna. Knús og þig jakkalakka gellan mín.

Ásdís Sigurðardóttir, 11.2.2008 kl. 15:08

8 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Það er ekki stór hætta á því að einhver þekki mig frá blogginu... hér í Svíþjóð. (Þægilegt)

Skemmtileg færsla.

Gunnar Helgi Eysteinsson, 11.2.2008 kl. 18:01

9 Smámynd: Linda Lea Bogadóttir

Hvaða dag hefst vikan?
Ég er líka bjartsýn, jákvæð og .... ! 

Linda Lea Bogadóttir, 11.2.2008 kl. 18:16

10 Smámynd: Gísli Torfi

Flottur Jakki du du du flottur jakki ... nú er ég kominn með Ragga Bjarna á heilann   

Gísli Torfi, 11.2.2008 kl. 20:37

11 Smámynd: Solla Guðjóns

Löngu búin að reka mig á það að ef ekki er beðið þá veit ekki ég og enginn annar þó flestir ættu að vita.......

Solla Guðjóns, 12.2.2008 kl. 01:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband