Engu að tapa

Farðu út með honum. Hverju hefur þú að tapa, skrifaði ein bloggvinkona mín í athugasemd við síðustu færslu minni.

Hverju hefur þú að tapa! Sjálfsagt sáralitlu þar sem maðurinn er smávaxinn....en alveg örugglega ekkert að vinna þó hann sé lítill. Og ef manngreyið væri það ekki hefði ég einfaldlega sagt; Nei takk engin áhugi sem þú kveikir hérna megin kallinn minn. En þar sem hann er það dró ég seyminn, hvað svo sem seimur er...veit ekki ekki einu sinni hvort það er skrifað með i-y, en hef augljósa hugmynd um hvað það þýðir.

Ekkert að vinna, engu að tapa, tíminn er of dýrmætur einfaldlega til að eyða honum bara til að eyða honum. Nema bara og eingöngu með þeim sem skipta mann miklu máli og eru ultra góður félagsskapur.

Enn og aftur sofnaði mín fyrir framan fréttir í kvöld, vaknaði einsog snúið roð... ég hélt jafnframt að ég hefði misst af piparsveininum mínum. Ekki þeim eiginlega en ég er sucker fyrir veruleikakjaftæði og viðurkenni það hér með. Það er jafnframt eini löstur minn...Cool auðvitað er ég líka hálfmiður mín vegna þess að mér afar dýrmætur félagsskapur er veðurtepptur þar til í fyrramálið...og auðvitað vaknaði ég við dyrabjölluna og ég svaraði...

-hæ þetta er Gísli hérna...

-Gísli hver, þekki þá nokkra....

-æi þessi sem er búin að vera að koma til þín nokkrum sinnum síðustu mánuði...

-já hann...sæll.... alveg einkennilegur andskoti, alltaf þegar þú kemur stendur svo illa á hjá mér...

-æi er það já...

-jájá...

-hvenær má ég koma?

-æi veit ekki. Vertu ekkert að gera þér sérferð...alltaf svo mikið um að vera hjá mér...

-jú mig langar til að hitta þig...þetta er ekkert mál. Er að vinna að ákveðnu verkefni hér í nágrenninu...tékka bara á þér þangað til þú hefur tíma fyrir spjall....

...núna í kvöld sagðist ég ekki vera berrössuð...ekki á leið í bað... 

...samt ætlar hann að koma aftur.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gísli Torfi

Heiða mín er þetta einhver gíslataka í kvöld.......

kv Hostage Gras son of a Gun

Gísli Torfi, 8.2.2008 kl. 21:02

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

obbobbobb kind of a stalker.....?

Hrönn Sigurðardóttir, 8.2.2008 kl. 21:04

3 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Umsvermuð?

Heimir Lárusson Fjeldsted, 8.2.2008 kl. 21:05

4 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

hmmmmm ekki fjúka

Einar Bragi Bragason., 8.2.2008 kl. 21:51

5 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þú getur þá bara tekið Gísla, ekki satt.  Æ, aulafyndni er þetta í mér.  Vona allavegana að þér líði vel í kvöld.

Ásdís Sigurðardóttir, 8.2.2008 kl. 22:18

6 Smámynd: www.zordis.com

Esskan mín .... þetta er spurning hvað þú gerir fyrir "mankind"  ekki hverju þú eða hann hafi að tapa.

The spirit is working ...................

www.zordis.com, 8.2.2008 kl. 22:46

7 Smámynd: Steingrímur Helgason

Þetta hjá þér er að verða að blogglegu einelti við 'stubba' ...

Ég er það eymíngjagóður í eðli að ég tek fram að lárétt í sumu, skiptir lóðrétt í hinu litlu máli, heldur framgangann gerir meiri manninn.

Steingrímur Helgason, 8.2.2008 kl. 23:01

8 Smámynd: Katrín Ósk Adamsdóttir

Kvittí,kvittí Heiða dúlla  Góða helgi elskan

Katrín Ósk Adamsdóttir, 8.2.2008 kl. 23:34

9 Smámynd: Solla Guðjóns

Dvergar og gíslar eru vandamál.............................

Solla Guðjóns, 9.2.2008 kl. 03:29

10 Smámynd: Ásgerður

Knús á þig "krúsídúlla"

Ásgerður , 9.2.2008 kl. 08:53

11 Smámynd: Heiða  Þórðar

...eða kannski trúboði

Heiða Þórðar, 9.2.2008 kl. 11:08

12 Smámynd: Linda Lea Bogadóttir

Heiða og Gísli.... ! Fittar ekki

Linda Lea Bogadóttir, 9.2.2008 kl. 13:35

13 Smámynd: Linda Lea Bogadóttir

Gísli og Heiða passar betur. En hvað finnst þér um Linda og Jóhannes ?

Linda Lea Bogadóttir, 9.2.2008 kl. 15:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband