Ég hleyp ein...

 -Hleypurðu ein?

-já ...

 -ég hleyp líka einn...var reyndar á hlaupum með einni...en er núna á harðahlaupum undan henni...

-æ æ ...mér finnst eiginlega svo frábært að hlaupa ein að mig langar ekki til að hlaupa með neinum...engum. Skilaboðin voru held ég skýr.

Þessar samræður áttu sér stað síðla sumars eða byrjun hausts...lítið vissi ég þá um það sem ég veit núna.

Til að mynda að ég hljóp víst með einum án minnar vitundar ásamt mörgum öðrum konum. Í dag hleyp ég alls ekki ein...þó ég hlaupi ein. Því að þegar upp er staðið hleypur maður einn, þó maður hlaupi með öðrum.

Eilíflega þakklát fyrir mína fögru leggi...og langar alls ekkert í staurfætur eða aðra getnaðar-limi frá Össuri eða Amor, hvað þá Adam og Evu.  Ekki langar mig heldur að dröslast með hækju mér við hlið í gegnum lífið, hvað þá ísjökulkaldan staf eða bilaða skrúfu, hvorki í lengri né skemmri tíma. 

Og svo langar mig alls ekki að mér sé troðið inn í einhver víðavangshlaup...stutthlaup...hvað þá langhlaup að mér forspurðri, takk fyrir. 

Það er mér líka afar mikið á móti skapi að pissað sé utan í mig. Hvað þá drullað yfir mig! Þá verð ég eiginlega frekar döpur og stundum fer ég að væla en oftast verð ég BRJALUÐ!...en ég græt ekki mín vegna heldur vegna allra hinna. Og sérstaklega þeirra...

Núna ætla ég að fara út að hlaupa...

...ein með vindinn beint í rassgatið og ástina í hjartanu. Ef þið heyrið ekki frá mér aftur...þá fauk ég beinustu leið til himnaríkisHeart

Fékk símtal í dag;

-Heiða ertu vitlaus manneskja? Er allt í lagi með þig? Þú ferð ekki út að hlaupa í þessu veðri! Alein!! Þannig að ég vil bæta við hérna til að valda vinum og aðstandendum ekki óþarfa áhyggjum; að þetta er leikur að orðum. Að hlaupa ein er að vera einhleypur... 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Nú varst þú hvita eldingin sem flaug fram hjá mér?  Ég hélt að þetta væri veðurfræðilegt fyrirbrigði fartinn var svo rosaleg.

Love u honní

Jenný Anna Baldursdóttir, 27.1.2008 kl. 13:34

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

já varst þetta þú? ég hélt að það væri vindurinn......

Lovjú líka

Hrönn Sigurðardóttir, 27.1.2008 kl. 13:36

3 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Já til hamingju með það að vera ein... Betra er auður stóll en illa setin.

Brynjar Jóhannsson, 27.1.2008 kl. 13:42

4 Smámynd: Sigvarður Hans Ísleifsson

hahaha hugsa að fæstir átti sig ekki allveg á hvað þú varst að skrifa:)

Sigvarður Hans Ísleifsson, 27.1.2008 kl. 13:49

5 Smámynd: Linda Lea Bogadóttir

Takk... 
Ég hef hlaupið...!  Hljóp eins og 1/2 viti..  í marga mánuði ... svo hjarta, lungu og sál voru komin að því að springa.
Hjartað sprakk á endanum. En ég týndi upp brotin og nú er það heilt og ég get byrjað að hlaupa aftur... samhliða einhverjum eða bara ein ! Spurning hvort maður velur -

Ég ætla að hlaupa ein - !

Betra er autt rúm en illa skipað Heiða mín.
Og ekki viljum við deila "hlaupurunum" með örðum - ekki einu sinni í tilhugalífinu...  

Linda Lea Bogadóttir, 27.1.2008 kl. 14:04

6 Smámynd: Heiða  Þórðar

Jenný - engill - Hrönnlsa - engill - Brynjar - engill - Sigvarður - engill - Linda - engill.

Miðað við allt og allt veit fólk yfirhöfuð ekkert hvað ég er að fara - hvert ég er að fara eða hvað ég meina, Sigvarður.

Linda ertu að segja mér að þú viljir semsé ekki hlaupa með mér og einhverjum öðrum? Vonsvikin. Þú ert nefnilega klassafélagsskapur darling. 

Allt morandi í englum hérna..kannski er ég komin í himnaríki bara... 

Heiða Þórðar, 27.1.2008 kl. 14:18

7 identicon

Kannski betra að hlaupa með vindinn í bakið og taka svo strætó heim .. hlaupa ein og sitja svo með fólki.

Maddý (IP-tala skráð) 27.1.2008 kl. 14:23

8 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Já .. þú ert í BLOGGHIMNARÍKI

Brynjar Jóhannsson, 27.1.2008 kl. 15:33

9 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég LABBA í mesta lagi  Eina sem fær mig til að hlaupa ef ég er að missa af einhverju, strætó sem ég tek afar sjaldan, bíósýningu eða leiksýningu, nú eða bara komast inn fyrir lokun í ríkinu.  Lengra verður mitt hlaup ekki, meðan ég ræð mér sjálf.

En það er ekki hægt að hlaupa með öðrum, maður getur hlaupið í hóp, en maður er samt einn.  En í góðum göngutúr, með góðri vinkonu (systur) þá getur maður leyst heimsgátuna, öll heimsins vandamál, plús sett saman nýja borgarstjórn ef sá gállinn er á manni, það er ekki til sá hlutur sem maður getur ekki gert í góðum göngutúr.  Annars eyði ég meiri tíma hér á blogginu en heilbrigt getur talist fyrir skrokkinn á mér.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.1.2008 kl. 15:53

10 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Það er ekki gaman að hlaupa.......nema

Einar Bragi Bragason., 27.1.2008 kl. 16:34

11 Smámynd: Linda Lea Bogadóttir

Run Lola Run...
Jú ég vil hlaupa með þér ! Við hlupum saman í haust - vissum bara ekki af því - alla vega ekki báðar aðeins önnur okkar.
Ég er búin að dusta rykið af strigaskónum og taka tappann úr hvítvíninu ... svo ég er klár í nýtt hlaup  - á örðum forsendum en síðast.

Linda Lea Bogadóttir, 27.1.2008 kl. 17:12

12 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Það er hundleiðinlegt að hlaupa. ..

Gunnar Helgi Eysteinsson, 27.1.2008 kl. 17:57

13 Smámynd: www.zordis.com

Snilld að flýta sér á stórum flugvöllum og ganga á rúllubandinu!  Eiginlega eins og hlaup og þar er kona ein með fullt af öðru fólki.

Ætla að kaupa mér takkaskó, 1/2 hektara af grasi og anda ótt. 

dí dú rönn rönn rönn dí dú rönn rönn ......

www.zordis.com, 27.1.2008 kl. 18:16

14 Smámynd: Ásgerður

ER búin að fatta þetta, en ekki fyrr en eftir útskýringu

Ég hleyp ein

Ásgerður , 28.1.2008 kl. 12:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband