Kastið af ykkur bjánalegu brosinu.
20.1.2008 | 14:11
Jæja sunnudagurinn til sælu vel á veg komin og mín bara í náttsloppnum og frekar "tussulegum" bleikum inniskóm...Bubbi Morteins kóngurinn sjálfur er inn í stofu hjá mér að syngja: "hver hlustar í nótt á hjarta þitt....slá...þú ert, þú ert, þú ert ástin mín osfrv. "
Hann syngur aðeins af hátt kannski fyrir minn smekk, þar sem ég á í mesta basli með að hugsa fyrir honum þessari elsku. En hvað hef ég svo sem að gera í fullvaxta karlmann. Leyfi honum því að gaula í stofunni og er sest hér fyrir framan ástina í lífi mínu; tölvuna. Hugsa um að finna nafn á gripinn. Kannski skýri ég hana; Gissur Hans í höfuðið á albróðir mínum...
Hugsið ykkur að skíra lítinn fallega krúttubolta; GISSUR HANS! Er ekki alveg að gera sig fyrir mig...þetta nafn hæfir gömlum manni...ekki ungabarni, ekki unglingi og ekki þeim fallega unga manni sem hann er í dag.
Spurði mömmu einhverju sinni; hvað var málið mamma með nafnagiftirnar á þínum börnum?...hún sagði að sá elsti væri skýrðu í höfuðið á öfum sínum....ég eftir draumi....hún hefði ekkert haft með nafnið á Gissuri Hans að gera .....INGIBJÖRG SIGURÓS ÞÓRARINSDÓTTIR (ég veit er þreytt sjálf að hugsa um það...svooooooo langt!) eftir ömmu og frænku -Gísli Þór....hmmm man ekki -og sá yngsti eftir pabbanum og bróðir hennar.
En hún sver af sér nafnið á honum Hansa mínum. Einsog mér finnst nafnið hæfa honum illa og hefði frekar kosið á Hansa; Bjartur eða Brynjar eða....já eitthvað þesslegt. Þá dettur mér í hug hvernig maður mótar sér oft mynd af ákveðnum einstaklingi eða hópum. Þarf oft ekki annað en nafnið eitt til. Í félagsfræðinni er þetta einfaldlega kallað; Stimplun. Maður hefur fyrirfram myndaðar skoðanir á öllum hlutum. Þvílík frekja. Þvílík dómharka. Meðal annars sú yfirlýsing mín með nafnið hér að ofan. Sem betur fer er smekkur manna misjafn.
Á öðrum stað las ég að á fyrstu 1.5 mín myndaði maður sér skoðun á viðkomandi (t.d. í atvinnuviðtali) og einhverju sinni sagði einhver; -Heiða ef hann er þolanlegur eftir 1 1/2 ár...þá er þetta að gera sig hjá ykkur!
Fyrir ykkur allra bjartsýnustu þá er ykkur óhætt að hoppa niður af bleika skýjinu, kasta af ykkur bjánalega brosinu og fara í fílu...það er fullyrt einhversstaðar að mánudagur sé til mæðu...og hann er í nánd.
Bubbi er enn að syngja; ástin hvíslar ekki vera leið...eina sem hann þráði var ekki flókið...bara fá að vera dag og nótt...við hliðina á þeirri einu réttu...ástin hvíslar ekki vera leið...þú aðeins þú...þú aðeins þú...ástin hvíslar; ekki vera leið...
Með þessum orðum óska ég ykkur botnlausrar og einlægrar gleði í komandi viku.
es; einhverjar hugmyndir önnur en Melkorka á tölvuna mína?
Athugasemdir
Það er líka fullyrt að hálfnað verk þá hafið er og hugurinn ber þig hálfa leið og ég er búin að taka fram rikmoppuna og ætti þá að vera einhvers staðar að svamla í Atlanshafinu farin frá hálfsópuðu húsi
Er einhver sem hefur rétt á að stimpla.......það vantar svona yppaöxlumkall.
Solla Guðjóns, 20.1.2008 kl. 14:32
Takk fyrir að velja mig í þinn bloggvinahóp "mamma"í hjáverkum...
og Solla mín þetta er allt saman bull og engin hefur rétt til að dæma....þér til huggunar er ég enn með jólaútiljósaséríuna í kassa undir snjóskafli úti á svölum...hún fór aldrei upp
Heiða Þórðar, 20.1.2008 kl. 14:36
Spáðu líka í öllum þeim sem heita Glódís Rán, Natalía Sól, Alexandra Líf o.s.frv. Voða krúttleg nöfn á litlum dúllum, en virkar hálf kjánalegt á fullvaxta konum.
Hugarfluga, 20.1.2008 kl. 14:42
Er ekki bara að fara með æðruleysisbænina þegar hlutirnir eru ekki eins og maður vill hafa þá. En mér finnst Gissur Hans ekki passa saman þótt bæði nöfnin séu falleg...
Sigvarður Hans Ísleifsson, 20.1.2008 kl. 14:43
....eða Sóldís á gamalli konu...
Heiða Þórðar, 20.1.2008 kl. 14:46
Ég brosi alltaf þegar rætt er um nöfnin sem við gefum börnunum okkar því mín börn heita Jón og Gunna af gefnu tilefni........en fíflast oft með það að hugmyndarflugi hafi ekki verið meira hjá mér
Solla Guðjóns, 20.1.2008 kl. 15:37
Mér finnst Sóldís líka fallegt fyrir gamla konu Hafðu það gott Heiða mín
Katrín Ósk Adamsdóttir, 20.1.2008 kl. 15:39
Mér brá bara ég hélt að hann væri inni hjá þér hann Bubbi nei er að grínast Heiða mín.
Kristín Katla Árnadóttir, 20.1.2008 kl. 15:52
Bergþóra mín það er alltaf jafn gaman að skoða þessar hugleyðingar þínar... en ég veit ekki um hann Hansa ... læt flakka einn hér í tilefni á degi Hansa..
Eitt sinn kom maður á bar og var litið yfir svæðið og sá hvar ein löguleg kvennsnift með sítt ljóst hár og í háum hælum var sitjandi við barborðið sötrandi White Russian ..nú kall vatt sér að barborðinu og pikkaði í bakið á henni og sagði um leið "viltu dansa" nú frökenin snéri sér við og sagði "ha" kall sá þá að hún var frekar óheppinn í framann og með smá hormottu og sagði að bragði " Þekkiru nokkuð hann Hansa" og fór svo burt í flýti .... koss til þín
Gísli Torfi, 20.1.2008 kl. 16:18
hugleiðingar átti það að vera ekki með "Y"
Gísli Torfi, 20.1.2008 kl. 16:19
Frábær Gíslihefðir mátt sleppa Bergþóru nafninu samt
Heiða Þórðar, 20.1.2008 kl. 16:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.