Typpate og brjóstatal

Sat á biðstofunni í dag. Það var kalt. Klukkan á veggnum sýndi korter yfir ellefu...þrátt fyrir að vera langt gengin í fimm. Sá sambandslausan rafmagnsofn í einu horni. Í öðru horni sat kona á stól.  Ég litaðist um eftir tímariti á skítugu borði. Ekkert sem vakti áhuga minn sérstaklega. Tók samt ársgamla Viku og kíkti m.a. í ársspána mína fyrir 2007. Hún stenst enganveginn og nú er ég að undirbúa málsókn á hendur Gurrý Har....bloggvinkonu minni. Konan sjálf er snilld en spádómshæfileikar hennar í lágmarki, miðað við þetta. Ástarlíf mitt hefur verið handónýtt  fram að þessu....þrátt fyrir loforð hennar um blússandi uppgang í þeim efnum. Ég er með stjörnulögfræðing á mínum snærum. Hún hefur nokkra daga til stefnu...árið er senn á enda.

Ég setti blaðið frá mér og fór að litast um. Á skítugum veggjunum kenndi ýmissa grasa, þarna var viðurkenningaskal, vottorð frá heilbrigðiseftirlitinu og svo 3 dagatöl með myndum. Ágúst 2006 -september 2007 og nóvember 2006. Og þá byrjaði ballið;

-vaknaðu fíflið þitt sjáðu þetta!!!!! (brjóst nr:1)

-þegiðu ég er þreytt! (brjóst nr:2)

-þreytt! hysjaðu upp um þig brækurnar og VAKNAÐU  (orðið fúlt)

annað augað opnaðist og sagt var syfjulega...

-hvaða læti eru þetta útaf gúmmíblöðrum?

-réttu úr þér fíflið þitt! vertu mér ekki til skammar!

-þetta er silicon druslan þín, láttu mig í friði!

-silicon! ok...

þau komu sér vel fyrir í sitthvorri skálinni og kúrðu vært þegar ég bar þau út borubrött, teinrétt í baki og með stolti...leit við og á klukkuna hún var ennþá korter yfir ellefu....50 mínútum síðar...

...þegar ég var við það að loka hurðinni, sá ég svolítið sem vakti áhuga minn og greip eintak...þar stóð;

Ljóð fyrir þig

Þegar þér finnst þú lítils virði,

líður illa, ert umkomulaus,

horfðu þá í augun á Jesú.

Eftir því sem þú horfir lengur

og dýpra,

munt þú finna

að þú ert elskaður

af ómótstæðilegri ást.

Þú munt finna

hve óendanlega dýrmætur

þú ert.

Elskaður út af lífinu,

elskaður af sjálfu lífinu.

Úr ljóðabókinni, Lífið heldur áfram, 2002

Fyrir mig sem elska og þrái að vera elskuð....fannst mér þetta fallegur fundur og ég eignaði mér hann með þökkum ti almættisins því ekkert skeður af tilviljun, sagði mér mætur maður í síðustu viku.

---

Seinnipart dags fór ég til einnar vinkonu...planið var stutt stopp. Mátti svo sem segja mér það af fyrri reynslu að það yrði aldrei neitt stutt. Enda manneskjan hrikalega skemmtileg, vægast sagt. Leitun að annarri eins lífsgleði. Þar sem umræðuefnin okkar hentar hvorki viðkvæmum sálum, gröðum körlum...og feministum þá segi ég aðeins frá einu einasta atriði...það er bara afþví ég er svo góð stelpa...og vil endilega ekki luma á þessu fegrunarleyndarmáli bara fyrir mig sjálfa.

Þegar ég kem til hennar, er hún eitthvað að brasa í eldhúsinu með klakabox og dökkan vökva...formið var typpi...hún afsakar það eitthvað...segist ekki hafa átt neitt annað og svo segir hún;

-Ég var hjá beuty-therapista....hún sagði mér að sjóða grænt te...og frysta...nota klakann kvölds og morgna...og búmm! Hrukkurnar farnar! Þannig að dömur mínar...út í búð...kaupa typpaform (mjög mikilvægt) og grænt te...láta þetta í frystiskápinn bíða í ca....fjóra tíma á meðan hann harðnar...útkoman; barnarassgat með 7 stk. frosnum typpalingum...

..til að svala þorsta er svo hægt að sjúga typpate-ið...fram og aftur, mjúklega en ákveðiðErrm endurnærðar á eftir...og búnar að svala öllum þorsta í hvaða mynd sem er...og bónusinn er; uppfullar af vítamínum...

Eigiði góða helgi elskurnar....hugsa að við séum að tala um helgarfrí frá blogginuWink

En annars nei varla.....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Girl, you kill me.  Typpate, er ekki gott að sjúga þá???  bið að heilsa ekta brjóstunum þínum. Þú ert gullmoli.   Smiley Gone Wild 

Ásdís Sigurðardóttir, 7.12.2007 kl. 00:22

2 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

þú ert brjóstgóð kona Heiða...ég brjóst nú við nei ég meina bjóst nú við öðru brjósti ég meina bloggi á morgun......vá ég er brjóstumkennanlegur úff

Einar Bragi Bragason., 7.12.2007 kl. 00:23

3 Smámynd: Heiða  Þórðar

æi þið eruð æði! algjörir molar...svona góðir konfektmolar...Ásdís mín...læt þig vita í fyrramálið elskan

Heiða Þórðar, 7.12.2007 kl. 00:33

4 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Máttugt er græna teð!

Drekk það reyndar sjálfur, 3 til 4 bolla á hverjum degi!

Og er að sjálfsögðu gullfallegur!

Góða helgi sömuleiðis, í ástum jafnt sem öðru!

Magnús Geir Guðmundsson, 7.12.2007 kl. 00:50

5 Smámynd: Ásgerður

Hvar fæ ég typpaform?     á grænt te sko.

Ásgerður , 7.12.2007 kl. 10:14

6 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Mér Finns mjög gott grænt te það er svo holt Eigðu góða helgi Heiða mín.

Kristín Katla Árnadóttir, 7.12.2007 kl. 10:18

7 Smámynd: Ester Júlía

Þú ert yndisleg Heiða!!!!!. Og ljóðið er ekkert smá fallegt og innihaldsríkt! Takk fyrir það ...þetta er eitthvað sem hver maður ætti að byrja og enda daginn á að lesa.

TAKK fyrir öll uppbyggilegu orðin á bloggið mitt, Knús og kossar

Ester Júlía, 7.12.2007 kl. 10:32

8 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Góðan dag og hér sé Guð.  Er annars frekar feimin að eðlisfari en takk fyrir mig

Jenný Anna Baldursdóttir, 7.12.2007 kl. 11:07

9 Smámynd: Linda Lea Bogadóttir

 Græna teið virkar... fegurðin hefur þó ekki aukist við að drekka það nema þá helst innan frá... gott fyrir "tharm" hahaha... Sennilega myndi Jónína Ben segja að þaðan kæmi fegurðin ... þ.e. frá smáþörmunum
Þarf að prófa það í þessu  "typpate" formi.

Linda Lea Bogadóttir, 7.12.2007 kl. 12:08

10 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Eins gott að skauta framhjá græna teinu...þoli tæplega meiri fegurð

Heiða B. Heiðars, 7.12.2007 kl. 16:04

11 Smámynd: Þröstur Unnar

Æi, guð blessi þig.

Þröstur Unnar, 7.12.2007 kl. 16:52

12 Smámynd: Halldór Sigurðsson

Og ég er EKKI á lyfjum .
Sam ,kannski ég þarf á þeim að halda ?
Nei , ég held ekki . 

Halldór Sigurðsson, 7.12.2007 kl. 21:54

13 Smámynd: Hallgrímur Óli Helgason

Hallgrímur Óli Helgason, 7.12.2007 kl. 22:25

14 Smámynd: www.zordis.com

Og þeim mun dýpra sem þú horfi mun lífið elska þig meira.

Góða helgi svítípæ! 

www.zordis.com, 8.12.2007 kl. 10:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband