Ég hef séð skólastjóra á nærbuxunum
15.11.2007 | 23:56
Mér finnst svona yfirmáta virðing og hræðsla við mennsk-"yfirvöld" alltaf svona hálf-fyndin. Kannski af því að ég hef séð varðstjóra lögreglunnar og skólastjóra úfna og sveitta á nærbuxunum. Og reyndar án nærfata líka ef út í það er farið. Ég hef rifist í þeim afþví þeir settu ekki klósettsetuna niður eftir sig. Ég hef alveg sagt; -afhverju sofnarðu alltaf strax! Og verið fúl. En það er auðvitað aukaatriði. Ég er ekkert að fara út í þá sálma. Bara að minnast á það af því ég bjó með þeim. Í sitthvoru lagi reyndar. Svo hef ég týnt upp brjóstarhaldara eiginkonu fyrrverandi lögreglustjóra upp af gólfinu og úr sófanum. Það kom nú bara til af því að ég þreif heimili þeirra hjóna fyrir dágóða upphæð, þegar ég var 11 ára gömul. Ekki að þetta sé neitt merkilegt eða í frásögu færandi nema fyrir það eitt; að þetta er auðvitað stórmerkilegt! Eða ekki...
Nú er mín aðeins steikt í hausnum og komin í bull-gírinn. Sem er reyndar fínt...ég er ekki að segja fólki og fáráðum að hoppa upp í rassgatið á sér á meðan...
Einu sinni heyrði ég að ef maður ætti að halda ræðu og fyndist það erfitt...ætti maður bara að ýminda sér áheyrendur nakta. Allur taugatitringur yrði á bak og burt. Hef reynt þetta trix þegar ég hitti yfirvald eitthvert og var að fá frest á brennivíns-skatt fyrir fyrirtæki sem ég var í forsvari fyrir....svínvirkaði!
Ég þurfti ekki á því að halda í dag þegar ég hitti ákveðna menn. Þarna kom "strollan" 6-8 stk. stundvíslega kl: 11:00 í sína skildu-úttekt á ákveðnum stað. Einhver taugatitringur gerði vart við sig í "mínu liði". Um leið og ég sá þá koma þarna í röð datt mér í hug lækna-gaman-sería, þar sem allir gengu inn í halarófu....misgáfulegir "hvítsloppar", með Ladda og Eddu Björgvins í fararbroddi. Man ómögulega hvað þátturinn heitir...Heilsubælið minnir mig...enda varla fædd.
Nema hvað; úttektin gekk fínt... ég stóð álengdar...í rauðum háum lakkskóm með eldrauðan varalit út á kinn (er auðvitað að ljúga því...). Og fannst spaugilegt hvað mér fannst fyndið að sjá hvað "uniform" og "vald" gerir suma svo "sporeskjulaga" í framan eitthvað og aðra taugatrekkta. Sumir hækka um 10 1/2 cm...sem er auðvitað dásamlegt. Á meðan hinir missa tennurnar út úr gómnum á meðan þeir minnka í sentimetrum. Vildi að mitt uniform gerði eitthvað meira fyrir mig.... annað en að láta mig líta út einsog flatbrjósta fjórtán ára gelgju... going on forty.... og fengi aðra til að titra í hnjáliðunum...
En það er allt önnur saga...
Úttektin gekk eftir og með glæsibrag. Þarna löbbuðu þeir blessaðir í hóp og skoðuðu stjörnukortin, tóku út sérhvert atriði er varðaði öryggi og fleira, af mikilli nákvæmni. Gott ef þetta var ekki tíu-einkunn sem við fengum. Nema ef vera skildi fyrir það eitt að....tveir af yfirvaldinu drógu mig aðeins afsíðis úr hópnum, á eintal...ég hugsaði ...
-ohhh shit, hvað nú?!
Annar hvíslar að mér;
-Heyrðu vinan, ég held þú ættir að líta í spegil, augnmálningin er aðeins klesst þarna vinstra megin!
-ha? já já hmmm, ég vissi alveg afþví sko....en ég var að vonast til að þið tækuð ekki eftir því....ég skal laga þetta í hvelli!
Lítið vissi ég, en ég var semsagt í úttektinni....og dró meðaleinkunina niður í það minnsta um tvo heila....sem betur fer kom ekkert alvarlegra út úr því, en það sem hægt var að laga án skurðaðgerðar.
Iss piss....við erum nákvæmlega öll jöfn...öll jafn merkileg eða ómerkileg...öll jafn góð eða slæm...bara svona einsog við einsetjum okkur sjálf að vera, dag frá degi.
Góða helgi elskurnar....ég hef sagt það áður og segi það aftur:
Þetta lítur bara mjög vel út!
Athugasemdir
Tilllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll Lukkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkuuuu.
kannski maður skoði staðinn
og þú ert lang________t
Einar Bragi Bragason., 16.11.2007 kl. 00:02
Þá spyr bjáninn ég, hvaða staður er þetta??? en eigðu bestasta helgi.
Ásdís Sigurðardóttir, 16.11.2007 kl. 00:13
hmmmm, langar engin að vita hvað gerð af maskara ég nota? sem míglekur.....!
Heiða Þórðar, 16.11.2007 kl. 00:18
þessi færsla fær mína bestu einkunn og fær Gæðastimpill og Vottun á frekari færslur í framtíðini.. A plús og málið er grafið undir græna torfu... Ég hef séð mann hlaupandi með nærbuxunar á hausnum og í Nike hlaupaskóm hlaupa 4km í 16 stiga gaddi og fékk fyrir það bjórkassa .. hann flúði til Egilstaða eftir það og býr enn :) topp drengur .. gn G.
Gísli Torfi, 16.11.2007 kl. 01:26
Heilsubælið...
Stórt bros færist yfir andlit mitt við þá tilhugsun...
Pizza margarita... pizza margarita...
Hnerr... Hnerr...
Pizza margarita með xtra bræddum osti...
Óborganleg... takk fyrir brosið...
Freyr Hólm Ketilsson, 16.11.2007 kl. 08:53
Held að þetta sé leikskóli Ásdís. Eða Bónusverslun, eða Krónuverslun.
Er þetta getraun?
Þröstur Unnar, 16.11.2007 kl. 09:35
Til hamingju Heiða . . . nú veit ég. Ég æli hins vega af þessum sem tók þig afsíðis . . . þetta eru einhverjir gaurar með minnimáttarkennd. Maskarinn . . ég veit sko alveg af hvaða tegund hann var. Notaði hann einu sinni og fór með í sund. Í klukkutíma var ég í himnasælu stödd í heita pottinum því þar var maður nokkur fallegur sem starði á mig til skiptis við það að brosa. Þegar að ég kom inn og leit í spegil sá ég "dragúlu" með svarta tauma niður eftir öllu. Ferlegt alveg.
Fiðrildi, 16.11.2007 kl. 10:10
Til lukku og láttu þér líða vel um helgina.
Steingerður Steinarsdóttir, 16.11.2007 kl. 11:24
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.11.2007 kl. 12:03
Frábær færsla ...aldrei að vita nema að maður kíkji á nýja staðinn um helgina. Knús til þín elskan!
Erla Ósk Arnardóttir Lilliendahl, 16.11.2007 kl. 12:31
innlitskvitt frá langtíburtistan Snilldar færsla hehehhehe
Saumakonan, 16.11.2007 kl. 14:24
Til hamingju með opnunina. Geri mér enga grein fyrir því hvað þú varst að opna en samgleðst þér samt. Þú ert búin að vinna fyrir því
Til hamingju líka með að hafa séð skólastjóra á brókinni - lengsta sem ég hef komist upp þann stiga er kennari, brókarlaus Það dugði mér........
Hrönn Sigurðardóttir, 16.11.2007 kl. 18:52
hehe las 2x til að vita hvað þú værir að opna en kom ekki auga á að þú værir að opnasmá bullBert hold er allaf nakið hverjum sem það til heyrirallir jafnir í því
Knús og góðan laugardag....
Solla Guðjóns, 17.11.2007 kl. 00:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.