Alltaf jafn yndisleg...
13.11.2007 | 11:24
Sumir segja að svefn sé ofmetin. Ég segi að hann sé vanmetin. Það á allavega við í mínu tilviki, ég einfaldlega verð svolítið miklu meiri klikkhaus en vanalega, þegar ég hef verið svefnvana um langt skeið. I vikutíma eða svo....
Síðustu daga þakka ég guði mínum fyrir það að eiga ekki kærasta/sambýling/eiginmann eða hjásvæfu. Sá hefði fengið það...duglega Í vinnunni og í búðinni heldur maður ákveðnum front. Er einfaldlega lukkulegsti fífillinn í bænum...öðru máli gegnir um heima hjá sér. Ég sat í faðmlögum í sófanum mínum í gærmorgun; grét aðeins nett í öxlina á honum...Hringi eitt símtal, ríf mig síðan upp á rassgatinu skelli mér í klippingu.
Hárgreiðslumeistarinn minn fékk því aðeins að súpa seyðið af ójafnvægi ala Heiðu...í boði Heiðu.
Áður en ég heilsa, segi ég.. þegar ég kem inn...
-ég nennti ekki að mála mig...þú hefur örugglega séð það verra, er það ekki?
-jú jú Heiða mín...
-jaaaaa, þú vaknaðir nú við hliðina á mér í einhver ár...
-jájá...
Ég hlamma mér niður í stólinn, lít í kringum mig og held áfram, án þess að splæsa einu einasta brosi...
-hva! áttu ekkert súkkulaði?
-jú ég átti von á þér og skaust í búð.
Hann réttir mér óopnaðan poka með þristum. Uppáhaldið mitt í fyrndinni. Úr spilaranum var einnig uppáhaldstónlistin mín....fyrir 7 árum.
Þegar ég fékk netta ábendingu um að ég þyrfti að særa á mér hárið oftar þó ég hefði verið að safna, lít ég á hann nánast einsog flogaveik og segi ....
-sko við skulum hafa það alveg á hreinu að ég nenni ekki að hlusta á einhvern fyrirlestur um hárumhirðu....klipptu mig bara einsog ég bað þig um...og afhverju í andskotanum notar þú þennan tón við mig? Hef ég gert þér eitthvað...?
Hann þagði...og þegar ég spyr hann í þaula...hvað er þetta? og hversvegna þetta? hvað með þennan tón í röddinni, ....var hann farin að tipla í kringum mig og þagði ennþá meira. Við vorum á opinberum vettvangi og menn eru vandir af virðingu sinni. Þegar ég er í þessu stuðinu er líkast til best að halda kjafti.
Það var auðvitað dásamlegt að láta hann þvo á sér hárið og það eina vinsamlega fram að þessu augnabliki var þegar ég missti mig aðeins og ummmmmaði...og segi;
-ohhh, hvað þetta er gott. Værirðu til í að gera þetta daglega?
Hann auðvitað jánkaði (mig grunar að hann hafi hringt í heildsalann, þegar ég skrapp á salernið, til að auka innkaupsmagn á sjampó-i og hárnæringu...)
Svo náði ég púkanum fram aftur að hárþvotti loknum.
En mikið skammaðist ég mín þegar hann rétti mér fullan poka af tímaritum og sagði þegar ég var að fara;
-Þú þarft ekkert að borga elskan, komdu hvenær sem þú vilt. Þú breytist ekkert, alltaf jafnyndisleg.
Ég settist upp í bílinn og í annað skiptið þennan daginn fór ég að vola.....
Athugasemdir
lovjú samt ekki þannig......
Hrönn Sigurðardóttir, 13.11.2007 kl. 12:16
Heiða hin Hárfagra
Einar Bragi Bragason., 13.11.2007 kl. 14:20
Æ þú ert svo krúttleg og minnir mig svo oft á mig . . . . var þetta smá lame :) Þú ert bara þreytt og þú ert svo góð og þess vegna brjótast tilfinningarnar út. Þetta er því allt saman bara jákvætt og vertu stolt.
Áttu yndislegan dag og volaðu bara eins mikið og þú vilt . . . volaðu út og þá ertu orðin hoppandi hress á eftir.
Fiðrildi, 13.11.2007 kl. 14:58
Alveg barasta hoppuð í rétta gírinn...
Heiða Þórðar, 13.11.2007 kl. 15:25
Heiða ég þarf endilega að sjá þig í þessum gír... það er örugglega eins og þulurinn sagði í gamla daga fyrir hverja vídeómynd " Að horfa á Heiðu í gírnum er góð skemmtun" fjölföldun á Heiðu er með öllu óheimill og bannað er að nota hana til sjós eða í fjölbýlishúsum... eigðu Hoppandi Hlægilegan og Fjallhressann dag :)
Gísli Torfi, 13.11.2007 kl. 15:54
Mikið er ég þá feginn að vera eins hárlítill eins og raun ber vitni ...
Svefn- og hvíldarkveðjur til þín dúlla!
Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 13.11.2007 kl. 16:46
rejectable wonderful life! Öfgi og höfgi, lífið í sinni dýrmætu yndislegu mynd!
Góður strákur þessi klippari!
www.zordis.com, 13.11.2007 kl. 18:21
Ef þér leiðist kíktu þá bara á myndirnar sem ég tók um helgina :)
http://photoice.wordpress.com/
Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock), 13.11.2007 kl. 19:55
Elsku Heiðan mín, ég heyrði einu sinni sögu af konu sem fór á hárgreiðslustofu til að fá sér strípur og fór með þær heim í poka. Hvernig það sem eftir var á hausnum á henni leit út var víst of skelfilegt til að hægt væri að lýsa því. Mér hefur alltaf fundist síðan að hárgreiðslumenn eigi að spyrja kúnnana íbyggnir þegar þeir koma inn: Hvernig viltu fá hárið, á höfðinu eða með heim í poka?
Steingerður Steinarsdóttir, 13.11.2007 kl. 21:18
Solla Guðjóns, 16.11.2007 kl. 23:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.