Kúkaði ég nokkuð í rúmið?

Ég bað afmælis-stráklinginn minn, sem er að versla sér föt núna í Smáralindinni að kíkja á kveðjurnar frá ykkur. Hann er ekki enn búin að því. Þegar ég setti inn færsluna í gær...sendi ég honum skilaboð. Hann sagðist gera það seinna. Þegar ég ítreka við hann í morgun. Sagði hann; já mamma, seinna. Þegar ég ítrekaði öðru sinni í dag. Sagði hann; mamma, varstu nokkuð að lýsa því sem skeði fyrir átján árum og níu mánuðum! (mér fannst einsog hann væri að reyna að forðast það....að kíkja.)Smile

-Nei elskan mín! Hvað heldurðu að ég sé?

-mamma! ....never mind!

-jæja ok, ég var búin að skrifa einhverja svaða færslu...hún fór ekkert í loftið þar sem hún gufaði upp...nei elskan þetta er ofsalega pent bara.

Svo kom;

-mamma, kúkaðirðu nokkuð á þig þegar þú áttir mig?

-Ari!

-nei það er fullt af konum sem kúka á sig sko...

Þá mundi ég það!

Eftir að vera búin að laxera í góða tvö tíma. Delevery-rúmmið var einsog sláturhús dauðans. Ein var með rifin spæl á sloppnum sínum. Annar var klóraður í framan. Barnið nýfædda komið með tíu fingur, tíu tær og eitt typpi...búið að skíta út allan súrefniskassan. Barnsfaðirinn í losti yfir hamaganginum í kerlingunni sinni. Pétursporið komið á pjölluna með bleikum tvinna. Og það fyrsta sem ég spurði var;

-kúkaði ég nokkuð í rúmið?

Og sonur minn kippir í kynið greinilega.

Ég stend annars frammi fyrir afar langdreginni fæðingu þessa dagana. Fæðingin er sett á,  í fyrramálið kl; 11:00. Forleikurinn var seinnipart dags. Fæðingin er auglýst í Fréttablaðinu í fyrramálið. Ég ætla að fá velútilátna deyfingu beint í æð með 100 ml. af spýtti!

Ekki veitir af...annars erum við að tala um hörkukerlingu hérna. Sem ætlar að laxera og vakna fyrir fyrsta hanagal.... verð sett á stað í nótt 0400am -SHARP!

...og tek netta sextán tíma á þetta.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Bíð spennt eftir blaðinu

Hrönn Sigurðardóttir, 8.11.2007 kl. 20:42

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég fæ eiginlega aldrei Fréttablaðið, ef maður stendur ekki við borðið þegar blaðið kemur af flugvellinum, þá er það búið.    en ég bíð bara spennt eftir viðbrögðunum hér hjá þér, hvað þú ert að pæla stelpa.  Og vonandi ekkert sem lætur þig kúka í rúmið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.11.2007 kl. 20:46

3 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Nú er ég forvitin og það er aldrei gott að vera of forvitin

Sunna Dóra Möller, 8.11.2007 kl. 20:55

4 Smámynd: Heiða  Þórðar

Það er ÓGEÐSLEGA vont að vera forvitin

Heiða Þórðar, 8.11.2007 kl. 21:01

5 Smámynd: Gísli Torfi

já þetta verður klassa staður... og til hamingju með staðinn ætla semsagt að vera fyrstur til að votta þér Bikar fyrir dugnaðinn seinustu daga... og  úff þessar fæðingar sjæs maður ég vona að ég verði með sólgleraugu og í flotgallanum mínum þegar og ef ég þarf að vera viðstaddur þegar barn skal koma í heiminn.. "Nara" Gísli ( pólska og þýðir sjáumst  ).... var að koma frá stuðinu það er allt að verða crasy í þessum efnum menn eru að fara heljarstök afturábak og í spígat og splitt hehe

Gísli Torfi, 8.11.2007 kl. 23:27

6 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

ligga ligga lái ég veit en segi engum......til lukku fyrirfram.......

Einar Bragi Bragason., 9.11.2007 kl. 00:22

7 Smámynd: Solla Guðjóns

Er ekki 9.í dag ?? næ í blaðið ....þér tókst þó að koma mér út úr húsi.

Solla Guðjóns, 9.11.2007 kl. 12:55

8 Smámynd: www.zordis.com

Forvitni er góð!  ER búin að vera heima með veikum syni .... í útlöndum og kemst hvorki í blað né né né ....

ég er lánsöm kona, forvitin og heil!

Helgarknús ...

www.zordis.com, 9.11.2007 kl. 19:30

9 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Gunnar Helgi Eysteinsson, 10.11.2007 kl. 01:15

10 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Ég bíð spennt eftir blaðinu knús

Kristín Katla Árnadóttir, 10.11.2007 kl. 15:35

11 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Úps! Engu nær!

Edda Agnarsdóttir, 10.11.2007 kl. 16:19

12 identicon

Ég hef ekki kúkað í rúmið frá því ég man eftir mér, en ég er samt forvitinn um þessa fæðingu ... bíð spenntari en bogi Hróa Hattar!

Sorrí að ég náði ekki að senda kveðju á rétta færslu í tíma, en til hamingju með 18 ára strákinn!!! Sem gerir hann akkúrat og einmitt helmingi yngri en mig núna! Og hvar er svo stærðfræðin?

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 10.11.2007 kl. 18:24

13 Smámynd: Halla Rut

Ég hafði einmitt mestar áhyggjur af þessu þegar ég var yngri, það er að kúka á mig þegar ég mundi fæða....fyndið þegar maður hugsar um það..

Halla Rut , 11.11.2007 kl. 02:04

14 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

ég verð að viðurkenna að ég er feginn að þessu var komið á ykkur

Einar Bragi Bragason., 11.11.2007 kl. 02:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband