Bónar þú á þér rassinn?
29.10.2007 | 22:44
Það er svolítið flott og skondið að kíkja út um eldhúsgluggann minn núna. Kvöldið er dökkt og á upplýstum fótboltavellinum hlaupa fimir karlar með pungbindi...þeir sýnast svo "oggulitlir" úr fjarlægðinni. Þeir eru í litríkum búningum. Ég brosi. Þeir eru eitthvað svo krúttu-búttulegir þarna. Eiga vel heima í bíómyndinni minni. Smellpassa hver og einn einasti. Allt er einsog það á að vera.
Það er svo skrítið hvað ekkert og allt getur annaðhvort kallað fram bros og annað "ekkert og allt" tár og depurð. Hvað "allt og ekkert" hefur áhrif á mann. Hvernig manni líður dag frá degi.
Ég var stödd í lúgu-pylsuvagni ekki alls fyrir löngu. Í framsætinu sat mamma. Hún var búin að fá matinn sinn og ég beið eftir mínum. Mamma segir með fullan munninn;
-döfull tekur þetta langan tíma...
-mamma ekki tala með opin munninn!
-nú hvernig á ég að tala öðruvísi?
-æi ég meina, ekki tala með munninn fullan af mat...þú veist hvað ég er klígjugjörn. Og ekki blóta svona mikið...þú veist hvað það fer í taugarnar á mér!
Mamma þagði og starði einbeitt útí daginn sljógum augum og borðaði pylsuna sína. Í fílu.
Mig byraði allt í einu að klægja óstjórnlega í nefinu. Ég klóraði mér svona pent á farðaborin nebbalinginn. Svo segi ég;
-hvað ætli það þýði þegar manni klægjar í nefinu?
Þögn.
-mamma, fyrir hverju er það þegar manni klægar í nefinu? Er það ekki fyrir einhverju?
mamma þagði í feitri fílunni...svo sagði hún;
-þú sagðir mér að halda kjafti Heiða! Og jú það er fyrir einhverju. Man ekki hverju. Örugglega einhverju mjög slæmu!
Ég "restaði keisið mitt", horfði í átt til pylsuvagnsins á vinstri hönd og brosti út í annað. Beið róleg og spök eftir matnum... á meðan hörmungarnar sem spáð hafði verið fyrir um skytust í gegnum þakið á bílnum mínum, þær létu eitthvað á sér kræla.
Mig dettur ekki í hug að spyrja hana mömmu, þessa elsku, afhverju ég er búin að vera að geispa síðan á laugardagsmorguninn sl. Skilgreiningin sem ég fengi væri örugglega eitthvað á þá leið að endalokin væru í nánd... eða eitthvað þaðan af verra.
Mér er eitthvað svo hugleikið núna, þetta með hversu fólk er mikill áhrifavaldur dagsdaglega. Sumir hreinlega sjúga úr manni orku og draga mann á vit neikvæðrar hugsana og inn í svörtustu vanlíðun. Á meðan aðrir hafa þau áhrif að finnast allir vegir vera færir, sem þeir eru í rauninni. Að lífið sé dásamlegt sem það er auðvitað. Oftast.
Ég er ekki að tala um mömmu og mig... enda er þegjandi samkomulag milli mín og mín að láta hennar veikindi draga mig og hrista mér og minni tilveru sem minnst til og frá. Annars væri voðin vís.
Ég er aðeins að minna sjálfa mig á að nota þessa sömu aðferð á allt og alla sem á vegi mínum verða dagsdaglega. Láta fólk hafa sem minnst áhrif á mig. Nema þá auðvitað þá, sem rífa mig með sér upp til skýjanna. Ég veit svo sem ekki nákvæmlega hvað ég vill nema í aðalatriðum....en ég veit klárlega hvað ég vil ekki fá út úr samskiptum mínum við aðra. Veit hverja ég vil sem minnst umgangast;
Neikvæða fílupúka, þá sem eru svo súrir að þeir eiga ekkert eftir til að gefa öðrum. Ekki einu sinni skitið bros og hvatningu. Þá sem eru uppfullir af sjálfsvorkunn, svo ég tali nú ekki um umtals-illt fólk. Sjálfumglaða einstaklinga sem bóna á sér rassinn og rassgatið eftir sérhverja og einustu klósettferð. Bara svo lítið "eitthvað" sé nefnt.
Þessi færsla er eiginlega í beinu framhaldi af fyrri færslu með að eldast. Um fegurðina samfara. Ég átti forkunnarfagra vinkonu. Hún var svo falleg að hún tók þátt í fegurðarsamkeppni. Flestum úr vinkonu-hópnum var boðin þáttaka á vissum tímapunkti í lífinu...einhverjar slógu til, en þær sætustu í hópnum höfðu ekki áhuga. Hún vann ekki og á úrslitakvöldinu þegar lá fyrir að önnur varð fyrir valinu, varð mín hreint ekki kát og samgladdist. Hún reiddist mjög og í bókstaflegri merkingu strunsaði hún út af sviðinu í síðkjólnum í votta viðurvist nærstaddra. Þeim til kátínu en henni til minnkunnar.
Svo varð hún þessi sama á vegi mínum ekki alls fyrir löngu. Hafði ekki séð hana í nokkur ár. Hún er árinu eldri en ég. Ég ætlaði ekki að þekkja hana. Andlitið var enn í fullkomnum hlutföllum. Þrýstnar varirnar afmynduðust í bitran fílusvip. Augun báru vott um fyrirlitningu og kaldhæðni. Limaburðurinn hennar var sá sami; yfirborðslegur, svona einsog hún ætti heiminn. Hinir skildu víkja til hliðar. Yfir henni var grá slikja hversdagsins...hún minnti mig einna helst á gangstétt.
Ég valdi mér aðra götu, kinkaði kolli til hennar og brosti. Hún kinkaði kolli og brosti ekki.
Orðaskipti urðu engin.
Hvernig stendur annars á því að engin tekur þátt í þessari heimspekilegu skoðunarkönnun hér til vinstri?
Athugasemdir
Rosalega er ég sammála þér. Ég gæti hafa skrifað þetta með þér :) Láttu þá eiga sig sem eru neikvæðir og stela frá þér orkunni . . . þeir eru ekki þess virði að umgangast (nema auðvitað mamma þín :) . . allt í lagi að henda ofaní hana einni og einni pylsu)
Hugsaðu þér allt það skemmtilega sem kannski gerist á morgun. Fallega og bjarta drauma !
Fiðrildi, 29.10.2007 kl. 22:58
Einmitt stelpur! (Örnurnar mínar...) spurning að stofna með sér samtökin; Burtu með neikvæðnina!
Góða drauma og fallega...og eigið yndislegan dag á morgun
og Arna (catwomen) við mæðgur erum efni í það minnsta, eina örsögu
Heiða Þórðar, 29.10.2007 kl. 23:35
Já það að geta valið sér sinn félagsskap eru forréttindi...
Ættingjar eru blóð manns og þá velur maður ekki...
Góðir hlutir gerast hægt og blabla... er það skásta sem mér dettur í hug eftir svona rosalega djúpan pistil... gaman að lesa þig...
Freyr Hólm Ketilsson, 29.10.2007 kl. 23:38
hahaha mæður geta verið ótrúlegar.
Sólrún, 29.10.2007 kl. 23:41
skemmtileg lesning að venju....það er alltof mikið til að fólki sem sogar til sín allt það neikvæða í lífinu........og tja hreinlega virðist þrífast á því ...ekki skil ég hvernig það er hægt......það er alltaf hægt að finna eitthvað til að brosa af.
Einar Bragi Bragason., 29.10.2007 kl. 23:42
uss uss uss næstum búinn að gleyma.....þú veist hverju
Einar Bragi Bragason., 29.10.2007 kl. 23:42
Sammála. Takk fyrir mig.
Jenný Anna Baldursdóttir, 29.10.2007 kl. 23:43
Einar Bragi; nei hef ekki hugmynd... þetta er svona einsog þegar ég segi við Ara son minn;
-Ari, hvar er þarna.....æi, þú veist?!
Góða nótt elskurnar. Öll æðisleg æðislegri æðislegust!
Heiða Þórðar, 29.10.2007 kl. 23:53
Ég þekki sko vel þetta frásog á orku,stundum finnst manni erfitt að fara frá ORKUÞJÓFNUM,því yfirleitt eru þettað veikar manneskjur eða þá á hin veginn svakalega niðurdrpandi.ALLT svo NIÐURDREPANDI og ÓMÖGULEGT.því miður en RUN FOR YOUR LIFE.
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 30.10.2007 kl. 00:44
Gleymdi. Að klægja í nefið. Það eru að minsta kosti tíu skýringar á því OG FLESTAR NEIKVÆÐAR!!!!! HUMMH.
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 30.10.2007 kl. 00:46
Hæ Lófastafur :) Kobbi Hroki hlýtur að tilheyra fýlupoka færsluni :) Guð einn veit og annar hvað ég var að gera áðann :) ...
Gísli Torfi, 30.10.2007 kl. 05:09
Takk fyrir færslu og eigðu góðan dag
péess.....einhvern tímann heyrði ég að ef mann klægjar í nebbann, þá á mar von á peningum...sel það ekki dýrara en ég keypti það
Sunna Dóra Möller, 30.10.2007 kl. 10:02
Það reynist mér ósköp erfitt að loka á fólk.það er mér eðlislægt að vera vingjarnleg við fólk þó ég óski þess að það sé hinu megin á hnettinum...svo situr maður eftir ....æjjjjjj ég nenni ekki að vaska upp....
Svo svona alveg spes fyrir þig æj skotturófan mín
Solla Guðjóns, 30.10.2007 kl. 10:09
Var að enda við að gefa Saxa atkvæði mitt í skoðanakönnunni en tek undir allt sem þú segir hér. Bandaríski sjónvarpsdómarinn Judge Judy sagði einhvern tíma í viðtali að pabbi hennar hefði hvatt hana áfram í æsku með þessum orðum: „Fegurðin fölnar en heimskan varir að eilífu.“
Steingerður Steinarsdóttir, 30.10.2007 kl. 10:56
Vá ég var ekki búinn að taka eftir þessari könnun.....þakka heiðurinn......Heiða þú veist það víst.....en ég skal samt segja það ......samkvæmt samningi á ég að láta þig vita á hverjum degi að þú sért gullfalleg.......sem þú ert....og takk Steingerður
Einar Bragi Bragason., 30.10.2007 kl. 11:52
Hahahaha Annar á greinilega vinningin, hver er hann annars
En þetta sem þú segir um fýluna, og hrokan er alveg dagsatt, nema ég er viss um að þessi vinkona þín er ekki ennþá svona falleg með fýlusvipinn hangandi út um allt. Takk fyrir að vera alltaf svona skemmtileg
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.10.2007 kl. 12:37
Góð lýsing ".....minnti mig einna helst á gangstétt...."
Þekki einmitt nokkrar svona gangstéttar, hver annarri leiðinlegri
Eigðu góðan dag, ljúfust!
Hrönn Sigurðardóttir, 30.10.2007 kl. 15:15
orkuþjófar ,, er ekki bara málið að láta fól vita að það sé að stela orku ...
Margrét M, 30.10.2007 kl. 16:02
Ég kannast við þetta, Heiða. Þetta með orkusugurnar og AKKÚRAT þetta með að "tala með opinn munninn" - hef sjálfur sagt þetta
Þegar einhver nákominn segir við mig: ég vil að þú látir mig vita þegar ég er að "gera þetta" því ég vil ekki verða svoleiðis (ég er viljandi óljós í augnablikinu), þá veit ég að ég mun ekki geta sagt þetta, nema að vera undirbúinn fyrir major fýlu í einhvern tíma. Ég hef beðið manneskju um að smjatta ekki ... fékk urr til baka!
Í hnotskurn : frábær færsla, innilega sammála þér, og þetta með sjálfumglöðu 'fegurðardrottningu-wannabe-stúlkuna' ... heimurinn væri fátækari ef við hefðum ekki þetta fólk, til að láta okkur líða betur
Knús og kveðjur að norðan
Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 30.10.2007 kl. 16:59
þú ert algjört yndi Doddi búálfurinn minn
Margrét; hvernig væri það?... en er samt ekki alveg að sjá fyrir mér; hei, fyrirgefðu þú ert að stela frá mér orku!
Takk fyrir kveðjurnar og commentin öllsömul You guys make my day...
Heiða Þórðar, 30.10.2007 kl. 17:29
Það gæti verið gaman að hitta ykkur mæðgurnar í kaffibolla Ég var ekki búin að sjá skoðunnarkönnunina en nú ætla ég að fara og skoða hver er mest sexy og kjósa
Katrín Ósk Adamsdóttir, 30.10.2007 kl. 20:43
Mikið til í þessu öllu .. best í heimi að vera maður sjálfur með fólki sem lætur manni líða vel.
Hugarfluga, 30.10.2007 kl. 22:04
Heiða! mér finnst listinn hjá þér ekki tæmandi
Freyr Hólm Ketilsson, 30.10.2007 kl. 22:56
hehe bæti kannski úr því ;)
Heiða Þórðar, 30.10.2007 kl. 23:05
ó, og ég er búin að taka þátt í skoðanakönnun. Segi eins og einhver, mér finnst listinn ekki tæmandi.........
Nú er hins vegar kominn tími á sætar stelpur að halda í ból. Góða nótt fallegust
Hrönn Sigurðardóttir, 30.10.2007 kl. 23:10
Að klæja í nefið hefur alltaf þýtt á mínum bæ að maður reiðist einhverjum bráðlega. Allavega segir minn bóndi alltaf "o ó á ég að forða mér núna?" þegar ég fæ óútskýranleg kláðaköst í nefbroddinn
Og já... búin að taka þátt í könnuninni.... "annar" varð fyrir valinu hjá mér og ætla sko ekki að skýra frá HVER það er *glott*
Saumakonan, 30.10.2007 kl. 23:12
Guðmundur; góða ferð og skemmtun. Ég mun sakna þín
Heiða Þórðar, 30.10.2007 kl. 23:55
verð bara að bæta hér við .... það er gott ráð að láta fólk vita ef það stelur orku, vegna þess að þá verður það meðvitað um það og það hættir að stela orku .. trúðu mér þetta virkar ... fólk stelur ekki yfirleitt orku meðvitað .... þekki reindar einn mann sem fer í kringluna til að stela orku af fólki ....
Margrét M, 31.10.2007 kl. 10:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.