Guð brosti til mín...

Andinn lætur á sér standa. Blogg-andinn...ótrúlegt en satt...eini andinn sem hér ríkir er geðvonskulegur vindurinn sem er við það að brjóta rúðurnar allar á heimilinu mínu.

Ég hugsa til bílsins míns sem stendur þarna úti rétt við hlöðuna, aleinn og yfirgefinn. Dökkblár og svartur af kulda og riði. Afturendinn á honum lengist og lengist. Hann er gegnvotur held ég.... og þar sem ég sit hér núna í hlýjunni,  hugsa ég honum þegandi þörfina. Ég óska þess nefnilega að vindhviðurnar allar þrjár...brjóti rúðurnar, taktfast og skipulega. Draumurinn er nefnilega að þurfa ekki að skafa í fyrramálið.

Svo hef ég svona duldar fantasíur um nokkurskonar blæjubíl og dreymir um að fá morguninn (á morgun) beint í fangið.

Bílinn minn er kol-rangeygður! Og ekki nóg með það. Einn frostmorguninn um daginn var hann vel hrímaður blessaður. Að utan og innan. Og milli þilja.

Ég stóð þarna á hælunum og hristist einsog jarðaberin um morguninn í "mixernum" -og vinsælasta og eina hugsunin áður en hafist var handa við frekari aðgerðir, til ökuhæfs ástands var;

Fuck Heiða Bergþóra! 

Svo skoppaði ég þarna einsog freðin froskur...með naglfast hárið og leit útundan mér undir bílinn til að athuga hvort Guð hefði bænheyrt mig kvöldið áður. Af minni alkunnu snilld tók ég of harkalega í aðra rúðuþurrkuna sem stóð eitthvað á sér, með þeim afleiðingum að hún er nú óvirk með öllu.

Neibb...slitin sumardekkinn sátu ennþá þarna glottandi, í stað nelgdra dekkja sem ég hafði óskað mér ásamt ásetningu og öðru smotterýi í kvöldbæninni.

Og upphófust samræður við Guð.

-Sko Guð, ég bið þig um einn skitinn umgang af vetrardekkjum! Þú þurftir ekkert endilega að hafa þau negld! Þau máttu vera notuð svo framarlega að þau væru nýtileg!  Hvað er málið? Hefur þú tíma til að fylgja mér allra minna ferða góði minn? Er ekki nóg að gera hjá þér? Engar bænir?

Jæja félagi...þú baðst um þetta. Nú siturðu uppi með mig. Hoppaðu uppí. Bíllinn er farin að hitna. 

Svo settist ég í bílstjórasætið og sagði;

Guð, festu á þig öryggisbeltið. Og mundu, það er bannað að reykja í bílnum.

Hann brosti og ég á móti...

 


mbl.is Of margir með ljósin í ólagi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heiða  Þórðar

Á eftir að sakna hlýrra og skemmtilegra commenta frá þér Guðmundur. Ef þú skildir rekast á tölvugarm eða pung í útlandinu...láttu sjá þig hjá mér

Heiða Þórðar, 31.10.2007 kl. 00:08

2 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Æ já það er ekki gott að vera bíll út í kuldanum......hér hjá mér eru 2 annar þeirra er nýr hvítur KIA Sportage(það eru fjöll hérna) sem fær aldrei og ég meina aldrei að fara inn í bílskúrinn...........því að þar er djásnið 1973 módel af eldrauðri Bjöllu......sem er minn dekur bíll.....þeir sem eiga Ameríska kagga finnst það kannski ekki töff.....en mér finnst Bjallan hafa sál....fer með hana út á góðviðrisdögum og þá er hún oftast stillt en vill stundum líka aðeins fá að hvíla sig....en það er bara stundum og þá í stutta stund.

Einar Bragi Bragason., 31.10.2007 kl. 00:45

3 Smámynd: Ester Júlía

Þú ert snillingur Heiða!   Knús

Ester Júlía, 31.10.2007 kl. 08:12

4 identicon

jÁ,já, Heiða mín.Það er sko margt vitlausara en það að hafa GUÐ með sér í bílnum. Ef maður biður ekki um neitt,þá verður einfaldlega ekki neitt.( held ég).  Lýsingarnar þínar á bílnum, sem þreyttur bíður eftir þér, eru skemmtilegar.  Orð að sönnu.Haltu áfram að biðja,það er nefnilega ALDREI að VITA!!!!

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 31.10.2007 kl. 08:31

5 Smámynd: Margrét M

jamm frábært að vera bara með Guð með sér

Margrét M, 31.10.2007 kl. 10:47

6 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Ekki dónalegir farþegar sem þú færð í bílinn hjá þér.

Steingerður Steinarsdóttir, 31.10.2007 kl. 11:07

7 Smámynd: Gísli Torfi

Guð er bara einni bæn frá manni ALLTAF ..það er ekki slæmt og svo eftir að síminn kom með 3G kynslóðina þá er spurning hvort maður geti Dail-að á hann og fengið myndskeiða-skilaboð í leiðini frá Meistaranum ....væri kannski gaman að fá Gullna Hliðið sent til sín.... Megi Guð blessa þig og bænheyra ...

Gísli Torfi, 31.10.2007 kl. 11:11

8 Smámynd: Fiðrildi

 . . ég ætla líka að prófa að biðja Guð um nýjan bíl HANDA ÞÉR! 

Fiðrildi, 31.10.2007 kl. 15:22

9 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Ég væri til í að fá eitt brosd frá Guði núna og smá knús.....

Sunna Dóra Möller, 31.10.2007 kl. 15:34

10 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Hvað varstu að gera á hælaskóm í kuldanum stelpa? Seldu bílinn og bíddu í mánuð þá færðu örugglega gefins bíl. Ég gerði þetta einu sinni og það virkaði, fékk reyndar kall með og á hann ennþá  (sko kallinn)

Ásdís Sigurðardóttir, 31.10.2007 kl. 16:02

11 Smámynd: Heiða  Þórðar

Ásdís.....er hægt að ná í kall og bíl.... án hæla!?

Heiða Þórðar, 31.10.2007 kl. 16:31

12 Smámynd: halkatla

þú ert svo mikið krútt þetta er æðislegt

verum "ahh" við Guð 

halkatla, 31.10.2007 kl. 16:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband