með skallablett á pjöllunni...

Miðað við útsýnið út um gluggan minn...þá er þessa færsla í hrópandi mótsögn, bæði við fegurðina (nokkur stór og stöðug steinhús og eitt stk. fótboltavöllur...)  og svo líður mér undur vel  í hjartanu mínu. Sólin hreinlega öskrar á mig að utan...og ég ætla út að dansa, við tréið mitt í bleiku lopasokkunum, innan skamms.

Þetta kunn vera staðreynd lífsins engu að síður, því sem við öll stöndum frammi fyrir.

Tannlæknirinn stóð fyrir framan mig í síðustu viku. Ábúðarfullur með hendur á mjöðmum, tilkynnti hann mér það afar alvarlegur, að tennurnar eru á sífelldri hreyfingu ...stoppa ekkert steinsnar neitt á ákveðnum stað og sitja þar sem fastast. Það mun eiga við um ykkar tennur líka kæru vinir, nema þær séu festar með tannlími...

Á einni röntgenmyndinni rak hann svo augun í einhvern misþroska endajaxl....já misþroska kvikindi eða latan í meira lagi...þar situr hann uppi sem fastast uppi í gómnum. Hefur aldrei dagsljósið litið þessi þrjóski refur! Og ég er alvarlega að hugsa um að launa honum fíluna...og láta hann dúsa í myrkrinu forever and ever...

Í síðustu viku var ég svo að spjalla við vinkonu mína, með hugann við tennurnar spræku og nefni þetta lauslega við hana...þá segir hún;

-Veistu Heiða...nefið á manni og eyrun eru alltaf að stækka ...augun breytast.

-nei, í alvöru? Fuck og svo skreppum líkaminn saman og við minnkum! Hárið þynnist einnig.

Ég held að það sé ráð, þegar litið er til þessa, að njóta sín sem mest og best.

Hef photoshoppað myndina af mér í huganum...þar sem ég sé mig, með tennurnar á skjá og skjön...stuttu buddu skrudduna...með risa-huge nef og apaeyrun... hárstrá á tjá og tundri. Sveskjuyfirbragð yfir allt og öllu og pjallan með skallablettum...

Til að hugga mig við hryggðarmyndina sem ég sé fyrir mér, hugsa ég til ömmu.

Hún er á níræðisaldri og þvílík fegurð! Þetta er klisja en hún er aldrei ofsögð. Fegurðin kemur að innan. Ég endurtek;

Fucking fegurðin kemur að innan!

Hafið þig séð fallegu konuna með rúnum reist andlitið af kærleik, viðruð af fyrri ákvörðunum, æðruleysið uppmálað í litarhaftinu? Kærleikan sem skín úr augunum?

Fyrir mér er það fegurð og hún finnst í svo mörgum...körlum og konum. Hún verður ekki keypt með kremum. Hún verður ekki keypt með peningum.

Dásamlegur dagur í dag...og belive it or not! Enn ein sæluvikan að hefjast! Þið megið njóta hennar með mér.

Ég neita að hlusta á kvart og kvein alla vikuna...(endurskoðast að viku liðinni) þið sem standist ekki mátið...hafið samband við einhvern annan en mig...það er enn læst og dregið fyrir alla glugga, símanum verður ekki svarað...

...nema fyrir hina. Love you guys....-hef saknað ykkarHeart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Katrín Ósk Adamsdóttir

Þú ert alveg frábær,ég hef heyrt þetta með skallablettina á pjöllunni,jafnvel missir maður hárið á augabrúnunum en allavega er ég ekkert æst í að eldast og ég held að þetta með skallablettina skeði stundum í kringum 50-60 ára og reyndar held ég að maður hætti að fá hár undir hendurnar líka á endanum en það er allavega jákvætt og svo hef ég heyrt að pjölluhárin gráni á einhverjum tímapunkti og þá auðvita er það áður en þau detta af en það er svona millibilsástand,OMG hvað er ég að röfla hérna.Hafðu góðan dag elskan

Katrín Ósk Adamsdóttir, 28.10.2007 kl. 16:29

2 Smámynd: Heiða  Þórðar

hehe Katrín, skítt með að þau gráni! En að fá skallabletti á pjölluna og hausin...púff...eitt í stöðunni auðvitað. Raka af allt heila klabbið og bóna þetta svo bara. Og lita á eftir...

Eigðu góða viku elskan. 

Heiða Þórðar, 28.10.2007 kl. 16:32

3 Smámynd: Solla Guðjóns

Haha maður fer að komast í áhættu hóp.Væri nú slétt sama þó öll líkamshár hyrfu nema á höfðinu.

Eitt af því yndislegast sem maður sér er að sjá andlit hrukkast í ynnulegu væntumþykju brosi og kátínu.

Solla Guðjóns, 28.10.2007 kl. 18:13

4 Smámynd: Freyr Hólm Ketilsson

Hehe hjúkket maður var einmitt að velta því fyrir mér hvaðan "fucking" fegurðin kæmi... Iss piss og pelamál við verðum og sköllótt á stöðum sem við viljum hár á og hárug þar sem við viljum vera sköllótt á endanum...
Því fyrr sem við sættum okkur við það því betra...
Nema við viljum líta út eins og Micheal Jackson...

Með hvaða stofu mælið þið fyrir brasilískt vax stelpur var að hugsa um að skella mér?

Freyr Hólm Ketilsson, 28.10.2007 kl. 18:30

5 Smámynd: Heiða  Þórðar

sammála

Heiða Þórðar, 28.10.2007 kl. 18:30

6 Smámynd: Heiða  Þórðar

hmmm Freyr...vona að einhver sem hér rekst inn getið svarað. Ekki Guðmund! Erum við ekki bara að tala um slátturvél á þetta?

Heiða Þórðar, 28.10.2007 kl. 18:32

7 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

"Fucking fegurðin kemur að innan!" 

Er það ekki bara málið? Ef svo er, þá myndi ég ekki hafa neinar áhyggjur um að eldast Heiða mín, þú ert í góðum málum. Skallablettir og þyngdarlögmál eru afstæð, til þess að sönn fegurð komi að innan þarft þú að vera hamingjusöm. Þess vegna hef ég engar áhyggjur af þér.

Btw, þú ert alveg rosalega skemmtilegur penni Heiða, það mætti janfvel safna færslum þínum saman og gefa það út í bundnu formi. Guð blessi þig !

Guðsteinn Haukur Barkarson, 28.10.2007 kl. 19:00

8 Smámynd: Heiða  Þórðar

Það er sem ég segi Guðsteinn; þú er Guðdómlega æðislegur. Þakka þér fyrir hlý orð, þau ilja mér um hjartarætur.

Heiða Þórðar, 28.10.2007 kl. 19:05

9 Smámynd: Fiðrildi

Hvort heldur hún kemur að innan eða er einnig sumum gefin í vöggugjöf sem umbúðir utan um hitt . . . þá held ég að þú þurfir engar áhyggjur að hafa skvísa ;)

Fiðrildi, 28.10.2007 kl. 19:28

10 Smámynd: Gísli Torfi

Að fá andlegt makeup á hverjum degi ..það er stórkostleg blessun :) stórt knús til þín frá mér.. við erum ekkert að meina neitt venjulegt knús hér :) frábærir dagar að baki og ný vika full af fyrirheitum framundan og nú er bara að vanda hvað maður vill :)

Gísli Torfi, 28.10.2007 kl. 22:49

11 Smámynd: Erla Ósk Arnardóttir Lilliendahl

Fegurðin kemur svo sannarlega að innan. Það eru orð að sönnu. Takk fyrir enn einn frábæran pistil!

p.s var ég búin að segja þér hvað þú ert gullfalleg??...ætlaði að reyna að gera það vikulega 

Erla Ósk Arnardóttir Lilliendahl, 28.10.2007 kl. 23:26

12 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Hey það var mitt hlutverk Erla... he he .....en já manneskja sem er með fallegt hjarta.. það er hugsar frekar um jákvæða en neikvæða hluti hlýtur að geisla af fegurð....................og heita Heiða Begþóra.

Einar Bragi Bragason., 28.10.2007 kl. 23:50

13 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Góð færsla hjá þér og einhvern veginn einmitt það sem ég þurfti á núna eftir að mitt krumpaða andlit mætti mér í speglinum í morgun.

Steingerður Steinarsdóttir, 29.10.2007 kl. 10:16

14 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þegar ég var 10 ára, var ég viss um að lífið væri búið um tvítugt.  Þegar ég varð svo tvítug, þá hélt ég í einlægni að allt væri búið um þrítugt, en þegar þeim aldrei var náð og ég enn í besta formi, var ég sannfærð um að um fertugt þá væri byrjað niðurbrotið, en ég var ennþá á uppleið á þeim aldrei, en þá fór ég að hugsa að ef til vill væri ekki erfitt að verða fimmtug, og það gekk eftir, sextug var ég ennþá fitt og fix, nú bíð ég bara eftir að vera jafn skemmtileg og vel á mig komin um sjötugt.  Þessi saga er sönn, og hún segir það, að í fyrsta lagi hræðumst við hið ókomna, en svo þroskast maður, og getur tekist á við það sem kemur til manns, og það skiptir máli að taka því fagnandi, því þannig líður okkur best, og fólkinu í kring um mann líður líka vel, og vill vera innan um mann. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.10.2007 kl. 11:27

15 Smámynd: halkatla

þetta er falleg grein og fær mann til að hugsa um hvað skiptir máli

halkatla, 29.10.2007 kl. 11:48

16 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Ég segi sama og Anna Karen Knús til þín .

Kristín Katla Árnadóttir, 29.10.2007 kl. 18:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband