Þið sjáið mig -en ég ekki ykkur

Íslenskar konur nota 45 þús. andlitskrem. 

Held það hafi ekkert með þá staðreynd að gera, að íslenskt kvenfólk er svo fallegt sem raun ber vitni.  

Sá einmitt þessa frétt/grein þegar ég var að borða "ókeypis" hollustuna mína í dag á hádeginu.

Las hvert orð í greininni.... hnussaði lítið eitt með sjálfri mér. Með munninn fullan af káli og fitusnauða sýrða rjómanum.

Hver ætli sé svo hégómalegur að hann borgi þvílíka fúlgu fjár fyrir 10 ml. kremdollu? Ég? Hver er svo auðtrúa? Ég? Spurning.

Á leið minni heim stoppaði ég við á góðum stað. Farið var í gufu og góða slökun. Afhverju? Ég er ekki þessi stressaða týpa sem þarf slökun aðra en heima hjá mér, yfir ljúfum tónum sem kemur úr belgnum mínum gamla, sem situr ávallt og bíður eftir mér hljóður, alveg þar til ég kem heim og ýti á play.

Ætli það hafi ekki með það að gera frekar, að ég var að hugsa um hreinsun á húðinni heldur en eitthvað annað. Hugsa það.

Borðaði því næst þrjú súkkulaðistykki og ein lítil kókflaska full af svörtum vökva var rennt niður, þannig að drullan festist nú ekki á leiðinni niður í maga.

Svo var kíkt í moggann á netinu og áfram haldið með greinina, eða öllu heldur var hún lesin aftur.

Og smá fuss...eða þar til ég áttaði mig á að ég sat með rándýran maska á andlitinu og sérhannaðan góm uppfullan af geli til að hvítta tennur þær sem litast hafa örlítið af kaffidrykkju. Í hárinu var maski.

Ég viðurkenni staðfastlega hér með að ef ég ætti rúmlega aurinn og meira til myndi ég kaupa fjandans kremið.

Þó ekki væri nema bara til að finna lyktina.

Á morgun verður lokað hús. Ekkert kaffi í boði. Heimilið mitt læst og dregið verður fyrir alla glugga.

Njótið helgarinnar mínir kæru vinir. Og ekki svo miklu vinir (miðað við athugasemdir síðustu færslu).

Njótið hvers augnabliks. Sjáumst .Heart

 


mbl.is Íslenskar konur nota 45 þúsund króna andlitskrem
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: www.zordis.com

Ég aetti ad geta fengid "plentý" af vaselíni og kattasandi fyrir 45.500.- kr ísl ..... svo converta ég zessu yfir í € og fae zetta nánast dobbelt .... En gaman ad zessu, dóttir mín var ad búa sér til sína eigin maska úr hreinum afurdum!

Aej litlu dúllurnar okkar eru bestar!

Zórdís "ekki svo mikill vinur" sbr faersluna hér ad nedan

www.zordis.com, 25.10.2007 kl. 20:45

2 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Þegar þú orðar þetta svona þá....

Sunna Dóra Möller, 25.10.2007 kl. 20:47

3 Smámynd: Heiða  Þórðar

Nákvæmlega stelpur mínar...bara að viðurkenna það. Einsog það að við sofum ekki á maganum...afhverju ekki? Hef ekki hugmynd...

Heiða Þórðar, 25.10.2007 kl. 21:03

4 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

alltaf góð........þú þarft ekkert svona

Einar Bragi Bragason., 25.10.2007 kl. 21:35

5 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

hmmmmmm, af hverju sofum við ekki á maganum? Er hann of stór til að sofa á? Brjóstin of stór til að liggja á? Þessu hef ég ekki velt fyrir mér fyrr en nú!!

Af hverju?

Hins vegar viðurkenni ég fúslega að þó veskið mitt væri troðfullt af peningum mundi ég aldrei tíma að kaupa mér krem fyrir allan þennan pening!!

Segi og skrifa ALDREI!! Mundi frekar kaupa mér sokkabuxur í öllum regnbogans litum og jafnvel röndóttar líka

Hrönn Sigurðardóttir, 25.10.2007 kl. 22:18

6 Smámynd: Heiða  Þórðar

Þú myndir víst gera gera það Hrönn! varðandi magann; enn eitt bullið

Heiða Þórðar, 25.10.2007 kl. 22:26

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég myndi aldrei kaupa mér andlitskrem á 45. þúsund krónur.  Má ég þá heldur hafa mínar hrukkur í friði.  En eins og venjulega ertu frábær elsku Heiða mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.10.2007 kl. 23:20

8 Smámynd: Heiða  Þórðar

Ég neyðist víst til að punga út 90 þúsund spírum. Kaupa krukkur tvær... á þig Ásthildur mín og aðra handa Hrönnslu...ekki það að þið séuð hrukkóttar... bara að afsanna það að þið mynduð alveg þiggja og nota úr töfradósinni...

Heiða Þórðar, 25.10.2007 kl. 23:39

9 Smámynd: Gísli Torfi

já ég keypti mér eh andlitskrem um daginn á 4700 krónur það heitir Anti-rides line peel frá BIOTHERM HOMME .. á víst að gera snjáldrið á mér brúklegt fyrir almenning..mæli með því fyrir 30 ára og eldri... en mér fannst það dýrt eins og annað sem á að gera mann vangefnilega happy :) sumir nota bara vaselin og eru eins og ungbarnarassar um sjötugt :) en já sjáumst í sveitini e-aggi ...

Gísli Torfi, 25.10.2007 kl. 23:41

10 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

ja kona spyr sig

Jóna Á. Gísladóttir, 25.10.2007 kl. 23:45

11 Smámynd: Katrín Ósk Adamsdóttir

 Oscar Red Carpet 1  Æ hún er svo sæt

Katrín Ósk Adamsdóttir, 25.10.2007 kl. 23:57

12 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Hvaða tal er þetta um að liggja á maganum, liggið þið ekki í öllum stellingum?? svona dýrt krem gerir örugglega ekkert gagn, eða eins og refurinn sagði þegar hann náði ekki í berin, þau eru örugglega súr. Hvernig veit GUðmundur að það verður fjör hjá þér, áttu von á einhverjum með hengiplöntu í heimsókn??

Ásdís Sigurðardóttir, 26.10.2007 kl. 01:04

13 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Krem hvað????????????????????????????????'

Jenný Anna Baldursdóttir, 26.10.2007 kl. 01:27

14 Smámynd: Heiða  Þórðar

He he þið eruð dásamleg  í morgunsárið (sér einhver hver klukkan er?) arrgggg. Hvað ég er montinn núna!

Heiða Þórðar, 26.10.2007 kl. 07:11

15 Smámynd: Sigrún Friðriksdóttir

Hæ dúlla, hef ekki verið á blogg rúnti lengi og hafði mikið skemmtilegt að lesa hér, að venju, ég hef aldrei keypt mér nein krem fyrr en ég byrjaði að fara í húðhreinsun á stofu í hittifyrra og nú kaupi ég hiklaust krem fyrir 500 Nkr ca 5000 íslkr og á inni fyrir mörg ár svo það er aldrei að vita nema ég kaupi eitt fyrir 45000

Knús til þín

Sigrún Friðriksdóttir, 26.10.2007 kl. 12:46

16 Smámynd: Heiða  Þórðar

Rasisti? Fífl!

Knús Sigrún mín.

Heiða Þórðar, 26.10.2007 kl. 15:42

17 Smámynd: Margrét M

kremið gerir örugglega miklu meira gagn fyrst að það er svona dýrt

Margrét M, 26.10.2007 kl. 16:12

18 Smámynd: Ásta Salný Sigurðardóttir

hæjó pæjó,,

hurru mannstu ekki þegar eldabuskan okkar prófaði þetta krem og ég hélt ´hun hafi fengið andlitslyftingu???

SKO,,,þetta virkar ennnn eins og öll krem virka þau örugglega ekki ef það er borið á öðru hvoru.. maður verður að bera á sig á hverjum degi,alveg eins og pillan..

Ásta Salný Sigurðardóttir, 26.10.2007 kl. 20:37

19 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Konan mín notar ekki andlitskrem og hún er flottust þrátt fyrir það...

Gunnar Helgi Eysteinsson, 26.10.2007 kl. 20:49

20 Smámynd: Hugarfluga

Yrði hrædd um að m.v. verð væri kremið svo virkt að það virkaði OF vel. Að ég liti út eins og ef ég stæði fyrir framan þotuhreyfil ... strekkt með munnþurrk. Læt mér nægja þvottapokann og Vichi dagkremið mitt .... ennþá.

Hugarfluga, 26.10.2007 kl. 22:15

21 Smámynd: Steingrímur Helgason

Ja, í endann sagt þá er það ekki kremið sem gerir konuna, heldur konan sem að gerir kremið ..

S.

Steingrímur Helgason, 27.10.2007 kl. 02:09

22 Smámynd: Solla Guðjóns

Steingrímur góður

Horfði á einhvern þátt þar sem verið var að prófa cellilite-krem þar sem enginn vissi hvaða var í hverrri dollu....engin hvarf appelsínuhúðin en sumar þóttu þær verða míkri á hörund af einni tegun og var það frá NIVEA(Eh nifja) og var einnig ódýrasta kremið.

En jú ég gæfi 45.þús..fyrir að verða tvítug

Solla Guðjóns, 27.10.2007 kl. 13:29

23 Smámynd: Heidi Strand

Eina kremið sem þörf er á og gerir gagn er rakakrem.
Kona er það sem hún borðar og drekkur eða drekkur ekki .
Það eru til hrukkukrem og kollagenkrem en er algjör plat.
Ég man alltaf eftir frönsku kerlingunni sem var 111 ára og sagðist vera með eina hrukku, hún sæti á henni.

Heidi Strand, 27.10.2007 kl. 19:04

24 Smámynd: Hlynur Birgisson

Sko, Nivea kremið er enn það sem blífur, í bláu dollunum. Hvort það er á rassinn á börnunum okkar eða á andlitið á ykkur dömunum hér

Hlynur Birgisson, 27.10.2007 kl. 19:48

25 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

ég geri eins og jóna, leita að ódýrum kremum, sem eru lífræn og ekki testuð á dýrum !!cekki alltaf auðvelt að finna það, en tekst þó

AlheimsLjós til þín

steina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 27.10.2007 kl. 23:31

26 Smámynd: Saumakonan

Ég nýt þess sko í botn að liggja á maganum núna.... síðustu 7 ár hefur ekki verið fræðilegur möguleiki á þeim lúxus vegna risakúlu x3 og þess á milli helaumra brjósta sem flöttust út og sprautuðu ef ég vogaði mér á magann!    Allt óléttustand og brjóstagjafir búið núna og ég velti mér um allt rúm og nýt þess í tætlur!   

Hrukkur??? hvað er nú það???   Er sko bara með hláturshrukkur og þær mega vera í friði!

Saumakonan, 28.10.2007 kl. 12:16

27 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Hengiplöntu??!!?? Ætla bara rétt að vona að þú hleypir engum inn hjá þér með hengiplöntu!! Væri annað ef þú ættir von á einhverjum með stinnari plöntu......

Hrönn Sigurðardóttir, 28.10.2007 kl. 21:17

28 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Soldið sein að fatta....... Sé núna hvað hún meinar með hengiplöntu........

tíhí

Hrönn Sigurðardóttir, 28.10.2007 kl. 21:36

29 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

samt.......

......tók mig ekki nema tæpar 20 mín. að kveikja!!

Ekki slæmur árangur

Hrönn Sigurðardóttir, 28.10.2007 kl. 21:37

30 Smámynd: Heiða  Þórðar

Hei! HENGIPLÖNTU HVAÐ....!??? ég er eitt stórt spurningarmerki í framan núna!

Heiða Þórðar, 28.10.2007 kl. 23:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband