Þið sjáið mig -en ég ekki ykkur
25.10.2007 | 20:31
Íslenskar konur nota 45 þús. andlitskrem.
Held það hafi ekkert með þá staðreynd að gera, að íslenskt kvenfólk er svo fallegt sem raun ber vitni.
Sá einmitt þessa frétt/grein þegar ég var að borða "ókeypis" hollustuna mína í dag á hádeginu.
Las hvert orð í greininni.... hnussaði lítið eitt með sjálfri mér. Með munninn fullan af káli og fitusnauða sýrða rjómanum.
Hver ætli sé svo hégómalegur að hann borgi þvílíka fúlgu fjár fyrir 10 ml. kremdollu? Ég? Hver er svo auðtrúa? Ég? Spurning.
Á leið minni heim stoppaði ég við á góðum stað. Farið var í gufu og góða slökun. Afhverju? Ég er ekki þessi stressaða týpa sem þarf slökun aðra en heima hjá mér, yfir ljúfum tónum sem kemur úr belgnum mínum gamla, sem situr ávallt og bíður eftir mér hljóður, alveg þar til ég kem heim og ýti á play.
Ætli það hafi ekki með það að gera frekar, að ég var að hugsa um hreinsun á húðinni heldur en eitthvað annað. Hugsa það.
Borðaði því næst þrjú súkkulaðistykki og ein lítil kókflaska full af svörtum vökva var rennt niður, þannig að drullan festist nú ekki á leiðinni niður í maga.
Svo var kíkt í moggann á netinu og áfram haldið með greinina, eða öllu heldur var hún lesin aftur.
Og smá fuss...eða þar til ég áttaði mig á að ég sat með rándýran maska á andlitinu og sérhannaðan góm uppfullan af geli til að hvítta tennur þær sem litast hafa örlítið af kaffidrykkju. Í hárinu var maski.
Ég viðurkenni staðfastlega hér með að ef ég ætti rúmlega aurinn og meira til myndi ég kaupa fjandans kremið.
Þó ekki væri nema bara til að finna lyktina.
Á morgun verður lokað hús. Ekkert kaffi í boði. Heimilið mitt læst og dregið verður fyrir alla glugga.
Njótið helgarinnar mínir kæru vinir. Og ekki svo miklu vinir (miðað við athugasemdir síðustu færslu).
Njótið hvers augnabliks. Sjáumst .
Íslenskar konur nota 45 þúsund króna andlitskrem | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:38 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Nýjustu færslur
- 25.6.2023 Laun fyrir að kúka í kassa
- 3.8.2021 Ég er bara grillaður kjúklingur
- 17.11.2010 Ég veit allavega um EINN sem ég myndi ALDREI kjósa yfir mig...
- 1.10.2009 Opið bréf til Davíðs Oddssonar "alltmuligman" ...
- 16.6.2009 Tálaus eða ekki tálaus...
Bloggvinir
- Solla Guðjóns
- www.zordis.com
- Steingerður Steinarsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Heiða B. Heiðars
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- Pálmi Gunnarsson
- Ásgerður
- Andrea
- Heidi Strand
- Grétar Örvarsson
- Lýður Árnason
- Ólafur Als
- Helgi Seljan
- Ólafur fannberg
- Karen, Sigurbjörg,Tóti, Gerður og fl.
- Jón Axel Ólafsson
- Ísdrottningin
- Sigrún Friðriksdóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Thelma Ásdísardóttir
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðjón Bergmann
- Jakob Smári Magnússon
- Ester Júlía
- Birgitta Jónsdóttir
- Klara Nótt Egilson
- Saumakonan
- Björn Heiðdal
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Jens Guð
- Þórarinn Þ Gíslason
- Viktor Borgar Kjartansson
- bara Maja...
- Jón Steinar Ragnarsson
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Georg Eiður Arnarson
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Edda Agnarsdóttir
- Tómas Þóroddsson
- halkatla
- Þórður Ingi Bjarnason
- Hlynur Jón Michelsen
- Kristján Eldjárn Þorgeirsson
- Heiða
- Jón Aðalsteinn Jónsson
- Kristján Kristjánsson
- Björn Ingi Hrafnsson
- Kristín Katla Árnadóttir
- Sigmar Guðmundsson
- Jóna Á. Gísladóttir
- Jón Svavarsson
- Dofri Hermannsson
- Ásta Salný Sigurðardóttir
- Guðríður Arnardóttir
- Snorri Sturluson
- Hlynur Þór Magnússon
- Bjarni Harðarson
- Trúnó
- Hafrún Kristjánsdóttir
- Eyjólfur Kristinn Vilhjálmsson
- Þröstur Friðþjófsson.
- Gils N. Eggerz
- Sigurjón N. Jónsson
- Sveinn Waage
- Halldór Borgþórsson
- Ólaf de Fleur Jóhannesson
- Magnús Þór Hafsteinsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir
- Ársæll Níelsson
- percy B. Stefánsson
- Arnfinnur Bragason
- Jón Sigurgeirsson
- Rögnvaldur Hreiðarsson
- perla voff voff
- MARKAÐSSETNING Á NETINU
- Edda Jóhannsdóttir
- Þorsteinn Gunnarsson
- Haukur Már Haraldsson
- María Tómasdóttir
- Huld S. Ringsted
- Steinunn Camilla
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- Guðný Helga Herbertsdóttir
- Kaleb Joshua
- Halla Rut
- Elín Katrín Rúnarsdóttir.
- Sigurjón Þórðarson
- Lára Stefánsdóttir
- Jóhannes Ragnarsson
- Ragnar Páll Ólafsson
- Margrét M
- Fiðrildi
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Agný
- Ingunn Ósk Ólafsdóttir
- Unnur R. H.
- Einar Bragi Bragason.
- Markús frá Djúpalæk
- Brynjar Jóhannsson
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Halldór Sigurðsson
- Guðmundur Pálsson
- Þórdís tinna
- Helga Sigrún Harðardóttir
- Hjördís Ásta
- Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Valgerður Halldórsdóttir
- Bragi Einarsson
- Helgi Kristinn Jakobsson
- Benna
- Dögg Pálsdóttir
- Sunna Dóra Möller
- Gísli Torfi
- Alheimurinn
- Gunnlaugur Helgason
- Linda Lea Bogadóttir
- gudni.is
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Þóra I. Sigurjónsdóttir
- Sæþór Helgi Jensson
- Púkinn
- Svartinaggur
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Einar Örn Einarsson
- Einar Indriðason
- Kristín Erla Kristjánsdóttir
- Víkingur / Víxill
- Magnús Geir Guðmundsson
- Anna J. Óskarsdóttir
- Alexander Már Benediktsson
- Sverrir Stormsker
- Hlynur Birgisson
- Sigrún
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Hvíti Riddarinn
- Sonja I Geirsdóttir
- Alfreð Símonarson
- Guðný Lára
- Hlekkur
- Sævar Einarsson
- Sigurður Hólmar Karlsson
- Sólrún
- Jón Ragnarsson
- Ingi Björn Sigurðsson
- Kolgrima
- Þ Þorsteinsson
- Maddý
- Lena pena
- Guðborg Eyjólfsdóttir
- Bergþóra Guðmunds
- Egill
- Heimir Lárusson Fjeldsted
- Guðlaug Aðalrós
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Guðrún Jóhannesdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Jóhanna Vala Jónsdóttir
- Anna Guðný
- Þórður Helgi Þórðarson
- Hólmgeir Karlsson
- Draumar
- Ásgerður Jóna Flosadóttir
- Hdora
- Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir
- Handtöskuserían
- Vertu með á nótunum
- Óskar Helgi Helgason
- Vefritid
- Gísli Hjálmar
- Óskar Arnórsson
- Johnny Bravo
- haraldurhar
- Ásgeir Páll Ágústsson
- Anna Gísladóttir
- Sigríður Hafsteinsdóttir
- Fiddi Fönk
- Haraldur Halldór
- Á móti sól
- Dísa Dóra
- Arnar Ingvarsson
- Eva Benjamínsdóttir
- Högni Hilmisson
- Hommalega Kvennagullið
- Helga Magnúsdóttir
- Ásdís Rán
- Charles Robert Onken
- Þorsteinn Briem
- Bergur Thorberg
- Helga Nanna Guðmundsdóttir
- Hulla Dan
- JEG
- Ein-stök
- JEA
- Elísabet Sigurðardóttir
- Grétar Mar Jónsson
- Vinir Tíbets
- Sigurbjörn Friðriksson
- Sporðdrekinn
- Marinó Már Marinósson
- Davíð Ólafsson
- Hekla Elísabet Aðalsteinsdóttir
- Áhöfnin á Hákon EA-148
- Óskar Þorkelsson
- Morgunblaðið
- Rannveig H
- Erla Ósk Arnardóttir Lilliendahl
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Kristín Jóhannesdóttir
- María Guðmundsdóttir
- Guðmundur M Ásgeirsson
- egvania
- Aðalsteinn Jónsson SU-11
- Aprílrós
- Tína
- Þóra Björk Magnús
- Lísa Björk Ingólfsdóttir
- Myndamen - Ljósmyndaskartgripir
- Bullukolla
- Aldís Gunnarsdóttir
- Arnar Ingvarsson
- Ástþór Magnússon Wium
- Bjarki Steingrímsson
- brahim
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Brynja Dögg Ívarsdóttir
- Brynja skordal
- Dúa
- Elín Ýr
- Elísabet Markúsdóttir
- Elísabet Sigmarsdóttir
- Gudrún Hauksdótttir
- Guðmundur Zebitz
- Guðrún Una Jónsdóttir
- Guðrún Þorleifs
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hilmar Sæberg Ásgeirsson
- Himmalingur
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Ingvar Ari Arason
- Jónína Dúadóttir
- Kristín Guðbjörg Snæland
- Leikhópurinn Lotta
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Lúðvík Lúðvíksson
- Magnús Paul Korntop
- MYR
- Orgar
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Sigrún Jónsdóttir
- Sveinbjörn Ragnar Árnason
- Tinna Jónsdóttir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég aetti ad geta fengid "plentý" af vaselíni og kattasandi fyrir 45.500.- kr ísl ..... svo converta ég zessu yfir í € og fae zetta nánast dobbelt .... En gaman ad zessu, dóttir mín var ad búa sér til sína eigin maska úr hreinum afurdum!
Aej litlu dúllurnar okkar eru bestar!
Zórdís "ekki svo mikill vinur" sbr faersluna hér ad nedan
www.zordis.com, 25.10.2007 kl. 20:45
Þegar þú orðar þetta svona þá....
Sunna Dóra Möller, 25.10.2007 kl. 20:47
Nákvæmlega stelpur mínar...bara að viðurkenna það. Einsog það að við sofum ekki á maganum...afhverju ekki? Hef ekki hugmynd...
Heiða Þórðar, 25.10.2007 kl. 21:03
alltaf góð........þú þarft ekkert svona
Einar Bragi Bragason., 25.10.2007 kl. 21:35
hmmmmmm, af hverju sofum við ekki á maganum? Er hann of stór til að sofa á? Brjóstin of stór til að liggja á? Þessu hef ég ekki velt fyrir mér fyrr en nú!!
Af hverju?
Hins vegar viðurkenni ég fúslega að þó veskið mitt væri troðfullt af peningum mundi ég aldrei tíma að kaupa mér krem fyrir allan þennan pening!!
Segi og skrifa ALDREI!! Mundi frekar kaupa mér sokkabuxur í öllum regnbogans litum og jafnvel röndóttar líka
Hrönn Sigurðardóttir, 25.10.2007 kl. 22:18
Þú myndir víst gera gera það Hrönn! varðandi magann; enn eitt bullið
Heiða Þórðar, 25.10.2007 kl. 22:26
Ég myndi aldrei kaupa mér andlitskrem á 45. þúsund krónur. Má ég þá heldur hafa mínar hrukkur í friði. En eins og venjulega ertu frábær elsku Heiða mín.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.10.2007 kl. 23:20
Ég neyðist víst til að punga út 90 þúsund spírum. Kaupa krukkur tvær... á þig Ásthildur mín og aðra handa Hrönnslu...ekki það að þið séuð hrukkóttar... bara að afsanna það að þið mynduð alveg þiggja og nota úr töfradósinni...
Heiða Þórðar, 25.10.2007 kl. 23:39
já ég keypti mér eh andlitskrem um daginn á 4700 krónur það heitir Anti-rides line peel frá BIOTHERM HOMME .. á víst að gera snjáldrið á mér brúklegt fyrir almenning..mæli með því fyrir 30 ára og eldri... en mér fannst það dýrt eins og annað sem á að gera mann vangefnilega happy :) sumir nota bara vaselin og eru eins og ungbarnarassar um sjötugt :) en já sjáumst í sveitini e-aggi ...
Gísli Torfi, 25.10.2007 kl. 23:41
ja kona spyr sig
Jóna Á. Gísladóttir, 25.10.2007 kl. 23:45
Æ hún er svo sæt
Katrín Ósk Adamsdóttir, 25.10.2007 kl. 23:57
Hvaða tal er þetta um að liggja á maganum, liggið þið ekki í öllum stellingum?? svona dýrt krem gerir örugglega ekkert gagn, eða eins og refurinn sagði þegar hann náði ekki í berin, þau eru örugglega súr. Hvernig veit GUðmundur að það verður fjör hjá þér, áttu von á einhverjum með hengiplöntu í heimsókn??
Ásdís Sigurðardóttir, 26.10.2007 kl. 01:04
Krem hvað????????????????????????????????'
Jenný Anna Baldursdóttir, 26.10.2007 kl. 01:27
He he þið eruð dásamleg í morgunsárið (sér einhver hver klukkan er?) arrgggg. Hvað ég er montinn núna!
Heiða Þórðar, 26.10.2007 kl. 07:11
Hæ dúlla, hef ekki verið á blogg rúnti lengi og hafði mikið skemmtilegt að lesa hér, að venju, ég hef aldrei keypt mér nein krem fyrr en ég byrjaði að fara í húðhreinsun á stofu í hittifyrra og nú kaupi ég hiklaust krem fyrir 500 Nkr ca 5000 íslkr og á inni fyrir mörg ár svo það er aldrei að vita nema ég kaupi eitt fyrir 45000
Knús til þín
Sigrún Friðriksdóttir, 26.10.2007 kl. 12:46
Rasisti? Fífl!
Knús Sigrún mín.
Heiða Þórðar, 26.10.2007 kl. 15:42
kremið gerir örugglega miklu meira gagn fyrst að það er svona dýrt
Margrét M, 26.10.2007 kl. 16:12
hæjó pæjó,,
hurru mannstu ekki þegar eldabuskan okkar prófaði þetta krem og ég hélt ´hun hafi fengið andlitslyftingu???
SKO,,,þetta virkar ennnn eins og öll krem virka þau örugglega ekki ef það er borið á öðru hvoru.. maður verður að bera á sig á hverjum degi,alveg eins og pillan..
Ásta Salný Sigurðardóttir, 26.10.2007 kl. 20:37
Konan mín notar ekki andlitskrem og hún er flottust þrátt fyrir það...
Gunnar Helgi Eysteinsson, 26.10.2007 kl. 20:49
Yrði hrædd um að m.v. verð væri kremið svo virkt að það virkaði OF vel. Að ég liti út eins og ef ég stæði fyrir framan þotuhreyfil ... strekkt með munnþurrk. Læt mér nægja þvottapokann og Vichi dagkremið mitt .... ennþá.
Hugarfluga, 26.10.2007 kl. 22:15
Ja, í endann sagt þá er það ekki kremið sem gerir konuna, heldur konan sem að gerir kremið ..
S.
Steingrímur Helgason, 27.10.2007 kl. 02:09
Steingrímur góður
Horfði á einhvern þátt þar sem verið var að prófa cellilite-krem þar sem enginn vissi hvaða var í hverrri dollu....engin hvarf appelsínuhúðin en sumar þóttu þær verða míkri á hörund af einni tegun og var það frá NIVEA(Eh nifja) og var einnig ódýrasta kremið.
En jú ég gæfi 45.þús..fyrir að verða tvítug
Solla Guðjóns, 27.10.2007 kl. 13:29
Eina kremið sem þörf er á og gerir gagn er rakakrem.
Kona er það sem hún borðar og drekkur eða drekkur ekki .
Það eru til hrukkukrem og kollagenkrem en er algjör plat.
Ég man alltaf eftir frönsku kerlingunni sem var 111 ára og sagðist vera með eina hrukku, hún sæti á henni.
Heidi Strand, 27.10.2007 kl. 19:04
Sko, Nivea kremið er enn það sem blífur, í bláu dollunum. Hvort það er á rassinn á börnunum okkar eða á andlitið á ykkur dömunum hér
Hlynur Birgisson, 27.10.2007 kl. 19:48
ég geri eins og jóna, leita að ódýrum kremum, sem eru lífræn og ekki testuð á dýrum !!cekki alltaf auðvelt að finna það, en tekst þó
AlheimsLjós til þín
steinaSteinunn Helga Sigurðardóttir, 27.10.2007 kl. 23:31
Ég nýt þess sko í botn að liggja á maganum núna.... síðustu 7 ár hefur ekki verið fræðilegur möguleiki á þeim lúxus vegna risakúlu x3 og þess á milli helaumra brjósta sem flöttust út og sprautuðu ef ég vogaði mér á magann! Allt óléttustand og brjóstagjafir búið núna og ég velti mér um allt rúm og nýt þess í tætlur!
Hrukkur??? hvað er nú það??? Er sko bara með hláturshrukkur og þær mega vera í friði!
Saumakonan, 28.10.2007 kl. 12:16
Hengiplöntu??!!?? Ætla bara rétt að vona að þú hleypir engum inn hjá þér með hengiplöntu!! Væri annað ef þú ættir von á einhverjum með stinnari plöntu......
Hrönn Sigurðardóttir, 28.10.2007 kl. 21:17
Soldið sein að fatta....... Sé núna hvað hún meinar með hengiplöntu........
tíhí
Hrönn Sigurðardóttir, 28.10.2007 kl. 21:36
samt.......
......tók mig ekki nema tæpar 20 mín. að kveikja!!
Ekki slæmur árangur
Hrönn Sigurðardóttir, 28.10.2007 kl. 21:37
Hei! HENGIPLÖNTU HVAÐ....!??? ég er eitt stórt spurningarmerki í framan núna!
Heiða Þórðar, 28.10.2007 kl. 23:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.