Þú gerir ekkert fyrir mig!

Málið er þetta;

Ég er annaðhvort að vinna í Smáralind eða Kringlunni. Á báðum stöðum er Hagkaup. Gott og vel. Allir inn í stemmingunni?

Nema hvað, svo hringir síminn minn flotti... og sagt er;

-Heiða mín, ætlarðu að skjótast fyrir mig inn í Hagkaup, sá svo gasalega lekkert pils...svona ljóst einhvernveginn úr gallaefni.

-Nei varla, ég er í vinnu, kemst ekki frá.

-Hva....heldurðu að þú farir ekki fyrir mig?!!!!

-Nei, ég er bæði föst hér og svo hef  ég ekki aur aflögu, því miður. Þetta verður að bíða betri tíma.

-BÍÐA BETRI TÍMA. ÉG  VERÐ AÐ FÁ ÞETTA ANDSKOTANS PILS. Ekki seinna en NÚNA!

-Því miður, get það ekki....er ekki með kortið á mér.

-Hvern andskotinn er þetta, það er alveg sama hvað ég bið þig um manneskja! Þú ferð nú bara inn í Hagkaup og lætur skrifa hjá þér helvítis pilsið til morguns! Hvað er eiginlega vandamálið?! Ekkert! Þú gerir andskotann ekkert fyrir mig!!! Djöfuls sjálfselska og eigingirnin að drepa þig!

-Ég labba ekkert inn í Hagkaup og læt skrifa hjá mér bara sísona sko! Láttu ekki svona. Tala við þig þegar ég kem heim...ekki blóta svona mikið. Það er ljótt að blóta.

Erfitt að vera dóttir stundum...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Obb obb, en sú frekja.  Shopping Spree 

Ásdís Sigurðardóttir, 24.10.2007 kl. 23:01

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Úff, ég hef fulla samúð með þér.

Jenný Anna Baldursdóttir, 24.10.2007 kl. 23:08

3 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Þú mátt vera dóttir mín

En þá verður líka að gera ALLT sem ég segi

Knús á þig sæta mín

Hrönn Sigurðardóttir, 24.10.2007 kl. 23:56

4 Smámynd: Solla Guðjóns

Æji.Ekki gott."Fá skrifað"svoldið dúllulegt samt.

Solla Guðjóns, 24.10.2007 kl. 23:58

5 Smámynd: Heiða  Þórðar

Solla mín, held þú skiljir mig (er nefnilega aðstandandi "frekjunnar" -þú skilur)

Hrönnslurassabossinn minn, gæti þokkalega tekið þig á orðinu, nú er að redda einhverjum sem væri til i að borga með mér....

Heiða Þórðar, 25.10.2007 kl. 00:07

6 Smámynd: Solla Guðjóns

Já ég var alveg að skilja þetta en vissi ekki hvað ég ætti að hætta mér langt.

Heyrði pínku í sjálfri mér þegar ég gýs....

Gangi þér vel ástin

Solla Guðjóns, 25.10.2007 kl. 00:11

7 Smámynd: Heiða  Þórðar

Skil þig og takk ... einn bleikur á hvora kinn, með von um að allt það besta og mesta megi auðnast þér, þú átt það skilið. Elskan.

Heiða Þórðar, 25.10.2007 kl. 00:19

8 Smámynd: Steingrímur Helgason

Mæður eru mæða mikil.....

S.

Steingrímur Helgason, 25.10.2007 kl. 01:11

9 Smámynd: Heiða  Þórðar

"frekjan" -er sjúkdómur ekki persóna...rétt að fyrirbyggja allan misskilning

Heiða Þórðar, 25.10.2007 kl. 08:46

10 Smámynd: Ingibjörg Gunnarsdóttir

Þó að "frekjan" sé sjúkdómur - þá skilur samtalið eftir sig óþægindi í sálinni.  Elsku kellingin mín - svona símtöl eru erfið og sérstaklega ef þau koma frá þeim sem manni þykir vænst um........

Ingibjörg Gunnarsdóttir, 25.10.2007 kl. 10:08

11 Smámynd: Ásgerður

Æji,,,mér finnst þú voða dugleg að standa á þínu þarna

Þú átt alla mína samúð  knús á þig

Ásgerður , 25.10.2007 kl. 10:39

12 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

setjum hana inn í skáp......nei nei ....bara grín

Einar Bragi Bragason., 25.10.2007 kl. 15:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband