Klæði mig ekki úr fötunum fyrir minna en tíu mínútur...
18.10.2007 | 23:24
...og það er sko alveg á tandurhreinu! Ég stóð fyrir framan hana í herðaslá einni fata eftir 10. mín.
Að launum fékk ég skaðbrenndan rass og kvið...engu um það logið að ég þegar vaknaði í morgun var ég í ljóslogandi logum.
Ég fékk nefnilega 10 mínútur aukreytis í Turbo...með olíuborinn líkama. Við erum að tala um WELL DONE A LA Heiða Bergur hérna megin. Sér í lagi brenndan bossa.
Það held ég að myndi hlakka í henni dömunni á sólbaðsstofunni, ef hún sæi mig núna. Var að steikja mér Cordon Bleu, ekki eitt....heldur fjögur stk., með engu meðlætið. Sit hér sviðinn. Það er nú bara einu sinni svona með mig....annað hvort ...eða! Ekkert hálfkák neitt! Verð að fara að deila sjálfri mér niður með þrem. Er skaðleg umhverfi mínu, ekki síst sjálfri mér.
Gat varla beðið með að komast heim úr vinnunni i dag... tók að vísu heimsókn á kvöldið til 2200....svo heim og beinustu leið úr fötunum!(ég var 6 klukkutíma á leiðinni...).
Bleu-ið er einsog ég vill hafa það - Brennt rétt einsog ég. Vindurinn blæs inn um gluggann og kælir mig niður... með ísköldu vatninu.
Ég hef samt aldrei aldrei sofið hjá svertinga, hefur aldrei blundað í mér, minnsta fantasía um bólfarir með slíkum herramanni. Þó svo ég hafi heyrt allskyns draugasögur. Einu kröfurnar sem ég set fram er; að ég klæði mig ekki úr fötunum fyrir skitnar 10 mínútur. Aldrei. Það er auðvitað bara bull að stærðin skipti ekki máli. Dreg mörkin við snuð...jafnvel þó aukasporin hafi verið tekin tvö....fyrir bráðum átján árum...
Skíta- svita- og andfíla eru mér einnig á móti skapi. Minntist ég á snuð?
Þegar ég fer í ljósalampa þá gefst einmitt tími fyrir naflaskoðun á meðan C-vítamínið sýjast inn í heilann og drepur leiða og þurrkuntulegheit.
Mér varð ansi starsýnt inní naflann í gærkveldi. Horfði þarna inn í mallann.... og kíkti og byrjaði svo að taka til í honum. Pota og plokka. Hversu margir eru það sem fara í naflaskoðun reglulega? Þið hreinsið eyrun...og göt og króka og kima á líkamanum...en ég er ansi hrædd um að þið gleymið naflanum...
Er ekki málið að fara aðeins að taka til þar? Fann alveg slatta af gömlu lói í mínum sko.....núna er hann svo flottur og fínn....ég meira að segja setti slatta af bóni inn í hann....til að halda óhreinindum frá. Og rúðupiss fór á dunkinn....ekki veit ég afhverju, sjálfsagt af því ég hef aldrei sofið hjá svertingja...sjálfsagt af þvi ég fékk mér 4 steikur með engu meðlæti. 4 lítra af vatni í stað ráðlags dagskammts.
Þakklát glettni Guðana fyrir hraða og ofvirka brennslu í kroppnum, annars er ansi hætt við að ég væri 300 kg. rútubílstjóri að vestan...
Annars er allt í goody fíling hérna megin. Bara rétt að kasta kveðjur á ykkur og óska ykkur öllum góðrar helgar.
Mín verður góð.....allt að ske
Athugasemdir
Já, bara allt í goody fíling, það er nú gott. Vona að kláðinn drepi þig ekki á morgun þegar sólbruninn fer að segja til sín. Knús í krús
Ásdís Sigurðardóttir, 19.10.2007 kl. 00:03
ha ha ha ha ok ekki grín alvarlegt mál...en þar sem ég verð í Köben næstu daga þá verð ég að segja 5 sinnum þ_ E.. G___F_____.......samkvæmt samningi
Einar Bragi Bragason., 19.10.2007 kl. 00:22
Ja,það er bara svona,svolítið viðbrend KONA. Þessi færsla fékk mig til að hlægja,og var nú kominn tími á, eftir alla alvöruna.
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 19.10.2007 kl. 05:21
...Góða helgi!!
Sunna Dóra Möller, 19.10.2007 kl. 09:19
Skaðbrenndur rass, var það þess vegna sem að þú þurftir að fara upp á hellisheiði til að fá útrás.
Georg Eiður Arnarson, 19.10.2007 kl. 10:36
Berðu á þig hreint jógúrt, slær á sviðann. Verst að það er ekki til jógúrt við brenndu hjarta............
Elska þig dúlla
Hrönn Sigurðardóttir, 19.10.2007 kl. 10:43
já það er jákvætt að hafa hröð efnaskipti :)...eigðu góða helgi Heiða og ef ég fer í ljós þá tek ég alltaf at least 15 min í Túrpó.. vona að þú sért orðinn cool aftur :)
Gísli Torfi, 19.10.2007 kl. 11:19
Góða helgi elskan.
Kristín Katla Árnadóttir, 19.10.2007 kl. 19:05
15 ?
Þröstur Unnar, 19.10.2007 kl. 21:32
Hvaða konur vilja nú ekki smá brennslu á mörinn á maga & rassi ?
Var þetta nú bara auglýsíng á nýja kúrnum ?
S.
Steingrímur Helgason, 19.10.2007 kl. 22:50
Góða helgi sömuleiðis.... og ljósaböð eru over-rated
Jónína Sólborg Þórisdóttir, 19.10.2007 kl. 22:54
brenndur rass og bónadur nafli! Já, naflinn má ekki gleymast í yfirhalningunni. Maeli med hreinu jógúrti eins og Hrönn .... allra best á brenndan líkama!
Góda og Óda helgi!
www.zordis.com, 20.10.2007 kl. 10:15
Æ æ elskuleg, ekki gott að brenna á bossanum. Knús Alltaf ertu jafn gaman söm
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.10.2007 kl. 15:14
ekki ég heldur
Axel Jón Fjeldsted (IP-tala skráð) 21.10.2007 kl. 00:42
Sunnudagur til sælu fyrir þig
Elín Katrín Rúnarsdóttir. , 21.10.2007 kl. 11:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.