haltu kjafti og éttu hrossaskít!

-hvað ætlar þú gefa mér í fertugs afmælisgjöf? (spurði ég í framhaldi af umræðuefni um hvað falið var í nýlegri fertugsgjöf handa nákomnum ættingja...)

-15 þúsund króna gjafabréf í Amor...

-nú?

-já þú ættir að geta keypt þér tylft eggja fyrir 15 þúsund kall!

(hann bætti við)

-já, eða kannski það geri ekki mikið gagn... kannski ég ætti að splæsa í umskurð, hreinsa bara allt heila klabbið og draslið í burtu..... nei nei.... ennþá verri gjöf... þetta skeður víst allt í heilanum...þá fyrst yrðirðu snaróð!...og það verður seint um þig sagt að þú sért náttúrulaus...

Brot úr símtali kvöldsins við fyrrverandi sambýling til margra ára.

Og hvað segir maður við svona?

-uhhhh, takk?!

-haltu kjafti og éttu hrossaskít með mintu?!

nei nei...ég hló náttúrulega einsog geggjaður vanviti...og kannski í einfeldni minni, fannst mér þetta nett og subbulegt complement.

Í alvöru sko...

Öllu verra hefði verið ef viðkomandi aðili hefði séð brýna þörf hjá sér til að bæta úr kyndeyfð minni með kvenkyns útgáfu af Viagra...vegna slæmrar og lakrar frammistöðu...á vígvellinum. Eða með í-græðslu heila úr apa....enn þeir ku vera ansi graðir og breddulegir.

En ég sagði auðvitað ekkert aumingjalegt TAKK neitt....ég sagði honum ekki að halda kjafti og éta skít. Ég sagði einfaldlega....

-Þú ert ágætur greyið mitt...

...fór að samtalinu loknu inn í eldhús og sauð mér egg....fékk mér egg með súkkulaði-ídífu. Algjört lostæti... eilítið varasöm fæða, svona einsog að kasta olíu á eldinn.

Svo settist ég niður í hvítan sófann minn, horfið á logana slökkna út og deyja á kertunum... og hugsaði;

Lífið er fucking dásamlegt!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Já, stundum er það fucking dásamlegt.  Eigðu góðan morgundag dúlla.

Ásdís Sigurðardóttir, 17.10.2007 kl. 00:02

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

æj maður getur nú lítið annað gert en flissa (heimskulega)?! og reyna að milda annarra neyðarlegar uppákomur!! Hvað gefur honum einhvern rétt??

Hrönn Sigurðardóttir, 17.10.2007 kl. 00:19

3 Smámynd: Gísli Torfi

 síminn er skemmtilegur stundum

Gísli Torfi, 17.10.2007 kl. 00:20

4 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson


Gunnar Helgi Eysteinsson, 17.10.2007 kl. 07:32

5 Smámynd: Jónína Sólborg Þórisdóttir

Jamm, alveg merkilegt með fyrrverandi sambýlinga hvað þeir VORKENNA manni mikið og hvað þeir eru alltaf GÓÐIR að vilja hjálpa til.... með því að lúlla hjá ex-inu af einskærri góðsemi... já eða þá að bæta við dótakassaflóruna. Næstum því jafn pirrandi og fólk sem röflar endalaust um að maður "verði nú að fara að ganga út!"
Svör sem ég nota:
1) Takk elskan en það er ástæða fyrir því að við erum ekki lengur saman og já, stærð skiptir máli
2) Ganga út? Hver er aftur skilnaðartíðnin á Íslandi í dag?

Jónína Sólborg Þórisdóttir, 17.10.2007 kl. 09:05

6 Smámynd: Ásgerður

Egg með súkkulaðiídýfu  ???????   Heiða þú ert ótrúleg

Ásgerður , 17.10.2007 kl. 10:43

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þetta var örugglega það besta sem þú gast sagt hehehehe...

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.10.2007 kl. 11:02

8 Smámynd: Ester Júlía

Eggið með súkkulaðiídýfunni stendur upp úr - í annars mjög skemmtilegu bloggi hjá þér. ;o)

Ester Júlía, 17.10.2007 kl. 13:12

9 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Já ég er enn að hugsa um þetta egg????????

Einar Bragi Bragason., 17.10.2007 kl. 14:40

10 Smámynd: www.zordis.com

Egg með ídýfu og ágætiskarlgrey! 

Þessi samsetning, egg og súkkulaði  þú ert ljúf í dag!

www.zordis.com, 17.10.2007 kl. 15:06

11 Smámynd: Margrét M

egg með súkkulaði

Margrét M, 17.10.2007 kl. 15:18

12 Smámynd: Heiða  Þórðar

Jónína; góð!

Guðmundur; veit ekki hvað skal segja við þig.....nema kannski ég fletti til baka á eldri blogg....og athuga hvað ég er að gefa til kynna.

Heiða Þórðar, 17.10.2007 kl. 17:05

13 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

viltu fara inn á síðuna mína og skrifa þig a undirskriftarlista, við erum að mótmæla kjörum eldri borgara og öryrkja, einnig þætti mér gott ef þú værir til í að auglýsa þetta á þinni síðu og láta e-mail vini þína fá linkinn á síðuna.  Takk takk

Ásdís Sigurðardóttir, 17.10.2007 kl. 18:58

14 identicon

Er ekki best að smella í sig eins og einu eggi með súkkulaðiídýfu.

Axel Jón Fjeldsted (IP-tala skráð) 17.10.2007 kl. 21:31

15 identicon

þú skilur

Axel Jón Fjeldsted (IP-tala skráð) 17.10.2007 kl. 21:36

16 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

og þú ert enn g___f_____

Einar Bragi Bragason., 18.10.2007 kl. 00:41

17 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Æ þú er alveg dásamleg Heiða mín.

Kristín Katla Árnadóttir, 18.10.2007 kl. 10:22

18 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Þetta er með hressari og sniðugri pistlum eð ef ekki sniðugastur í dag! Takedítakk.

Edda Agnarsdóttir, 18.10.2007 kl. 17:54

19 Smámynd: Heiða  Þórðar

Ég veit það minn kæri Guðmundur

Heiða Þórðar, 18.10.2007 kl. 23:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband