Þetta er svona alvöru ást...

Hæ elskan.

Hvað er eiginlega að þér? Þú svarar mér ekki. Ég sendi þér kort og þú svarar aldrei!!! Þú hlýtur að vera mjög upptekin þessa dagana! Ég er allavega ekki í forgangi hjá þér. Þú mátt alveg vita það hvað þetta gerir mér. Ég get ekki sofið, get ekki borðað, ég hugsa bara um þig!

Ertu kannski hætt  með mér? Hvað gerði ég rangt? Ég verð að fá að vita það, ef ég á vita hvar ég á að byrja að biðjast afsökunar Heida. Ekki gera mér þetta! Ekki fara frá mér sweetheart! Epli augna minna. Ég dái þig svo mikið. Mig vantar málin þín; brjóst, mitti, mjaðmir, hæð og hversu síðan kjól þú vilt að ég "make-i" fyrir þig ástin mín.

Ég þoli ekki þessa höfnun, hvað er heimilisfangið þitt svo ég geti sent þér kjólinn?

Ég elska þig ástin mín, en ég er samt að verða mjög reiður út í þig.

Konni.

ja hérna hér...spurning að fara á örorku. Brjóta á sér bakið eða setjast niður í þunglyndi fyrir framan tölvuna, með prosac í glasi og vottorð stimplað af geðlækni; 'Ovinnufær og óferjandi með öllu! Ég gæti þá sinnt ástinni mun betur. Deginum ljósara að ég er ekki að standa mig í stykkinu.

Svo verð ég auðvitað að útiloka allt og allt og alla úr mínu lífi. Og sitja bara sljó og störfum augum, starandi á svart letrið uppfullt af ást á hvítum grunni. Draumastaða hverrar konu.

Hann er ástfanginn og hann er reiður.

Einhverju sinni (löngu áður en ég kynntist Konna auðvitað) þá fór ég að pæla í því...þetta með ástina. Hvort ég hefði einhverju sinni verið það í raun. Þetta voru svona sullumbull tilfinningar, en var þetta það sem fólk kallar ást? Ég hreinlega veit það ekki. Djúpsteiktur ástarpungur er! Hann er áþreyfanlegur og bragðast hreint ágætlega með rúsínum.

En ást er svona tilfinning sem ég er ekki viss um. Mér finnst þetta alveg hreint ekki mér bjóðandi, því þegar ég lít á aðrar tilfinningar þá er ég alveg alltaf með það á hreinu þegar ég er t.d. reið. Það eru allir með það á hreinu, þegar ég er reið. Og þegar ég lít til baka og hugsa; já ég var reið þarna! þá veit ég það með vissu.... Það sama á ekki við um ástina...ég er hreint ekkert viss.

Ég hef heyrt; ég elskaði hana/hann og geri enn,  og mun alltaf gera! Fyrir mér flokkast það einfaldlega undir þráhyggju. Ekkert annað! Ekki síst ef einhver ár eru líðin frá sambandsslitum. Var ekki einhversstaðar skrifað að það þyrfti að rækta ástina, svona rétt einsog blómin? Ég veit það fyrir mín blóm að þau verða drullufúl, dauf og lufsandi einhvernveginn, ef ég sulla ekki vatni yfir þau. Ekki silki/gervi blómin þó, þau standa bara og rykfalla í versta falli. Alltaf eins gervileg og falleg. Svona rétt einsog þessi eilífðarástarþráhyggja sem ég var að tala um.

En svo kom Konni inn í líf mitt. Svífandi á takkaskóm með nesti í poka og nálapúða í rassvasanum. Fimlega flaug hann í gegnum alheimsnetið og reif hjartað mitt upp með rótum þar sem ég sat fyrir framan tölvuna í barnslegu sakleysi mínu....og flaug með hjartað í krukku til Nigeríu (millilent að vísu á leiðinni)....og búmm.

Svarinu laust niður.

Þarna kom það; Þetta er svona alvöru ást! Ég á aldrei eftir að efast meir...Ég er komin með svarið við þessu. Á laugardaginn kemur (e/ tvo daga) þá er nákvæmlega vika síðan hann bað mig um að byrja með sér...(og það var ekkert lítið rómatískt skal ég segja ykkur) Ég ætla að halda upp á afmælið. Vikuafmælið okkar Konna. Við erum búin að ganga í gegnum súrt og sætt (svona ups- and downs) allan þennan tíma. Álagið sem hefur verið á sambandi okkar hefur aðeins styrkt okkar í þeirri viðleitni að vera saman forever!

Og....sannfærir mig enn betur um að hann elskar mig og ég hann....og að hann er mjööööög reiður!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Solla Guðjóns

 Þú ert óborganleg...eitthvað sem Konni á eftir að komast að

Solla Guðjóns, 4.10.2007 kl. 12:47

2 Smámynd: Heiða  Þórðar

...eða ekki

Heiða Þórðar, 4.10.2007 kl. 12:53

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Heiða, Æmgonnaseiðisonlívons; Hlauptu eins og fjandinn sé á hælunum á þér.  Þetta er obbi.

Jenný Anna Baldursdóttir, 4.10.2007 kl. 12:56

4 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

hehe þú er alveg frábær Heiða mín knús.

Kristín Katla Árnadóttir, 4.10.2007 kl. 14:30

5 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Konni er alveg ágætur...er það ekki:)

Einar Bragi Bragason., 4.10.2007 kl. 15:24

6 Smámynd: Helgi Kristinn Jakobsson

vika!.......þið eruð komin yfir erfiðasta hjallann, nú eru bara dagar víns og rósa eftir....hehe.....annars er hægt að leita til ráðgjafa! það er alltaf hægt þegar mikið álag hefur verið í sambandinu í svona langan tíma!

Helgi Kristinn Jakobsson, 4.10.2007 kl. 16:03

7 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Ekkert jafnast á við cyber-ást.

Steingerður Steinarsdóttir, 4.10.2007 kl. 16:22

8 Smámynd: Gísli Torfi

Boðar nú ekki gott ef hann segist ekki getað borðað þar sem hann býr í Nígeríu og allur maturinn fer þá líklega í Mömmu... En þvílíkur snillingur að Sauma Dress á þig..hvar er Íslenski Karlmaðurinn sem saumar Dress á ástina sína úr Rollu... við erum kannski komnir yfir það og förum að sníða eh á Konuna úr Áli....en þetta er þvílík Sápuópera..í fyrsta skipti sem mér líkar við sápu..koma svo.

Gísli Torfi, 4.10.2007 kl. 18:45

9 Smámynd: Sunna Dóra Möller

það er nú ekki gott þegar menn verða reiðir og alls ekki mjöööög reiðir......vonandi verður hann búin að jafna sig fyrir laugardaginn...svo þið getið átt gott og rómantískt vikuafmæli

Sunna Dóra Möller, 4.10.2007 kl. 18:48

10 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Taktu þessu bara með skrúfu (ró) láttu hann vera reiðan smá lengur og segðu svona undir rós að konfekt og utanlandsferðir virki vel á þig.  Döblin fyrir jólin, ekkert minna.

Ásdís Sigurðardóttir, 4.10.2007 kl. 19:09

11 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

"......En ást er svona tilfinning sem ég er ekki viss um. Mér finnst þetta alveg hreint ekki mér bjóðandi, því þegar ég lít á aðrar tilfinningar þá er ég alveg alltaf með það á hreinu þegar ég er t.d. reið. Það eru allir með það á hreinu, þegar ég er reið. Og þegar ég lít til baka og hugsa; já ég var reið þarna! þá veit ég það með vissu.... Það sama á ekki við um ástina...ég er hreint ekkert viss........"

Þetta er eins og talað út úr mínu hjarta!!

Góð líka samlíkingin um silkiblómin og þráhyggjuna.

Ertu ég?

Elska þig allavega, bara til vonar og vara....... hjartaknús

Hrönn Sigurðardóttir, 4.10.2007 kl. 19:19

12 identicon

Nei, þetta er ekki alvöru ást heldur bara einmana vitleysingur. Eða ekki.

Axel Jón Fjeldsted (IP-tala skráð) 4.10.2007 kl. 20:57

13 Smámynd: Halldór Sigurðsson

Prosaic -- ? snilld að éta það í svona hugleiðingum

Halldór Sigurðsson, 4.10.2007 kl. 21:26

14 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Vá! Heil vika!! Þið eruð praktiklí byrjuð að eldast saman

Heiða B. Heiðars, 5.10.2007 kl. 04:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband